Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 23 Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd; Afstaða okkar verður óbreytt - segir Matthías A. Mathiesen utanríkisráðherra FUNDI utanríkisráðherra Norð- urlanda í Kaupmannahöfn lýkur í dag. Á fundinum verður þróun alþjóðamála rædd svo og sam- starf á sviði efnahagsmála. Afvopnunarmál verða einnig til umræðu og munu Danir væntan- GENGI GJALDMIÐLA London, AP. Bandaríkjadollar féll gagtivart öllum helstu gjaldmiðlum heims á gjaldeyrismörkuðum í gær. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,4865 dollara (1,4835), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust: 2,0685 vest- ur þýsk mörk (2,0715); 1,6672 svissneskir frankar (1,6762); 6,7225 franskir frankar (6,7425); 2,3295 hollensk gyllini (2,3395); 1.423,00 ítalskar lírur (1.425,75) og 1,3892 kanadískir dollarar (1,3907). lega leggja fram tillögu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Matthías A. Mathiesen, utanrík- isráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann vænti þess að Danir myndu leggja tillöguna fram í einhverri mynd. Hann minnti á síðasta fund utanríkisráðherra Norðurlanda, sem haldinn var í Svíþjóð, þar sem Danir lögðu fram tillögu þess efnis að skipuð yrði nefnd norrænna embættismanna sem fjalla skyldi um málið. Tillaga þessi var samþykkt í danska þjóð- þinginu gegn vilja ríkisstjómarinn- ar. Norðmenn og íslendingar vom andsnúnir tillögunni og fékkst hún ekki samþykkt. Matthías Á. Mathiesen sagði af- stöðu Islendinga til tillögunnar óbreytta og minnti á samþykkt Al- þingis frá því í fyrm um kjarnorku- vopnalaust svæði í Norður-Evrópu. Aðspurður sagðist utanríkisráð- herra ekki treysta sér til að spá um afstöðu hinna Norðurlandanna en kvaðst telja þá skoðun nokkuð al- menna að tillagan væri óraunhæf. Á sunnudag myrtu hryðjuverkamenn sikha A.S. Vaidya, fyrrum yfirmann indverska hersins. Bálför hans var gerð á mánudag og sést á myndinni hvar ekkja Vaidyas kveður eiginmann sinn I hinsta skipti. Indland: Ný löggjöf gegn sikhum Nýju-Dclhí, AP. ÞINGIÐ á Indlandi samþykkti í gær ný lög þar sem gert er ráð fyrir „vernduðum svæðum" meðfram landamærum Indlands og Pakistan. Þingið mun síðar samþykkja neyðarástandslög sem gilda munu á svæðum þessum og mun löggjöfin auðvelda bar- áttu stjórnvalda gegn hryðjuverkamönnum sikha. Lagafrumvarpið hefur verið mjög umdeilt og hafa andstæðingar þess sagt að með því séu réttindi borgara á landamærasvæðunum stórlega skert. Verði neyðarástandslögin samþykkt verður yfirvöldum heimilt að gera vopnaleit á fólki og handtaka það án sérstakrar heimildar. Stjórnvöld sögðu að þörf væri á sérstakri löggjöf þar sem hryðju- verkamenn sikha héldu einkum til á landmærum Indlands og Pakistan. Indveijar hafa löngum sakað Pakistani um að þjálfa hryðjuverka- menn sikha og útvega þeim vopn. Iran: Sirri-eyja sem „log- andi víti“ Manama, Balirain, AP. ÍRANSKIR slökkviliðsmeun börðust í gær við elda, sem kviknuðu í oliuhöfn írana á Sirri-eyju eftir loftárás íraka á þriðjudag, að því er haft er eftir björgunarmönnum og fulltrúum skipafélaga. Að minnsta kosti átta sjómenn létust i árásinni og eldinum. Sjónarvottar sögðu að byggingar við höfnina og skip hefðu verið líkust „logandi víti“. íranar kölluðu dráttarbáta