Morgunblaðið - 14.08.1986, Page 39

Morgunblaðið - 14.08.1986, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 39 ísland hefur að áliti dómsmála- ráðuneytisins mikilla langtímahags- muna að gæta í þessu máli og yfirgnæfandi (99 prósent) líkur á að málið vinnist." Af þessu telexskeyti sést að bandaríska utanríkisráðuneytið var ekki að hafa fyrir því að svara orð- sendingu sendiráðs íslands á venjulegan hátt, heldur kalla ein- hverjir undirmenn í utanríkisráðu- neytinu ambassadorinn á sinn fund og leggja fyrir hann að neita því að fallist verði á kröfu íslenskra stjórnvalda og það á svona undir- gefinn hátt. Þannig voru að engu höfð til- mæli íslenskra stjómvalda og hagsmunir íslensks ríkisborgara að engu metnir. Afleiðing þessa hefur orðið sú að þessi kona, hefur hlotið þá þungu refsingu að mega ekki setjast að hjá eiginmanni sínum í Banda- ríkjunum og ekki einu sinni vera farþegi í flugvél, sem hefur milli- lendingu í því ríki. Hins vegar efast undirritaður um að umræddur fundur hafi átt sér stað, heldur hafi þetta verið samið svona til þess að þurfa ekki að ónáða bandaríska utanríkisráðu- neytið með því að afturkalla málið. A.m.k. vekur það grunsemdir, er segir í telexskeytinu, að framsals- málum fari fjölgandi, því hið rétta er að þau eru mjög fátíð, þar sem annars staðar. Þannig voru þau 86 árið 1980, 107 1981 og 99 árið 1982 samkvæmt upplýsinguW Am- eriean Bar Assoeiation (Lögmanpa- samtök Bandaríkja). Þannig að á því sviði er hlutur Islands stærstur miðaður við fólksfjölda með þessu eina máli. Það er ofur einfalt að slík undir- gefni og umrætt símskeyti ber með sér hafi ruglað starfsmenn utan- ríkisráðuneytisins Bandaríska og þeir hafi haldið að fyrst þcir gætu sagt ambassadornum fyrir verkum þá gætu þeir jafn auðveldlega skip- að íslensku þjóðinni fyrir um það hvernig hún megi nýta auðlindir sínar í hafinu, sem þar að auki er aflað innan íslenskrar lögsögu. Það talar og sínu máli, að sjávarútvegs- málaráðherra skuli ekki hafa treyst ambassadornum til þess að fara með málið. Hinu er ekki að neita að hætt er við að menn í svona stöðum missi sambandið við þjóðina vegna þess að vera árum saman í „snobbuðum diplómata" klíkum og verða samdauna þeim. Á hinn bóginn er á það að líta, að á þingi Bandaríkjanna eru ekki síður til vitgrannir þingmenn en á okkar forna Alþingi og þar hafa sumir slíkir, sem ekki hafa nein baráttumál að beijast fyrir, talið sig hafa fundið málefni, sem gæti ruglað bandaríska kjósendur og því hamast þeir gegn okkur í fávisku sinni. Sama er að segja um nokkrar ekkjur milljónamæringa, sem vita hvorki hvað þær eiga að gera við tímann eða peninga og leggja stórfé i svona áróðursherferð í algjöru hugsanaleysi. Hins vegar er ekkert upp úr slíkum tilburðum leggjandi, ef unnið er á móti. Ambassadorinn í Washington hefði fyrir Iöngu átt að vera búinn að taka þessa senat- ora á góðfúslegan hátt á hvalbeinið, líkt og Sigurður skóiameistari gerði við baldna MA-inga hér á árum áður. Vissulega geta svona tilfinninga- öfl