Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. AGUST 1986 Plnrgmi Otgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Afleikur Ekki er útilokað að launaút- gjöld ríkis, sveitarfélaga og atvinnuvega hækki nokkru meira 1. september næstkom- andi en ráð var fyrir gert. Ástæðan er sú að framfærslu- vísitala hefur hækkað um 0,38% síðan í maímánuði umfram við: miðun febrúarsamninga. I fréttatilkynningu Hagstofu ís- lands segir að hluti þessarar vísitöluhækkunar eigi rætur í „hækkun á verði matvöru, sem rekja má til 71,5% verðhækkun- ar á kartöflum". Bjöm Bjömsson, hagfræð- ingur ASÍ, kemst svo að orði í viðtali við Morgunblaðið í gær, aðspurður um þróun fram- færsluvísitölunnar: „Þetta sýnir okkur að kart- öfluskatturinn veldur ekki aðeins hækkun á innfluttum kartöflum, heldar hækka og innlendar kartöflur í skjóli skattsins." Morgunblaðið varaði við nú framkomnum afleiðingum kart- öfluskattsins í forystugrein 2. júlí sl. Þar sagði m.a.: „Staða mála á íslenzkum vinnumarkaði er mjög viðkvæm, þrátt fyrir það að við höfum náð verulegum árangri í hjöðnun verðbólgu, sem undir engum kringumstæðum má glutra nið- ur. Það er mjög mikilvægt að stjómvöld standi þann veg að málum í mótun og framkvæmd skattastefnu, þar með talin framkvæmd heimilda til álagn- ingar vemdartolla, að verðlag hækki sem minnst og helzt inn- an „rauðra strika“ samkomu- lags við aðila vinnumarkaðar- ins.“ Morgunblaðið lagði megin- áherzlu á þá staðreynd, að fáar þjóðir eiga jafnmikið í húfí og Islenndingar, hvað það varðar, að verndartollar hái ekki veg- ferð útflutningsframleiðslu á mikilvægustu markaði okkar. Þess vegna er mjög varhuga- vert að beita meintum vemdar- tollum hér á landi þann veg að þeir geti orðið eftirdæmi fyrir aðrar þjóðir í viðskiptum við okkur. Minnt var á réttindi okk- ar og skuldbindingar, sam- kvæmt GATT-samningi. Síðast en ekki sízt var látið að því liggja að kartöfluskattur þessi væri fyrst og fremst neytenda- skattur, sem kæmi íslenzkum kartöfluframleiðendum naum- ast til góða. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sem framgöngu hafði um álagningu kartöfluskattsins, fullyrti í umræðu um málið á Alþingi, að skatturinn myndi ekki hafa áhrif á framfærslu- þunga heimila í landinu [fram- færsluvísitölu]. Annað er nú komið á daginn, eins og spáð var í viðvörunarorðum Morgun- blaðsins. Þessi afleikur ráð- herrans hefur, beint og óbeint, stuðlað að hækkun framfærslu- kostnaðar og framfærsluvísi- tölu. Það er því hugsanlegt að hann valdi auknum launaút- gjöldum hjá atvinnuveguin okkar — og gildir þá hið sama um stærsta launagreiðandann, ríkið, sem sækir útgjöld sín í vasa skattgreiðenda. Gagnrýni á heimildarlög til álagningar kartöfluskattsins var af þrennum toga. I fyrsta lagi var nauðsyn álagningar skattsins dregin í efa. I annan stað var talið varhugavert að Alþingi framseldi skattlagning- arvald sitt til einstakra ráð- herra. í þriðja lagi hlyti slíkur tollur að hækka verð á viðkom- andi neyzluvöru og ganga þvert á gerða kjarasátt og viðleitni til að halda almennu verðlagi niðri. Reynslan hefur nú fært sönnur á þessa réttmætu gagn- rýni. 40 þúsund trjáplöntur Um það bil fimmtíu Norður- landabúar, aðallega Norðmenn, hafa undanfarnar tvær vikur unnið að skógrækt- armálum hér á landi og gróður- sett um 40 þúsund tijáplöntur á Alviðru í Árnessýslu, við Hvamm í Borgarfirði og heima á Hólum í Hjaltadal. Álíka stór hópur Islendinga hefur verið við svipuð störf í Þrændalögum í Noregi. Þetta er þréttánda skiptiferðin af þessu tagi síðan 1949. Samstarf af þessu tagi hefur margþætta þýðingu fyrir alla sem að því standa. Islenzk skóg- rækt, sem á vaxandi tiltrú að fagna, hefur ómetanlegt gagn af hingaðkomu og starfi áhuga- og fagfólks um skógrækt frá Norðurlöndum. Sama máli gegnir um skógræktarþátttöku Islendinga hjá grannþjóðum. Þá fylgir hingaðkomu góðra gesta mikil landkynning. Þannig segir Kristian Lövenskiold, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Noregs, í