Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 29 orðið stórt ef Guð er í því. Ástjörn á greinilega marga vel- unnara. Það kom best í Ijós þegar við urðum fyrir verulegu vatnstjóni hér í fyrra uppá um 750 þúsund krónur. Þá voru allar hendur á lofti og buðu vinnu og fé til aðstoðar og við vonumst því til að jafna okk- ur á þessu í ár. Sjónarhæðarsöfnuð- urinn á Akureyri rekur heimilið, en hér vinnur fólk úr ýmsum söfnuð- um, og að mestum hluta utan Sjónarhæðarsafnaðarins. Ástjörn og starfið hér eru kannski besta dæmið um það að kristnir menn geta unnið saman að slíkum verk- efnum þó þeir séu úr mismunandi söfnuðum. Þegar ég lít yfir farinn veg er mér efst í huga þakklæti til allra sem hafa stutt okkur með höndum sínum og fé,“ sagði Bogi Pétursson. Yndisleg sumur og dagar liðu hratt í TILEFNI 40 ára afmælis Ástjarnar var gefið út veglegt afmælisblað. I því er saga drengjaheimilisins rakin og rætt við ýmsa starfsmenn heimilisins og drengi, sem þar hafa dvalið. Einn þeirra er Akureyringurinn Þorsteinn Vilhelmsson, sem nú er kunnur skipstjóri. Þorsteinn segir svo frá: „Eg var í tvö sumur á Ástjörn. Það voru yndisleg sumur og dagamir liðu hratt við leik, fótbolta og að sjálf- sögðu róður á vatninu. Sá róður gekk stundum brösulega fyrir sig og eiginlega má segja að þar hafi ég fallið á skipstjómarprófínu. Mér er minnistæðust fatan, sem stóð á miðju gólfinu, í hana var pissað á næturnar og það kom fyr- ir að örtröð var við fötuna. Þá vöknuðu stundum tær nágrannans. En seinna sendi ég svo strákinn minn á Ástjöm, því allir strákar hafa gott af því að vera þar.“ Haldið upp á af- Reykjavík 200 ára: Fjölbreytt hátíðardagskrá HÁTÍÐARDAGSKRÁ vegna 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar hefst að kvöldi laugardagsins 16. ágúst og lýkur með kvöldverðar- boði fyrir erlenda og innlenda gesti á veitingahúsinu Broadway þriðjudag 19. ágúst. Hátíðin hefst með opnun sýning- arinnar „Reykjavík í 200 ár“ - svipmyndir mannlífs og byggðar, á Kjarvalsstöðum kl. 19:00 á laugar- dag. Á sýningunni, sem stendur til 28. september og er opin kl. 14:00 til 22:00 alla daga, gefst tækifæri til að bera saman Reykjavík í fortíð og nútíð. Aðgangseyrir er kr. 100 fyrir fullorðna. Böm yngri en 12 ára og ellilífeyrisþegar fá frítt inn. Sýningarskrá kostar kr. 100. Menntamálaráðherra afhendir afmælisgjöf ríkisins til Reykvík- inga, mannvirki ríkisins í Viðey ásamt landi, sunnudaginn 17. ágúst kl. 09:00 í Viðey. Hátíðarguðþjón- ustur verða í öllum kirkjum og messustöðum borgarinnar kl. 11:00. Borgarfulltrúar og vara- borgarfulltrúar taka þátt í messu- gjörð. Hátíðarguðþjónusta verður í Dómkirkjunni kl. 14:00. Tæknisýning opnar í nýja Borg- arleikhúsinu kl. 17:00. Þetta er yfirlitssýning yfir þá íjölbreyttu starfsemi sem fram fer á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar. Aðgangseyrir er kr. 200 fyrir fu!l-_ orðna og kr. 100 fyrir böm yngri' en 12 ára. Sýningin stendur til 31. ágúst. Vígdís Finnbogadóttir forseti ís- lands kemur í opinbera heimsókn til Reykjavíkur kl. 10:00 afmælis- daginn 18. ágúst og mun borgar- stjórinn taka á móti forsetanum á borgarmörkunum. Eftir hádegi kl. 13:30 leggja skrúðgöngur af stað frá Hagaskóla og Hallgrímskirkju. Skátar, lúðrasveitir og leikhópurinn „Veit mamma hvað ég vil“ leiða göngurnar. Fjölskylduskemmtun hefst í Lækjargötu, Hljómskála- garði og Kvosinni kl. 14:00 og stendur til kl. 18:00. Meðal annars verður taflmót á Hallærisplaninu, 25 metra langt útigrill í Hljómskála- garðinum og í Lækjargötu verður boðið upp á afmælistertu. Hátíðardagskrá hefst við Amar- hól kl. 20:15 þegar „Gleðigöngur", leggja upp frá þremur stöðum í borgjnni, Landakotstúni, Skóla- vörðustíg og Háskólatröppum niður að Arnarhóli. Þar mun Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar setja hátíðina. Flutt verður hátíð- arverk eftir Jón Þórarinsson af Sinfóníuhljómsveit íslands, ásamt blönduðum kór, Páll P. Pálsson stjómar. Þá býður Davíð Oddsson borgar- stjóri Vígdísi Finnbogadóttur forseta íslands velkomna og forset- inn ávarpar