Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST. 1986 31 Jafnteflið blasir við eftir spennandi skák Skák Margeir Pétursson í London Jafntefli virðist nú blasa við eftir æsispennandi baráttu í sjö- undu einvígisskák þeirra Kasp- arovs og Karpovs í gærkvöldi. Skákin fór i bið eftir fjörutíu og einn leik. Karpov hefur skipta- mun yfir, þ.e. hrók á móti riddara, en Kasparov hefur tveimur peðum meira og trausta stöðu. Miklar líkur eru á því að um jafntefli verði samið án frek- ari taflmennsku. Það blés ekki byrlega fyrir Kasp- arov framan af sjöundu skákinni. Hann gaf Grunfelds-vörninni frí og skákin tók sömu stefnu og 21. og- 22. skákimar í síðasta einvígi. Karpov tefldi bytjunina frumlega með hvítu og þrátt fyrir mikla tíma- notkun virtist svo sem heimsmeist- arinn fyndi sig ekki. „Þetta er mjög slæm staða hjá Kasparov," sagði hollenski stór- meistarinn Jan Timman, þegar 14 leikir höfðu verið leiknir af skák- inni. En Karpov reyndist ekki vera í eins góðu formi og í fimmtu og sjöttu skákunum. 25. leikur hans var mjög lélegur og Kasparov náði að rétta úr kútnum. Það var sam- dóma álit stórmeistaranna á ein- víginu, sem em um það bil 20 talsins, að þessi leikur hefði verið með þeim slakari sem sést hefðu frá Karpov. Hollendingurinn So- somko sagði í skákskýringunum að í stað þess að bæta stöðu sína á kóngsvængnum hefði Karpov veikt sig á drottningarvæng fært Kasp- arov mótspil á silfurbakka. Ka- sparov nýtti sér tækifærið og síðustu mínútur skákarinnar vom æsispennandi. 6 Með snjallri skiptamunsfóm í tímahraki tóks Kasparov að ná fmmkvæðinu, en jafntefli varð þó líklegasta niðurstaðan þegar skákin fór í bið. Það var greinilegt að tímahrakið tók á taugamar hjá báðum. Karpov krossbrá við skiptamunsfómina, sem hann hafði augljóslega ekki reiknað með. Yfirleitt sat hann kyrr í stólnum, en Kasparov ók sér til og frá. Ljúki þessari skák með jafntefli verður staðan 3 'h—3'/2. Eftir er að tefla fimm skákir í London, en um mánaðamótin verður einvígið flutt til Leningrad og síðustu 12 skákimar tefldar þar. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Drottningarbragð 1. d4—d5, Kasparov beitti Gmnd- feld-vörn í fyrstu þremur skákunum sem hann hafði svart í, en eftir afar slæmt tap í fimmtu skákinni hefur hann aftur gripið til þess að verjast í drottningarbragði. Sú vörn hefur reynst einna traustust gegn 1. d4 í fyrri einvígjum Karpovs og Karparovs. 2. c4—e6, 3. Rc3-Be7, 4. cxd5—exd5, 5. Bf4—c6, Þetta af- brigði var oft teflt í lok síðasta einvígis. í 22 skákinni lék Kasparov 5. —Rf6, 6. e3—0-0, 7. Rf3-Bf5, en tapaði þeirri skák eftir harða baráttu. n6. Dc2—g6, 7. e3-Bf5, 8. Dd2 Hér hefur iðulega verið leikið 8. Bd3, en eftir uppskipti á hvítreita- biskupunum fer mesta spennan úr stöðunni. Rd7, 9. f3—Rb6, 9. —Rgf6? hefði að sjálfsögðu verið svarað með 10. g4 og hvítur nær öflugri sókn á kóngsvæng. 10. e4—Be6, 11. e5 Karpov hefur teflt bytjunina mjög fmmlega, kært sig kollóttan um leiktöp til að fá sterka stöðu á miðborðinu. Nú er Kasparov í nokkmm vanda, hann getur ekki lokið liðskipan sinni á eðlilegan hátt, því Rg8 á engan reit. Eftir langa umhugsun lék heimsmeistarinn óvæntum leik: ah5!? 12. Bd3—Dd7, 13. b3 Karpov teflir upp á að taka reiti af svörtu riddurunum. Bh4+?! Hér virðist 13. —Bf5 eðlilegri leikur, svartur ætlar þá að skipta upp á biskupum og leika Rh6 14. g3—Be7 Nú er komið í ljós að Kasparov hefur ekki tekist að finna gagnlega áætlun og erfíð vöm framundan. 15. Kf2—Bf5, 16. Bfl Karpov forðast enn að skipta upp á hvítreitabiskuþum. Það er heldur ekki stíll hans að tefla upp á beina árás með 16. Bxf5—Dxf5, 17. Hel með hótuninni 18. e6. Kf8 17. Kg2-a5, 18. a3-Dd8 Byijunin hafði tekið sinn tíma. Þegar hér var komið sögu, átti Karpov 53 mínútur aflögu, en Kasp- arov aðeins 22. Það var greinilegt að báðir vildu forðast heiftarlegt tímahrak, því nú fóm þeir að leika fremur hratt. 