Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 Formula 1 kappaksturinn í Unqverjalandi: ■ Sextándi sigur Nelson Piquet fjórir eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum TVÖ hundruð þúsund áhorfendur fylgdust með einvígi Brasiliu- mannanna Nelson Piquet á Willams og Ayrton Senna á Lotus í ungverska Formula 1 kappakstr- inum á sunnudaginn. Hvert sæti var skipað á áhorfendapöllunum við Hungaroring-brautina nýju í Budapest. Var keppnin sú fyrsta af þessu tagi í austantjaldslandi og fögnuðu áhorfendur sigurveg- aranum Piquet ákaft, en hann hafði betur í baráttunni við Senna. Bretinn Nigel Mansell á Willams varð þriðji, en hann hefur forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. Flestir ökumannanna í ung- verska kappakstrinum áttu í mestu vandræðum á æfingum fyrir keppni. Brautin hafði aldrei verið notuð og malbikið svo nýtt að breið dekk keppnisbílanna gripu illa á hált yfirborðið, sem þó var farið að skána þegar að keppni kom. Piquet var þó heppinn á lokakafl- anum þegar hann skaust framúr Senna, skautaði bíllinn til hliðar í framúrakstrinum, en Piquet bjarg- aði málunum. „Ég var heppinn, það munaði engu að ég keyrði á Senna, komst framúr en missti hann síðan frá mér aftur. En ég náði honum síðan aftur og komst framúr,“ sagði Piquet. Þetta var sextándi sigur Piquet í Formula 1 kappakstri og annar sigur hans í röð, tveim vikum áður hafði hann sigrað v-þýska kappaksturinn. McLaren veldið var ekki rismikið í þessari keppni. Heimsmeistarinn Alain Prost varð að skipta um keppnisbíl rétt fyrir ræsingu vegna bilunar og nýi bíllinn bilaði fljót- lega. Var þetta hundraðasta keppni Prost. Keke Rosberg hætti einnig á McLaren vegna bilunar. Það er langt siðan Ferrari-bílarnir hafa skilað sér í mark, en Svíinn Stefan Johansson náði fjórða sæti á Ferrari. Óvíst er hvort hann held- ur sæti sínu hjá liðinu, Alain Prost fer til Ferrari á næsta ári frá McLaren og ítalinn Michele Alb- oreto hefur skrifað undir nýjan samning við liðið. Aðeins tveir öku- menn komast þar að og því er líklegt að Johanson verðl að færa sig um set. Fjórir ökumenn eiga enn mögu- leika á heimsmeistaratitlinum, þegar fimm keppnir eru eftir. Mansell, Senna, Piquet og Prost geta allir sigrað, en Williams-bílar Mansell og Piquet hafa bestu vél- arnar, sem koma frá Honda í Japan. Þetta gæti gert útslagið auk þess sem Williams-liðið er mjög vel skipulagt. Þeir hafa þolað pressuna sem fylgir því að vera á toppnum og hafa sigrað fjórar síðustu keppnir. Senna hefur verið í tveimur síðustu keppnunum, náð öðru sæti og á enn ágæta mögu- leika á titlinum. Það virðist hins- vegar allt vera í upplausn hjá McLaren. Prost hættir í lok ársins hjá liðinu, sömuleiðis Rosberg og færasti tæknimaðurinn, John Barn- ard, fer til Ferrari með Prost. Þetta gæti haft slæm áhrif á liðið á loka- sprettinum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Hinn 33 ára gamli Brasilíumaður, Nelson Piquet, er nú kominn á sigurbraut að nýju, hefur unnið tvær síðustu Formula 1 