Morgunblaðið - 26.06.1986, Side 56

Morgunblaðið - 26.06.1986, Side 56
FASTEIGNA MARKAÐURINN Eign þín er í traustum höndum hjá okkur : i Sí símar: II540—21700. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. _______________ Morgunblaðið/RAX Lánasjóður íslenskra námsmanna: Engin lán vegna skóla- gjalda veitt fyrstu árin — ef hægt er að nema hér heima Jöfnunargjald: 40-50% á innfluttar kartöflur Landbúnaðarráðherra hefur gengið frá reglugerð nm jöfnun- argjald á innfluttar kartöflur. Jöfnunargjaldið er lagt. á sam- kvæmt lögum frá þvi í vor sem heimila ráðherra að leggja á 200% jöfnunargjald á innfluttar kartöflur. Landbúnaðarráðherra nýtti þessa heimild til að leggja 40% gjald á unnar kartöflur og 50% á óunnar kartöflur. Sveinbjöm Eyjólfsson fulltrúi í landbúnaðarráðuneytinu segir að jöfnunargjaldið sé lagt á til að jafna verð á milli innfluttra kartaflna, sem byijað verður að selja á mánu- dag, og íslenskra kartaflna sem enn er eitthvað til af. Hann segir að tilgangurinn sé að hindra að inn- ílutningurinn ýti innlendu fram- leiðslunni út af markaðnum á meðan hún er enn til. Ólafur Sveinsson ijármálastjóri sölufyrirtækisins Ágætis segir að jöftiunargjaldið sé algerlega til- gangslaus skattheimta á neytendur sem komi fi-amleiðendum ekki til góða. Hann segir að sölu íslensku kartaflnanna sé nú að ljúka og ekki sé ástæða til að vemda sérstaklega þá framleiðslu sem eftir er, því gæðunum fari hrakandi. Sjá einnig fréttir um jöfnunar- gjaldið á blaðsíðu 2. Landhelgisgæslan: Sex bátum vísað til heimahafnar LANDHELGISGÆSLAN vísaði sex bátum sem voru á skelfisk- veiðum frá Húnaflóahöfnum til hafnar vegna réttindaleysis yfir- manna um borð eða vegna þess að haffæmisskýrteinin vom út- runnin. Af þeim tíu bátum sem voru að veiðum norð-austur af Homi, en Landhelgisgæslan fór um borð í sjö, var íjórum vísað til hafnar. Áður hafði tveimur öðrum bátum verið vísað til hafnar af sömu ástæðum. SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, hefur staðfest nýjar tillögur stjómar Lánasjóðs íslenskra námsmanna varðandi úthlutunarreglur sjóðs- ins fyrir næsta ár. Að sögn Sigurbjöms Magnússon- ar, fulltrúa menntamálaráðherra, í stjóm sjóðsins er veigamesta breyt- ingin sú, að námsmenn fá ekki leng- ur samkv. þessum tillögum, lán til greiðslu skólagjalda þegar um fyrri- hlutanám er að ræða, ef hægt er að stunda hliðstætt nám hér á landi. Hann tók fram að þeir námsmenn, sem þegar hafa fengið staðfestingu á skólavist erlendis næsta vetur í fyrrihlutanám fengju lán samkvæmt þeim reglum, sem voru í gildi þegar þeir sóttu um námslán. Lán verður áfram veitt til framhaldsnáms allt að $6.000 eða um 246.000,00 ísl. kr. á ári. Ef skólagjöld eru hærri verður að sýna fram á nauðsyn þess að veija viðkomandi skóla. Af öðrum breytingum má nefna að hætt verður að draga námsstyrki til námsmanna frá þeim tekjum, sem þeir afla sér. Áður voru styrkir umreiknaðir og 75% upphæðarinnar dregið frá námsláni eins og um tekjur væri að ræða. „Nú lítum við framhjá þessu og hvetjum menn um leið til að afla sér styrkja," sagði Sigurbjöm. Þá er frádráttur vegna tekna iækkaður en tekjur á leyfís- tíma og með námi hefur hingað til verið dreginn frá sem nemur 75% af láni, en með nýju reglunum drag- ast 65% teknanna frá fullu láni. Þeir námsmenn sem búa í foreldra- húsum eða hjá vandamönnum og hingað