Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 Tröllaplast er langþolið og sérstaklega hannað sem rakavörn í nýbyggingum. Tröllaplastið er blátt, til aðgreiningar frá öðru plasti. Það kunna úttektarmenn að meta! Heildsölubirgðir: KRÓKHÁLSI 6 • SÍMI 671900 Gestur Einarsson forstjóri Ágætis: „Byggjum upp nýtt fyrir- tæki við breyttar aðstæður“ „Nú vill enginn fá gamla kerfið til baka MIKLAR breytingar hafa orðið í sölumálum kartaflna og grænmetis á undanförnum mánuðum og árum. Mesta breytingin varð í kjölfar búvörulaganna sem samþykkt voru á Alþingi vorið 1985, en ákvæði laganna um verslun með grænmeti áttu sér auðvitað töluverðan aðdraganda sem ekki verður rakinn hér. I búvörulögunum var versl- un með grænmeti gefin frjáls og ákveðið að leggja Grænmetisverslun landbúnaðarins niður. Kartöflu- og garðyrkjubændur stofnuðu Sam- tök íslenskra matjurtaframleiðenda (SÍM) og sölufyrirtækið Agæti til að taka við rekstri Grænmetisins. Nokkur reynsla er nú komin á rekstur þessa nýja fyrirtækis og þar er nú ýmislegt að gerast. Gestur Einarsson vai1 ráðinn for- stjóri Grænmetisversiunar land- búnaðarins í október síðastliðnum. Þegar hann kom að fyrirtækinu lá fyrir að það yrði lagt niður ekki síðar en í júní í ár en samtökum framleiðenda stóð til boða að taka reksturinn yfir með því að kaupa lausafjármuni og leigja fasteignir stofnunarinnar. Rekstur Grænmet- isins var búinn að vera á hraðri niðurleið um tíma og hafði það misst stóran hluta viðskiptanna til annarra dreifingaraðila. Var þá ákveðið að láta breytinguna verða strax en bíða ekki fram í júni. SIM var stofnað í nóvember og þann 1. desember sl. tók Agæti við rekstrin- um og var Gestur ráðinn forstjóri. Ágæti kaupir „Guilaugað“ Deilur voi-u um eignarhald á fast- eignum Grænmetisverslunarinnar að Síðumúla 34. í búvörulögunum var því slegið föstu að ríkið ætti eignirnar en forystumenn bænda töldu að bændui- ættu eignirnar eftir að Grænmetið yrði lagt niður. Við stofnun Ágætis varð að sam- komulagi á milli aðila að setja þetta deiluefni í gerðardóm til endanlegs úrskurðar. Gestur sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir að for- ráðamenn Ágætis hefðu athugað málið vendilega þá hefðu þeir lagt til að málið yrði einfaldað og Ágæti keypti eignirnar áður en gerðar- dómur hæfi störf fyrir alvöru. Hann sagði að með þessu væri í raun við- urkenndur eignarréttur ríkisins en um leið bundinn endir á áratuga óvissu um hver ætti þessar eignir. Gestur sagði að nú væri búið að ganga frá kaupsamningi við fjár- mála- og landbúnaðarráðheira með fyrirvara um samþykki Alþingis og stjórnar SÍM. Kaupverðið er 62,5 milljónir kr. Hluti kaupverðsins hef- ur þegar verið greiddur með peningum en eftirstöðvamar verða greiddar með verðtryggðu skulda- bréfi til 25 ára. Gestur sagði að fasteignirnar hefðu verið illa famar og kaupverðið væri fullt markaðs- verð á þeim. Hins vegar hefði ríkið gengist inn á að lána hluta kaup- verðsins til allmargra ára til að gera Ágæti kleift að kaupa eignirn- ar og binda þannig endi á deilurnar um eignarréttinn. „Enginn vill fá gamia kerf ið til baka“ Um þróunina þann tíma sem lið- inn er frá stofnun Ágætis sagði Gestur: „Við höfum verið að byggja upp nýtt og breytt fyrirtæki sem gæti staðið sig í samkeppninni við breyttar aðstæður. Þetta nýja fyrir- tæki starfar við allt aðrar aðstæður en Grænmetisverslunin, því nú er verslun með grænmeti eins frjáls og hægt er að hafa hana. Framleið- endur ráða því sjálfir við hvaða dreifingaraðila eða smásala þeir versla og leita því hagkvæmustu leiða. Einokunin er ekki lengur fyr- ir hendi, þijú önnur tiltölulega stór fyriitæki dreifa kartöflunum og önnur þijú stór fyriitæki dreifa grænmetinu. Eg held líka að núna óski þess enginn að fá gamla kerfið til baka. Þetta veitir mikið aðhald. Við hjá Ágæti höfum ekki efni á öðru en að leita hagkvæmustu leiða í öllu sem við gerum. Þessar breytingar hafa orðið til þess að færa framleið- endur nær markaðnum og kennt þeim að skilja betur lögmál og