Morgunblaðið - 15.05.1986, Side 63

Morgunblaðið - 15.05.1986, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Leiðið börnin á veg bænarinnar Til Velvakanda. „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og enda á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ (Orðskv. 22, 6—7.) Ég horfði á þáttinn „Vímulaus æska" í sjónvarpinu nýlega. Það var áhrifamikið og sorglegt efni, sem þar kom fram. Niðurbrotnir foreldrar á barmi örvæntingar yfir því að hafa misst bömin sin út í fen eiturlyfjaneyslu með allri þeirri ógæfu, sem af því leiðir. Einnig var þama talað við ungmenni, sem sögðu hreinskilnislega frá ástandi sínu eftir að ógæfan hafði hent þau. Þar virtist ríkja ráðaleysi. Ein stúlkan sagði, að móðir sín hefði mikið beðið fyrir sér. Er það ekki það eina, sem hægt er að gera þegar öll sund virðast lokuð; Drott- inn hefur sagt: Biðjið án afláts. Biðjið og þreytist ekki. Biðjið og yður mun gefast. Mig langar að segja við foreldra: Leiðið bömin til drottins á meðan þau em ung. Bamshjartað er mót- tækilegur akur fyrir orð lífsins. Sendið bömin ykkar í sunnudaga- skóla, þar sem gott fólk leggur fram krafta sína æskunni til heilla. Farið sjálf í guðs hús og takið bömin með. Þið munuð finna að það gefur styrk og færir blessun. Ef þið vanrækið helgihald sjálf, er hætt við, að bömin geri það líka. Því skyldu þau sækjast eftir þvl sem þau sjá að pabbi og mamma lítils- virða? Foreldrar. Leiðið bömin ykkar inn á veg bænarinnar. Hún er sterk- asta vopnið í baráttunni við syndina. Guði séu þakkir, sem gefur okkur sigurinn fyrir drottin vom, Jesúm Krist. „Vinur minn, farðu ekki í forarpollinn fyrst að hreina vatnið er til. Gakktu ekki blindur í glæpasollinn, gimstu ekki æsandi nautnaspil. Heimurinn tekur af hjartanu tollinn uns hættir það næstum að finna til. Hreina vatnið himinninn gefur, hjarta drottins í elsku slær. Augað hans blíða aldrei sefur, armur hans jafnan til þín nær. Ef iðrandi þú hann að þér vefur áreiðanlega sár þitt grær.“ Móðir Tvær frábær- ar greinar Velvakandi. í Morgunblaðinu sl. helgi, sunnu- daginn 11. maí, og í Lesbók hinn 10 maí vom Gámr Elínar Pálma- dóttur og Rabb í umsjón Þórðar Helgasonar kennara við Verslunar- skóla íslands frábær lesning. Þessar greinar vom hvor með sínu sniðinu og umræðan ólíkt efni, en vom mjög tímabærar sem inn- legg í daglegt þjóðlíf hér, sem er um margt ólíkt því sem gerist meðal annarra þjóða. Gámr vom að þessu sinni hug- leiðing um dauðann og návist hans, svo og um viðbrögð fólks, stundum móðursjúk viðbrögð, við því að fá inn á sig ódulbúna nálægð dauðans í formi frásagnar í blöðum, eins og komist var að orði. Vitnað var til frásagnar þess aðila, sem af komst í flugslysi fyrir nokkm og var til umræðu, m.a. í sjónvarpsþætti. Blaðamaður fer á kostum um allt þetta efni, sem á erindi til allra, ekki síst í þjóðfélagi, sem er í senn í einni hraðferð — og hringferð um sjálft sig. Það er mjög gagnstætt því sem maður verður var við ann- ars staðar í nálægum löndum — og raunar íjarlægum líka. í hinni greininni, sem birtist í „Rabbi“ í Lesbókinni, kemur Þórður Helgason kennari einnig inn á við- kvæmt efni, þ.e. „Hagnýtt og ónýtt nám“, sem er fyrirsögn rabbsins. Þar ræðir hann hið almenna viðhorf í samfélaginu til vinnu og náms og hina hörmulega mynd skólastarfs, sem t.d. felst í því, að nemendur bíða í raun eftir að skóla ljúki, svo þeir komist út á vinnumarkaðinn — síðdegis eða um helgar. Skólinn sé orðinn truflun, tíma- eyðsla frá hinu „hagnýta" starfí, ill nauðsyn, sem þó verði að sinna ... Hvert teljum við markmið okkar með lífinu? spyr greinarhöfundur. Er engan annan tilgang að fínna með námi í skólum en þann að undirbúa nemendur fyrir einhver tiltekin störf? — Hefur námið ekki neinu sérstöku hlutverki að gegna fyrir nemandann sjálfan sem ein- stakling, fyrir innri mann hans og þroska? spyr greinarhöfundur enn- fremur. En sjón er sögu ríkari. Með öðr- um orðum, lestur þessara ágætu greina. 