Morgunblaðið - 14.08.1986, Síða 38

Morgunblaðið - 14.08.1986, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 Mistök sendiráðs ís- lands í Washington - eftirdr. Gunnlaug Þórðarson Pjórir og hálfur áratugur er frá því að kynni mín hófust af Banda- ríkjamönnum er ég vann fyrir vamarliðið við hvers konar störf, aðallega f svokölluðum Camp Bellevoir, herbúðum sem voru í vestanverðum hlíðum Lágafells og alveg að Hafravatni. Nafnið á her- búðunum mætti þýða sem „fögur sýn“ enda gat verið fagurt að líta er sólin gekk til viðar á bak við Snæfellsjökul. Þá var talið að um 6.000 hermenn væru í þessum búð- um og nokkru fleiri síðustu vikumar fyrir D-daginn — innrásina á meg- iniand Evrópu. Mér hefur oft síðan orðið hugsað til þessara mörgu ungu Bandaríkja- manna og iðulega farið lofsamleg- um orðum um þá við bandaríska ferðamenn, sem hér hafa verið á ferð. Auðvitað vissu þeir að ekki myndu allir eiga afturkvæmt frá vígvöllum Evrópu og að sú stund hlaut að koma að þeir yrðu látnir freista landgöngu einhvers staðar á meginlandinu og að sá hildarleikur gæti kostað fjölda mannslífa. Samt sýndu þeir allir sem einn dæma- laust glaðlegt æðmleysi og um leið stillingu. Það var undravert hve vandræðalausir þessir ungu menn vom og blátt áfram elskulegir. Það er ómögulegt að ímynda sér hvem- ig íslenskir ungir menn, þó ekki væm fleiri en t.d. 600 í stað 6.000 myndu hafa hegðað sér við sömu aðstæður. Vafasamt er að þeim hafi öllum verið ljóst um hvað var barist — þótt þeir segðu yfirleitt að þeir ættu að knésetja ógnarveldi nasist- anna. Mér er ógleymanlegt svar ungs herlæknis sem var kallaður Doc Stair (eða Stare). Hann sagðist vera að beijast fyrir kjama þess sem þeir forsetamir Jefferson og Lineoln hefðu gert að hugsjón bandarísku þjóðarinnar, þ.e. frelsi mannsins og rétti til að lifa í sátt og samlyndi við aðra og þetta tæki ekki síður til réttar smáþjóðar eins og þeirrar íslensku til þess að búa í frjálsræði að sínu með lýðræðis- legu stjórnarfari. Síðar átti ég eftir að kynnast bandarískum lögfræðingum við framhaldsnám í París, því næst sem ieiðsögumaður amerískra ferða- manna um landið. Loks banda- rískum lögfræðingum í starfi, á ráðstefnum og á ferðalögum sem kjörinn fulltrúi íslands í merkustu samtökum lögfræðinga hér á jörð World Peace Through Law. Frá öllu þessu fólki hefur jafnan andað hlýju til íslands og það er sannfæring mín að allt þetta fólk myndi vera á okkar bandi, ef það væri sett nógu rækilega inn í málið, en á ráðstefnum fyrrgreindra samtaka hef ég einmitt varið málstað íslands í hvalamálinu og það við góðar undirtektir. Sá ljóður er þó á afstöðu okkar og snertir einmitt sjálfan sjávarút- vegsmálaráðherrann, er hann varð til þess með atkvæði sínu á alþingi að mótmæla ekki samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins um að algjört bann yrði sett á hvalveiðar frá og með árinu 1986 en síðan hefur snúist á sveif með þeim sem vilja stunda hvalveiðar og þá í vísindalegu skyni. Að mínu mati er æskilegt að AI- þingi íslendinga taki þetta mál til nýrrar meðferðar í ljósi síðustu við- burða og samþykki að hvalveiðar skuli stundaðar í okkar eigin lög- sögu, iíkt og ftjálsri þjóð sæmir. I ljósi þess hve góð samskipti hafa verið með Bandaríkjamönnum og Islendingum kom það mjög á óvart, að Rainbow-málið kom upp en það varð á sinn hátt til þess að Hafskip varð gjaldþrota og nú allt þetta fjaðrafok út af ekki merki- legra atriði en veiðum okkar á 120 hvölum, þegar vitað er að stofninn er í engri hættu vegna veiða okk- ar. Það er blátt áfram ótrúlegt að bandarísk stjórnvöld skuli hafa ætl- að að beita okkur óbeinum efna- hagsþvingunum, enda er nú reynt að koma sökinni á einhverjar undir- tyllur, sem sendiráð okkar í Washington virðist að venju hafa átt samskipti við. Slíkir afarkostir ættu ekki að þekkjast á milli vina- þjóða og sýna furðulegt skilnings- íeysi á þjóðarvitund okkar íslendinga. í þessu sambandi vaknar sú spurning hvað valdi svona skiln- ingsleysi bandarískra stjórnvalda og þeirri fyrirlitningu, sem felst í :shannon: :datastor: Allt á sínum staö meö :shannon: :datastor: : datastor : skjalaskáp Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö leysa biöjum viö viökomandl góöfúslega aö hafa samband viö okkur sem aMra fyr9t og munum viö fúslega