þarf- ir markaðarins. Við leggjum ofurkapp á að koma sem best til móts við þarfir neytenda og veita sem besta þjónustu. Meðal annars höfum við unnið mikið starf í gæða- málum og vöruþróun,“ sagði Gestur. Farið inn á nýjar brautir Á þeim níu mánuðum sem liðnir eru frá því Ágæti tók til starfa hefur fyrirtækið aftur unnið sér sess sem leiðandi fyrirtæki í heild- söluverslun með kartöflur. Þar fara nú í gegn 50-60% af allri íslensku kartöfluframleiðslunni, að sögn Gests, og verulegur hluti innfluttra kartaflna. Fyrirtækið hefur haldið áfram og aukið verslun með úti- ræktað giænmeti og hefur hafið dreifingu á öllu (iðru giænmeti sem ræktað er hér á landi, svo sem tóm- ötum, gúrkum og papriku, í samkeppni við önnur heildsölufyrir- tæki á þessu sviði. Fyrirtækið hefur nokkra garðyrkjubændur í viðskipt- um og hefur náð til sín töluverðum markaði fyrir þessar vörur. Þá má geta þess að Ágæti er leiðandi dreif- ingaraðili á sveppum hér á landi og sér um sölu á framleiðsluvörum kartöfluverksmiðjunnar á Sval- barðseyri á Reykjavíkursvæðinu. Ágæti verður aðili að nýju fyrirtæki um rekstur kartöfluverksmiðjunnar sem fyrirhugað er að stofna. Grænmetisvinnsla og ný geymsluaðferð Gestur sagði að nú væri Ágæti að undirbúa frekari meðhöndlun og vinnslu framleiðslunnar með upp- setningu giænmetisvinnslu í húsakynnum fyrirtækisins að Síðumúla 34. Þetta sagði hann að væri árangur vinnu fyrirtækisins í vöi-uþróun og markaðsmálum. Nán- ar aðspurður um þetta sagði Gestur að boðið yrði upp á niðurskorið og niðurrifið grænmeti eftir óskum neytenda. Þá ætti fólk kost á að kaupa tilbúið hiáefni í hrásalat, þar sem saman væri blandað hinum ýmsu giænmetistegundum, eða jafnvel tilbúið hrásalat. Gestur sagði að einnig væri verið að leita leiða til að vinna úr útlitsgölluðum kartöflum svo og giænmeti eins og til dæmis tómötum. Byijað verður á framleiðslu á kartöflusnakki og kemur það fljótlega á markaðinn í tilraunaskyni. Nú er hafin pökkun á kartöflumús, reyndar úr innfluttu hráefni í fyrstu, en síðar verður athugað með framleiðslu á kartöflu- mús úr íslenskum kaitöflum. Ágæti mun taka í notkun geymsluaðferð sem ekki hefur áður verið notuð hér, en er þekkt í ná- grannalöndunum. Pokarnir með niðurrifna giænmetinu verða fylltir upp með koltvísýringi og geymist grænmetið þannig ferskt í viku- tíma. Gestur sagði að þeir hjá Ágæti væri með strangt gæðaeftirlit og KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verðl' SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Pið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög ■ ykkur að kostnaðarlausu. 621566 BJÖRNINN Við erum í Borgartúni 28 Vitnisburður þver- móðsku og kaldlyndis — segir í póstkorti Heimdallar um Berlínarmúrinn 13. ágúst voru nákvæmlega 25 ár liðin síðan byrjað var að reisa Berlínarmúrinn. í tilefni þess hefur Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, látið útbúa póstkort til Erics Honneckers, leiðtoga austur-þýska kommúnista- flokksins. Kortið er gefið út í 5.000 eintökum og verður því dreift í verslanir og víðar næstu daga. Einstaklingum gefst síðan kostur á að setja nafn sitt undir texta póstkortsins, frímerkja það og senda á heimilisfang sendiráðsins. Texti póstkortsins hljóðar svo: „Herra Honnecker, ég vil leyfa mér að mótmæla því að Berlínar- múrinn skuli enn látinn standa. í tuttugu og fimm ár hefur múrinn verið tákn ófrelsis og ómannúðar, þar sem hann hefur leitt til sundr- ungar og aðskilnaðar vina og fjölskyldna í þýsku ríkjunum. Múr- inn er einnig vitnisburður um kaldlyndi og þvermóðsku, sem hef- ur komið í veg fyrir eðlileg samskipti austurs og vesturs. Ég hvet þig til þess að beita áhrifum þínum til þess að múrinn verði fjarlægður. Með því móti yrði stigið stórt skref í átt til frið- ar og frelsis." Berlínarmúrinn. „í tuttugu og fimm ár hefur múrinn verið tákn ófrelsis og ómannúðar", segir ni.a. í póstkortinu, sem senda á Eric Honnecker leiðtóga austur- þýska kommúnistaflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.