Morgunblaðið - 14.08.1986, Side 5

Morgunblaðið - 14.08.1986, Side 5
________________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 Tannlæknadeilan: 5 í greinargerð með tillögunni kemur m.a. fram að nýbyggingin taki mið af skipulagstillögunni „Kvosin 85“ og sé hönnuð með það fyrir augum að styrkja göturýmið en samtímis að virða Alþingishúsið. Þinghúsið sjálft verði áfram mið- punkturinn gagnvart Austurvelli og nýbyggingunni. I tillögu Sigurðar er gert ráð fyrir að aðalinngangur nýbygging- arinnar snúi að Austurvelli við Kirkjustræti. Nýbyggingin, sam- kvæmt tillögunni, er sett saman úr „götuhúsi“ og „garðhúsi“ sem um- lykja yfírbyggt miðrými. Þaðan er bein aðkoma að allri starfsemi Al- þingis. Þá er gert ráð fyrir að nýbyggingin taki mið af þakkanti og öðrum línum á úthliðum Al- þingishússins. Byggingin hafi berandi veggi og plötur úr járn- bentri steinsteypu. Úthliðar, mið- rými og og göngugatan verði klæddar með flísum. Flísarnar verði annaðhvort steinsteyptar með til- settum. steinum, eða mögulega framleiddar úr íslenskum steini, t.d. blágrýti. Þök verði klædd fölsuðum álplötum og allir gluggar einnig úr áli. I samræmi við markmið höfundar í umsögn dómnefndar um tillögu Sigurðar segir m.a.: „Byggingin fellur vel að Alþingishúsinu og húsalínu Kirkjustrætis. Glerturn- inn, sem varðar innganginn, styður virðuleika Alþingishússins á áþekk- an hátt og turn dómkirkjunnar. Aðkoma að húsinu er í samræmi við þau markmið sem höfundur set- ur sér og inngangur er einkar vel gerður. Yfirsýn innanhúss er mjög góð svo og staðsetning hinna ýmsu deilda. Tengingin við Alþingishúsið er varla nógu aðlaðandi en vegna ein- faldleika hennar verða áhrif inn- rýmis, sem er í senn innigarður og torg, enn meiri. Tengslin frá inn- lými um gang til annars áfanga eru ágæt. Uppbygging og efnisva! er gott og í samræmi við markmið höfundar. Bifreiðastæði eru í tvö- földum kjallara. Byggingin er í stærra lagi.“ Látlaus virðuleiki Þoi-valdur Garðar Kristjánson, formaður dómnefndar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að unnið hefði verið að undirbúningi og gerð keppnislýsingar í samráði við þing- flokkana. Gert hefði verið ráð fyrir nýbyggingu í tveimur áföngum. „Fyrri áfangi var ætlaður fyrir þá stai-fsemi sem segja má að ætti að vera í sama húsi og þingsalir en rúmast þar ekki nú,“ sagði Þorvald- ur Gaiðar. „í þessum áfanga er gert ráð fyrir aðstöðu fýrir þing- nefndir, þingflokka, skrifstofu Alþingis, bókasafn, skjalasafn og mötuneyti. Einnig var gert ráð fyr- ir sérhönnuðu húsiými fyrir ræðuritun, tölvuvinnslu og sjón- varpsupptöku. Enn fremur var ætluð aðstaða fyrir útgáfu alþing- istíðinda og dreifingu þeirra og afgreiðslu til almennings. Síðari áfangi var ætlaður fyrir skrifstofur þingmanna ásamt tilheyrandi for- rýmum og fundarherbergjum." Þorvaldur Garðar sagði að með tilliti til þess að um er að ræða byggingu í kjama miðborgarinnar hefði dómnefnd lagt áherslu á að- lögun að umhverfinu og tengsl við Alþingishúsið, auk tillits til sveigj- anleika og hagkvæmnissjónarmiða. Þá hafi dómnefndin haft í huga, að fyrri áfanga hæfði látlaus virðu- leiki ytra og innra, þar sem þar færi fram starfsemi sem ætti heima í þinghúsinu sjálfu ef rými hefði leyft, en síðari áfangi svaraði frek- ar til venjulegs skrifstofuhúsnæðis. Dómnefnd skipuðu auk Þorvalds Garðars Salome Þorkelsdóttir, Helgi Hjálmarsson, Ingvar Gísla- son, Hilmar Þór Björnsson, Þor- valdur S. Þorvaldsson og Stefán Benediktsson. Alls bárust 25 tillög- ur og mun sýning á þeim standa yfir í Listasafni Háskóla íslands í Odda Lil 20. ágúst nk. daglega frá klukkan 14.00 til 22.00. Við teljum okkur ekki skylt að fylgja gjald- skrá lieilbrig’ðisráðherra - segir Birgir Jóhannsson formaður TFÍ TANNLÆKNAR telja sig á engan hátt bundna af gjaldskrá þeirri sem heilbrigðismálaráðherra hefur sett, en telja slíka einhliða gjaldskrá vera brot á lögum nr. 56 frá 