Morgunblaðið - 26.06.1986, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986
Treholt leitaði
ásjár hjá KGB
Osló, frá Jan Erik Laure,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Stómjósnarinn Ame Treholt
leitaði ásjár sovézku leyniþjón-
ustunnar, KGB, meðan hann sat
í Ila-fangelsinu. Tveimur mán-
uðum fyrir fyrirhugaðan flótta
úr fangelsinu skrifaði hann
bréf, sem stílað var á yfirmann
hans hjá KGB, Genadij Titov.
Lögreglan fann bréfið á laugar-
dag við húsleit hjá blaðamannin-
um og skáldinu Egil Ulateig,
bezta vini Treholts, sem kom upp
um flóttaáætlun hans. í bréfínu
bað Treholt Titov um hjálp. Hann
bað Titov að gefa út yfírlýsingar,
sem væru sér í hag, því það hefði
Egil Ulateig
getað orðið málstað hans til fram-
dráttar er hæstiréttur landsins
fjallaði um mál sín.
„Treholt ætlaðist til þess að ég
afhenti KGB bréfíð svo það bærist
Titov. Hann kynnti mig í bréfínu
og bað Titov um að veita mér
viðtal," sagði Ulateig. Ulateig
kom þó aldrei bréfínu áleiðis og
geymdi það í skjalasafni sínu.
Hann var yfírheyrður í langan
tíma í gær vegna bréfsins og
lögreglan segist sátt við skýringar
hans og hyggst ekki sækja hann
til saka vegna þess. Hann er hins
vegar grunaður um aðild að fyrir-
hugaðri flóttatilraun Treholts.
Faðir Treholts stefn-
ir Verdens Gang
Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbladsins.
FAÐIR Arne Treholts, Torstein, hefur sett sig í samband við
lögfræðing sonarins og beðið hann um að hefja mál á hendur
blaðinu Verdens Gang og blaðamanninum Michael Grundtspang,
vegna ummæla hans í blaðinu.
„Enn einu sinni hefur Treholt
dregið íjölskyldu sína með sér
niður í svaðið. Hann hefur sannað
hæfíleika sína til að ráðskast með
fólk að eigin vild. Já, hann hefur
ekki bara ráðskast með fólk, held-
ur einnig rægt það og ófrægt. “
Viðbrögð föður Treholts eru þó
fyrst og fremst vegna eftirfarandi
ummæla Grundtspangs: „Treholt
hélt ekki miklu sambandi við föður
sinn fyrir handtökuna. En eftir
að sakir voru á hann bomar gerði
hann allt sem hann gat til að
notfæra sér trygglyndi hins aldna
föður, sem reyndist fús til að hella
sér yfir fjölmiðla með jöfnu milli-
bili.“
Torstein Treholt telur að með
þessu hafí blaðið haldið því fram
að hann væri gömul bleyða, sem
Ame hefði ráðskast með að vild.
Hann telur ummælin ærumeið-
andi og hefur beðið lögfræðing
sonarins, Alf Nordhus, að undir-
búa málaferli.
Hin rúmlega 17 ára gamla
vinkona Treholts neitar stöðugt
að skýra frá aðild sinni að meintri
flóttatilraun hans. Hún er sögð
Thorstein Treholt
hafa smyglað magnum 44
skammbyssu inn í fangelsið til
Treholts. Byssan fannst grafin í
jörð í fangelsisgarðinum.
ísrael:
Yfirmaður leyniþjón-
ustunnar segir af sér
Jerúsalem, AP.
SHALOM, yfirmaður Shin Bet,
leyniþjónustu ísrael, hefur sagt
af sér. Afsögn hans kemur i
kjölfar deilna um atburð sem átti
sér stað árið 1984 þegar leyni-
þjónustumenn myrtu tvo palest-
ínumenn, sem rænt höfðu áætl-
unarbíl frá Tel Aviv á hinn
hroðalegasta hátt. Ekki er vitað
hvenær afsögn hans tekur gildi
né heldur hver tekur við stöðu
hans.
Samkvæmt fyrirskipun Chaim
Herzog, forseta, verða Shalom og
þrír aðrir leyniþjónustumenn, sem
ábyrgð báru á verknaðinum, ekki
dregnir fyrir dómstóla. Shimon
Peres, forsætisráðherra, og Yitzhak
Shamir, utanríkisráðherra, höfðu
báðir lagst gegn því að ákæra yrði
lögð fram á hendur Shalom. Töldu
þeir að með réttarhöldum yrði starf-
semi leyniþjónustunnar óhjákvæmi-
lega gerð opinber. Er almennt Iitið
á lyktir þessa máls sem sigur fyrir
þá.
Shamir var forsætisráðherra
þegar palestínumennimir voru
myrtir og hafa fjölmiðlar ásakað
hann um að hafa átt þátt í að þagað
var yfir þeim atburði. Nafn Peres
hefur einnig verið nefnt í þessu
sambandi.
Sérstök nefnd hefur verið sett á
laggirnar og mun hún rannsaka
starfsaðferðir leyniþjónustunnar.
Vinstri flokkar á þingi hafa lagt
fram vantrauststillögu á hendur
AP/Símamynd
Grænf riðungum hefur tekizt að ná taki á skutulslínu norsks hrefnu-
veiðara við Noregsstrendur í fyrradag. Þar með gátu skipveijar á
hvalfangaranum ekki skotið á hrefnu og sigldu til hafnar. Skip
grænfriðunga var tekið í gærmorgun og flutt öðru sinni á tveimur
vikum til hafnar í Noregi.