til hafa fengið 70% af fullu námsláni fá samkvæmt nýju reglun- um 60% af fullu lani. Eyjólfur Sveinsson, formaður Stúdentaráðs, sagði að í fljótu bragði sýndist honum að þama væri gert ráð fyrir nokkrum breytingum frá núgildandi fyrirkomulagi, sem verði að teljast vafasamar. „Má þar neftia breytingar á lánum til náms- manna erlendis, en ekki er gert ráð fyrir að lán verði veitt til námsmanna ef þeim gefst kostur á sambærilegu námi hér á landi. Það hefur komið í ljós að mjög erfítt er að skilgreina hvað telst sambærilegt nám, og má þar m.a. nefna hagfræði og rekstrar- verkfræði, en það eru greinar, sem að hluta til er hægt að nema hér á landi en eðlilegasta námsframvinda er að nema allt erlendis. Dæmi lík þessu eru mjög mörg. Þama eru fleiri minniháttar breytingar, sem ég tel vera til hins verra, en þó er rétt að geta þess, sem jákvætt er og þar má nefna að nú hefur menntamála- ráðherra svarað eindregnum kröfum námsmanna um að tekjur þeirra dragist í minna mæli frá námslánun- um. Hann hefur tekið eitt skref í þá átt og það er ánægjuleg þróun," sagði Eyjólfur. Seðlabank- inn skráir Evrópumynt SEÐLABANKINN byijaði í gær- morgun að skrá gengi Evrópu- myntar (European currency unit — ECU) gagnvart krónunni. Að sögn Ingvars Sigfússonar við- skiptafræðings í alþjóðadeild er áhugi á þessari skráningu vegna þess að vaxandi fjöldi samninga og lána eru skráð I þessari mynt. Evrópumyntin er reikningseining samansett úr gengi þýska marks- ins, franska og belgfska frankans, breska og írska pundsins, ítölsku Iírunnar, lúxemborgarfranka, dönsku krónunnar, grfsks drakma, portúgalsks eskúdos og spánsks peseta. í gær var kaupgengi mynt- arinnar 40,0165 kr., en sölugengi 40,3216 kr. Talið er að með því að binda samninga f Evrópumynt sé gengisáhætta minni en ef einn gjaldmiðill er notaður. Byggingar á Grænlandi: Eyfirzkir verktakar með lægstu tilboðin Akureyri. EYFIRSKIR verktakar sf. á Akureyri áttu lægsta tilboð í tvö verk á Grænlandi, en tilboð í þau voru opnuð í fyrradag. Hér er um að ræða byggingu skólahúss í Julianehaab og 1. áfanga sútunarverksmiðju þar. Fimm tilboð bárust í þessi verk, ofan áætlun, en næsta tilboð ofan tilboð Eyfírskra verktaka var hið eina íslenska — hin Qögur frá Danmörku. Kostnaðaráætlun í skólabygginguna hljóðaði upp á 17 milljónir og 200 þúsund krónur danskar, um 86 milljónir íslenskra króna. Eyfírskir verktakar buðu 22.624.926 krónur danskar — rúmar 113 milljónir íslenskra króna, og voru því nokkuð fyrir við það íslenska var 23.713.000 danskar kr. Hæsta tilboðið hljóð- aði upp á 25.811.800 danskar — tæpar 130 milljónir ísl. kr. Hitt tilboðið sem opnað var var í 1. áfanga sútunarverksmiðju — þ.e. grunn verksmiðjunnar. I dag verða opnuð tilboð í húsið sjálft og á föstudag í allar iagnir í það. „Við erum auðvitað mjög án- ægðir með þetta og trúum ekki öðru en að við okkur verði samið," sagði Hörður Túliníus hjá Híbýli hf., stjómarformaður Eyfírskra verktaka, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Talað er um að hefja vinnu við verkin í næsta mánuði. Ekki vildi Hörður gefa upp neinar tölur í sambandi við 1. áfanga sútunarverksmiðjunnar. „Tilboðin í alla áfanga verksmiðjunnar eru samtvinnuð hjá okkur þannig að best er að tjá sig ekkert um þau fyrr en búið er að opna alla hlut- ana,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.