sýna fram á hvernig SMHHHOH skjalaskápur hefur „allt á sínum staö '. Útsökjstaðir: REYKJAVtK, Penninn Hallarmúla, KEFLAVlK. Bókabuð Kellavikur AKRANES, Bókaversl. Andrés Nielsson HF ISAFJÖRDUR Bókaverslun Jónasar Tómassonar AKUREYRI. Bókaval. bóka- og ritfangaverslun HÚSAVÍK, Bókaverslun Þórarins Slefánssonar ESKIFJÖRDUR. Elis Guónason. verslun VESTMANNAEYJAR. Bókabúóin EGILSSTAEHR Bókabúóin Hlöóum HF. SUNDÁBORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 svona hótunum. Mér er nær að halda að rótgróinn undirlægjuhátt- ur sendiráðsins í Washington undanfarinna ára eigi megin þátt í því að þeir undirmenn í utanríkis- ráðuneytinu í Washington, sem gáfu tóninn fyrst, hafi haldið að þeir gætu boðið íslendingum hvað sem er og síðan hafi yfirmenn þeirra viljað standa við hótanimar í sömu grunnhyggnu trú að hægt sé að beygja íslendinga. Það er ömurlegt til þess að vita að núverandi amb- assador íslands skuli innan fárra vikna hverfa úr starfí með Rain- bow-málið í upnámi, hvalveiðimálið leyst með eins konar nauðarsamn- ingi og vaxandi gremju íslensku þjóðarinnar í garð bandarískra stjómvalda og það svo að vinátta þjóðanna hangir á bláþræði, sem er mjög alvarlegt fyrir alla vest- ræna samvinnu. Það er stórt orð að tala um undir- lægjuhátt embættismanns okkar, en þannig horfir þetta við. Auðvitað má nefna einstök dæmi um óskiljan- lega undirgefni. Er mér efst í huga mál er ég hafði persónuleg afskipti af. Dómsmálaráðuneytið hér hafði fyrir milligöngu utanríkisráðuneyt- isins og sendiráðs Islands í Wash- ington, illu heilli, krafist framsals á ungri íslenskri konu, sem gift var Bandaríkjamanni en hafði áður búið með fíkniefnadreifara. Við nánari athugun ákvað dómsmálaráðuneyt- ið að afturkalla kröfuna og hafði eins og áður milligöngu sömu aðila. í bréfi dómsmálaráðuneytisins dags. 14. sept. 1983 segir m.a.: Með vísun til þess hversu langt er um liðið síðan meint afbrot var framið og unnt reyndist að Ijúka þáttum annarra manna í málinu án hennar nærveru, þá þykja ekki Iengur vera nægir réttarhagsmunir til staðar til að halda framsalsmálinu áfram. Með hliðsjón af framansögðu og að höfðu samráði við saka- dómarann í ávana- og fíkniefna- málum, er þess óskað að utanríkisráðuneytið hlutist til um að beiðni um framsal verði aftur- kölluð. Þeim tilmælum kveðst sendiráð íslands í Washington hafa komið áfram til bandaríska utanríkisráðu- neytisins með orðsendingu dags. 28. sept. 1983. í telexskeyti til ut- anríkisráðuneytisins, dags. 19. okt. 1983, segir m.a. um málið: „Á fundi í dag í utanríkisráðu- neytinu með fulltrúum dómamála- Dr. Gunnlaugur Þórðarson „ Ambassadorinn í Washington hefði fyrir iöngn átt að vera búinn að taka þessa senatora á góðfúslegan hátt á hvalbeinið, iíkt og Sig- urður skólameistari gerði við baldna MA- inga hér á árum áður. ráðuneytisins var sendiráðinu skýrt frá því að bandarísk stjómvöld legðu gríðamikla áherslu á að íslensk stjómvöld endurskoðuðu afstöðu sína til málsins. Létu bæði fulltrúar dómsmála- ráðuneytisins og utanríkisráðuneyt- isins í ljósi þá skoðun að afturköllun nú hefði í för með sér mikinn álits- hnekki fyrir þá og okkur í ljósi þeirrar áherslu sem lögð hefur ver- ið á málið. Lagaleg sjónarmið er tengdust málinu væm sérstaklega mikilvæg þar eð unnið væri að mörgum framsalsmálum fyrir aðrar þjóðir og niðurfelling nú skaðaði málstað bandarískra stjómvalda í þessum málum einnig. Sögðu fulltrúar dómsmálaráðu- neytisins framsalsmálum fara fjölgandi og mjög mikillar tregðu myndi gæta við að taka upp slíkt mál fyrir Islands hönd ef við drægj- um okkur t.il baka nú. ísland hefur skuldbundið sig til að standa við bakið á dómsmálaráðuneytinu í gegnum allt málið og áríðandi væri að fá sem besta viðurkenningu dóm- stóla á gildi samningsins frá 1982. Fara yrði aftur í gegnum samskon- ar mál til að staðfesta gildi hans eða gera nýjan samning ella. Viðurkenning á samningnum hefur einnig víðtækara gildi en gagnvart íslandi því engin fordæmi eru fyrir jákvæðum úrskurði dóm- stóla hér. Um gildi slíkra almennra samninga í málum sem snerta fíkni- efnamál síðan 1935. Sturtuvagn sturtar á 3 hliöar. Verð kr. 180.000, Bílflutningavagn 000 134 kr Verð Gísli Jónsson Sundaborg 11, sfmi 686844. n i og co

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.