Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 35 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Bundin orka Hver einstakur maður ræður yfir ákveðnu magni af orku. Með því er átt við að við höfum lífsorku, tilfinningacrku, hug- arorku, félagsorku eða starfs- orku. Þessari orku er ekki jafnt skipt milli manna, t.d. heyrum við sagt að einn mað- ur hafi sterka lífsorku, annar er tilfinningaríkur, sá þriðji hefur kraftmikla hugsun, hinn fjórði er félagsmálatröll og hinn fimmti er með afbrigðum starfssamur. Ég ætla í dag að hugleiða hvemig á því standi að menn hafa mismun- andi orku, eða eina hlið þess máls. Psychosynthesis Til er skóli innan sálfræði sem nefndur er Psychosynthesis (sálræn samþáttun). Markmið hans er að tengja saman í eina heild líkamlega, andlega og sálræna þætti. Þessi skóli byggir gjarnan á einstaklings- meðferð. Áföll P.s. menn segja að áföllum eða erfiðri reynslu fylgi hætta á uppsöfnuðum vandamálum. Ef við tökumst ekki á við áföll- in geta uppsöfnuð vandamál tekið frá okkur orku. Orka binst innra með okkur og nýt- ist ekki í daglegu lífi. Grátur Við skulum taka sem dæmi að dauðsfall verði í fjölskyld- unni. Magnús og Gunna brotna saman af sorg. Þau loka sig af og gráta í nokkurn tíma. Jón hins vegar tekur áfallinu með stillingu og ró- semi. Hann tekur strax að sjá um það sem gera þarf o.s.frv. Ættingjar og vinir dást að Jóni, m.a. fyrir styrk hans. Margir sálfræðingar halda því hins vegar fram að það séu Jónar þessa heims sem fari hvað verst út úr slíkum áföll- um. Sorgin er fyrir hendi en vegna þess að hún fékk enga útrás safnast hún fyrir í undir- meðvitundinni. Það sem í raun hefur gerst er að Jón hefur tekið hluta orku sinnar til að halda sorginni niðri, í stað þess að láta hana hafa sinn gang. Þessi orka verður áfram bundin þar til Jón upplifir sorgina. Aukin þjáning Kjarni þess sem undirritaður vildi sagt hafa er því sá að ef við gerum hvert einstakt áfall ekki upp bindum við orku okkar og aukum í raun þján- ingu okkar. Við þekkjum öll menn sem alltaf eru þreyttir. En höfum við hugleitt hvernig á því skyldi standa? Sam- kvæmt kenningum P.s. manna gæti skýringin verið sú að þeir hafi ekki gert fortíð sína upp. 100% í staö 50% P.s. meðferð miðar að því að losa um bundna orku okkar. Við erum m.a. hvött til að horfa til baka og gera okkur grein fyrir þvi hvaða atburðir hafa sett neikvætt mark á persónuleikann. Við erum hvött til að endurlifa sorgina og m.a. gráta ef við gerðum það ekki áður. Við erum hvött til að hugleiða hvað gerðist. í gegnum það að skilja öðlumst við frelsi. Árangur slíkrar meðferðar getur verið sá að í stað þess að nota 50% orku okkar til að takast á við lífið öðlumst við sífellt aukinn kraft og vellíðan. Lesandi góður: Þessi orð sýna okkur fram á mikilvægi þess að safna ekki upp neikvæðri reynslu. Þó við leitum ekki til sálfræðings getum við með því að hugleiða lífsreynslu okkar og beita skynsemi losað töluvert af orku okkar upp úr Niflheimum og fært hana til betri nota. timft>mii»iiim»itniiiiiimiiiiiiiiii;;;;;i;ijjijijjij;jjjjj;;!ij!ji!ji;!jj!!j!!!l!l!;;i;»;n!!!!!!!??!??!!!!!!!?l!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! X-9 £a4///Y/ ZP£jWA. £6 SMJe4\ f S/AfA/VA/ / 'frö Pn/ &ZTP/1 £/f/r/ /wwm;-/- ■ /Æjmm^mm /zz/-r-£sse/ © 198S King Features Syndicate, Inc. World rights rcserved. GRETTIR 1 pó \ZeiSX P&S' TVÖ PONP 5£ól * þ>0 /vue>eTiRt's(e>osru J pA ERU KOM-V / INAFTUK /MEE> J JAUKNU/VI LIE>SAUKA> e Syndicate.lnc. 1 1 TOMMI OG JENNI UOSKA FERDINAND SMAFOLK IF UJE MAP UNIF0RM5 WITH NAME5 ANFNUMBER5, EVERVONE U10ULP KNOUI UUHO U)E ARE... Af hverju fáum við ekki Ef við fengjum búuinga íþróttabúninga? með nöf num og tölustöfum vissu allir hverjir við vær- Ég grciði atkvæði með nafnleynd. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Góður bridsspilari hefur alltaf? tvennt í huga þegar hann tekur mikilvægar ákvarðanir: fræðin og hinn mannlega þátt. Fræðin leggur honum tií þá tæknikunn- áttu, sem þarf til að vinna úr spilum, en hann fylgir henni aldrei blindandi án þess að taka tillit til þeirra margvíslegu vísbendinga sem koma frá hegð- un andstæðinganna við borðið. Og mjög oft kastar hann fræð- unum gjörsamlega á glæ og spilar gegn tölfræðilegum líkum. Hér er einfalt dæmi. Norður gefur, N/S á hættu. Norður ♦ 5 VK43 ♦ ÁKD73 ♦ KDG6 Vestur Austur Á32 *<?10 DG109 llllll ¥A876 1062 ♦ G85 942 ♦ 10873 Suður ♦ KD98764 V 52 ♦ 94 ♦ Á5 BRIDS Vestur Nordur Austur Sudur — 1 tíjjull Pass 1 spadi ?ass 2 lauf Pass 3 spaðar ?ass 3 grönd Pass 4 spadar Pass Pass Pass Vestur kom út með hjarta- drottningu og vömin tók tvo slagi á litinn. Sagnhafi trompaði jriðja hjartað, fór inn á blindan á tígul og spilaði spaða á kóng- inn. Austur lét tíuna, en vestur tvistinn. Nú veltur samningurinn á því hvemig sagnhafi fer í trompið. hann að spila drottningunniv og reyna að negla gosann, eða spila litlu og vonast til að austur hafi byijað með Á10 í spaða? Fræðin segja að helmingi líklegra sé að austur hafi átt Á10 en G10. Rökin eru einföld: Með Á10 yrði austur að láta tíuna, en með G10 gæti hann allt eins látið gosann. En þessi speki verður lítils virði þegar tekið er með í reikninginn að vestur hikaði þegar hann gaf spaðakónginn. Með því upplýsti hann hvar spaðaásinn var og sagnhafí var ekki í vandræðum með að spila drottningunni og vinna spilið. SKAK Umsjón Margeir ^ Pétursson Á móti í Úkraínu í vetur kom þessi staða upp í viðureign meist- aranna Zajd og Bczman, sem hafði svart og átti leik. w I ■' ■ ■ & ssS 34. - Bxf2+!, 35. Hxf2 - Ddl+, 36. Bfl — Dxfl+ og Zajd gat'st upp, því hann er mát í næsta leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.