Morgunblaðið - 26.06.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 26.06.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986 27 Segjast hafa vísbendingar um að dr. Josef Mengele sé enn á lífi Grænland: Olof Palme Frankfurt, Vestur-Þýskalandi, AP. FÓLK, sem lifði af tilraunir Josefs Mengele í útrýmingar- búðum nasista, sagði á mánu- dag, að það hefði í höndum nýjar vísbendingar um, að læknirinn væri enn á lífi. Vera Kriegel, formaður Meng- ele-samtakanna í Israel, sagði, að á beinunum, sem grafin voru upp í Embu í Brasilíu 6. júní á síðasta ári, hefðu ekki fundist merki um sjúkdóm þann, sem þjáð hefði Mengele á þriðja áratug aldarinn- ar. „Beinin, sem fundust í Brasilíu, eru ekki líkamsleifar Mengele," sagði Kriegel í Frankfurt, er hún hafði rætt við Christoph Schaefer saksóknara, sem sér um leitina að Mengele fyrir hönd Vestur- Þýskalands. Kriegel sagði, að samkvæmt læknisskýrslum frá styijaldartím- anum hefði nasistalæknirinn verið með beinsjúkdóm í vinstri fæti. „Sérfræðingar hafa tjáð okkur, að merki hefðu átt að sjást eftir sjúkdóminn," sagði hún. _Avi Erlich, lögfræðingur ísra- elsku samtakanna, sagði, að sönn- unargögn sýndu, að Mengeie hefði verið hjá tannlækni eftir 1979. Það ár lést sá, sem líkamsleifamar í Embu voru af. „Tannlæknir í Brasilíu, kona að nafni Wieno, hefur undir hönd- um skjöl, sem skráð voru eftir 1979 og koma heim og saman við skýrslur um tannviðgerðir á Mengele," sagði Erlich, en vildi ekki gefa frekari upplýsingar. Schaefer saksóknari sagði, að ísraelsku slqolin yrðu rannsökuð og kannað, hvort í þeim væri að finna nýjar vísbendingaf. Málinu væri enn ekki lokið. „ Við vildum gjama fínna Meng- ele og draga hann fyrir dóm,“ sagði hann. „En við drögum mjög í efa, að hann sé enn á lífí. Allar okkar rannsóknir hingað til hafa hnigið í þá átt.“ Schaefer neitaði að segja til um, hvenær rannsókninni lyki endan- lega. fær friðar- verðlaun Frá N J.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins í Grænlandi. GRÆNLENSKA friðarhreyfing- in (Sorsunnata) hefur ákveðið að veita Olof Palme, fyrrum forsæt- isráðherra Svía, sem féli fyrir morðingjahendi í febrúarmán- uði, friðarverðlaun samtakanna. Sænsku ríkisstjóminni hefur verið boðið að senda fulltrúa til að veita verðlaununum viðtöku, en afhending þeirra fer fram við hátíðlega athöfn 1. september næstkomandi. Verðlaunin em veitt Palme vegna starfa hans að í þágu friðar, af- vopnunar og mannúðar. Auk Palme mun Hans Pavia Rosing, fyirum forseti Sambands Inúíta (ICC), einnig hljóta friðarverðlaun hreyf- ingarinnar. Grænlenska friðarhreyfíngin hyggst hefja undirskriftasöfnun þar sem þess verður krafíst að sett verði á stofn sérstök nefnd til að hafa eftirlit með þeirri starfsemi sem fram fer í herstöðvum Bandaríkja- manna á Grænlandi. Krafa friðar- hreyfingarinnar er sú að tryggt verði að herstöðvar Bandaríkja- manna sinni eingöngu því vamar- hlutverki sem þeim er ætlað sam- kvæmt samningi ríkisstjóma Dan- merkur og Bandaríkjanna frá árinu 1951. Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum: Tollgæslunni ber ekki að afhenda Marcosi góssið San Francisco, AP. Áfrýjunardómstóll i Banda- ríkjunum staðfesti á mánudag hald, sem bandaríska toll- gæslan lagði á u.þ.b. 8,4 miUj- óna dollara eignir Ferdinands Marcos, fyrrum forseta Filippseyja, er hann kom til Hawaii snemma á þessu ári. Samkvæmt úrskurðinum skal haldið gilda, þar til dómur hefur gengið um, hver sé lögmætur eigandi góssins. Dómstóllinn féllst á kröfu bandaríska dómsmálaráðuneyt- isins um að koma í veg fyrir framgang héraðsdómsúrskurð- ar, sem kveðinn var upp í Honol- ulu sl. þriðjudag. Var þar kveðið á um, að tollgæslan hefði ekkert umboð haft til að leggja hald á eignimar og bæri því að skila þeim í hendur Marcosar. Seðlabanki Filippseyja hefur höfðað tvö mál gegn Marcosi í Honolulu. Heldur bankinn fram, að Marcos hafi stolið fyrmefnd- um eignum úr þjóðarbúi Filipp- seyinga. Fyrstí ratmvcrtilegí luxussmábíllínn! „Skutlarifrá LANCIA Það er bjart framundan hjá kaupendum smábíla, því nú er kominn á markaðinn byltingarkenndur lítill bíll, sem á ekkert sameiginlegt með öðrum smábílum, nema stærðina! LANCIA „SKUTLAN" er framleídd af rótgrónum bílaverksmiðjum, sem híngað til hafa eingöngu einbeitt sér að framleíðslu stórra, vandaðra luxusbíla og sport- bíla. Hún er „lítíl að utan — en stór að ínnan" og býður upp á áður óþekkt þægindi og íburð í bílum af þessari stærð: Luxusinnrétttingu með sérbólstruðum sætum, fullkomið mælaborð, rafknúnar rúður, rafknúnar hurðalæsingar og margt fleira. Með öllu þessu kostar Skutlan aðeins 278.000 krónur!! Lancia „SKUTLAN" er fyrir þá, sem kjósa lítinn, Iipran 5 manna bíl, sem býður samt upp á íburð og þægindi eíns og í bestu luxusbílum. Komdu því og skoðaðu og reynsluaktu Skutlunni frá LANCLA — þú verður ekki fyrir vonbrígðum!! BILABORG HF. Smiöshöföa 23sími 6812 99

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.