Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 Dagskráin Eg vona að lesendur fyrirgefi mér gáleysislegt tal um land- vættina í gærdagsgreininni en hvalveiðideilan hefur sínar skoplegu hliðar og sú þjóðemisvakning er hefir sprottið af afskiptum Sáms frænda á vafalaust efir að brýna nýjar ungmennafélagshetjur víðar en undir AkraQalli. Nóg um það, víkjum að alvarlegri málefnum; sjónvarpsdagskrá blessaðra bam- anna. Eg er víst búinn að rita hér í blaðið einhver reiðinnar býsn um ríkissjónvarp bamanna og þykir víst sumum nóg um en aðrir vilja ólmir fá meira að heyra. Ástæðan fyrir því að ég hegg hér áfram í sama knémnninn er sú ánægjulega þróun er hefur undanfarið átt sér stað í herbúðum bamasjónvarpsins á sviði textagerðar. Á ég þá fyrst og fremst við að nú ber meira á því en fyrr að þekktir leikarar séu fengnir til að lesa texta bamaefnis- ins. Undirritaður hefur lengi barist fyrir því að þjálfaðir leikarar séu fengnir til að lesa texta með barna- myndum. Er ég persónulega þeirrar skoðunar að hér sé um stórmál að ræða því að mínu mati skiptir mjög miklu máli að hinir fæmstu menn séu ætíð fengnir til að lesa texta bamaefnisins og þannig læri bömin að meta gott málfar en gefist ekki upp fyrir enskunni í fyllingu tímans. Vil ég ekki láta hjá líða að þakka leikurunum Eddu Þórarinsdóttur, er segir okkur ævintýri frá ýmsum löndum á laugardögum, og Amari Jónssyni, er lýsir hinum dansandi böngsum á þriðjudögum. Mjór er mikils vísir og ég sé fyr- ir mér hóp af leikurum fyrir framan hljóðnemann þegar bamamyndim- ar birtast á skjánum og vel mætti hugsa sér að útvarpsleikhúsið við Skúlagötuna legði hér sjónvarpinu lið. Þá má ekki gleyma honum Kuggi, myndskreyttu sögunni hennar Sigrúnar Eldjám, er Guðrún Ásmundsdóttir leikkona lýsti til skamms tíma í myndabók miðviku- daganna. Ég veit ekki hvort sjón- varpsáhorfendur hafa tekið eftir því að texti Sigrúnar var jafhframt fluttur á táknmáli uppi í hægra homi sjónvarpsskermsins, í það minnsta virtist táknmálið ekki trufla smáfólkið hið minnsta. Minn- umst þess að sjónvarpið er eign allra landsmanna, líka þeirra er af einhverjum ástæðum heyra ekki hið talaða orð. CastróvinafélagiÖ í einu af þriggja mínútna frétta- skotum gærdagsins var þess sér- staklega getið að nýlega hafi dr. Fidel Ruz Castró hinn kúbanski alvaldur, átt sextugsafmæli. Mátti fréttamaðurinn vart vatni halda af hrifningu er hann lýsti líkams- ástandi Castró .. .klýfur fjöll sem ungur maður . .. og ekki var lýsing- in á andlega ástandinu síðri .. .Castró fer enn um landið þvert og endilangt og flytur jafn langar ræður og þá hann hóf valdaferilinn. Klykkti fréttamaðurinn út með því að enginn vafi léki á að Castró væri ástsæll með afbrigðum. Mikið hlýtur Fidel Castró að hugsa hlý- lega til fréttastofu útvarps. Hringiðan Hugljúf snót, Ingibjörg Ingadótt- ir, stýrir þætti á rás tvö er hún nefnir Hringiðuna. Ingibjörg hefur venjulega þann háttinn á að leiða fram leynigest er hlustendur af- hjúpa síðan og fá plötu í fundarlaun. Venjulega kumrar eitthvað í leyni- gestinum en síðastliðinn þriðjudag brá svo við að hann steinþagði. Klár stúlka hringdi loks og spurði: „Ert þú leynigesturinn?" „Já, hvem- ig datt þér það í hug...“ hló stjómandinn. Ég hef gaman af svona tiltektum hjá Qölmiðlamönn- um, þær bera vott um frumleika og þor. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Þóra Friðriksdóttir, Valur Gíslason og Amar Jónsson leika öll í leikriti útvarpsins í kvöld. Reykjavík í augnm skálda: Fjallað um árin frá 1965 til 1975 ■H í kvöld er á dag- 20 skrá rásar eitt 11. þátturinn um Reykjavík í augum skálda í umsjá Símonar Jóns Jóhannessonar og Þórdísar Mósesdóttur. Fjallað verður um tíma- bilið frá árinu 1965 til ársins 1975. Lesnar verða frásagnir, sögur og Ijóð, meðal annars úr Dægurvísu eftir Jakob- ínu Sigurðardóttur, Gunn- ari og Kjartani eftir Véstein Lúðvíksson, Að- eins einu blómi eftir Þuríði Guðmundsdóttur og Ný- græðingum í ljóðagerð sem Éysteinn Þorvaldsson tók saman. I forsæludal ■H Leikrit útvaips- 30 ins í kvöld er eftir John M. Synge og nefnist í for- sæludal. Einar Olafur Sveinsson þýddi. Leikstóri er Guðmundur Ólafsson og tæknimaður Hreinn Valdi- Um náttmál ■I í þættinum Um 00 náttmál á rás ■” tvö ætlar Ámi Þórarinsson að taka tali þau Ernu Indriðadóttur, Ingu Rósu Þórðardóttur og Finnboga Hermannsson. Þau má nefna útverði Ríkisútvarpsins. Ema er nýtekin við starfi forstöðu- manns Ríkisútvarpsins á Akureyri, Inga Rósa er starfsmaður þess