Morgunblaðið - 26.06.1986, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1986
39
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Pabbi og mamma
í dag ætla ég að fjalla um
samband tveggja dæmigerðra
Krabba (21. júní — 22. júlí).
Lesendur eru minntir á að hver
maður á sér nokkur stjömu-
merki og því hafa aðrir þættir
áhrif hjá hveijum og einum.
Loesa klónum
Eins og við vitum hafa krabbar
klær. Við getum því rétt
ímyndað okkur hvað gerist
þegar tveir slíkir eru saman-
komnir. Þeir læsa klónum og
festast það rækilega að mikið
má til að það samband rofni.
Sennilega gætu þeir ekki losað
sigþóþeirvildu.
Gamaldags
í hjónabandi Krabba skipta
nokkur atriði höfuðmáli. Heim-
ilið og bömin'eru númer eitt,
tvö, þijú, fjögur, fimm og sex.
Númer sjö er að pabbinn hafi
góða vinnu til að sjá fyrir heim-
ilinu. Öryggi skiptir höfuðmáli
og því vinnur hann hjá traustu
fyrirtæki og hefur ágæt laun.
Hér að framan móðgaði ég
kvennréttindakonur, en hinn
dæmigerði Krabbi tekur lítið
mark á slíku. Hann er íhalds-
samur og lítið fyrir breytingar.
Krabbakona elskar að sjá um
heimili og böm, elda mat, sjóða
niður og þar fram eftir götum.
Hún getur því vel hugsað sér
að vinna heima við, a.m.k. á
meðan bömin em lítil.
Út i sveit
Krabkbamir okkar búa út í
sveit eða í grónu hverfí. Þau
eiga stórt hús með fallegum
garði. Við skulum skreppa í
heimsókn, eina helgi á góðum
sumardegi.
Köttur
Þegar við nálgumst húsið heyr-
um við barnaköll, hlátur og
grát og gelt í hundi. Ég opna
hliðið og geng inn í garðinn.
Köttur skýst framhjá mér og
út á götu, og ég er næstum
lentur í áreksti við lítinn herra-
mann sem kemur þjótandi á
eftir kettinum. Þessi lýsing á
að gefa til kynna að Krabbamir
eiga mörg böm, garð, hunda
og ketti, enda em þeir annálað-
ir uppalendur, dýravinir og
garðyrkjumenn.
RauÖmagar
Jón og Jóna em að sjálfsögðu
út í garði. Hann er að slá blett-
inn og leggja hellur undir úti-
grillið. Hún er að planta morg-
unfrúm. Þau taka vel á móti
okkur og bjóða að setjast (
garðskálann. Það er varla að
við fínnum okkur pláss innan
um öll blómin en það tekst.
Jóna var að sjálfsögðu að enda
við að baka og Jón býður okkur
heimalagað koníak með kaff-
inu. Hann bmggar að sjálf-
sögðu, einar átta tegundir, allt
fyrirtaks vín. Hann á einnig
trillu og er við kveðjum síðar
um daginn vil hann endilega
gefa okkur rauðmaga.
Tíu börn
Framangreind lýsing er að
einhveiju leyti ýkt en er samt
sem áður ekki svo íjarri lagi.
Allir Krabbar eiga kannski
ekki stórt hús, með stómm
garði, hunda, ketti, trillur og
tíu böm. Þá dreymir hins vegar
um slíkt og þeim myndi líða
vel ef þeir ættu kost á ein-
hveiju í lfkingu við það. Þar
sem Krabbinn er séður og út-
sjónarsmaður er hins vegar
næsta ömggt að hann kemur
sér upp góðri aðstöðu fyrir sig
og stna, þó síðar verði. Eg segi
því gangi ykkur vel gömlu
Krabbar (þið sem ekki emð
búin að eignast sveitasetrið),
haldið bara áfram að safna,
húsið er í sjónmáli.
