Morgunblaðið - 14.08.1986, Side 22

Morgunblaðið - 14.08.1986, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 Ronald Reagan: Bjartsýnn á toppfund Chicago, AP. RONALD Reagan, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi á þriðjudagskvöld að hann væri bjartsýnn á að fundur hans og Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, yrði haldinn í haust. Reagan sagði að ýmsir erfið- leikar er Sovétleiðtoginn ætti við Veður víða um heim Lœast Hœst Akureyri 8 þoka Amsterdam 9 19 skýjað Aþena 23 36 heiðskírt Barcelona 28 léttskýjað Berlin 14 23 skýjað Briissel 11 25 skýjað Chicago 10 26 skýjað Dublin 9 16 skýjað Feneyjar 27 heiðskírt Frankfurt 23 mistur Genf 16 20 skýjað Helsinki 14 18 skýjað Hong Kong 27 31 skýjað ierúsatem 17 30 heiðskírt Kaupmannah. 14 21 heiðskírt Las Palmas vantar Ussabon vantar London 20 skýjað Los Angeles 17 þokum. Lúxemborg 16 rigning Malaga 28 léttskýjað Mallorca 29 skýjað Miami 25 30 skýjað Montreal 11 22 skýjað Moskva 13 24 heiðskirt NewYork 19 26 heiðskírt Osló 10 22 skýjað París 14 22 skýjað Peking 20 30 heiðskírt Reykjavík 14 léttskýjað Ríó de Janeiro 17 34 skýjað Rómaborg 20 35 heiðskírt Stokkhólmur 11 18 skýjað Sydney 9 18 heiðskfrt Tókýó 26 30 skýjað Vfnarborg 21 29 skýjað Þórshöfn 11 súld að glíma innanlands stuðluðu að því að fundurinn yrði haldinn. Hann útskýrði ekki frekar við hvað hann átti, en álitið er að um sé að ræða erfiðleika í efnahagsmálum og slys- ið í kjarnorkuverinu í Chemobyl. Reagan vildi ekki gefa upp efni bréf síns til Gorbachev, en sagði að enginn þeirra er velt hefði fyrir sér efni bréfsins í fjölmiðlum, hefði haft rétt fyrir sér. Varðandi Suður-Afríku sagði for- setinn að Bandaríkjamenn vildu gjaman leggja sitt að mörkum til þess að binda endi á aðskilnaðar- stefnuna, en þeir segðu ekki full- valda þjóð hvað hún ætti að gera. Takmarkaðar refsiaðgerðir sem Reagan samþykkti á síðasta ári renna úr gildi í næsta mánuði og ekki liggur fyrir hvert framhaldið verður þar á. Reagan sagði að áfram yrði unn- ið að því að fá látna lausa Banda- ríkjamenn er hafðir væm í haldi af skæmliðum í Líbanon. Hann vildi ekki tjá sig um skilaboð þau er séra L.M. Jenco, er nýlega var sleppt úr haldi í Líbanon, flutti hon- um frá skæruliðum. Forsetinn varði sölu á niður- greiddu hveiti til Sovétríkjanna og sagði að með henni væri verið að styðja við bakið á bandarískum bændum sem átt hafa við mikla erfíðleika að etja undanfarið. Lendingá Champs Elysées Fimmtugur áhugaflugmaður að nafni Albert Maltret lenti eins hreyfíls vél sinni á Avenue des Champs Elysées sl. sunnudagsmorgun. Gatan hafði verið rýmd, þar sem tökur stóðu yfír á kynningarmynd um fýrirhugaða Ólympíuleika í París 1992. Maltret var handtekinn fyrir vikið, en hann sagðist með uppátæki sínu vilja mótmæla lélegri aðstöðu franskra áhugaflugmanna. Vél Maltrets stöðvaðist skammt frá Sigurboganum, sem gnæfír í baksýn. Washington; Arangfursríkur fundur Reagan og de la Madrid Washington, AP. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti og Miguel de la Madrid, forseti Mexíkó, sögðu eftir fund sinn í Washington í gær, að ríkis- stjórnir landanna myndu á næstunni hefja viðræður um nýtt samkomulag, er stuðla ætti að auknum viðskiptum landanna og meira frjálsræði í fjárfestingum. Stefnt er að því að ljúka samn- ingsgerðinni innan árs. Fundur forsetanna, sem fram fór Vestur-Þýskaland: Grenscher og Strauss í hár saman vesrna utanríkismála Ronn AP ^ J Bonn, AP. SLEGIÐ hefur í brýnu milli Franz Josefs Strauss, leiðtoga systur- flokks Kristilega demókrataflokksins í Bæjaralandi (CSU), og Hans Dietrichs Genscher, leiðtoga Fijálsa demókrataflokksins (FDP) og utanríkisráðherra, og hefur Helmut Kohl, kanslari, sagt að deilan gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir stjórn sina í kosningunum í janúar. Genscher og Strauss hafa lengi eldað grátt silfur og stendur deil- an um hugmyndafræði, stefnuna í utanríkismálum og utanríkisráð- herraembættið sjálft. Genscher hefur gegnt því starfi síðan 1974 og hafa fáir setið lengur en hann. Strauss hefur lengi sóst eftir ut- anríkisráðuneytinu fyrir sig eða skjólstæðinga sína. Flokkur Genschers er miðjuafl- ið í þriggja flokka samsteypu- stjóm Vestur-Þýskalands. Kristilegir demókratar (CDU) og flokkur Strauss eru til hægri. Deilan virðist hingað til ekki hafa dregið úr sigurlíkum Kohls i kosningunum í janúar. í skoð- anakönnun, sem IPOS-stofnunin í Mannheim gerði og birtist