Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 Dæmdur í 1,4 milljóna króna sekt fyrir okur ein milljón skilorðsbundin í þrjú ár SAKADÓMUR Reykjavíkur dæmdi á þriðjudag lögfræðing í Reykjavík í 1,4 milljón króna sekt fyrir okur. Af sektinni er ein milljón króna skilorðsbundin í 3 ár. Maðurinn var sekur fundinn um að hafa tekið um 350 þúsund krón- ur í oftekna vexti af lánum. Hann var sýknaður af vaxtaáskilnaði við fjórar lánveitingar þar eð hámarks- vextir í skilningi okurlaganna höfðu ekki verið auglýstir með réttum hætti af Seðlabanka íslands á tíma- bilinu frá ágúst árið 1984 og til loka þess árs. Því skorti refsiheim- ild hvað þessi lán varðaði. Forsendur þess að ein milljón króna af sektarupphæð var skil- orðsbundin er sú, að maðurinn hefur undir höndum ávísanir frá Hermanni Gunnari Björgvinssyni, sem bíður dóms fyrir okurlánastarf- semi í Sakadómi Kópavogs, að upphæð um ein milljón króna. Gekk sakadómari út frá því að ávísanir þessar fáist ekki greiddar. Auk þess lánaði Hermann Gunnar fé manns- ins og annarra og stundaði víðtæka lánastarfsemi. Margfeldisreglum í okurlögum, sem gefa heimild til að sekta menn um 4-25 sinnum hærri sekt en ólöglega áskildir vextir nema, hafi því þótt harkalegt að beita fullum fetum þannig að refs- ing yrði öll óskilorðsbundin. „Vomim að frysti- húsin taki sig á seinni hluta árs“ * + - segir Olafur Jónsson hjá sjávarafurðadeild SIS „FRAMLEIÐSLAN fyrir Bandaríkin hefur dregist saman í sumar eins og alltaf gerist á þessum tíma og við gerðum ráð fynr._ Við vonumst til að frystihúsin taki sig á seinni hluta ársins," sagði Ólaf- ur Jónsson aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SÍS um framleiðslu frystihúsanna sem eiga aðild að sjávarafurðadeildinni. Ólafur sagði að sjávarafurða- allri þessari umræðu væri hvað af- deildin hefði óskað mjög eindregið eftir því við frystihúsin að þau sinntu Bandaríkjamarkaðnum, en við ákveðna erfíðleiká væri að etja í þorskhrotunum yfir sumartímann þegar húsin væru ekki öll fullmönn- uð. „Það verður að viðurkennast að sú hætta er fyrir hendi að frysti- húsin dragi of mikið úr vinnslu á Bandaríkin og við töpum þar mark- aði. En við erum að vona að framleiðslan náist upp aftur eftir sumarleyfi þannig að við getum afgreitt fiskinn til kaupendanna í samræmi við gerðar áætlanir," sagði Ólafur. Ólafur sagði að stærsta málið í koman í vinnslunni væri slæm, hún hefti frystihúsamennina mjög á öll- um sviðum. Ekki taldi hann þó að lakara væri að framleiða fyrir Bandaríkjamarkað en Evrópumark- að, nema síður væri, það er að segja ef frystihúsin hefðu nægilega mikið af góðu starfsfólki og hráefni í sam- ræmi við það. Morgunblaðið/Bjami Arkitektanemar sem skipulögðu sölutorgið í Grófinni setja upp verkpaUa sem afmarka sölubásana. Grófarsamtökin: Arkitektanemar skipu- leggja torgsölu í Grófinni I TILEFNI 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar hafa Gróf- arsamtökin fengið nokkra islenska arkitektanema til að vinna sameiginlega að skipu- lagningu torgsölu. Torgsalan verður í Grófinni gegnt Versl- uninni Geysi. Undirbúningsvinnan hófst sl. vetur en þar sem nemamir stunda nám víða um heim komu þau ekki saman fyrr en í sumar. „Okkur langaði til að gera eitthvað sam- an,“ sagði Lilja Grétarsdóttir og Bjami Kjartansson bætti við að þrátt fyrir að nemamir 14, sem þátt tóku í samstarfínu, séu allir að læra aikitektúr, sé ótrúlegur munur á námi eftir því í hvaða landi það er stundað. „Við viljum sýna hvemig leiktjöld geta lífgað upp umhverfíð á svona hátíð og hvemig hægt er, á fljótlegan og einfaldan hátt að nýta formið í sjálfu sér um leið og vakin er athygli á að arkitektúr er meira en bara að teikna hús,“ sagði Bjami. í tillögum arkitektanemanna er gert ráð fyrir sölubúðum, veit- ingasölu, útsýnisturnum og sviði þar sem gert er ráð fyrir ýmsum uppákomum. Stefnt er áð fjöl- breyttri dagskrá á torginu dag hvem þá daga sem afmælishátíðin stendur yfir en formleg opnun torgsölunnar verður í dag. Misvel gengrir að ráða kennara eftir landshlutum Sig. Ágústsson í Stykkishólmi: Hættir með fyrirtæki í Bandaríkjunum Stykkishólmi. SIG. Ágústsson hf. í Stykkishólmi, sem er stærsti hörpudiskframleið- andi hérlendis og hefur haft sitt eigið sölufyrirtæki í Bandaríkjun- um, Royal Iceland, hefur nú lagt niður starfsemina vestanhafs. Coldwater