Morgunblaðið - 26.06.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 26.JÚNÍ 1986
Leitin að fortíðiimi
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Norræn leiklistarhátíð áliuga-
manna í Reykjavík:
Teaterlaget i Bul í Niðarósi:
ILDSTÁLET
Höfundar: Ingeborg Eliassen og
Björn Erik Hanssen.
Söngtextar: Berit Ostberg.
Tónlist: Henning Sommerro.
Leikstjóri: Elin Hassel Iversen.
Eftir sýningu Udstálet í Þjóðleik-
húsinu fóru fram umræður um
verkið og stýrði Sveinn Einarsson
þeim röggsamlega. Höfundamir
bentu á að fyrir þeim hefi vakað
að draga upp mynd þrælahalds á
Norðurlöndum til foma, gera skil
lífí þræla. Þeir sögðust ekki hafa
verið vissir um í fyrstu hvemig
verkið ætti að vera, heldur lagt
áherslu á að þreifa sig áfram. Leit-
in að fortíðinni skipti þá mestu.
Og meðal þess sem tekið var mið
af vom Eddukvæði. Skáld var látið
tengja atriðin, lýsa rás atburða. Það
kom fram að meðal höfunda, sem
þau Ingeborg Eliassen og Bjöm
Erik Hanssen hafa lesið sér til
gagns, er Sven Wémström, en ef ég
NORkÆN NORDlSH POKJOlSMAlSU
'c . ritoinobð omotO' offlotoon-
cn„g<j" ,.n",0 'CO«CUe*ti»OI t
dc*ii|On» Beyfc|0*i»
22 29-UO.I986 ?2 ?9|ur,.I986 2? 29 *eso»1986
bíNoeuc ouNsxe uiMtuce
man rétt hefur sá hinn sami tekið
saman bækur handa bömum og
unglingum sem spegla fremur sér-
stæða söguskoðun.
Ildstálet lýsir því sem gerist eftir
að liðsmenn Ólafs Haraldssonar
hafa kveikt í bænum Haugi. Þeir
sem bjargast em þrælamir og
yngsta dóttirin á bænum, Ristil.
Átök eiga sér stað milli heiðinna
manna og kristinna. Við fylgjumst
með þrælunum og Ristil á leið þeirra
út í óvissuna og hvemig þeir að
lokum enda sem leysingjar.
Leikurinn gerist hægt, svona eins
og ekkert liggi nú á. Það hefur sína
kosti, ekki síst fyrir áhorfanda/
áheyranda sem ekki er vanur að
horfa/hlusta á Teaterlaget í Bul í
Niðarósi. En hugsast getur að ein-
hveijum þyki verkið of silalegt.
Góður kostur þess er hljómmikil
tónlist Hennings Sommerro, samin
sérstaklega fyrir leikritið.
Leikhópurinn frá Niðarósi er líka
vel æfður og sýningin í heild sinni
meira en venjuleg áhugaleiksýning
geti það talist lof í þessu samhengi.
Leikaramir allir, frá skáldinu og
sögumanninum Svein Ellingsmd til
telpunnar Lene Helland Rönningen,
gera sitt besta.
Elin Hassel Iversen leikstjóri
hefur farið mjúkum höndum um
þessa tilraun þeirra Ingeborg El-
iassen og Bjöm Erik Hanssen.
Önnur ieið efast ég um að hafí verið
fær. Leikritið sjálft er tilrauna-
mennska og leit, en alls ekki ófróð-
legt að kynnast því.
Sýning' Guðmundar
Thoroddsen
Myndli«t
Valtýr Pétursson
í Nýlistasafninu við Vatnsstíg
stendur nú yfir sýning á verkum
eftir skútukarlinn og mótorhjóla-
ferðalanginn Guðmund Thorodd-
sen, en hann hefur smíðað sína
eigin skútu og fer allra sinna ferða
um höfín víð og breið einn á báti.
Það er ekki frítt við, að undirritað-
ur öfundi þennan garp til sjós og
lands, en hann fór Afríku endi-
langa á mótorhjóli sínu hér á ár-
unum. Slíkt framtak ætti að koma
að góðum notum við myndgerð,
ætli af veiti áræði og dugnaði, ef
hlutimir eiga að ganga upp, eins
og sagt er. Þetta var svolítill
inngangur til að kynna, hvað býr
í þessum unga manni, og nú ætla
ég að láta það flakka, að áður-
nefnda eiginleika má fínna í
myndgerð Guðmundar.
