Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 Pakistan: Vegna endurnýjunar eru þessar glæsilegu Mercedes Benz-bifreiðir til sölu 280 SE m. öllu, árg. 1984. 280 SE m. ýmsu t.d. sóllúgu, árg. 1982. 500 SE m. öllu, árg. 1981. 380 SE m. öllu, árg. 1981. 280 SE m. ýmsum aukahlutum, árg. 1981. v/Miklubraut L sími 621055. Byltingin Ný stórmynd frá leikstjóra Chariots of fire og Greystoke. Hugh Hud- son, með úrvalsúrvalsleikurunum Al Pacino, Donald Sutherland og Nastassia Kinski. Space Nýr myndaflokkur byggður a met- sölubók James Mitchener, meö fjölda úrvalsleikara. Einn vinsælasti sjónvarpsþáttur heims um þessar mundir. FÁSTÁ ÖLLUM BETRIMYNDBANDALEIGUM. Háskólabíó auglýsir ný myndbönd með íslenskum texta. McnjffwMMewanBÍK. Sjálfboðaliðar Stjömurnar úr Splash, þeir John Candy og Tom Hanks fara á kost- um í þessari bráöskemmtilegu grínmynd. Fundabann og fj öldahandtökur Lahore, Pakistan, AP. STJÓRNVÖLD í Pakistan létu handtaka fjölda leiðtoga stjóm- arandstöðunnar í gær, bönnuðu stjórnmálafundi og komu í veg fyrir að Benazir Bhutto, formað- ur Þjóðarflokksins, sem er einn helsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, fengi að fara til Lahore- borgar, þar sem hún ætlaði að taka þátt í mótmælaaðgerðum. Bhutto, sem var stöðvuð á Kar- achi-flugvelli, átti að vera í farar- broddi mótmælagöngu í dag í Lahore, þegar minnst verður sjálf- stæðis iandsins. Hún fékk að fara til síns heima, en fjöldi stuðnings- manna hennar og annarra stjómar- andstöðuflokka voru handteknir um allt land, til þess að koma í veg fyrir mótmæli gegn stjórn Zia Ul- Haq, forseta, í dag. Lögregluyfir- völd sögðu að hinir handteknu myndu sitja inni í þijá til þtjátíu daga. Halda átti fjölda stjómmála- funda um allt Pakistan í dag, en þeir hafa verið bannaðir. Aukalið lögreglumanna var kvatt út í helstu borgum landsins í gær og óeirðalög- regla vopnuð byssum og kylfum var á varðbergi og kom í veg fyrir að fólk safnaðist saman. Benazir Bhutto, sagði við frétta- menn að þessar aðgerðir stjóm- valda sýndu hvemig iýðræðið væri fótum troðið í landinu og að ríkis- stjómin teldi sig þurfa að grípa til þeirra, þar sem hún nyti ekki stuðn- ings fólksins. Bhutto sagðist myndu halda ræðu á fundi í Karachi í dag svo framarlega sem hún yrði ekki handtekin. Aðgerðir stjómarinnar fylgja í kjölfar tilmæla Mohammad Khan Junejo, forsætisráðherra, um að stjómarandstaðan félli frá fyrir- hugaðri mótmælagöngu í Lahore í dag. Hann sagði að stjómarflokkur- inn myndi ekki halda fund í borginni þennan dag. Benazir Bhutto og fé- lagar hennar í samtökum 11 flokka, er beijast fyrir að iýðræði verði endurreist í Pakistan, höfnuðu þess- um tilmælum. Þau kreflast þess að ríkisstjóm Zia U1 Haq fari frá og að efnt verði til kosninga í haust. Benazir Bhutto, dóttir fyrrum forsætisráðherra Pakistan er Zia U1 Haq lét taka af lífi, sést hér í hópi stuðningsmanna í Karachi. Utanríkisráðherra Astralíu: Harðorður um „hættu- lega“ verndarstefnu San Francisco, AP. BILL Hayden, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur sakað Banda- ríkjaþing um að vinna gegn hagsmunum þjóðanna í Suðvest- ur-Kyrrahafi í efnahags- og öryggismálum með því að ffylgja „hættulegri“ verndarstefnu. Hayden lét þessi ummæli falla daginn eftir að ástralskir og banda- rískir embættismenn ítrekuðu náin tengsl þjóðanna í vamarmálum en með þeim er hins vegar mikill ágreiningur um hveitisölur. Em Ástralir mjög gramir Bandaríkja- stjóm fyrir að selja niðurgreitt hveiti til Sovétríkjanna en þau eru helsti kaupandi ástralsks hveitis. Sagði Hayden, að þessi „skammar- lega verndarstefna“ gæti kostað Ástrali allt að einum milljarði doll- ara og við því mættu þeir ekki vegna þeirra skuldbindinga, sem þeir hefðu gengist undir í vamar- málum. Frakkland: Fjármálaspíllíng í valdatíð sósíalista FIMMTA þessa mánaðar var hafin rannsókn í máli Christians Nucci, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn sósíalista í Frakklandi. Á þeim þremur árum sem hann gegndi stöðu samstarfsmálaráðherra hurfu um 120 milljónir króna, sem ætlaðar voru til þróunarhjálpar i Afríku, úr sjóði ráðuneytis hans. Ennfremur er vitað að greiðslur úr ríkiskassan- um lentu i höndum einkaaðila. Síðustu tvo mánuðina hefur Nucci reynt að veija hendur sinar en hans eigin flokksmenn hafa löngum sakað hægri menn í Frakklandi um fjármálaspillingu af þessu tagi. Yves Chalier, fyirum ráðuneytis- stjóri í samstarfsmálaráðuneytinu, er nú eftirlýstur út um allan heim en hann flúði til Paraguay þegar hneykslið varð opinbert. Hann hefur sagt að Nucci hafi verið fullkunn- ugt um að greiðslumar lentu ekki í réttum höndum. Chalier keypti íbúð í París handa ungri flugfreyju, sem hann var í tygjum við, og hefur verið gefin út kæra á hendur henni. Almennt er talið að Christian Nucci hafi ekki verið höfuðpaurinn í þessu fjármálahneyksli. Hins veg- ar efast menn um að hann hafi einungis verið tæki í höndum hins spillta ráðuneytisstjóra eins og hann hefur sjálfur haldið fram. Nucci hefur ennfremur neitað ásökunum um að hann hafi notað opinbert fé til að íjármagna kosn- ingabaráttu sína í Beaurepaire, sem er lítil borg nærri Grenoble. Þar gegndi Nucci stöðu skólastjóra og síðar borgarstjóra. Nú hefur hins vegar fengist stað- fest að Nucci notaði greiðslur, sem renna áttu til þróunarhjálpar, til að greiða kostnað við prentun áróðurs- spjalda auk þess sem hann notaði opinbert fé til að greiða félagsgjöld sín í Sósíalistaflokknum. Lionel Jospin, leiðtogi Sósíalista- flokksins, hefur sagt að draga verði Nucci til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar og hefur gefið í skyn að hann verði jafnvel rekinn úr flokknum. Þegar hægri menn komust til valda í Frakklandi varð mál þetta uppvíst. Yves Chalier, ráðuneytis- stjóri, hafði meðal annars keypt höll eina í Loire-dalnum fyrir fé sem renna átti til þróunarhjálpar og tek- ið gríðarlega hátt lán í nafni Christian Nucci til viðgerða á höll- inni. Nucci segir að undirskrift hans hafí verið fölsuð. Svo virðist sem Chalier hafi einnig sóað opinberu fé þegar hann skipulagði fund franskra stjómvalda og Afríkuríkja í Burundi árið 1984. Þau fundahöld áttu að hafa kostað um 300 milljón- ir króna. Í frönskum blöðum og tímaritum hefur Christian Nucci verið lýst sem manni sem ekki þoldi velgengnina og féll í freistni. Hann er sagður hafa treyst samstarfsmönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.