hátíðargesti. Flutt verður leikverkið „Skúli fógeti og upphaf Reykjavíkur“, eftir Kjartan Ragnarsson og hljómsveit Gunnars Þórðarsson flytur gömul og ný lög, tengd höfuðstaðnum, kl. 22:05. Leikið verður fyrir dansi fram und- ir miðnætti þegar Davíð Oddsson borgarstjóri ávarpar hátíðargesti. Hjálparsveit skáta í Reykjavík stjórnai- flugeldasýningu kl. 24:00 en tónlist verður leikin fram undir kl. 01:30. Leiðangursmenn eru nemendur og kennarar við Ardingly-heimavist- arskólann í Bretlandi. Breskur leiðangur gerir bækling um íslenska náttúru - hafa rannsakað eins ferkílómetra svæði í nágrenni Húsafells UNDANFARNAR brjár vikur hefur 25 manna hópur frá Ard- ingly-skólanum íi Bretlandi verið á ferðalagi hér á landi. Hópurinn hefur haft bækistöðvar i grennd við Húsafell og kannað og kort- lagt eins ferkílómetra svæði á mótum Lambár og Geitár. í vetur munu þau síðan gefa út bækling með náttúrulýsingu og leiðsögn um svæðið á ensku og tslensku. Undirbúningur Ardingly-leiðang- ursins hefur staðið í tvö ár og í fyrra komu foringjar hans hingað og ferðuðust um landið til að velja svæði það sem kannað skyldi. Fyrir valinu varð svæðið á mótum Lamb- ár og Geitár, í nágrenni Húsafells. Leiðangurinn samanstendur af 25 nemendum og kennurum frá Ardingly-skólanum í Bretlandi og var tilgangur hans að gera vísinda- lega úttekt á einhveiju ákveðnu svæði á Islandi. Svæðið var kannað nákvæmlega með tilliti til flestra greina náttúruvísinda. Fuglalíf, gróðurfar og jarðfræði svæðisins var sömuleiðis skrásett og kortlagt. I haust og vetur mun hópurinn síðan vinna úr rannsóknum sínum og meðal verkefna verður gerð bæklings fyrir ferðamenn sem vilja ganga um svæðið, þar sem ákveð- inni merktri gönguleið verður lýst með tilliti til gróðurfars, dýralífs og jarðfræði. Bæklingurinn verður gefinn út bæði á ensku og íslensku og mun Sveinn Gústafsson á Húsa- felli annast þýðinguna. Mark Rothera, forystumaður leiðangursins, vildi koma á fram- færi sérstöku þakklæti til allra þeirra sem aðstoðað hafa leiðang- ursmenn á ferðalagi þeirra. INNLENT Norwell Robinson balletdansari mæli Ingu Sól- nes á Astjörn EINS_ OG Bogi Pétursson, forstöðumaður, getur um á drengjaheimil- ið á Ástjörn hérna marga velunnara. Einn þeirra sem tóku ástfóstri við staðinn og starfið þar var Jón heitinn Sólnes, bankastjóri á Akureyn. í þakklætisskyni fyrir framlag og aðstoð Jóns og fjölskyldu hans hefur einn af seglbátunum á Ástjöm fengið nafnið Sólnes. Góðvild Jóns Sólness og fjöl- skyldu hans í garð Ástjamar kom meðal annars fram í því að Ingu konu hans var illa við allt stúss á afmælisdag sinn. Þess í stað sendu þau hjónin drengjunum á Ástjörn veglegar veitingar og var þar hald- in veisla á afmælisdag Ingu Sólness. Þess má svo geta að tveir synir Jóns og Ingu hafa dvalið á Ástjörn og einn sonarsonur. Goldbox leik- ur í Roxzý í kvöld GOLDBOX nefnist hljómsveit þeirra Paul Lydon og Lauru Valentino frá San Fransisco og kemur hún fram á skemmtistaðn- um Roxzý í kvöld. í fréttatilkynningu frá skemmti- staðnum segir, að Goldbox hafi getið sér góðan orðstír í undir- heimatónlistarlífi San Fransisco. Ásamt Goldbox koma fram í kvöld hljómsveitimar SH draumur og Prófessor X. Tónleikamir í Roxzý hefjast klukkan 22 í kvöld. Eróbikk stúdíó Jónínu og Ágústu: Kennarar og nemendur sýna nýjar æfingar KENNARAR og nemendur „Eró- bikk stúdíós“ Jónínu og Ágústu sýna nýjar æfingar í Hollywood n.k. fimmtudag, föstudag og sunnudag. Líkamsræktaretöð Jónínu Bene- diktsdóttur og Ágústu Johnson að Borgartúni 31 hefur starfað í hálft ár og höfðar starfsemin til fólks á öllum aldri og af báðum kynjum. Til að tryggja öryggi nemendanna hafa kennarar nú réttindi í hjálp í viðlögum auk þess sem fimm þeirra hafa sótt námskeið í leikfimi erlend- is í sumar. Norwell Robinson balletdansarí hjá Richmond Ballet- inum starfar nú í „Eróbikk stúdíó- inu“. Hann hefur m.a. tekið þátt í sýningum balletsins á Svanavatninu og Hnetubijótnum auk þess sem hann kennir eróbikk hjá líkams- ræktarstöð nálægt New York. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.