Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986
13
Nýlistasafnið
Myndlist
Valtýr Pétursson
í neðsta sal er fyrsta einka-
sýning Péturs Magnússonar en
hann hefur stundað myndlist í
Hollandi eins og fleiri af þeim
ungu listamönnum, sem halda
sig í námunda við Nýlistasafn-
ið. Og í efri sölum er samsýning
íslendinga og Hollendinga, sem
eiga það sameiginlegt að reka
litla verzlun í Amsterdam, þar
sem þeir selja sína grafík og
bækur, sem eru nokkuð sér-
kennilegar og ef til vill ekki
sérlega læsilegar, en slík bóka-
gerð hefur á síðustu áratugum
orðið að listgrein, sem stunduð
er víðs vegar. Hafi ég talið rétt,
eru það átta listamenn, sem
þarna eiga hlut að máli.
Pétur Magnússon sýnir tíu
verk, og eru þau öll unnin í olíu
á striga nema eitt, sem er með
óvenjulegri tækni, jám og akryl
á dúk, og annað, sem unnið er
með ýmissi prenttækni. Pétur fer
nokkuð sínar eigin leiðir í þessum
verkum. í bakgrunni sést form
fjallsins teiknað í einum lit, en
síðan koma geometrísk form í
sterkum litum inn á myndflötinn.
Þannig skapast litrík andstæða,
sem veldur nokkrum heilabrotum,
en það fer ekki á milli mála, að
hér er nýjung á ferð, sem líkleg-
ast hefur þróast af hinum
margþvælda konseptisma. Þessi
verk Péturs fóru vel í mig, og sem
byijendasýning er þetta allt í lagi.
Boekie Woekie er nafn á sýn-
ingu þeirra félaga, sem sýna í
efri sölunum. Þar kennir margra
grasa, og yrði of langt mál að
tíunda ítarlega. En eitt blasir við:
þarna er um miklar breytingar
að ræða, frá því að þetta fólk
sýndi verk sín á sama stað fyrir
um það bil ári. Það er lögð miklu
meiri áherzla á myndrænt inni-
hald en áður var, og liturinn nú
unninn af meiri innlifun en áður.
Sérlega tók ég eftir verkum Hettie
van Egten, Rúnu Þorkelsdóttur
og Saskia de Vriendt. Og hér
kemur einnig við sögu Pétur
Magnússon. Þarna eru grafík,
teikningar og vatnslitamyndir og
svo bækumar, sem áður er minnzt
á. Þessar tvær sýningar eru með
því bezta, sem sézt hefur í Nýlista-
safninu að mínu mati, og það er
sannarlega gleðilegt að sjá, hvað
það myndræna hefur unnið á í
verkum þessa fólks.
Klippimyndir í Hlaðvarpanum
Myndlist
Valtýr Pétursson
Anna Concetta Fugaro held-
ur sýningu á nýjum klippi-
myndum (Collage) í Hlaðvarp-
anum um þessar mundir. Fyrir
nokkru hélt Anna Concetta sýn-
ingu i Djúpinu, og var ég víst
ekki of hrifinn af þeim mynd-
um, ef rétt er munað, en nú
bregður dálítið öðruvísi við.
Það hafa nefnilega orðið mikil
átök og framför í myndgerð
Onnu og svipur þessara verka
með allt öðrum hætti en fyrri
myndir hennar.
Það er ánægjulegt, þegar ungir
myndlistarmenn sýna eins öra
framför og hér blasir við. Anna
Concetta hefur upplifað litinn sem
slíkan á miklu sterkari og þrosk-
aðri hátt en áður var, og mynd-
flöturinn er fullur af skemmtileg-
um vísbendingum sem ýmislegt
má lesa úr, en ekki ætla ég mér
að fara út í táknmál Önnu Conc-
ettu, enda vandratað um það
völundarhús ímyndunarafls og
hugmynda. Þar verða menn að
fara eigin leiðir til að komast að
kjarna málsins, en eitt er hægt
að fullyrða, að það er sterkur
súrrealistískur svipur á mörgum
þessara verka og eykur stundum
á þann gáska sem svo áberandi
er í mörgum þessara verka.
Vinnubrögð Önnu Concettu eru
einnig gerbreytt. Hún vinnur nú
af meiri einbeitni og heldur sig
innan vissra myndrænna tak-
markana, þar sem myndfletinum
er haldið í ákveðinni tóntegund,
ef svo mætti að orði kveða, og
einmitt þetta atriði gefur þessum
verkum sannfæringarkraft, þrátt
fyrir óbeizlað hugmyndaflug og
mjög persónulega túlkun.
Anna Coneetta Fugaro er ættuð
frá ísafirði og Róm. Hún hefur
búið hér á landi um árabil, en er
upp alin meðal hvalavina vestan
Atlantsála. Hún er því skemmtileg
blanda, óvenjuleg hér um slóðir,
og kemur þetta nokkuð fram í
seinustu verkum hennar. Ég hafði
ánægju af að líta inn á þessa sér-
stæðu sýningu og óska Önnu
Concettu til hamingju með, hvern-
ig henni hefur tekizt að þróa sín
mál.
VIDEOTÆKI
VX-510TC
• „Slimline"
(aðeins 9,6 cm á hæð).
• Framhlaðið m/fjarstýringu.
• Skyndiupptaka
m/stillanlegum tíma,
allt að 4 klst.
• 14 daga mínni
og 2 „prógrömm".
• 12 rásir.
• Hrein kyrrmynd
og færsla á milli
myndramma.
• Stafrænn teljari.
• Sjálfvirk bakspólun.
• Hraðspólun m/mynd «
í báðar áttir. 4
Afmælistilboð:
32.900»*
Laugavegf 63 — Sími 62 20 25