valdið miklu tjóni í samskiptum þjóðanna og bandarískum starfs- mönnum í Washington hefði verið nauðsyn að kunna svolítið af speki Einars Benediktssonar skálds, en hann sagði m.a. „þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar". Það er ekki góð sendimennska að halda að jámennska við öllu sé til heilla og vonandi átta bandarísk stjómvöld sig á því að þetta mál snýst um miklu meira en það hvort leyfa skuli okkur að veiða örfáa hvali, það snýst um það hvort við skuium fá að lifa eins og banda- ríski læknirinn ungi sagði við mig forðum og slík mistök og átt hafa sér stað að undanfömu í Washing- ton mega ekki henda oftar. Áströlsk kona á midjum aldri vill skrifast á við konur. Eunice M. Lomnian 35 Trust Terrace Largo Bay, 50.16 South Australia Frá hagfræðinema í Austurríki, sem kveðst vera fæddur 5. júlí 1963 og tekur fram að hann skrifi á ensku, frönsku og þýsku. Michael Milakovits Goldbacherstr. 64 A-4400 STEYR Austria Fimmtán ára vestur þýzkur piltur, hefur áhuga á frímerkja- og mynt- söfnun, gaman af fótbolta, tónlist o.fl. Joachim Weber Heinrich Zille strasse 29 6085 Nauheini W-Germany Tuttugu og eins árs gamall Spán- vetji, sem er við nám í sjávarútvegs- skóla og hefur áhuga á Islandsferð síðar meir. Felix Santiago Garcia Sureda Concha Espina, 41-Bajos IZO 07011 Palma de Mallorca Islas Baleares, Spain Fimmtán ára sænsk stúlka, hefur gaman af hundum, bókum, ljós- myndun o.fl. Jessica Hansson Kálrotsgatan 10, S-75449 Uppsala, Sverige Fjórtán ára gamall norskur piltur hefur gaman af útivist; frímerkjum ofl. Isak Saltskár 6083 Haugsbygda, Norge Við erum meö hagstœöu veröin og úrvaliö líka! ^AIternatorar £» Startarar Nýk og/*öa v*rti»ml0|ouppo«tftk IW’ Otal o«tölf og Htavytandt vataNutit. HABERG Spennustillar M rrr 33 ■A r ffl Kúplingsdiskar og pressur • edirtaku toMb.u og jeppa: AmeriskJi — Enska Franska — italaka * Saanaka — Þyzka Enntremur kúpltngsdtska i BENZ - MAN - SCANIA - VOLVO FIAT varahlutir if1™1 J JL Bremsuklossar ... í úrvall im „Fl)6tandl gler" Bllabón í sérflokki • Auðvelt í notkun e Auövelt að þrífa • Margföld endlng Bónoöu td. brettt og gerftu •otnanburft vta oðror bftntegunc* I>0 tekvjr eoga óhœttu þvt v» andurgrolöum lónotoftor •fltrrtXMx e< þú ert okkl fyWego ónaegft/ur meft örongurlnn. Lumenition i.-í.tt."1.': ■ í ■ ,■ :r.?r..7r.J Betri bíll fyrir lítinn pening I Varahlutir í Jcveikjukerfiö Elnnlg úrval kvelkjuloka. hamra,.HIoh Enerov'. höspennukeha oo tronsislorkvelkjuhluki I amerlska ■I bOa, fró 1976 OQ Vn<y*- KERTAÞRÆÐIRi, Glóöarkerti í úrvali fyrir TOYOTA ISUZU DATSUN MERCEDES BENZ O.FL. Olfusiur Spissadísur Fœöidœlur Auk þess meöai annarc Stýrisendar Splndilkúlur Vatnsdœlur Miöstöövar og mótorar LJós og perur HABERG " HABERG I' HABERG P SKEIFUNNI 5A. SIMI: 91-8 47 8 SKEIFUNNIbA SIMI 91-8 47 88 SKEIFUNNl 5A. SIMI: 91-8 47 8 ERIUAÐ BJARGAÐU ÞER! r, PSSST.... AHHHHHH! i ,■ - A 1 m ] í 'Vj; l^Æ 1 Ik P k1 TT Ætj Höfundur er hæstaréttarlög- maður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.