X-9
PÝRAGLENS
LJOSKA
SÖLUAIAEXJR. ÞARF AS>1
KXiNWA AP
^ Xiv. : o II -2
TOMMI OG JENNI
y v a s ~\
OSK4 þ£f2m
\ To vwu T
ÆTT/ 4NN4E>
ÓStCABEtNJ A
FERDINAND
: 1 ^ xr—
* r
SMAFOLK
It was a dark
and stormy niqht.
Það var um dimma og
stormasama nótt.
Suddenly, a shot
ranq out!
Skyndilega
skothvellur!
heyrðist
Then another! And
another! And
then some more.
Svo annar! Og ;umar! Og
svo nokkrir fleiri.
Skothvellir, meina ég.
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Lið Islands sem keppir í opn-
um flokki á Norðurlandamótinu -<
í Osló um þessar mundir hefur
staðið sig ágætlega það sem af
er. Þegar þetta er skrifað er sex
umferðum af tíu lokið og er ís-
land í öðru sæti með 105 stig,
þremur stigum á eftir Dönum, w
sem eru efstir. íslenska liðið
hefur unnið fjóra af leikjum sín-
um, gert eitt jafntefli og tapað
einum leik stórt. Tapleikurinn á
móti Dönum ! þriðju umferð.
Leikurinn tapaðist strax í fyrri
hálfleik, sem fór 69-8, Dönum í
vil. Seinni hálfleikurinn var jafn
og endaði 29-29 í stigum. í
þeirri lotu náðu Þorlákur Jóns-
son og Þórarinn Sigþórsson
laglegri alslemmu á þessi spil:
Austur gefur; enginn á hættu.
Norður
Vestur
♦ 9
+ Á9753
♦ G95
+ K1063
Sagnir
Þorlák í
suður:
♦ K108764
V-
♦ ÁKD2
♦ Á74
Austur
II Íkdgio
♦ 1084
* DG982
Suður
♦ ÁDG32
V 8642
♦ 763
+ 5
4
gengu þannig með
norður og Þórarin t
Vestur Norður Austur Suður
— — Pass Pass
Pass 1 lauf Dobl 1 tfgull
3 lauf 3 spaðar Pass 4 lauf
Pass 5 grönd Pass 7 spaðar
Pass Pass Pass
Laufopnun Þorláks var sterk,
sýndi 16 punkta eða meira. Dobl
austurs lofaði laufí og öðrum lit
og tígulsvar Þórarins sýndi ná-
kvæmlega 5-7 punkta og ójafna 4/T
skiptingu. Vestur hindraði svo
með þremur laufum og Þorlákur
sagði frá spaðanum sínum. Þá
fóru spil Þórarins heldur betur
að batna og hann samþykkti
spaðann með því að segja frá
fýrirstöðu í laufi. Þorlákur sá í
hendi sér að sú fyrirstaða hlyti
að vera einspil eða eyða, svo
hálfslemma ætti að vera örugg
og alslemma til í dæminu ef
Þórarinn ætti gott tromp. Hann
stökk því í fimm grönd, sem
spyr um gæði trompsins. Þórar-
inn átti alla sína 7 punkta í
trompinu, þannig að hann hikaði
ekki við að segja sjö.
Alslemman er borðleggjandi,
eins og sést, þótt punktamir séu
ekki nema 24. Á hinu borðinu
létu Danimir sér nægja að spila
sex spaða á spilin, svo ísland
gjæddi 10 stig.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
í ungversku deildakeppninni í
ár kom þessi staða upp í viðureign
stórmeistaranna Istvan Bilek,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Lajos Portisch.
30. Hc8+ Bg8 (eða 30. - Hg8,
31. f7!) 31. Hxg8+! - Hxg8, 32.
f7 - Hg7, 33. Rxh7! - Hxf7,
34. Rf8+ - Hh7, 35. Rg6+ og
Portisch gafst upp, því 35. — Kg8
er auðvitað svarað með 36. Bd5+.
Glæsilegur og óvæntur sigur hjá
Bilek, sem er talinn í hópi slakari
stórmeistara, þveröfugt við and-
stæðing hans, sem er með kunn-
ustu skákmönnum heims.