Morgunblaðið - 26.06.1986, Side 22
22__________
Egilsstaðir:
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986
Bókagjöf frá Félagi
frj álshyggj umanna
Fundur landbúnaðarráðherra
Norðurlanda settur 1 morgun
Egilsstöðum.
FORMLEGUR fundur landbún-
aðarráðherra Norðurlanda var
settur í Valaskjálf á Egilsstöðum
kl. 9.00 í morgun. Fundinn sitja
allir landbúnaðarráðherrar
Norðurlanda nema finnski ráð-
herrann auk fjölda sérfræðinga
og starfsmanna ráðuneytanna,
eða um 80 manns.
Fundargestir komu til Egilsstaða
síðla þriðjudags og í gær var efnt
til ráðstefnu um aukabúgreinar í
norrænum landbúnaði. Á ráðstefn-
unni hélt Sigurður Blöndal, skóg-
ræktarstjóri ríkisinst erindi um
skógrækt á íslandi, Áke Quist frá
Finnlandi hélt erindi um loðdýra-
rækt og Torgus Nordba frá Noregi
hélt erindi um ferðamannaþjónustu
til sveita. í gærkvöldi sátu ráð-
stefnugestir kvöldverðarboð Jóns
Helgasonar landbúnaðarráðherra
eftir að hafa skoðað Hollormsstað-
arskóg undir leiðsögn Jóns Lofts-
sonar skógarvarðar. Eftir ráðherra-
fundinn í dag verður ráðstefnustörf-
um fram haldið en ráðstefnunni
lýkur á föstudag.
Ólafur
NÝLEGA aflientu þeir dr. Hann-
es Hólmsteinn Gissurarson,
framkvæmdastjóri og kennari í
Viðskiptadeild Háskóla íslands,
og Gunnlaugar Sævar Gunn-
laugsson, framkvæmdastjóri,
Háskólabókasafni að gjöf fyrir
hönd Félags ftjálshyggjumanna
bækur um stjómmál og hagfræði
að andvirði um 35 þús. kr.
Hafði Félag ftjálshyggjumanna
safnað fé til þessarar bókagjafar
hjá ýmsum fyrirtækjum og einstakl-
ingum, en í bréfi þess til Háskóla-
bókavarðar segir meðal annars:
„Félag fijálshyggjumanna hefur
lengi haft áhuga á því að stuðla
að sem traustastri fræðilegri kjöl-
festu íslensks almennings og
menntamanna í umræðum um þjóð-
mál og stjómmál. Slík kjölfesta felst
ekki síst í góðum bókakosti, sem
tiltækur sé þeim, sem nema vilja,
og hvergi er slíkur bókakostur
nauðsynlegri en í Háskóla íslands,
þar sem mikill hluti komandi
menntamannakynslóðar fer um.“
Hér er í fyrsta lagi um að ræða
tímaritið Frelsið, sem Félag frjáls-
hyggjumanna hefur gefíð út frá
1980, innbundið í heild sinni í þrem-
ur eintökum, og mun það geta legið
frammi á ýmsum lesstofum Háskól-
ans. Einnig eru í bókagjöfinni flest
nýlegustu rannsóknarritin, sem
breska vísindastofnunin Institute
of Eeonomic Affairs í Lundúnum
hefur gefið út, en sú stofnun fæst
við að greina þá möguleika, sem
eru á að leysa mál fremur með
markaðsviðskiptum en ríkisafskipt-
um og verðlagningu fremur en
skattlagningu.
Ýmis önnur rit eru einnig í bóka-
gjöfínni, til dæmis sum helstu
hagfræðirit Ludwigs von Misess,
hins kunna austurríska hagfræð-
ings, sem var einn ótrauðasti stuðn-
ingsmaður markaðskerfisins á fyrri
hluta þessarar aldar, rit Ludwigs
Erhards, kanslara Vestur-Þýska-
lands og höfundar þýska efnahags-
undursins, og breska blaðamanns-
insPaulsJohnsons.
Félag fijálshyggjumanna er að
safna fé til þess að geta gefíð svip-
aðar bókagjafír í lestrarstofur fram-
haldsskólanna um land allt nú í
„Áberandi fjarvera fulltrúa
Bandaríkjanna og Bretlands“
— sagði Haraldur Kröyer, fulltrúi Islands á ráðstefnunni
Á ÞRIÐJU ráðstefnu alþjóða-
þings Sameinuðu þjóðanna, sem
haldin er út af málefnum Suður-
Afríku, var samþykkt samhljóða
ályktun um algjört viðskiptabann
aðildarrikjanna gagnvart Suð-
ur-Afríku til þess að þvinga'
stjórnina þar til að láta af að-
skilnaðarstefnunni og gefa
svörtum íbúum landsins tækifæri
á meiri þátttöku i stjórn landsins.
