Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 49 • Sundknattleiksmennirnir sem fara til Berlínar í dag ásamt Gfsla Halldórssyni, formanni Ólympíunefnd- ar íslands. Frá vinstri: Magnús Pálsson, Stefán Jónsson, Úlfar ÞórAarson, Gfsli, Logi Einarsson og Pétur Snæland. Jónas Halldórsson var farinn til Þýskalands þegar myndin var tekin. Ólympíufarar 1936 á hátíð í Berlín „VIÐ HÖFÐUM ákveðið að halda upp á 50 ára afmælið með því að fara út að borða og þá kom Úlfar með þessa snilldarhug- mynd að fara til Berlínar og borða þar,“ sagði Jónas Halldórsson í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins áður en hann hélt til Berlínar, en þar var hann síðast árið 1936 sem keppandi á Ólympíuleikunum. Fimmtán íslendingar kepptu á leikunum í Berlín, fjórir frjálsíþróttamenn og ellefu sund- menn, sem tóku þátt í sundknatt- leik og var það í fyrsta skipti sem íslendingar kepptu sjálfstaett á Ólympíuleikum. Á sunnudaginn verða hátíðarhöld í Berlín til að minnast Ólympíuleikanna 1936. Sex íslendingar úr sundknattleiks- liðinu 1936 verða fulltrúar íslands, þeir Úlfar Þórðarson, læknir, Jónas Halldórsson, fyrrverandi íþrótta- kennari og nuddari, Pétur Snæ- land, forstjóri, Magnús Pálsson, glerslípunarmaður, Stefán Jóns- son, sýningarmaður og Logi Einarsson, fyrrverandi hæstarétt- ardómari. Við erum ekki smátækir „Þetta er rétt hjá Jónasi," sagði Úlfar Þórðarson aðspurður um 'aðdraganda ferðarinnar. „Við höf- um haldið hópinn frá blautu barnsbeini, en eftir að við hættum að keppa höfum við hist óreglu- lega, en alltaf á 5 ára fresti. í tilefni þessara merku tímamóta fannst mér rétt að slá tvær flugur í einu höggi, fara til Berlínar og éta þar, því við erum ekki smátækir, þegar við tökum okkur til.“ Hans H. Haferkamp, sendiherra, hjálplegur „Nú, við ákváðum að fara í ró- legheitum, snæða og rifja upp gamlar minningar, en þetta hefur undið upp á sig og m.a. förum við i sérstaka móttöku hjá borgar- stjóra Berlínar og færum honum kveðju frá Reykjavíkurborg í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur. Þá tökum við þátt í mikilli friöar- og íþróttahátíð á sunnudaginn sem sérstakir gestir ólympíunefndar og íþróttasambands Vestur-Berlínar. Þetta hefur bæst við fyrirhug- Sænsku Grand Prix: Vésteinn annar VÉSTEINN Hafsteinsson úr HSK er í öðru sæti í kúluvarpi á sænsku Grand Prix-mótunum þegar aðeins tvö mót eru eftir. Vésteinn hefur fengið 17 stig en Sven Ingi Valvik frá Noregi er með forystu með 19 stig. Verðlaun fyrir að sigra á þessum stigamótum eru 15.000 sænskar krónur en sá sem verður í öðru sæti fær 7.500 krónur. Vésteinn á góða möguleika á að vinna i stiga- keppninni og yrði það gaman fyrir hann, en þó svo hann lenti í öðru sæti væri það góður árangur. Síðustu tvö mótin verða 19. ágúst í Malmö og 21. ágúst í Veg- sjö og þar verður örugglega hart barist. Handknattleiksskóli STJARNAN og íþróttaráð Garða- bæjar starfrækja handknattleiks- skóla fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 8—16 ára dagana 18.