Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 fclk í fréttum „Ég ásaka Burt Reynolds fyrir allar þessar hörmungar“ — segir fyrrverandi tengdamóðir hans, Kath Botterill hún síðar giftist, sjálfa stjömuna Burt Reynolds. Hún hafði getið sér gott orð sem gamanleikkona, var orðin þekkt hér heima í Bretlandi og var afskaplega vinsæl í sjón- varpi — þegar ósköpin dundu skyndilega yfir — hún kynntist Burt. Frá og með þeim degi fór að síga á ógæfuhliðina. Ég kunni aldr- ei vel við þann mann, vissi strax að hann var langt frá því að vera vandaður — ekki skömminni skárri en þessi blessaði vinur hans Ciint Eastwood, sem er mesti sjálfselsku- púki, sem skriðið hefur ofan jarð- ar,“ bætir hún við. „Ég lét þó aldrei neitt á andúð minni bera, vildi ekki skipta mér af ástamálum hennar. Enda hefði það ekki haft neitt að segja. Hún var ástfangin af mann- inum upp fyrir haus og þegar þannig er ástatt hafa skynsemis- rökin lítið að segja. Þau voru ekki einu sinni búin að gifta sig, þegar hann var farinn að ráða hvaða hlut- verk hún tók að sér — skipaði henni fyrir verkum og fór með hana eins og hveija aðra smástelpu," segir Kath og á erfitt með að leyna van- þóknun sinni. „En ég var ekki sú eina sem sá í gegnum þennan mont- hana. Mamma hans, Fern, hágrét t.d. við sjálfa hjónavígsluna og hvíslaði að mér í kirkjuna að hún óttaðist svo um hana Judy, því son- ur hennar væri svo skapbráður. Enda leið ekki á löngu uns mann- gildi hans kom í Ijós — hann fór að leggja á hana hendur og bijóta hana markvisst niður andlega. Það var Burt Reynolds sem gerði dóttur mína að þeirri taugahrúgu, sem hún er í dag,“ fullyrðir hún hikstalaust og bætir síðan við eftir svolitla umhugsun: „En, þrátt fyrir að þetta hafi allt endað með ósköpum, þá er ég þess fullviss að innst inni elsk- ar Judy þennan mann enn þann dag í dag, hvernig svo sem það er nú hægt.“ Það hefur færst mjög í vöxt á undanförnum árum að börn hinna svokölluðu stjama taki sér penna í liönd og skrifi bækur um foreldra sína — og þá gjarnan um skuggahliðar þeirra. Hvers vegna þau fihna hjá sér þessa þörf til uppljóstrunar er ekki gott að segja en seðlasýkin hefur hvað oftast verið nefnd sem aðalorsök. Það verður hins vegar að teljast sjald- gæfara að foreldrar frægra barna setjist við skriftir eða fræði fjötmiðl- anna um einkalíf barna sina, vonbrigði þeirra og önnur vanda- mál. Móðir Judy Came og fyrrum tengdamóðir leikarans Burt Reyn- olds er þó ein þeirra, sem fundið hafa sig knúna til þess. í nýlegu viðtali talar hún opinskátt um hjónaband þeirra Judy og Burt — rifjar upp löngu liðna tíð og vandar tengdasyninum síður en svo kveðj- urnar. „Líf dóttur minnar síðustu tvo áratugina hefur verið ein allsheijar harmsaga," segir hin 69 Kath Bott- erill. „Sem barn og unglingur var hún afskaplega geðgóð og brosmild, virkilega hamingjusöm. Hún var mjög hlý og vingjarnleg — sennilega bara allt of viðkvæm og góð. Alla- vega of góð fyrir þann mann, sem Judy Carne, eins og hún lítur út í dag ... Tannhvassa tengdamóðirin — Kath Bott- erill. Ung og ástfangin — framtíðin virðist björt. En margt fer öðruvísi en ætlað er. .. .og eins og sjónvarpsáhorf- endur í Bretlandi muna eftir henni, kátri og glaðlyndri. Skömmu eftir skilnaðinn við Burt giftist Judy á nýjan leik, og brúð- guminn var Robert Bergmann. „Það hjónaband var jafnvel enn hræðilegra en hið fyrra," segir Kath. „Við vorum í rauninni lengi að átta okkur á hverslags illmenni sá maður var, því hann var svo góður leikari. Burt gat hins vegar ekki duiið sinn innri mann. Það var þá sem Judy hellti sér út í eiturlyf- in fyrir alvöru og eftir því sem hjúskaparárunum fjölgaði, urðu of- beldisfullar árásir hans tíðari, uns hún gekk að lokum um meira og minna blá og marin. Næsta áfallið kom svo skömmu eftir að hún skildi við Robert. Þá lenti hún í bílslysi og slasaðist illa. Hún var eiginlega öll brotin og það tók hana 18 mán- uði að ná sér upp úr því. í framhaldi af því jókst svo eiturlyfjaneyslan og hún varð sífellt þunglyndari. Það er ekkert grín að horfa á eftir einkadóttur sinni í svona rugl,“ seg- ir hún. Fyrir skömmu var Judy Came loks handtekin fyrir að hafa kókaín undir höndum. Hlaut hún fyrir það fangelsisdóm. „Ég varð að vonum skelfingu lostin, er lögreglan birtist hér til að tilkynna mér þetta,“ seg- ir Kath, „hélt reyndar að við hlytum að vera búnar að taka út okkar sorgarskammt. Það sem ég hef annars mestu áhyggjurnar af í dag, er að þetta muni endanlega fara með hana. Jafnvel sterkasta fólk myndi bíða skaða af þessu — hvað þá heldur hún, sem er með blíðari manneskjum. Ég hugsa að hún gcti bara ekki meir. Og maðurinn sem ég ásaka mest í öllum þessum hörmungum er Burt Reynolds. Það var hann sem svipti hana sjálfs- traustinu í upphafi,“ segir fyrrum tengdamóðirin, Kath Botterill. COSPER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.