frá nærliggjandi hafn- arborgum til aðstoðar og lýstu yfir því að 24 km svæði umhverfis eyna væri hættusvæði. Talið er að viðgerðir taki tvo daga og olíu verður ekki skipað í olíuskip um sinn. En íranskir olíu- verslunarmenn segja að árásin muni ekki hafa alvarleg áhrif á olíu- útflutning landsins. Þeir segja að loftvarnir á Sirri verði efldar. Þar til Irakar gerðu árásina á þriðjudag var talið að Sirri væri utan seiling- ar íraskra herafla. Danski samgönguráðherrann segir af sér: Fjármálaóreiða varð Arne Melchior að falli Tóbak fyrir 250.000 kr. og afmælis- veisla á kostnað skattborgaranna ARNE Melchior, samgönguráð- herra í dönsku stjórninni, sagði af sér embætti í gær. Hafði hann sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa kostað hluta af einkaneyslu sinni rieð opinberu fé og fyrir margvíslega bókhaldsóreiðu. Melchior var einn af stofnendum Miðdemókrataflokksins og hefur setið á þingi frá 1973. Hefur hann boðist til að endurgrciða ríkinu það, sem hann kann að hafa oftekið. Mál þetta hófst fyrir nokkrum dögum þegar endurskoðendur danska ríkisins gerðu athugasemdir við reiknishald ráðherrans og marga reikninga, sem ráðuneytið hafði greitt fyrir hann. Voru sumir þeirra fyrir einkaneyslu hans ein- göngu, aðrir þóttu með ólíkindum m. Melchior var kunnur fyrir dálæti sitt á fínum vindlum en ríkisend- urskoðuninni þótti vindlakaup fyrir 250.000 á einu ári fullmikið af þvi góða. háir og algengt var, að fylgiskjöl vantaði. Í athugasemdum endurskoðend- anna var m.a. vakin athygli á ferðakostnaði samgönguráðherr- ans, sem að þeirra dómi er óeðlilega hár. Sagði þar, að árið 1981 hefði þessi kostnaður verið nokkuð á fjórðu milljón ísl. kr. en á síðasta ári rúmar fimm milljónir eða 59% meiri. Reikningar fyrir ýmsum kostnaði í þessum.ferðum hefðu auk þess oft borist eftir að tilskilinn frestur var runninn út. Þá var bent á að danskir skattborgarar hefðu borið útgjöldin af sextugsafmæli ráðherrans í október 1984 en það kostaði þá um 190.000 ísl. kr. Reikningar Arne Melchiors, sam- gönguráðherra, fyrir ýmsar mót- tökur, í ráðuneytinu eða á opinberum veitingahúsum, þóttu hærri en eðlilegt getur talist en þó blöskraði endurskoðendum ríkisins hvað mest kostnaðurinn við tóbaks- Ekki var óalgengt, að reikningarnir, sem samgönguráðuneytið greiddi fyrir Melchior, litu þannig út. Hripaðir á pappírsörk og án fylgiskjala. kaupin á síðasta ári. Var hann rúmlega 250.000 fsl. kr. Upplýsingar ríkisendurskoðunar- innar ollu mikilli hneykslan meðal Dana og urðu margir til að krefjast þess, að Melchior segði af sér. Mið- demókratar, samflokksmenn hans, voru að sjálfsögðu óánægðir með ráðsmennsku Melchiors en ætluðu að láta Poul Schluter, forsætisráð- herra, eftir að ákveða framtíð hans í embætti. Var búist við, að Schlut- er skæri úr um það á morgun, föstudag, en Melchior varð sjálfur til að taka af skarið. Ýsa smjör & kartöflur > c Allt sem þarf. N Ý VERÐLÆKKUN: Fjögurra manna fjölskylda borgar aðeins 14 krönur fyrir 60 grötnm af smjöri, 15 grötnm á manti GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARI 2000 hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni i fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi auðveldlega i gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.