fyrstu viku ágúst, tóku 52 prósent kjós- enda kanslarann fram yfír mót- frambjóðanda hans úr röðum sósíaldemókrata, Johannes Rau. En Kohl hefur sýnilega áhyggj- ur: „Það er bæði skaðlegt og óþarft að ræða skipan manna í ráðherraembætti fyrir þingkosn- ingar,“ sagði kanslarinn í viðtali við dagblaðið Die Welt á sunnu- dag. Kohl sagði þar að allir aðiljar að samsteypustjóminni hefðu nóg að gera við að sannfæra kjósend- ur um að styðja stjómina „og á það eigum við að leggja áherslu". Strauss hóf rifrildið við Gensch- er þegar hann sagði í viðtali að utanríkisráðherrann væri „gervi- stjómarerindreki", stefna hans væri heilaspuni og hann virti óskir samstarfsflokka sinna í stjóm að vettugi. Genscher neitaði þessum ásök- unum og sagði að kanslarinn mæti sínar skoðanir meira en skoðanir Strauss. „Kanslarinn er sömu skoðunar og ég í utanríkis- málum,“ sagði Genscher í viðtali við vikublaðið Der Spiegel. Sósíaldemókratar hafa reynt að beina athygli kjósenda að deilu Strauss og Genschers. Hans- Jochen Vogel, formaður þing- flokks sósíaldemókrata (SDP), sagði á mánudag að þessi opin- bera deila myndi draga úr áhrifum Genschers erlendis. „Utanríkisráðherra, sem á í pólitískum deilum heima fyrir, hlýtur að glata áhrifum í viðræð- um við erlenda samningsaðilja," sagði Vogel í útvarpsviðtali. Háttsettir embættismenn stjómarinnar hafa reynt að full- vissa almenning um að stjóminni sé ekki stefnt í hættu með deilu Strauss og Genschers. Wolfgang Schauble, starfsmannastióri Franz Josef Strauss kanslaraembættisins, sagði að deilan væri minniháttar og slíkt algengt í samsteypustjómum. En Strauss og Genscher hefur lengi greint á um mikilvæg atriði. Genscher leggur mikla áherslu á að bæta eigi samskipti austurs og vesturs, en Strauss er varkár- ari og varar oft og tíðum við herstyrk Sovétmanna. Strauss er ákafur stuðnings- maður Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og hefur sakað Genscher um að reyna að gegna hlutverki milligöngumanns í af- vopnunarviðræðum risaveldanna. Genscher fór í opinberar heim- sóknir til Moskvu og Washington í júlí og ræddi þar við ráðamenn Hans-Dietrich Genscher um afvopnun og önnur málefni austurs og vesturs. Genscher og Strauss hefur einnig lent saman nýlega vegna stefnu stjómvalda í Bonn í mál- efnum Suður-Afríku. Strauss er andvígur refsiað- gerðum gegn Suður-Afríkustjórn, en Genscher hefur oftsinnis and- mælt kynþáttaaðskilnaðarstefnu suður-afírískra stjómvalda. Fyrr á þessu ári bar Genscher sigur úr býtum í deilu innan sam- steypustjórnarinnar um menning- arsamskipti, sem stjómir Suður-Afríku og Vestur-Þýska- lands hafa átt um langan aldur. Ákveðið var að hætta þessum samskiptum, þrátt fyrir mótmæli Strauss. í Hvíta húsinu, stóð í rúma tvo klukkutíma og sagði Reagan að honum loknum að þessi fundur hefði verið sá árangursríkasti er þeir forsetamir hefðu átt saman. Hann hrósaði Mexíkómönnum fyrir hetjulega baráttu þeirra við verstu efnahagskreppu landsins í 50 ár. Reagan sagði að ákveðið hefði ver- ið að afnema bann við innflutningi á túnfíski frá Mexíkó, sem gilt hef- ur í 6 ár og var sett vegna deilna landanna um fískveiðiréttindi. De la Madrid, forseti, lýsti því yfír að stjóm sín myndi leitast við að stöðva ólöglegan innflutning á eiturlyfjum frá Mexíkó til Banda- ríkjanna, en lagði áherslu á samræmdar aðgerðir ríkisstjóm- anna gegn innflutningi, dreifipgu og neyslu eiturlyfjanna. Banda- rískir embættismenn spáðu því fyrir fundinn að Reagan myndi opin- berlega lýsa yfír stuðningi við aðgerðir Mexíkana í efnahags- og fíkniefnamálum, um leið og hann hvetti de la Madrid í einkasamtölum til hertra aðgerða. Bandarísk stjórnvöld vænta þess að hin jákvæðu ummæli Reagans eftir fundinn verði til þess að auka traust á ríkisstjóm Mexíkó, Nýja-Sjáland og Astralía: Samstarf um varnir Wellington, AP. , DAVID Lange, forsætisráðherra Nýja Sjálands, sagði í gær að samstarf lands síns og Astralíu varðandi vamarmál myndi hald- ast óbreytt. Lange sagði að hann hefði átt von á því eftir fund utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Nýja Sjálands, þar sem þeir urðu sam- mála um að Nýsjálendingar hefðu sjálfir sagt sig úr vamarbandalagi þjóðanna þriggja, Anzus bandalag- inu, að hömlur yrðu lagðar á vamarsamstarf Ástrala og Nýsjá- lendinga, en svo væri ekki. Stjóm- völd í Ástralíu hafa ekkert látið hafa eftir sér varðandi þessa yfírlýs- ingu Lange.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.