viðtali við Morgunblaðið, að norska skóg- ræktarfólkið hafí haft „mikla ánægju af hringferðinni". Hann sagðist sannfærður um „að allir þátttakendur myndu ráðleggja fólki að heimsækja Island, er heim væri komið". Skógræktarsamstarf nor- rænna þjóða er gott skref til betri framtíðar. Eftirlíkingaiðnaður * eftir Arna Vilhjálmsson hdl. Nýjungagirni Islendingar eru fljótir að tileinka sér lækninýjungar. Þess bera vél- vædd heimili og tölvuvæddir vinnustaðir glöggt vitni. Að þessu leyti er Island fýsilegur markaður fyrir iðnvæddar þjóðir, þótt ekki sé hann stór. Því er oft haldið fram að innflutningur á iðnaðarvörum hverskonar hafi staðið uppbygg- ingu íslensks iðnaðar fyrir þrifum. Hafa sumir talið að koma verði upp tollmúrum til verndar íslenskum iðnaði, þannig að hann geti í skjóli lægra verðs þrifist betur. Slík úr- ræði eru röng og í andstöðu við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur með aðild að EFTA og öðrum milliríkjasamningum. Þá hafa verið reyndar ýmsar áróðurs- herferðir til þess að fá neytendur til þess að „kaupa íslenskt". Þessi aðferð er að nokkru vænlegri og okkur heimil, þar sem hún höfðar til þjóðerniskenndar fólks og þeirrar einföldu röksemdafærslu að það sé atvinnuskapandi. Á hinn bóginn er sama hvor þessara leiða er farin, því hvorug þeirra virkar sem hvati á iðnaðinn sjálfan til vöruvöndunar og frumleika í því sem framleitt er og markaðsfært. Gæði hins fram- leidda, í samanburði við það sem flutt er inn, er það sem selur vör- una og rennir um leið stoðum undir framleiðsluiðnaðinn. Framleiðsluhugmyndir Þá hefur það verið landlægt hér að framleiðendur gera mikið af því að herma hver eftir öðrum eða sækja framleiðsluhugmyndir sínar til þeirra vörutegunda sem inn eru fluttar. Þetta á sér raunar stað í öllu atvinnulífi hér á landi — allir eru að herma eftir frumkvöðlinum, sem fór fyrstur af stað, í stað þess að stíga feti framar og koma með eitthvað nýtt. Þegar upp er staðið hagnast enginn á þessu og ekki aukast gæði framleiðslunnar eða batnar afkoma viðkomandi atvinnu- greinar. Til varnar Eftirlíkingarhneigð af þessu tagi er ekki bundin við Island eitt, held- ur fyrirfinnst hún í öllum löndum veraldar og er án vafa jafn gömul verslun manna og þjóða í millum. Fyrir fraleiðsluiðnað er slík eftirlík- ingarhneigð skaðvænleg og iðn- væddar þjóðir reyna eftir föngum að hindra hana með lagasetningu. Markmið slíkrar lagasetningar er að koma í veg fyrir að menn líki hveijir eftir öðrum — að koma í veg fyrir að menn steli hveijir frá öðr- um. Slíkt örvar nýsköpun, leiðir til tæknilegra framfara, gefur fjöl- breyttari framleiðslu, og síðast en ekki síst, eykur vörugæðin. Það fyrirfinnast bæði reglur í löggjöf einstakra ríkja og milliríkjasamn- ingar um samræmingu reglnanna og gagnkvæm réttindi. Einkaréttarkerfið Þær leiðir til lagasetningar sem valdar hafa verið eru af sama toga um allan hinn iðnvædda heim, en það er að veita frumkvöðlinum, og um leið þeim sem borið hefur kostn- aðinn, einkarétt til hagnýtingar á því sem hann hefur fram að færa. Sé um tæknilega uppfínningu að ræða, er honum veitt tímabundið einkaleyfi til fjárhagslegs ávinn- ings. Eitt af fmmskilyrðum þess að einkaleyfið sé veitt, er að upp- finningin sé birt opinberlega og þannig lögð inn í „tæknisjóð" sam- félagsins. Því geta allir aðrir, þ.m.t. samkeppnisaðilar hans, kynnt sér uppfinninguna, en mega hins vegar ekki hagnýta sér hana fyrr en einkaleyfíð rennur út. Venjulegast er að einkaleyfið gildi í 20 ár. Á meðan verða samkeppnisaðilar að leita nýrra leiða í þróunarstarfi sínu og verða þá oft til nýjar uppfinning- ar. Að öðrum kosti verða þeir að afla sér nýtingarheimildar hjá einkaieyfishafanum. Á svipaðan hátt er farið með hönnun og útlit framleiðsluvara og þau auðkenni og þau slagorð sem þær em mark- aðssettar með. Úrræðið er í öllum tilvikum veiting einkaréttar. Sé brotið gegn þessum rétti, leitar eig- andi hans til dómstóla og fær hinn brotlega dæmdan