Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐÍÐ, PIMMTUDÁGUR 14. AGÍÍST 1986
41
Serene orðin hress og kát
eftir heilmikla hjartaaðgerð
Fyrir aðeins einu ári síðan virt-
ust æði litlar líkur á að litla
stúlkan Serene Lyon myndi nokk-
urn tíma geta lifað eðlilegu lífi. Hún
fæddist með alvarlegan hjartagalla,
galla, sem læknarnir stóðu ráðþrota
gagnvart. Loks komust þeir að
þeirri niðurstöðu að eina von henn-
ar væri gangráður. Jafnframt vissu
þeir að í þeirri aðgerð fælist mikil
áhætta þar sem Serene yrði yngsta
barnið sem gengist undir hana. Það
var því með hálfum huga og heil-
miklum kvíða, sem ákveðið var að
ráðast í aðgerðina. — Nú, einu ári
síðar er þó allur ótti úr sögunni.
Serene er orðin tæplega tveggja ára
gömul, heilbrigt og hraust barn,
sem stjórnar öðrum fjölskyldumeð-
limum af mikilli röggsemi. Áður
hafði Serene verið mjög föl yfírlit-
um, lystarlaus og veikluleg, en eftir
aðgerðina hefur hún algerlega
breyst, ytra sem innra. „Okkur
finnst við vera með allt annað barn
í höndunum,“ segir mamma henn-
ar, Sue Lyon. „Serene er nú komin
með roða í kinnarnar, hefur fitnað
tiiluvert og er bókstaflega með fjör-
ugri og kátari börnum, sem ég hef
komist í kynni við,“ bæti hún við.
I kjölfar þessarar aðgerðar, sem
heppnaðist mun betur en nokkur
hafði þorað að vona, hefur nú lífum
12 annarra smábarna, sem áttu við
sama sjúkdóm að stríða, verið
bjargað.
Serene Ayon ásamt alsælli móður sinni, Sue.
Aðgerðin heppnaðist mun betur en nokkur þorði
að vona og nú er Serene sem áður var föl og
veikluleg orðin ráðrík og röggsöm, geislandi af
lífsgleði.
V;
Furðulegt fyrirtæki
'önduð vinnubrögð og góðar
vörur — eru það sem flest fyr-
irtæki leggja hvað ríkasta áherslu
á í framleiðslu sinni — og er það
vissulega vel. I sumum tilfellum
virðist þó sem engu minni hagnað-
arvon felist í því, er menn leggja
sig bókstaflega fram við að gefa
út lélegan varning — eða í það
minnsta fáránlegan. Því til sönnun-
ar má nefna að plötuútgáfufyrir-
tækið Rhino Records hefur dafnað
ágætlega í gegnum árin þrátt fyrir
sína einkennilegu áherslupunkta.
Fyrst í stað einbeittu þeir sér að-
eins að endurútgáfu þeirrar tónlist-
ar sem einhverra hluta vegna þótti
svolítið fyndin og fáránleg, var
langt frá því að geta talist til hins
svokallaða gáfumannapopps.
Smám saman hafa þeir svo verið
að færa sig upp á skaftið, gengið
æ lengra út í öfgar, ef svo má að
orði komast. Hápunkturinn á starf-
semi þeirra verður þó útgáfa verstu
söngva veraldar að teljast. Eru þar
á einni plötu öll þau lög, sem hvað
lélegust hafa þótt í gegn um tíðina
— og viti menn hún selst ekki síður
en gæðatónlistin, ekki síður en plata
með öllum tímamótaverkum sög-
unnar hefði gert. Og þeir félagar
hjá fyrirtækinu eru hugulsamir
menn, því verður ekki neitað — því
þeir láta nefnilega sérstakan flug-
veikipoka fylgja hverri plötu, svona
ef einhvetjum skyldi verða flökurt
af fögru tónaflóðinu. — Ja, margt
er sér til gamans gert . . .
Framieiðendurnir, sem leggja
aðaláhersluna á fáránleikann,
Richard Foos og Harold Bronson.
Sýnishorn af varningi þeim, sem
Rhino Records hefur upp á að
bjóða.
Eldavél EK 1134
með tvöföldum ofni
4plötur. 3 hraðsuðuhellur. 1 hita-
stýrð hella. Færanlegt helluborð.
Emaleraðar hliðar. Barnaöryggi á
ofnhurð. Loftræst ofnhurð. Sjálf-
hreinsandi ofn með blæstri, yfir og
undirhita og grilli. Geymsluskúffa.
Stillanlegirfætur. Litir: brúnn, gulur,
rauður, grænn og hvítur.
2 ára ábyrgð.
Blomberq
Ágústkjör:
Verð 29.925 stgr.
Útborgun 5.000.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAD ASTRÆTI I0A - SI MI 16995
s
UMMIÐAR FYRIR
TÖLVUPRENTUN
EFTIRTALDAR MIÐASTÆRÐIR JAFNAN FYRIRLIGGJANDI.
AÐRAR STÆRÐIR FÁANLEGAR MEÐ STUTTUM FYRIRVARA.
1 MIÐIÁ ÖRK
IS
SS
1S
89 x 23,4 mm
89 x 48,8 mm
100 x 36,1 mm
125 x 48,8 mm
s
89 x 36,1 mm
]
2 MIÐAR Á ÖRK
*Þessar þrjár stærðlr ráða þeir prent&rar vlð
i
sem einungis eru stilltir fyrir A-4.
H 89 x 23,4 mm □ fl 100 x 36,1 mm “S~~l I)
Q 89 x 36,1 mm Q Q y 107 x 36,1 mm * I I
□ 89 x 48,8 mm y u 107 x 48,8 mm * í I
3 MIÐAR Á ÖRK
l
Q 89 x 23,4 mm s
U 89 x 36,1 mm 1
n Q 89 x 48,0 mm I
1102 x 36,1 mm I
|j 107 x 23,4 mm 9
1107 x 48,8 mm 9
4 MIÐARÁ ÖRK
6 80 x 23,4 mm
6 80 x 36,1 mm
EYMUNDSS
AUSTURSTRÆTI 18, SIMI 13135
V/ið lokum á mánud
Til þe55 að starfsfólK oKKar geti teKið þátt í 200 ára
afmælisfagnaði höfuðborgarinnar, verða verslanir tiag
í ReyKjavíK loKaðarfrá Kl. 12.00 mánudaginn 18. á
Við ósKum ReyKvíKingum og landsmönnum öllum
til hamingju með afmælið.
HAGKAUP
Skeifunni Kjörgarði Lækjargötu