Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 33 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hella Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Hellu. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 5035 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 91- 83033. fliryjpitnMafoifo Ljósmyndari Frjálst framtak óskar eftir Ijósmyndara til starfa við fyrirtækið. Leitað er eftir vönum Ijósmyndara sem á gott með að starfa sjálfstætt, er duglegur og hugmyndaríkur. Um er að ræða fjölbreytt starf við þau tólf tímarit sem Frjálst framtak gefur út og annað sem lýtur að útgáfu fyrir- tækisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar til Frjáls fram- taks, Ármúla 38, 108 Reykjavík, fyrir 22. ágúst. Nánari upplýsingar veittar í síma 685380. Frjálst framtak, Ármúla 38, sími 685380. Verslunarstörf Starfsfólk, karia og konur vantar í verslanir okkar í Austurstræti og Mjóddinni. 1. I almenn afgreiðslustörf. 2. í kjötvinnslu, röskir menn. 3. í kjötpökkun. Heilsdags og hálfsdags störf. Umsóknareyðublöð og alla frekari upplýsing- ar eru gefnar í Mjóddinni, starfsmannadeild frá kl. 16.00-19.00 í dag. Víðir, Mjóddinni. Arðbær fjárfesting Meðeigendur óskast í fyrirtæki sem á mikla framtíðarmöguleika. Fyrirtækið er með um- boð í Noregi, Svíðþjóð, Danmörku, Finnlandi og Færeyjum fyrir stórmarkaðsvörur, þ.e. matvörur, ávexti, hreinlætisvörur o.fl. Um er að ræða bandarískar hágæðavörur á lágu verði framleiddar af stærsta matvælafram- leiðanda og dreifiaðila í heimi. Á boðstólum eru um 9000 vörunúmer. Samkvæmt athugun er mikill markaður á Norðurlöndum fyrir þessar vörur. Ljóst er að um mjög góða tekjumöguleika er að ræða jafnvel þótt aðeins yrðu seld örfá númer af þessum 9000. Óskað er eftir fjársterkum og traustum aðil- um til samstarfs um að markaðssetja vörurnar á Norðurlöndum. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. Lögmenn, Lækjargötu 2, Reykjavík. S-621644. Brynjólfur Eyvindsson hdl., GuðniÁ. Haraldsson hdl. Starfskraftur Óskum að ráða starfsfólk til verlsunarstarfa. Um er að ræða störf við afgreiðslukassa, við kjötafgreiðslu, við áfyllingu í hillur og við ræstingu. Vinnutími frá kl. 13 og frá kl. 14. Frekari uppl. gefur framkvæmdastjóri. Ath. uppl. ekki veittar í síma. 4ÍHI©ÍL^<8M®iyi®4 7 STÓRMARKADUR * BREJÐH0LTI 7 Lóuhólum 2-6 Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar hlutastöð- ur við námsbraut í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Islands. Hlutastaða dósents í klínískri lyfjafræði. Hlutastaða lektors í lyfjagerðarfræði, með töflugerð sem aðalgrein. Hlutastaða lektors í félagslyfjafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamála- ráðuneytinu Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. september nk. Menntamálaráðuneytið. 12. ágúst 1986. Stýrimenn Okkur vatnar II. stýrimann á Rauðsey AK-14 sem er að hefja loðnuveiðar. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 93-2465. Haraldur Böðvarsson og Co. Skólastjóri tóniist- arskóla — organisti Skólastjóra vantar við Tónlistarskóla Ólafs- víkur sem jafnframt gæti verið organisti við Ólafsvíkurkirkju. Mjög góð laun í bgði. Allar nánari uppl. veitir bæjarstjórinn í Ólafsvík í síma 93-6153. Hjúkrunarheimilið Sólvangur auglýsir eftirtaldar stöður lausar nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Stöður hjúkrunarfræðinga Um hlutastörf er að ræða. Stöður sjúkraliða Fullt starf — hlutastarf. Stöður starfsfólks við aðhlynningu Fullt starf — hlutastarf. Stöður starfsfólks við ræstingu Hlutastarf. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 50281. Garðyrkjufræðingur Óskum eftir að ráða áhugasaman og duglegan garðyrkjumann, eða mann vanan garðyrkju- störfum. Sérstaklega er leitað eftir reglusemi og snyrtimennsku í vinnubrögðum. Um er að ræða fjölbreytt starf við alhliða ræktun og umönnun garðplantna. Skriflegar umsóknir sem tilgreini menntun og fyrri störf berist fyrir 20. ágúst til augl- deildar Mbl. merkt: „Gróður — 1422“. GRÓÐRARSTÖÐIN Þroskaþjálfar Eftirfarandi stöður við þjálfunarstofnunina Lækjarás eru lausar til umsóknar: 1. Staða deildarþroskaþjálfa á yngri deild. Full staða. Verksvið: Umsjón og þjálfun 4ra einstaklinga ásamt hópþjálfun. Fyrirgreiðsla vegna kostnaðar við barnagæslu veitt ef óskað er. 2. Staða deildarþroskaþjálfa á yngri deild. 50% staða (vinnutími 9-13). Verksvið: Kennsla í táknmáli með tali og hópþjálfun. Stöðurnar veitast frá 1. sept. eða eftir nán- ara samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 39944. Ertu kennari? — Viltu breyta til? Hvernig væri þá að athuga alla möguleika á því að gerast kennari í Grundarfirði? Grunnskólinn í Grundarfirði er að stærstum hluta í nýlegu húsnæði. Hann er ágætlega búinn tækjum með góðri vinnuaðstöðu kenn- ara ásamt góðu skólasafni. Bekkjardeildir eru af viðráðanlegri stærð (12-14 nemendur) en heildarfjöldi nemenda er 150. Sértu að hugsa um að slá til þá vantar kennara í almenna 1 bekkjarkennslu og til kennslu í líffræði, eðlis- fræði, stærðfræði, ensku, dönsku og handmennt (hannyrðir og smíðar). Ennfrem- ur til kennslu á skólasafni (hálft á móti hálfu starfi á bókasafni). Ódýrt húsnæði í boði. Grundarfjörður er í fögru umhverfi í u.þ.b. 250 km fjarlægð frá Reykjavík. Þangað eru daglegar ferðir með áætlunarbifreiðum og flug þrisvar í viku. Viljir þú kynna þér málið þá sláðu á þráðinn. Skólastjórinn Gunnar Kristjánsson sími 93- 8637 eða 93-8802 og varaformaður skóla- nefndar Sólrún Kristinsdóttir sími 93-8716 gefa allar nánari upplýsingar. Skólanefnd. Frá Tónlistarskóla Njarðvíkur Staða málmblásarakennara er laus til um- sóknar. Um er að ræða 75% starf við góðar aðstæður. Upplýsingar veitir skólastjóri Haraldur Á. Haraldsson í síma 92-2903 eða 92-3995. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri kennslustörfum sendist Tónlistarskóla Njarðvíkur, Þórustíg 7, 260 Njarðvík, fyrir 20. ágúst. Skólastjóri. Verksmiðjuvinna Viljum ráða stúlkur til starfa nú þegar í verk- smiðju vora. Kexverksmiðjan Frón hf., Skúlagötu 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.