2532-2975 Þessir hringdu . . . Fyrirspum til iþrótta- félaganna í Breiðholti Móðir í Breiðholti hringdi: „Mig langar til þess að koma drengjunum mínum í fótbolta én ég veit ekki hvert ég á að snúa mér. Er hægt að fá uppgefín einhver símanúmer til að hringja í og láta skrá þá, eða þarf maður að mæta einhvers staðar til þess. Mér þætti vænt um að fá svör við þessu.“ Hvað varð um ungl- ingaskemmtistaðinn? 7647-1630, 5615-1168 og 6640-4544 hríngdu: „Við þykjumst hafa lesið það einhvers staðar, að í byrjun mars sl. hefði átt að opna skemmtistað fyrir unglinga 16 ára og eldri í Armúla. Nú er miður maí og við höfum enn ekki orðið varar við þennan skemmtistað. Skortur á slíku húsi er tilfinnanlegur hér í Reykjavík, og við alveg að farast úr skemmtanaleysi. Ef einhver veit eitthvað um þessi mál, þá þætti okkur vænt um að fá að heyra eitthvað af þeim.“ Gleraugu í óskilum Húseigandi á Ásvallagötu hringdi: „8. maí sl. fundust á dyrapallin- um hjá mér karlmannssólgler- augu sem jafnframt eru sterk nærsýnisgleraugu. Gleraugun höfðu verið lögð ofan á tvo vasa- klúta. Eigandinn getur hringt í síma 21047 — venjulega er ein- hver heima — og fengið nánarí upplýsingar." Hermann smekklaus Smekkleg kona hringdi: „Er ekki kominn tími til að losna við þessar smekklausu teiknimyndir „Hermann" úr Morgunblaðinu? Eins og er annars gaman að lesa blaðið, þá liggur við að ég hendi því frá mér þegar Hermann blasir við. Væri ekki hægt að fá einhvem íslending til þess að teikna eitthvað í staðinn — eitthvað fallegt og skemmti- legt? Ég trúi því ekki að Hermann sé æviráðinn hjá blaðinu." Veiðistöngin hvarf Móðir hríngdi: „Sonur minn var að veiða við Elliðavatn 1. maí síðastliðinn. Hann þurfti aðeins að skjótast frá og bað dreng, sem þama var, að líta eftir veiðistönginni á meðan. Þegar sonur minn kom til baka var drengurinn horfínn og stöngin líka. Hann hefur hugsan- lega þurft að fara og ekki viljað skilja stöngina eftir. Mig langar því til þess að biðja hann að hafa samband í síma 38107 og láta vita af stönginni. Nektarauglýsingar eiga heima í sorpblöðum Sér Jan Habets hringdi: „Ég vil taka undir með konu, sem þakkaði Morgunblaðinu fyrir að losa sig við nektarauglýsingar. Að birta slíkar ósiðlegar auglýs- ingar er fyrir sorpblöð — ekki fyrir Morgunblaðið." Útvarpshlustandi hringdi: „4. maí sl. vom liðin 34 ár síðan Bandaríkjamenn hófu útvarps- rekstur á Keflavíkurflugvelli með leyfí Jónasar Þorbergssonar þá- verandi útvarpsstjóra. í öll þessi ár hefur útvarpsstöðin á vellinum skemmt hlustendum á suðvestur- homi landsins með góðri og skemmtilegri tónlist, þeim að kostnaðarlausu. Sl. þijú ár hefur verið notuð tölva til að sjá um útsendingu um nætur og að miklu leyti um helgar og á frídögum. Það mætti skjóta því að ráða- mönnum Ríkisútvarpsins að nota tölvu til þess að senda út á rás 2 á nóttunni — þá þarf manns- höndin lítið nærri að koma. Bandaríkjamenn eiga þakkir skilið fyrir vallarútvarpið. Það, eins og fleira, kom í kjölfar vam- arsamningsins, sem hefur verið íslendingum til góðs.“ Utankj ör s t aða- skrifstofa SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar 688322, 688953 og 688954. Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóla alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnu- daga kl. 14-18. Sjálfstæðisfólk. Vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi 31. maí nk. Fatasaumur Dömur, herrar 6 vikna námskeið i fatasaum að hefjast fyrir byijendur og lengra komna. Nú hannið þið og saumið fötin ykkar sjálf og skapið ykkar eigin stíl. Lock-saumavél á staðnum. Vél- ar til leigu. Fámennir hópar. Pantið strax. Innritun hafin í síma 21719. Morgun- siddegis- og kvöldtímar. 21719 Ásgerður klæðskeri Hildur fatatæknir Brautarholti 18, Rvk. ALLT í RÖÐ OG REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Duni er ódýrastí barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins Kr. 3.982.- (Innifalið I verði: Málmstandur, 2000 mál, tlu höldur og 1000 teskeiðar.) STANDBERG HF. - kaffistofa í hverjum krók! Sogavegi 108 símar 35240 og 35242

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.