Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 52
SEGÐU RNARHÓLL ÞEGAR ÞÚ EERÐ ÚTAÐ BORÐA SÍMI18833------ H.'Sfc FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Lögreglu- menn í Eyj- um draga uppsagn- ir til baka LÖGREGLUMENN í Vestmanna- eyjum hafa allir dregið uppsagn- ir sínar til baka. Allir lögreglumenn í Vestmanna- eyjum fyrir utan yfirlögregluþjón- inn höfðu sagt störfum sínum lausum. Eru þeir tólf talsins og sagði bæjarfógetinn í Vestmanna- eyjum, Jón R. Þorsteinsson, að þeir hefðu allir dregið uppsagnir sínar samtímis til baka með bréfum dag- settum 10. ágúst sl. Eins og komið hefur fram í frétt- um samþykktu lögreglumenn J0t nýgerðan kjarasamning sinn og lá niðurstaða atkvæðagreiðslu fyrir föstudaginn 8. ágúst. Vegna þess hve atkvæðagreiðslan dróst á lang- inn hefur dómsmálaráðuneytið lengt frest þann er lögreglumenn hafa til að draga uppsagnir sínar til baka til 10. september. Ekki er enn Ijóst hve margir munu gera það og sagði Einar Bjamason, formaður Landssambands lögreglumanna, að hann reiknaði ekki með að skriður kæmist á þau mál fyrr en í lok mánaðarins. Ágæti kaupir eignir Græn- metisverzlunar SAMTÖK íslenzkra matjurta- framleiðenda, sem reka dreifing- arfyrirtækið Agæti, hafa keypt fasteignir Grænmetisverzlunar landbúnaðarins i Síðumúla 34 af ríkinu. Kaupverðið er 62,5 miHj- ónir kr. Deilur hafa verið um *M*húseignina en með kaupunum er þeim lokið. Ágæti er nú að setja upp græn- metisvinnslu í húsnæðinu. Meðal annars verður boðið upp á niður- skorið og niðurrifið grænmeti og tilbúið hrásalat. Niðurrifna græn- metið verður selt í pokum sem fylltir verða upp með koltvísýringi, en það er ný geymsluaðferð hér á landi. Hjá fyrirtækinu er hafín pökkun á kartöflumús og á næstunni hefst framleiðsla á kartöflusnakki úr út- litsgölluðum kartöflum. Sjá einnig: „Byggjum upp nýtt fyrirtæki við breyttar aðstæður" á blaðsíðu 20. Morpunblaðid/Árni Sæberg Viðgerð utanhúss lokið Verkpallar við Iðnaðarmannafélagshúsið í Lækj- hluta hússins sem varð eldinum að bráð en stefnt argötu voru fjarlægðir í gær. Á þeim sjö vikum var að því að verkinu yrði lokið fyrir 200 ára sem liðnar eru frá bruna hússins hefur verið afmælishátíð Reykjavíkur. unnið nær sleitulaust að endurbyggingu þess Enskur banki vill meiri- hluta í íslenzkum banka CITIBANK í London hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins -lýst yfir áhuga á þvi að taka þátt í endurskipulagningu íslenzka bankakerfisins. Citibank, sem er einn þekktasti banki heims, setur það skilyrði að hann eigi meirihluta hlutafjár í islenzkum banka. Og ef ekki meirihluta í upphafi þá síðar meir, en þó því aðeins að hann fái að ráða skipulagi og stefnu bankans frá upphafi. Heimildarmaður Morgunblaðsins komst svo að orði: „Þeir vita sem er að líklega muni Islendingar aldr- ei leyfa erlendum aðilum að eiga meirihluta í íslenzkum bönkum. Citibank lætur því þennan mögu- leika stranda á okkur sjálfum." Matthías Bjamason, viðskipta- ráðherra, sagði að hann hefði hreyft hugmyndum um að erlendir aðilar ættu allt að 25% hlutafjár í íslenzk- um bönkum. Hann er ekki tilbúinn að ganga lengra að svo stöddu. í umræðum um skipulagsbreytingar bankakerfisins heftir verið rætt um erlent áhættufé sem eina af leiðum til lausnar vandamálum Útvegs- bankans. Bankinn afskrifaði á síðasta ári 422 milljónir króna vegna viðskipta við Hafskip, auk annarra viðskipta. Samkvæmt milli- uppgjöri 30. apríl síðastliðinn var vaxta- og gengistap bankans er- lendis og í Seðlabanka vegna Hafskipsmálsins 52 milljónir króna. Á móti þessu kom nokkur hagnaður af reglulegri starfsemi. Sjá nánar viðskiptablað, B-6-7. Ungnr arkitekt hlaut 1. verölaun í sam- keppni um nýbygg- ingu Alþingis: „Varla hægt að hugsa sér betri byrjun“ „EG ER auðvitað himinlifandi yfir þessari viðurkenningu. Það er varla hægt að hugsa sér betri byrjun fyrir mann, sem er ný- skriðinn úr skóla,“ sagði Sigurð- ur Einarsson arkitekt, sem í gær hlaut fyrstu verðlaun í sam- keppni um nýbyggingu Alþingis. Verðlaunaféð nemur rúmum 1,3 milljónum króna. Sigurður lauk námi í arkitektúr frá Listaakademíunni í Kaup- mannahöfn á síðasta ári. Hann kvaðst hafa unnið talsvert með náminu á umliðnum árum og nú starfar hann í Kaupmannahöfn með arkitektunum Claus Bjarrum, Jörg- en Hauxner, Michael Krarup og Jesper Kruckow, en þeir voru sam- starfsmenn Sigurðar við gerð tillög- unnar um nýbyggingu Alþingis. Sigurður kvaðst ekki hafa átt von á að hljóta fyrstu verðlaun þótt hann hefði sjálfur verið mjög ánægður með tillögu sína þegar upp var staðið. „Ég byijaði að vinna í þessu fyrir alvöru í apríl og allt frá því að hugmyndin kom upp og til loka verkefnisins gekk allt eins og í sögu. Þetta small allt saman og ég hafði mikla ánægju af að vinna við þetta verkefni," sagði Sigurður. Sjá nánar bls. 4. Þurrt og hlýtt á 200 ára afmælinu ALLT bendir til að lægðir verði langt undan þá daga sem Reykjavík minnist 200 ára af- mælis sins, samkvæmt upplýsing- um frá veðurstofunni. Búist má við hægum vindi, hlý- indum og mestar líkur eru á þurru veðri. Miðfjarðará: 317 laxar á þremur dögum Staðarbakka í Miðfirdi.' 317 LAXAR veiddust i Miðfjarð- ará 10. til 12. ágúst sl. á 10 stangir. 1.173 laxar hafa veiðst í sumar i ánni, og vó sá stærsti 24 pund. Utlendingar voru með ána frá 13. júlí fram að 10. ágúst. Þá kom- ust íslendingar að og veiddu 317 laxa þrjá fyrstu dagana. Þó var hámarksafli á stöng 15 laxar á dag, og urðu sumir að hætta snemma þar sem kvótanum var náð. Telja menn útlit gott þessa dagana. Smálaxaganga hefur verið í ánni síðustu dagana. Veitt verður í ánni fram í september-byijun og eru öll leyfi löngu seld. — Benedikt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.