Morgunblaðið - 14.08.1986, Side 46

Morgunblaðið - 14.08.1986, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 46 t I i M I I í t § f ást er... ■ ■ .að syngja henni ástaróð í baði TM Reg. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Hvaða fuplasönfn má ég bjóða þér að heyra? Ég er að hjálpa mömmu, en ég kem strax þegar ég hef brotið nokkra bolla og diska. Fróðlegt að skoða það sem vinstrimenn gerðu sjálfir Velvakanda hefur borist bréf frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni og segir þar meðal annars: „Geta Þjóðviljinn og Alþýðublað- ið virkilega gert og sagt eitt í dag og annað á morgun svo að margir taki mark á þeim til lengdar. Væg- ast sagt voru broslegir leiðarar þessara blaða þann 31. júlí nýlið- inn, en þó undarlegt megi teljast voru blöðin alveg sammála að þessu sinni. Eftir að vitnaðist um skatta- álagningu nú síðari hluta ársins hefur ekki linnt látum út af hækk- uðum sköttum hjá fólki. Nú er það svo, að einmitt fyrir tilstilli þeirra, sem að þessum blöðum standa, hafa skattarnir hækkað. Ekki er það ríkisstjóminni að kenna þó skattar hækki þegar tekj- ur hækka. Vinstrimenn hafa barist hvað mest fyrir, að enginn geti orðið ríkur af tekjunum sínum. Nú þegar þær hækka og ljöldinn kemst í hærri skattþrep verða þessir menn æfir og segja: „Allt ríkisstjórninni að kenna, svik við verkafólk." Þarna geta þeir séð sjálfír að það er rangt sem þeir hafa haldið fram, að eingöngu venjulegt verkafólk beri skattana og verðbólguþung- ann. Mikill áróður hefur samt verið um það lengi. Skemmtilegast við þetta allt er, að nú vilja þeir ekki leggja skatta á háu tekjurnar af því þeir eru lent- ir í hálaunaflokkunum og halda nú uppi feykna áróðri fyrir því, að ekki megi nota þennan aukna skatt- glaðning ríkissjóðs til niðurgreiðslu á vörum fyrir fátækt fólk og aðra, það séu svik við fólkið og minnki möguleika á að fá hækkað kaup í haust og þá vonandi hærri skatta á næsta ári. En það er fróðlegt að skoða það sem þeir gerðu sjálfir þegar þeir voru í ríkisstjóm. Þá var aukin skattheimta á fjög- urra mánaða fresti með ýmsu móti, einkum gengisfellingu og vöm- gjaldi, skattar vom afturvirkir og lán tekin til að halda niðri vísi- tölunni. Já, margt gátu þeir brallað karl- amir, því er nú komið hag fólks sem raun ber vitni. Kaup hefur verið spennt svo upp að flestir em komn- ir yfir fyrsta skattþrep í launastig- anum en þá em skattar orðnir það háir, að vítahringur myndast. Fastir og duldir skattar taka þá meira en helming teknanna til baka í ríkis- sjóð og þegar svo er komið er til lítils að vinna, að hækka kaup. Hver einasti maður ætti að geta séð hvemig komið er og allt er þetta afleiðing skattastefnu vinstriflokk- anna frá fyrri tímum. Hafa menn gert sér grein fyrir því, að þegar þeir em komnir í hæn'i flokka í skattþrepum, þá eru þeir í þegnskylduvinnu hjá ríkinu í hálft ár og í mörgum tilvikum leng- ur. Ég hef bent á það áður að ríkið verður að fara að skila hluta af hátekjuskattinum til tekjujöfnunar. Annars lendir þungi nýrra kaup- hækkana á einkarekstrinum, vinstrimenn vilja ríkisrekstur. I sveitarstjórnakosningunum sviku þeir til sín fylgi með loforðum um hærri laun til bæjarstarfs- manna. Afleiðingin er meiri álögur á almenning. Eftir Hafnarfjarðarsigur Alþýðu- flokksins er gott bú fráfarandi bæjarstjórnar notað til að hækka kaup bæjarstjómarmanna og starfsmanna. Vinstrimenn drepa niður fram- kvæmdavilja og getu athafna- manna. Þegar atvinnurekendum hefur verið komið í skuldafjötur er næsta stig ríkisrekstur. Síðan er öllu stjómað með laga- boði valdhafanna, dæmin höfum við frá kommúnistaríkjunum þar sem kaupið er skammtað eftir þörfum ríkisins." Vísa vikunnar einingur i verkalýðsanni Alþýðubandalaggins: [Guðmundur Þ. féll við kjör sljóm verkamannabústaða Igudmúndur þ. lýðufélngjLnnn 1 ....... i tr* AlþýðuluuxUl^inu I vrrlalýðnféUcuma I tjórn