Moby Dick færður
aftur til hafnar
Peres, en samsteypustjóm hans
mun reynast auðvelt að standa hana
af sér.
Osló, AP.
NORSKA strandgæzlan tók
Moby Dick, skip grænfrið-
unga, öðru sinni og færði
það til hafnar í Vardö í
gær. Astæða tökunnar er
endurtekin brot á fjögurra
sjómílna landhelgi Noregs.
Skipveijar á Moby Dick urðu
við fyrirmælum strandgæzlunnar
um að sigla út á alþjóðlega sigl-
ingaleið á þriðjudag eftir að hafa
reynt að hindra sjö norsk hvalveiði-
skip. í fyrrinótt sigldu skipveijar
hins vegar aftur inn í landhelgi og
tók strandgæzluskipið Staalbas
skip þeirra fast og dró til hafnar.
Moby Dick hefur haldið sig við
Noregsstrendur í einn mánuð í
þeirri von að hindra hrefnuveiðar
Norðmanna meðfram strandlengj-
unni. Á þriðjudag sigldu græn-
friðungar á þremur gúmbátum upp
að einum hvalfangaranum og náðu
að binda sig við skutulsreipi hans.
Hinn 11. júní sl. var Moby Dick
færður til hafnar og skipstjórinn
sektaður. Hann neitaði að greiða
sektina og var þá ákveðið að stefna
honum fyrir rétt í ágúst. Fékk
hann að láta úr höfn þegar sett
hafði verið bankatrygging fyrir
greiðslu sektarinnar. Nú á hann á
hættu að verða dæmdur til enn
hærri sektargreiðslna.
People Express:
Of mikil umsvif
urðu því að falli
Newark, New Jersey, AP.
SÉRFRÆÐINGAR telja, að
bandaríska flugfélagið hafi lent
í erfiðleikum vegna ofþenslu,
rangra áætlana og óvæntrar
samkeppni. Nú er verið að kanna
möguleika á sölu fiugfélagsins
alls eða hluta þess.
Hugmyndin að baki félagsins er
talin ágæt. Það býður afar lág
fargjöld, en enga sérþjónustu, sem
önnur flugfélög hafa hins vegar
lagt. mikla áherslu á.
Talsmaður People Express segir,
að enn hafí engar ákveðnar viðræð-
ur farið fram um hugsanlega sölu
félagsins. Hann viðurkenndi, að
forráðamenn félagsins hefðu van-
metið keppinautana, en ofreiknað
vaxtarmöguleikana.
Talsmaðurinn sagði ýmsar
spamaðarleiðir nú til umræðu hjá
fyrirtækinu, m.a. sala á dótturfyrir-
tækinu Frontier Airlines, sala á
flugvélum, fækkun á starfsfólki og
lækkun launa.
Sérfræðingamir hafa einnig bent
á, að fyrirtækið hafí sennilega
lækkað fargjöld á röngum tíma og
of mikið í einu. Einn þeirra bætir
hins vegar við, að uppgangur þess
hafi þvingað keppinautana til að
lækka fargjöld sín; það hefðu þeir
aldrei gert ótilneyddir. Olíklegt
væri, að fargjaldaverð hækkaði á
ný, þar sem aðstæður á markaðnum
væru breyttartil frambúðar.
Veður
víða um heim
Lcagst Hsest
Akureyrl 17 skýjafl
Amsterdam 10 23 heiöskfrt
Aþena 20 34 heiðskfrt
Barcelona vantar
Berlin 11 24 helðskfrt
Brössel 15 25 heiðskfrt
Chicago 12 16 skýjað
Dublln 12 19 skýjað léttskýjað
Feneyjar 28
Fronkfurt 12 23 helðskfrt
Genf 13 24 heiðskfrt
Helslnki 13 23 helðskfrt
Hong Kong 26 29 rignlng
Jerúsalem 17 24 skýjað
Kaupmannah. 12 21 helðskfrt
Las Palmas 22 skýjað
Lissabon 14 23 skýjað
London 1« 25 skýjað
Los Angeles 16 25 heiðskfrt
Luxemborg 16 22 lóttskýjað
Malaga vantar
Matlorca vantar
Miami 25 30 skýjað
Montreal 11 19 skýjað
Moskva 9 12 skýjað
NewYork 21 30 helðskfrt
Osló 12 27 heiðskfrt
Parfs 14 25 heiðskfrt
Peking 13 26 heiðskfrt
Reykjavfk 9 skýjað
Rfóde Janeiro 13 27 heiðskfrt
Rómaborg 17 32 heiðskfrt
Stokkhólmur vantar
Sydney vantar
Tókýó 21 25 skýjað
Vfnarborg 14 21 helðskfrt
Þórshöfn 11 þoka
Gengi gjaldmiðla
London, AP.
DOLLAR lækkaði á gjaldeyris-
mörkuðum í Evrópu I gær, m.a.
vegna þess að búist er við vaxta-
lækkun í Bandaríkjunum. Gull-
verð hækkaði.
Sterlingspundið hækkaði og
kostaði 1,5195 dollara síðdegis í
gær (1,5115). Gengi dollarans var
annars þannig, að fyrir hann feng-
ust 2,2115 vestur-þýsk mörk
(2,2283), 1,8135 svissneskir frank-
ar (1,8220), 7,0550 franskir frank-
ar (7,0800), 2,4895 hollensk gyllini
(2,4990), 1.516,75 ítalskar límr
(1.524,75), 1,38525 kanadískir
dollarar (1,38635) og 165,85 jap-
önskjen.