keppnirnar á Willams Honda. Úrslitin og heildarstaðan ■o 1! c - =5 Nigel Mansell « ^ C 2 'S. m tn - 6 .2 •o (0 c 'O 5 3 (C Belgia (O Kanada C 1 n -o c <0 CQ 2 (0 Frakkland (0 Bretland V-Þýskaland -L Ungverjaland (0 s E <3 55 Ayrton Senna 6 9 — 4 6 2 9 — — 6 6 48 Nelson Piquet 9 - 6 — — 4 — 4 6 9 9 47 Alain Prost - 4 9 9 1 6 4 6 4 1 — 44 Keke Rosberg - 3 2 6 — 3 — 3 - 2 — 19 Jaques Laffite 4 — — 1 2 — 6 1 — 14 René Arnoux 3 — — 2 — 1 — 2 3 3 — 14 Stefan Johanss. — 3 — 4 — — — __ 3 10 Keppnirnar sem eftir eru eru: Austurríki 17. ágúst, Ítalíu 7. september, Portúgal ; Ástralíu 26. október. 21. september, Mexíkó 12. október, Norska knattspyrnan: Brann og Djerv íhörkuformi Frá Bjarna Jóhannssyni, fróttaritara Morgunblaðsins í Noregi. ÍSLENDINGALIÐIN i 2. deild norsku knattspyrnunnar eru f hörkuformi eftir sumarfríið og um helgina unnu þau bæði sina mót- herja. Á laugardaginn vann Djerv 1919, lið Aðalsteins Aðalsteins- sonar, Vard 2:0. Bæði liðin eru í Haugasundi og voru um 2.700 áhorfendur á leiknum, sem þykir mikið. Djerv 1919 er nú í 3. sæti í B-riðli 2. deildar með 16 stig, 5 stigum á eftir Brann, en á einn leik til góöa. Brann vann Nansos 1:0 í fyrra- kvöld. 5.000 áhorfendur sáu góðan leik, en vildu fá fleiri mörk. Yfir- burðir Brann voru miklir og m.e áttu ieikmenn liðsins 3 stangar- skot í leiknum áður en knötturinn hafnaði í stöng og inn á 89. mínútu. Já, tæpara mátti það varla standa. Norska Dagblaðið skýrir frá því að Brann hafi alla burði til að fara upp í 1. deild, hafi sterka einstakl- inga, sem leiki vel saman og það sé ekkert vafamál, að íslenski landsliðsmarkvörðurinn, Bjarni Sigurðsson, sé toppmarkvörður. Brann er efst í riðlinum með 21 stig eftir 13 leiki, 8 sigra og 5 jafn- tefli. Lillestram heldur sigurgöngunni áfram í 1. deild, vann Hamkam 3:2 á útivelli um helgina og er í 2. sæti með 16 stig. Mjondalen er efst með 17 stig, en liðiö vann Váleringen 4:1. Pétur Arnþórsson lék ekki með Viking í 1:0 sigri gegn Tromsq, en liðið virðist vera að rétta úr kútnum og er nú í 3. neðsta sæti, en 2 lið falla úr 1. deild. Allt á sama stað: Hieinsiefm • Pappír • Vélar • Einnota vorur • Vinnufatnaóur • Raðgiöf • 0 fl o fi K.E.W. HOBBY Háþrýstihreinsitækið, nauðsynlegt hjálpartæki fyrir nútímaheimili og smærri fyrirtæki Með K.E.W. HOBBY ganga öll þrif fyrir sig á mettfma og erfið verk verða leikur einn. Þú getur sand-vatnsblásið - t.d. gamla málningu og ryð, hreinsað klóök og losað stíflur, þvegið bílinn, bátinn, rúðurnar, já sjálft húsið og girðingarnar og hvað eina sem þarf að þrífa. Þú getur blandað hreinsiefnum í vatn'ið með sérstökum innbyggðum jektor og þú getur ráðið bæði þrýstingi og dreifingu vatnsins. Með K.E.W. getur þú gert hlutina betur, jafnframt því sem þú sparar tíma og minnkar allt erfiði. Nokkrar tækmlegar upplysingar: Þyngd: 17.5 kg, straumnotkun: 9.1 A orkunotkun: 2.0 kW, þrýstmgur: 66 kg (bör) REKSTRARVÓRUR Pósthólf 4184, 124 Rsykjavlk Símar: 31956 & 685554

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.