Ráðstefnan fór fram í París
dagana 16.-20. júní með þátttöku
132 ríkja. Fulltrúi íslands á ráð-
stefnunni var Haraldur Kröyer,
sendiherra í París. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið að mjög
áberandi hefði verið fjarvera full-
trúa Bandaríkjanna og Bretlands
auk þess sem fulltrúar Frakklands,
Ítalíu, Hollands, Japan og ísraeis
hefðu aðeins verið áheymarfulltrú-
ar, þar sem ríkisstjómir þessara
þjóða efuðust mjög um ágæti refsi-
aðgerða af þessu tagi.
„Norðurlöndin, Ástralía og nokk-
ur önnur Evrópulönd gerðu þó fyrir-
vara á samþykktinni hvað varðar
ádeilu á einstakar ríkisstjómir um
að taka ekki þátt í sameiginlegum
aðgerðum. Sérstaklega lá í því
orðalagi annars vegar ádeila á
Bandaríkin og Bretland fyrir að
hafa fellt með neitunarvaldi síðustu
samþykktir öryggisráðs SÞ á árinu
og einnig ádeila á ísrael fyrir við-
skipti sín við Suður-Afríku.“ Har-
aldur sagði að fulltrúar Norðurland-
anna hefðu verið sammála um að
draga ekki út einstök ríki og for-
dæma þau fyrir þeirra stefnu eða
ætla þeim einhvem óheiðarleika þar
sem þau ríki hefðu markað sína
stefnu.
Utanríkisráðherrar Noregs,
Finnlands og Svíþjóðar vom fulltrú-
ar sinna landa og vararáðherra frá
Danmörku. Haraldur sagði að fjöldi
gesta hafí verið á ráðstefnunni,
m.a. hefði Lisbet Palme, ekkja Olofs
Palme, fyrrverandi forsætisráð-
herra Svíþjóðar, flutt ræðu á ráð-
stefnunni og minnst manns síns og
þess þáttar er hann átti í að styðja
svarta íbúa Suður-Afríku í þeirra
sjálfstæðisbaráttu.
Algjöru viðskiptabanni á S-Afríku lýst yfir í alþjóðaþingi SÞ:
haust, er þessir skólar heija aftur
starfsemi sína.
(Fréttatilkynning)
Vorhreingerning á Skaga strönd.
Ljósmynd: Snorri Snorrason
Viðurkenning veitt fyrir nýjungar á sviði tölva:
Starfsgreinasjóður Rotary
úthlutar í annað sinn
tölvuvinnslu, segir í fréttatilkynn-
ingu frá sjóðnum.
Þeir félagar, Vilhjálmur og
Öm, stofnuðu í sameiningu fyrir-
tækið íslenzk forritunarþróun sf.
árið 1983. Markmiðið var að vinna
að þróun og dreifíngu hugbúnaðar
fyrir tölvur. í samvinnu við fleiri
aðila komu þeir árið 1985 fótun-
um undir fyrirtækið Artek hf. sem
vinnur að þróun og sölu svonefnds
ADA-þýðanda á erlendum vett-
vangi. Að sögn Amar hefur þýð-
andinn þegar vakið nokkra athygli
erlendis, byijað var að auglýsa
hann í febrúar síðastliðnum í
Vilhjálmur Þorsteinsson og
Öm Karlsson fengu verðlaun
Starfsgreinasjóðs Rotary á ís-
landi fyrir árið 1986. Sjóðurinn
var stofnaður í tilefni af 50 ára
afmæli íslensku Rotaryhreyfing-
arinnar sem var 1984. Hlutverk
hans er að veita viðurkenningu
fyrir framúrskarandi afrek sem
unnin em í einhverri starfsgrein
á umdæmissvæðinu.
Viðurkenningin er að þessu
sinni veitt fyrir mikla hugkvæmni,
fmmkvæði og djörfung tvímenn-
inganna við að þróa og koma á
framfæri heima og erlendis mjög
athyglisverðum hugbúnaði fyrir
Vilhjálmur Þorsteinsson
bandarískum tölvublöðum og er
Artek nú komið með dreifiaðila í
mörgum Evrópulöndum, ísrael,
Japan og Suður-Kóreu. Stærsti
markaðurinn fyrir hugbúnað er
þó í Bandaríkjunum og þar hyggst
Örn Karlsson
Artek hasla sér völl. Kvað Öm
það mikinn heiður að fá nú þessa
viðurkenningu Starfsgreinasjóðs
og mjög örvandi fyrir þá félaga.
Verðlaunaupphæðin var að
þessu sinni 150 þúsund krónur.