Seafood mun fram- vegis annast söluna í Bandaríkjun- um. Vörumerkið Royal Iceland verður áfram notað. Ámi MISMUNANDI vel hefur gengið að ráða kennara til starfa við grunn- skóla landsins fyrir næsta vetur. Ráðið hefur verið í flestar stöður á höfuðborgarsvæðinu, og á sumum stöðum úti á landi er kennara- lið fuilskipað. Helstu vandræðin eru hins vegar á fámennisstöðum á landsbyggðinni, einkum um norð-vestanvert landið. Þá hefur lítil breyting orðið á því frá undanfömum ámm að illa gengur að fá réttindafólk til kennarastarfa úti á landi. Síðastliðið skólaár störf- uðu um 2.300 kennarar við gmnnskóla landsins, en nemendur vora rúmlega 41.600. Grannskólakennarar era í miklum meirihluta kon- ur, eða rúmlega 70%. Ragnar Georgsson forstöðumað- ur Skólaskrifstofu Reykjavíkur sagði að gengið hefði verið frá ráðn- ingum kennara í Reykjavík strax í vor þegar skólum lauk. Hins vegar þyrfti líklega að ráða nokkra tugi kennara í þessum mánuði til að mæta forföllum, ef marka mætti reynslu fyrri ára. Að sögn hans eru grunnskólakennarar í Reykjavík um 800 talsins, en stór hluti þeirra er í hlutastarfí. í Reykjanesumdæmi er ástandið nokkuð gott, að sögn fræðslustjór- ans Helga Jónssonar. „Það vantar dálítið af kennurum suður með sjó, en hins vegar er frekar offramboð á höfuðborgarsvæðinu," sagði Vanskil við Fiskveiða- sjóð með minnsta móti VANSKIL útgerðarinnar 30. apríl síðastliðinn við stofnlána- deild Fiskveiðasjóðs vora með minnsta móti og bendir þetta til betri afkomu fyrirtækja. Már Elísson, framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að vanskil væru sára- lítil, og reyndar aldrei verið minni síðan hann tók við starfí fram- kvæmdastjóra sjóðsins. Sagðist hann ganga út frá því sem vísu að afkoman hefði skánað að undanförnu með tilkomu aukins afla og lækkunar olíuverðs, og kvað einnig betra markaðsverð fískafurða, annarra en lýsis og mjöls, hafa sitt að segja. hann. í umdæminu störfuðu tæp- lega 700 kennarar á síðasta skóla- ári. Á Vesturlandi er nokkur skortur á kennurum. „Við eigum talsvert í land ennþá, einkum á Akranesi, Grundarfirði og í Ólafsvík," sagði fræðslustjórinn, Snorri Þorsteins- son. Snorri sagðist ekki hafa full- komnar upplýsingar um stöðuna, en taldi ekki íjarri lagi að enn þyrfti að ráða um 20 kennara. Alls starfa um 200 kennarar í grunn- skólum á Vesturlandi. Snorri sagði að ástandið nú væri með því versta sem hann myndi eftir í 10 ár. Á Vestfjörðum er ástandið svipað nú og í fyrra, að sögn Halldóru Magnúsdóttur á fræðsluskrifstofu Vestfjarða. „Venjan er að menn sæki seint um á Vestfjörðum, svo þetta er alltaf heldur þungt hjá okkur. Ég hef ekki yfírlit um fjölda kennara sem eftir á að ráða, en ég veit að það vantar enn á Bolung- arvík og Patreksfjörð að minnsta kosti. En ástandið er betra nú á Isafírði en oft áður,“ sagði Hall- dóra. Á Vestfjörðum eru um 200 kennarar. Elín Einarsdóttir fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Norðurlandsum- dæmis vestra sagði að enn vantaði kennara við skólana á Skagaströnd, Hofsósi og á Blönduósi. „Ástandið er mjög breytilegt eftir stöðum. Sums staðar slæmt, en annars stað- ar í lagi. Hitt er annað mál að öll sagan er ekki sögð með því þótt takist að ráða í allar stöður. Vand- inn er fyrst og fremst hve mikil hreyfíng er á kennurum og hve treglega gengur að fá réttindafólk í skólana á landsbyggðinni," sagði Elín. Úlfar Björnsson skrifstofustjóri á Fræðsluskrifstofu Norðurlandsum- dæmis eystra taldi að vandamálið væri svipað að vöxtum nú og í fyrra. „Við eigum eftir að ráða í nokkrar stöður. Hversu margar nákvæmlega veit ég ekki, en það vantar til dæmis bæði skólastjóra og kennara í Grímsey, og einhverjar stöður eru lausar í Dalvík og á Akureyri,“ sagði Úlfar. Kennarar í umdæminu eru um 450. Kennaramálin standa nokkuð vel á Austurlandi, að sögn Jóhönnu Hallgrímsdóttur. Búið er að ráða í allar stöður á Egilsstöðum, Seyðis- firði, Reyðarfirði, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, en fáeina kennara vantar á Fáskrúðsfjörð, EskiQörð og Höfn f Homafírði. Lítið vantar af kennurum á Suð- urlandi. Sigríður Páls á fræðslu- skrifstofunni sagði að ástandið væri mun betra í þessum efnum nú en í fyrra, en þá var það reynd- ar óvenju slæmt. Kennarar í umdæminu eru um 250.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.