lýAuniUrAð Alþýðu Allir hrópa: „Upp með hendur“, eru líkt og verstu fjendur. Bróðir ei neinn að baki stendur, berirðu nafnið fræga, Gvendur. Hákur Víkverii skrifar Starfsmenn borgarinnar hafa unnið mikið starf að undan- förnu og hafa mörg svæði í borginni tekið stakkaskiptum síðustu daga. Allt kapp er lagt á að fegi-a borgina fyrir afmælishátíðina miklu næst- komandi mánudag. Ástæða er til að taka undir hvatningu Fegrunar- nefndar borgarinnar, sem í lok síðustu viku þakkaði fyrir það sem vel hefur verið gert fyrr á sumrinu, en bendir jafnframt á að lokaátakið er eftir við að gera góða borg betri. Síðan er aðeins að vona að veður- guðirnir verði borgarbúum og gestum þeirra hliðhollir á afmælis- daginn næstkomandi mánudag. xxx Arbók atvinnuveganna er nú komin út á ensku í sjötta skipti. Utgefandi er Iceland Review og ritstjóri Haraldur J. Hamar. Upphaflega var rit þetta einskorðað við sjávarútveg, en nú er fjallað um flesta þætti útflutningsverzlunar. Þar er að finna mikið af staðreynd- um og tölulegum upplýsingum, en einnig sjónarmið og skoðanir sér- fræðinga hvers á sínu sviði. Víða er komið við í ritinu, sem örugglega er hið gagnlegasta fyrir viðskipta- vini íslenzkra fyrirtækja erlendis og áhugamenn um atvinnulíf á Is- landi. XXX Eitt af þessum hvimleiðu keðju- bréfum datt inn um bréfalúg- una hjá Víkverja á dögunum. Að sjálfsögðu er það sent til að boða mikla hamingju eða skyndilegan og óvæntan gróða. Bréfíð er sagt hafa farið umhverfis jörðina níu sinnum og eitt gróðadæmið er rakið til árs- ins 1953. Fjóra sólarhringa hefur fólk til að svara bréfinu svo keðjan slitni ekki. Ef 20 bréf eru ekki snarlega send til vina og kunningja á allt að fara í klúður og voveiflegir at- burðir geta gerzt. Fáránlegasta dæmið í bréfínu er eftirfarandi: Maður nokkur á Filippseyjum missti konu sína sex dögum eftir að hann fékk bréfið, enda hafði hann ekki sinnt um að svara. Áður en kona hans dó áskotnuðust honum þó á óútskýrðan hátt yfír 300 milljónir króna. Það er ekki öll vitleysan eins. XXX Aþriðjudag spáði Víkveiji nokk- uð í spilin í íþróttunum. Laugardalsvöllurinn var vettvangur uppgjörs Vals og Fram í 1. deild- inni í knattspyrnu á sunnudag og fylgdust fleiri áhorfendur með leiknum en á öðrum leikjum 1. deildar í sumar. Viðmælandi Víkvetja hafði orð á því eftir leikinn að bílastæðamál væru í ólestri þeg- ar mikil aðsókn væri að leikjum og sannkölluð ringulreið er fólk reyndi að komast burt að leik loknum. Reyndar ætlaði maður þessi að yfírgefa vettvang er 10 mínútur lifðu af leiktímanum. Það reyndist hins vegar ekki einfalt því bifreiðum hafði verið lagt þvers og kruss eft- ir aðkomuleiðum og varð maðurinn að gjöra svo vel að bíða þangað til leiknum lauk. Vildi hann koma því á framfæri að bílastæðin yrðu mal- bikuð og merkt. Fannst honum reyndar löngu kominn tími til þess. Auk þess sem það auðveldaði mjög fyrir vallargestum yrði svæðið til muna snyrtilegra en það er nú. XXX Víkvetja hefur borizt svohljóð- andi bréf: Kæri Víkvetji. Mig langar að biðja þig að koma á framfæri fyrir mig beiðni til baka- ranna sem eiga að baka afmælis- tertuna stóru fyrir Reykjavíkurborg. Þeir hafa tilkynnt að í henni verði sherryfromage og ég hef reynslu fyrir því að ekki eitt einasta barn borðar það. Eitt sinn var ég á barna- balli og þá var af óskiljanlegum ástæðum borin á borð ís með vínbragði, og það voru foreldrarnir sem borðuðu hann. Bakarar eiga nóg af góðum bragðefnum, sem þeir geta notað í staðinn. Til að forðast misskilning vil ég taka fram að ég er ekki á móti víni og tek glas í góðra vina hópi. Móðir á Akranesi Víkvetjí þakkar kærlega fyrir þetta athyglisverða bréf og kemur ábendingunni á framfæri. Víkvetji tekur undir með bréfritara. Vínbragð á ekki við í tertu sem ætluð er öllum gestum hins mikla afmælis, jafnt börnum sem fullorðn- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.