—29. ágúst. Kennslan fer fram í iþróttahúsinu Ásgarði. Skipt verður í hópa eftir aldri og getu þannig að hver nemandi fái kennslu við sitt hæfi. Myndband verður notað við kennslu, upptök- ur og sýningar. Landsliðsmenn, dómarar og lið frá öðrum hand- knattleiksskóla koma í heimsókn. Kennarar verða Magnús Teits- son, Erla Rafnsdóttir og Logi Ólafsson. Innritun fer fram í Garða- skóla föstudaginn 15. ágúst frá kl. 13.00—15.00. Einnig er hægt að innrita sig þegar námskeiðið hefst. • Jónas Halldórsson nuddar ekki lengur á Kvisthaganum, en líklega fá félagar hans í Berlín meðferð ef á þarf að halda. aða áætlun okkar, því ég sagði Hans Hermann Haferkamp, sendi- herra, frá ferðinni, en hann er mjög duglegur og áhugasamur um sam- skipti þjóðanna, og þaö skipti engum togum, að hann fór af stað og gerði allt sem hann gat til að ferðin yrði sem ánægjulegust. Hann kom mér í samband við íþróttafrömuði og ráðamenn varð- andi hátíðina, sem ég hef síðan < verið í sambandi við og þetta er árangurinn," sagði Úlfar. Hitler varð Hjalti Úlfar er sá eini þeirra félaga, sem hefur komið til Berlínar síðan þeir kepptu á Ólympíuleikunum, og að sögn Jónasar verða þetta örugglega mikil viðbrigði. „Þegar við vorum þarna snerist allt í kring- um Hitler og við gátum ekki annað * en talað um hann líka. Fljótlega tókum við eftir, að þegar við sögð- um Hitler, þá sneri fólk sér við, því það var eina orðið sem það skildi í máli okkar. Þess vegna ákváðum við að kalla hann Hjalta og eftir það vöktum við enga at- hygli," sagði Jónas Halldórsson, en hann hélt utan um síðustu helgi. Hinir fara í dag. Úrslitakeppni yngri flokka ÚRSLITAKEPPNI 3., 4. og 5. flokks íslandsmótsins í knatt- spyrnu hefst í dag kl. 16.00 og lýkur á sunnudag. Átta liö leika til úrslita í hverjum flokki og er þeim skipt í tvo riðla. Á sunnu- daginn munu efstu lið í hvorum riðli síðan leika um íslandsmeist- aratitilinn. Dagskrá mótsins og eftirfar- andi: FIMMTUDAGUR Kl. Fl. Aðalleikvangur 16.00 5 FH - Stjarnan 17.00 4 UBK - Haukar 18.30 3 Stjarnan — Haukar 20.00 3 Valur — Víkingur 16.00 5 Valbjarnarvöllur Þór V. — Þróttur N. 17.10 4 Týr V. — Austri 18.30 3 ÍA — Höttur 20.00 3 (BÍ-ÞórA. 18.00 4 Gervigrasvöllur ÍA — Fylkir 19.20 4 iBl-KA 16.30 5 KR-völlur Fram — KR 17.40 5 Bolungarvík — Þór A. í FÖSTUDAGUI 16.00 5 Aöalleikvangur Þróttur N. — Stjarnan 17.10 4 Fylkir — KA 18.30 3 Höttur — Haukar 20.00 3 Víkingur —Þór A. 16.00 5 Valbjamarvöllur ÞórV. —FH 17.10 4 (A-lBl |A — Stjarnan Valur-l'Bl Gervigrasvöllur Austri — Haukar TýrV.-UBK KR-völlur KR-ÞórA Fram — Bolungarvík LAUGARDAGUR Aöalleikvangur UBK —Austri Haukar —TýrV. ÍBÍ - Fylkir KA-ÍA Valbjarnarvöllur FH — Þróttur N. Stjarnan —Þór V. Gervigrasvöllur Stjarnan — Höttur Haukar — ÍA ÍBÍ — Víkingur Þór A. — Valur KR-völlur Bolungarvík — KR Þór A. — Fram SUNNUDAGUR Aöalleikvangur Liö nr. 2 R. 1 — Liðnr.2R.2 Liö nr. 1 R. 1 — Lið nr. 1 R. 2 Liö nr. 1 R. 1 — Lið nr. 1 R. 2 Liö nr. 1 R. 1 - Lið nr. 1 R. 2 Valbjarnarvöllur Liö nr. 4 R. 1 — Liö nr. 4 R. 2 Liö nr. 3 R. 1 - Lið nr. 3 R. 2 Gervigrasvöllur 09.00 4 LiÖ nr. 4 R. 1 — Lið nr. 4 R. 2 10.20 3 Liö nr. 4 R. 1 — Lið nr. 4 R. 2 11.50 4 Liö nr. 3 R. 1 — Lið nr. 3 R. 2 13.10 4 Liö nr. 2 R. 1 — Lið nr. 2 R. 2 14.30 3 Liö nr. 3 R. 1 - Liö nr. 3 R. 2 18.30 20.00 18.00 19.20 18.00 19.10 10.00 11.20 12.40 14.00 09.30 10.40 10.00 11.30 13.00 14.30 10.00 11.10 09.30 12.10 13.30 15.00 09.30 10.40 VERKSMWIU að norðan ODÝR FATNAUUR Á ALGJÖRU LÁGMARKSVERÐI húsið AUÐBREKKU -KÖPAVOGI : Opið: 10-19 virka daga/10-17á laugardögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.