til að láta af hátt- semi sinni. Að auki koma til skaðabætur vegna þess tjóns sem eigandi réttindanna hefur orðið fyr- ir og refsingar af hálfu samfélags- ins sjálfs, einkum sektargreiðslur. Menningarþjóðin Hér er um kerfi að ræða sem er af sama toga spunnið og það sem notað er við vemd bókmennta og listaverka, þ.e. höfundalög. Þar er höfundi veittur eignarréttur yfir því sem hann hefur skapað og öðmm bönnuð notkun án leyfis. Höfunda- liig eiga sér djúpa stoð í réttarvitund almennings hér á landi, enda hafa listamenn, einkum tónlistarmenn og rithöfundar, verið vel á verði varðandi réttindi sín. Það hefur síðan átt sinn þátt í öflugri listsköp- un í landinu og átt ríkan þátt í að hvetjamenn til dáða. íslensk höf- undalög em virk í þeim skilningi að þeim er iðulega beitt fyrir íslenskum dómstólum, sem hefur þau áhrif að þau em jafnan virt af hlutaðeigandi aðilum. Þau hafa Ámi Vilhjálmsson „Eftirlíkingarhneigð af þessu tagi er ekki bund- in við Island eitt, heldur fyrirfinnst hún í öllum löndum veraldar og er án vafa jafn gömul verslun manna og þjóða í millum. Fyrir fram- leiðsluiðnað er slík eftirlíkingarhneigð skaðvænleg og iðn- væddar þjóðir reyna eftir föngum að hindra hana með lagasetn- ingu.“ einnig verið í samfelldri endurskoð- un, með þátttöku þeirra aðila sem hagsmuni eiga. Núverandi lög frá árinu 1972 em þannig nútímaleg og taka mið af þörfum samtímans fyrir verndun eignaréttinda á þessu sviði. Enda em Islendingar listelsk bókmenntaþjóð með ríkan arf for- feðranna í farteskinu. Enginn ber á móti því að mikil nýsköpun á sér stað í íslenskum listum og bók- menntum, gæðin em mikil og þeir sem fram úr skara geta sxapað sér afkomu með sköpunarstarfi sínu. Þar á ofan kemur til stuðningur af hálfu samfélagsins, allt til þess að halda á lofti þeim orðstír að við séum listelsk og skapandi menning- arþjóð. Skilyrði til nýsköpunar Á hinn bóginn á íslenskur fram- leiðsluiðnaður í kröggum, m.a. vegna þess að hann fær ekki nægi- lega hvatningu. Honum eru ekki sköpuð sömu skilyrði tl nýsköpunar eða vöruþróunar sem listamönnum. Setji framleiðendur á markað nýja vörutegund sem gengur, er allt eins víst að eftirlíking líti dagsins ljós innan skamms. Samfélaginu er Breytingum lokið á Siglfirðingi; Frystigeta aukin um 60% Siglfirðingur er kominn til heimahafnar eftir að honum var breytt í skipasmíöastöö Pohl und Jozwyak í Hamborg. Þar var liann lengd- ur, brúin stækkuð, auk þess sem vinnuaðstaða og híbýli voru endurbætt. Togkraftur skipsins hefur aukist og aðstaða til að fullvinna aflann um borð stenst ströngustu kröfur, að sögn framkvæmdastjóra Siglfirð- ings hf., Stefaníu Signrbjarnardóttur. Við breytingamar jókst frystigeta Siglfirðings um 60%. Ragnar Ólafs- son, skipstjóri og einn eigenda, sagði að hægt yrði að frysta um 27-28 tonn af flökum í Siglfirðingi á sólar- hring. Það jafngildir 60-70 tonnum af afla. Þannig er til dæmis hægt að frysta um 600-700 tonna þorsk- afla í túr. Siglfirðingur var smíðaður í Nor- egi 1969. Þegar togarinn kom fyrst til landsins hlaut hann nafnið Suður- nes, en síðar varð hann þekktur undir nafninu Fontur, eða Þórs- hafnaitogarinn. Útgerðarfélagið Isafold á Siglufírði keypti togarann árið 1979, og gerði hann út sem ísfísktogara. Isafold lenti í nokkrum rekstrarerfiðleikum, urðu uppskipti í fyrirtækinu og aðstandendur hluta- félagsins Siglfirðings, Ragnar Ólafsson, Gunnar Júlíusson og Þór- arinn Ólafsson, keyptu togarann. Árið 1984 var honum breytt í frysti- togara. Miðað við núgildandi verðlag hafa þessar tvær breytingar kostað 128 milljónir króna, og er verðmæti Siglfirðings talið um 160 milljónir króna. Listsmiðjan í Kópavogi smíðaði vinnslutækin sem sett voru um Ixirð í Siglfirðing. Verkfræðistofan Straumur hannaði verkið og annað- ist gerð útboðsgagna. Stefnt er að því að togarinn fari í sína fyrstu veiðiferð á föstudag. Siglfirðingur í heimahöfn um helg á útliti hans og tækjabúnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.