19. Rh3—Bxh3+, 20. Kxh3-Kg7, 21. Kg2—Rd7, 22. Bd3-Rf8, 23. Be3—Re6, 24. Re2-Rh6 Kasparov hefur að vísu náð að koma riddurum sínum í vörnina, en ætti samt að eiga mjög erfiða vöm fyrir höndum, ef Karpov hefði hald- ið rétt á spöðunum. En næsti leikur heimsmeistarans fyri-verandi er hreinlega rangur. Möguleikar hvíts liggja á kóngsvængnum og Karpov hefði haldið frábæmm sóknarfær- um með því að leika annaðhvort 25. h3 (með hugmyndinni 26. g4, sem setur svart í hrikalega klemmu) eða 25. f4. í stað þessa leggur Karpov útí vanhugsaðar aðgerðir á drottningarvæng og veikir stöðu sína. 25. b4?—Db6! Hvítur á nú enga góða leið til að valda peðið á b4. T.d. 26. Habl—axb4, 27. axb4—Ha3, með mótspili. 26. b5!?-c5, 27. Rc3-cxd4, 28. Bxh6+—Hxh6, 29. Rxd5-Dd8, 30. Be4-h4! Nú hafði Kasparov náð að jafna tímann, báðir áttu tíu mínútur eft- ir. Staða svarts á borðinu hefur eining batnað mikið. 31. Hhfl—hxg3, 32. hxg3-Hc8, 33. Hhl?! Það var að vísu ekki orðið mikið að hafa í stöðuni fyrir hvít, en eftir þetta má Karpov þakka fyrir jafn- tefli. Nú loksins er hann farinn að tefla upp á mátsókn, en Kasparov lumar á snjallri vöm. Hxhl 34. Hxhl—Bg5, 35. f4—Hc5! Leikið strax og Karpov var greinilega bmgðið við þessa öflugu skiptamunsfórn það er ekki um annað að ræða en þiggja hana. 36. hxg5—Hxd5, 37. Bxd5—Dxd5+, 38. Kh2—Dxe5, 39. Hfl!-Dxb5, 40. Df2—Rxg5 Timman vildi láta svart leika 40. —Dd7, en hvítur ætti þó vart að vera í vandræðum með að halda taflinu eftir 41. Df6+—Kg8, 42. Hhl með sóknarfæmm. 41. Dxd4+ í þessari stöðu fór skákin í bið. Þetta var alls ekki gallalaus skák, en afar skemmtileg á að horfa. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Símar: 14606 og 23732 Helgarferðir 15.-17. ágúst 1. Þórsmörk — Goöaland. Gist í skála Útivistar Básum meðan pláss leyfir, annars tjöldum. Gönguferöir við allra hæfi. Brott- för föstud. kl. 20. Við mælum með sumardvöl I Básum t.d. frá sunnudegi eða miðvlkudegl. Fjölskylduafsláttur og kynning- arverö í ágúst. 2. Skógar — Fimmvörðuháls — Básar. 8-9 klst. ganga. Gist i Básum. Brottför laugard. kl. 8. 3. Núpsstaðarskógarferðinni er frestað til 12. sept. en þá verður haustlitaferð. Ófært er i skóginn núna vegna vatnavaxta. Helgarferð f JÖkulheima og Hraunvötn verður 5.-7. sept. Pantið tfmanlega. Uppl. og farm. á skrifst. Gróflnni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumstl útivist UTIVISTARFERÐIR Gamla þjóðleiðin yfir Hellls- heiði til Reykjavfkur: Laugardagur 16. ágúst: kl. 09.00 Reykjakot (f Ölfusi)- Hellisheiði - Kolviðarhóll - Lækjarbotnar. Gengiö með gömlu vöröuðu leiö- inni yfir Hellisheiði. Áð við Hellukofann. Verð 400 kr. Mögu- leiki aö fara með rútunni frá Kolviöarhóli kl. 13.30 i bæinn, annars halda áfram i Lækjar- botna. kl. 13.00 Kolviðarhóll — Lækjar- botnar. Gengið milli þessara gömlu áningarstaöa. Verð 300 kr. Sunnudagur 17. águst: Kl. 10.30 Lækjarbotnar — Artún - Elliðaárdalur - Grófin. 13.30 við Elliðaárstöðina, en þá fer rúta þaðan. Verð 200 kr. kl. 13.00 Gamla þjóðleiðln um Reykjavfk. Gengið frá Elliöaán- um neðan Ártúns um Bústaða- holt, Öskjuhlíð, Skólavörðuholt og Arnarhól í Grófina. Verð 100 kr. fritt f. börn m. fullorönum. Brottför frá BSÍ, bensinsölu. Brottför 10 mfnútum fyrir aug- iýstan tfma úr Grófinni (Grófar- torgi). Gangið með Útlvist um elstu þjóðleið landsins f tllefnl 200 ára afmælis Reykjavfkur- borgar. Allir geta verið meö. Sjáumst! Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnu- daginn 17. ágúst: 1) Kl. 08.00 Þórsmörk — verð á dagsferð kr. 800. Möguleikar á mismunandi langri dvöl. Feröa- menn kunna aö meta aöstöðuna i Skagfjörösskála. 2) Kl. 10.00 Frá Hjarðarholti f Kjós á Skálatind að Mógilsá. Nýstárleg gönguferð yfir Esju. Verö kr. 500. 3) Kl. 10.00 Reykjavfk og ná- grenni — söguferð f tilefni 200 ára afmælis Reykjavfkurborgar. Fararstjórl: Páll Lfndal. Verð kr. 250. ATH.: Breyttan brottfar- artfma, engin ferð kl. 13.00. Brottför frá Umferöarmiðstöö- inni, austanmegin. Farmiðar viö bil. Frítt fyrir böm i fylgd fullorð- inna. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir 15.-17. ágúst 1) Alftavatn — Laufafell — Skaftártungur. Gist i sæluhúsi F.l. við Álftavatn. Genglð á Laufafell. Ekin er Fjallabaksleið syðri að Álftavatni og síðan til baka um Skaftártungur. 2) Landmannalaugar — Eldgjá. Ekið um Jökuldali i Eldgjá og geng- ið að Ófærufossi. Gist í sæluhúsi F.f. í Laugum. 3) Þórsmörk. Gist I Skagfjörös- skála. Fólk sem á eftir sumarleyfi ætti að athuga dvöl í Þórsmörk. 4) Hveravellir - Þjófadallr - Hvrtámes. Gist i sæluhúsi F.l. á Hveravöllum. Heitur pollur til baða og afar góð aðstaða. Farmiðasala og upplýsingar á skrif- stofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag fslands. Hvítasunnukirkjan Filadelfía Samkoma á vegum hjálpræðis- hersins kl. 21.00. §H]álpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 f kvöld kl. 21.00: Hljómlelka- samkoma í Filadelfíu, Hátuni 2, með 10 manna hljómsveit NSB frá Noregi. Kapteinn Daníel Óskarsson stjómar og talar. Fóm verður tekin. Allir velkomn- ir. Ath.: Aðahónleikar f Austur- bæjarbíói sunnudaginn 17. ágúst kl. 14.30. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Samkoman fellur niður í kvöld vegna hljómleikasamkomu Hjálpræðishersins í Fíladelfiu. Ungt fólk með hlutverk Almenn samkoma í Neskirkju í kvöld kl. 20.30. Gestir okkar Ei- vind Fröen frá Noregi og Thomas Juul Askham frá Færeyj- um tala. Allir vel komnir. I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúðum, Félagsmið- stöð Samhjálpar Hverfisgötu 42. Aö þessu sinni sjá Dorkas- konur um samkomuna með fjöldasöng og vitnisburöum. Ásta Jónsdóttir flytur ávarp. Gunnbjörg stjómar. Allir em hjartanlega velkomnir. Samhjálp. Ólsal hf. hreinlœtis- og ráðgjafaþjónusta Hreingerningar, ræstingar, hreinlætisráðgjöf og hreinlætis- eftirlit er okkar fag. Simi 33444. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Atvinnuhúsnæði Óskum eftir 30-50 fm skrifstofuhúsnæði á Skólavörðuholti. Þarf að vera laust sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 84233. Nýbygging Alþingis Sýning á tillögum Sýning á tillögum í nýafstaðinni samkeppni um nýbyggingu Alþingis er í Listasafni Há- skóla íslands, Odda. Sýningin stendur til 20. ágúst og er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Alþingi. Húsnæði — auglýsingastofa Auglýsingastofa P & Ó óskar að leigja 150- 180 fm húsnæði undir starfsemi sína. Nánari upplýsingar veitir Geir Árnason í síma 681498. Vantar við Miðvang Höfum kaupanda að raðhúsi við Miðvang í Hafnarfirði. Aðrir staðir í Hafnarfirði koma einnig til greina. Bein kaup eða skipti á 6 herb. íbúð í Norðurbænum. Upplýsingar á skrifstofu okkar. 90 JMJI HÚSEIGMIR VELTUSUNDI 1 KSMP Opið ídag 1-3 VELTUSUNDi 1 SJMI 28444 DmM ÁmMon, Mgg. tact. ýmislegt Lagerpláss óskast Framleiðslufyrirtæki á landsbyggðinni vantar aðstöðu á Reykjavíkursvæðinu fyrir heildsölu og smásöludreifingu á framleiðslu sinni. Um er að ræða fremur fyrirferðarmikla en létta vöru, sem að hluta má geymast utan- húss. Margt kemur til greina, alltfrá óbyggðri lóð. Þeir sem hafa hugsanlega lausn leggi nafn og símanúmer inn á augld. Mbl. merkt: „O- 289“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.