Það er ekki langt sfðan Guð-
mundur hélt sýningu á Kjarvals-
stöðum, þá nýkominn af hafi frá
Hollandi, nú hefur hann haldið til
Frans og er þaðan heimkominn
með nesti og nýja skó. Það er
nefnilega áberandi, hvað honum
hefur bætzt þrek og þróttur við
málverkið. Hann virðist hafa
þrifízt vel á Signubökkum og
kemur nú með myndgerð, sem er
í miklu hærri gséðaflokki en sú,
sem hann stundaði í hinu blauta
Hollandi. Það er sannarlega
ánægjulegt að sjá þessa framför
og hvemig Guðmundur hefur
þroskazt hjá Frökkum, einkum
og sér í lagi í litameðferð. Ég var
búinn að heyra, að París væri
ekki meir á þessu sviði, en mér
er nærri að halda það sjónvillu
og þvaður, þegar sést, hvemig
málin hafa snúizt hjá eins opnum
manni og Guðmundur virðist vera.
Hann tekur hlutina auðsjáanlega
nokkuð alvarlega, þrátt fyrir
skopskyn og léttleika, sem ein-
kenna framkomu hans. Það er í
fáum orðum sagt miklu meira
málverk í þessum myndum, en í
fyrri myndum hans. Guðmundur
nær að spinna út frá þjóðsögunni,
ef ég skil verk hans rétt. Það er
rammíslenzkur blær í flestum
málverkum hans, og í ætingunum
er viss súrrealistískur strengur,
sem er samt það jarðbundinn, að
úr verður frásaga, sem verkar
sannfærandi og hvergi gripin úr
lausu lofti.
Það fer ekki milli mála, að hér
er á ferð ungur listamaður í örum
vexti, og er það ánægjulegt að
fá tækifæri til að benda fólki á
sýningu, sem er meira en nokkuð
snotur.
Sumarsýning
Listmálarafélagsins
Út af deilum á endumýjun á
loftinu fræga á Kjarvalsstöðum
fór þeirra leigusystem í einhvem
hnút, og því hefíir Listmálarafé-
lagið, sem að undanfömu hefur
haldið stórar samsýningar þar í
sveit, þurft að leita fyrir sér á
öðrum miðum eða fella árlega
sýningu sína niður. Það varð úr,
að félagið lét sér nægja hið tak-
markaða rými, sem Gallerí íslensk
list á Vesturgötu 17 ræður yfir,
en eins og allir vita, hafa félags-
menn í Listmálarafélaginu sýnt á
þessum stað að staðaldri síðan
galleríið var stofnað fyrir einum
þremur ámm.
í Listmálarafélaginu em 24
málarar, og af þeim era 15
mættir til leiks að þessu sinni.
Slíkur fjöldi verður auðvitað að
takmarka þátttöku sína við það
húsnæði, sem til ráðstöfunar er,
ög því er framlag hvers og eins
ffá einu verki og upp í þijú.
Megnið af þvl, sem sýnt er að
þessu sinni, em olíumálverk, en
nokkrar vatnslitamyndir em einn-
ig þama á veggjum. Þetta er
mjög sómasamleg sýning í alla
staði, og verður vart annað sagt
en að betur hafí til tekizt en ýmsir
óttuðust í svo þröngu húsnæði,
en afar viðkunnanlegu húsnæði.
Þeir málarar, sem þama sýna, em
allir þekktir og flestir þeirra fyrir
löngu fastmótaðir listamenn. Þar
sem höfundur þessa skrifs er einn
í þessum hópi, verður ekki farið
út í þá sálma að benda á nein
sérstök verk á þessari sýningu.
Menn verða að umbera slíkt, þar
sem óviðkunnanlegt væri að hæla
einum og amast við öðmm af
þriðja aðila, sem á verk á sömu
sýningu. En ég vil gjaman vekja
athygli manna á þessari sýningu,
því að í heild er hún vel þess verð,
að henni sé gaumur gefínn.
Það hefur mikið gengið á
myndlist á liðnum vikum, og eins
og allir vita hefur einn mesti
meistari allra tíma verið sýndur á
Kjarvalsstöðum að undanfömu.
Það þarf því nokkurt þor til að
koma fram með verk sín á þessu
sviði þessa dagana, en Listmál
arafélagið hefur samt lagt í hann,
og nú er að vita, hvemig kóngi
og presti líkar. Persónulega er ég
ánægður fyrir hönd félaga minna,
en aðrir hafa líka skoðanir og láta
þær eflaust í ljós. Það er 31 lista-
verk á þessari sýningu og öll til
sölu.