1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, enda séu tannlæknar fijálsir að því að verð- leggja þjónustu sína eins og ýmsar aðrar stéttir. Þetta kom m.a. fram á blaðamannafundi sem Tannlæknafélag íslands hélt í gær. Frá 1974 hafa verið í gildi lög um endurgreiðslur á tannlæknakostnaði barna, unglinga og lífeyrisþega. Þeg- ar lögin voru sett var gert ráð fyrir að samið yrði við tannlækna um þjón- ustu við þessa þjóðfélagshópa og var slíkur samningur gerður í apríl 1975. Tryggingastofnun ríkisins sagði þess- um samningi upp frá 1. jánúar 1981 og síðan þá hefur verið unnið eftir gamla samningnum samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi. í lagabreytingu frá 1984 var tekið fram að sjúkrasamlögin skyldu end- urgreiða tannlæknakostnað sam- kvæmt samningi sem Trygginga- stofnun gerði fyrir þeirra hönd eða samkvæmt gjaldskrá sem heilbrigðis- ráðherra setur ef engir samningar eru fyrir hendi. Tannlæknar benda hins vegar á að þess sé hvergi getið að þeim beri að taka gjald samkvæmt fyrrnefndri gjaldskrá, enda væri slíkt brot á lögum um verðlag og sam- keppnishömlur. Telja tannlæknar að samkvæmt þeim lögum sé þeim beinlínis óheimilt að hafa samráð um verð fyrir þjónustu sína, enda leggja þeir áherslu á að sú gjaldskrá sem þeir hafa gefíð út sé aðeins til leið- beiningar. Í tilkynningu sem Tannlæknafélag íslands sendir frá sér segir orðrétt: „Ef hins vegar ríkisvaldið heldur fast við sinn skilning, að allir tannlæknar eigi að leggja gjaldskrá ráðuneytisins til grundvallar við alla tannlækna- þjónustu sem þeir inna af hendi, hvort sem viðkomandi sjúklingur á rétt á endurgreiðslu hjá sjúkrasamlagi eða ekki, er þar með brotið gegn fyrr- nefndum samkeppnislögum, og vilja Morgunblaðið/Bjan Tannlæknar skýrðu afstöðu sína í deilunni við Tryggingastofnun ríkis- ins á blaðamannafundi í gær. Talið frá vinstri: Sigurgeir Steingrímsson, gjaldkeri Tannlæknafélags Islands, Svend Richter, varaformaður, Birg- ir J. Jóhannsson, formaður, Ólafur G. Karlsson, formaður gjaldskrár- nefndar og Sverrir Einarsson, meðstjórnandi. tannlæknar ekki vera þátttakendur í slíku athæfi." Samningaviðræður Tannlæknafé- lagsins og Tryggingastofnunar ríkis- ins sigldu sem kunnugt er í strand í kjölfar þess að Tryggingastofnunin dró til baka tilboð um 23,49% hækk- un á gjaldskrá og gáfu þá skýringu að kanna þyrfti betur og bera saman gjaldskrá tannlækna hérlendis ann- arsvegar og starfsbræðra þeirra á hinum Norðurlöndunum hinsvegar. í viðmiðunargjaldskrá Tannlækna- félagsins var gert ráð fyrir 13% hækkun og sagðist Birgir Jóhanns- son, formaður félagsins efast um að ráðherra hafi verið kunnugt um tilboð tannlækna að dreifa hækkuninni fram til 1. janúar nk. Birgir sagði ennfremur að tann- læknar myndu að svo stöddu áfram styðjast við sína viðmiðunargjaldskrá og nota eigin reikningseyðublöð, en heilbrigðismálaráðherra lét útbúa ný eyðublöð til notkunar við sundurliðun aðgerðarliða, að sögn þeirra, til að auðvelda endurgreiðslur. „Tannlækn- ar eru allir af vilja gerðir til að leysa þennan hnút sem skapast hefur í samningviðræðunum,“ sagði Birgir. í,RlSTOTfe ITALIA í sumarsól Erum að selja síðustu ágúst-sætin til Lignano 28. ágúst, 2 vikur. Höfum fengið nokkrar viðbótaríbúðir á Olimpo og Sabbiadoro. Viðbótarvika í fjallafegurð Austurríkis eykur fjölbreytni ferðarinnar, gisting í Zell am See og flogið heim frá Salzburg. Aðeins örfáum sætum enn óráðstafað. EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Juventus — Valur í Torino 17. september Sjáið bestu miðjumenn Evrópu — Platini og Laudrup — á heimavelli. Austurstræti 17, sími 26611. Vikuferð 11. september 5 daga dvöl í Lignano 2 dagar í Torino fyriraðeins 24.000 krónur. Innifalið flug, gisting og að- göngumiði á leik Juventus og Vals. Flogið heim um London og val um framlengingu til að sjá leik þar 20. sept. t.d. Arsenal og Oxford.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.