á Aust- urlandi og starfar þar að fréttaöflun og dagskrár- gerð og Finnbogi gegnir sama starfi á Vestfjörðum. marsson. Leikritið gerist á af- skekktum bæ í litlum dal á írlandi þar sem þjóðtrúin lifir enn góðu lífí. Nótt eina beiðist fömmaður gistingar á bænum og fagnar hús- freyjan komu hans enda bóndi hennar nýlátinn. Fljótlega kemur þó í ljós að ekki er allt sem sýnist þama á bænum og ein- kennilegir atburðir taka að gerast. Með hlutverk hjónanna í dalnum fara þau Þóra Friðriksdóttir og Valur Gíslason en förumanninn leikur Arnar Jónsson. Þá kemur og við sögu gæf- lyndur smali sem Jóhann Sigurðarson leikur. Leikritið verður endur- flutt þriðjudaginn 19. ágúst kl. 22.20. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 14. ágúst 7.00 Veðurfregmr, Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Olla og Pési" eftir Iðunni Steinsdóttur. Höf- undur les (6). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Söngleikir á Broadway. Annar þáttur: Yfirlit, siðari hluti. Umsjón: Árni Blandon. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri ár- in. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 14.00 Miðdegissagan: „Katrín", saga frá Álands- eyjum eftir Sally Salminen. Jón Helgason þýddi. Stein- unn S. Siguröardóttir lýkur lestrinum (33). 14.30 í lagasmiöju Magnúsar Eiríkssonar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Norðurland. Orn Ingi, Anna Ringsted og Stefán Jökuls- son. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Rapsódiur Franz Liszts. Sjötti þáttur. Umsjón: Guð- mundur Jónsson. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Vernharður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 i loftinu. — Hallgrimur Thorsteinsson og Guðlaug Maria Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „í forsæludal" eftir John M. Synge. Þýð- andi: Einar Ólafur Sveins- son. Leikstjóri: Guðmundur Ólafsson. Leikendur: Valur Gíslason, Þóra Friðriksdótt- ir, Jóhann Sigurðarson og Arnar Jónsson. (Endurtekið nk. þriðjudagskvöld kl. 22.20.) 20.30 Frá tónlistarhátíöinni í Björgvin í vor. Radio-Vokal kvartettinn frá Hamborg syngur lög eftir Hans Leo 19.15 Á döfinni Umsjónarmaöur Maríanna Friðjónsdóttir 19.25 Litlu Prúöuleikararnir (Muppet Babies) Fjórði þátt- ur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýöandi: Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Unglingarnir i frumskóg- inum. Umsjónarmaður Jón Gústafsson. Stjórn upp- Hassler, Valentin Haus- mann, Orlando di Lasso og Franz Schubert. Peter Stamm leikur með á píanó. (Hljóðritun frá norska út- varpinu.) 21.00 Einleikur í útvarpssal. Kolbeinn Bjarnason leikur Fantasíu í D-dúr eftir Georg Philip Telemann og „Qu- odlibet" eftir Donald Mart- ino. 21.20 Reykjavik i augum skálda' Umsjón: Simon Jón Jó- hannsson og Þórdis Mósesdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Islensk tónlist a. Áttskeytla fyrir átta hljóð- færaleikara eftir Þorkel Sigurbjörnsson. íslenska hljómsveitin leikur; höfund- urinn stjórnar. b. Þrenning, verk fyrir klarin- ettu, selló og píanó eftir Mist Þorkelsdóttur. Jón Að- alsteinsson Þorgeirsson, Arnþór Jónsson og Þóra Fríða Sæmundsdóttir leika. 15. ágúst töku: Gunnlaugur Jónasson. 21.10 Bergerac — Fjórði þáttur. Breskur sakamálamyndaflokkur i tíu þáttum. Aðalhlutverk: John Nettles. Þýöandi: Kristmann Eiðsson. 22.25 Seinni fréttir 22.30 Eigur Richards (Richard's Things) Bresk biómynd frá árinu 1980. Leikstjóri: Anthony Harvey. Aðalhlutverk: Liv Ullman og Amanda Red- SJÓNVARP FÖSTUDAGUR Tónlistarkrossgátan 22.40 „Opus Magnum eða sagan um Vigni erkiengil" eftir Einar Kárason. Höfund- ur les. 23.00 Á slóðum Jóhanns Seb- astians Bach Þáttaröð eftir Hermann Börner frá austur-þýska út- varpinu. Fjórði þáttur. FIMMTUDAGUR 14. ágúst 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tómassonar, Gunnlaugs Helgasonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Guðriður Haraldsdóttir sér um barnaefni í 15 mínútur kl. 10.05. 12.00 Hlé. man. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Frederic Raphael. Kona nokkur fréttir að bóndi hennar liggur slas- aður á sjúkrahúsi. Þegar þangað kemur eru menn tregir til að greina henni frá tildrögum slyssins. Það kemur lika á daginn að eig- inmaöurinn hefur leynt hana ýmsu um sjálfan sig. Þýð- andi: Reynir Harðarson. 00.15 Dagskrárlok mmm Jórunn Viðar þýðir og flytur. 23.40 Zappa getur ekki verið alvara Þáttur um söngtexta banda- ríska tónlistarmannsins Franks Zappa í umsjá Önnu Ólafsdóttur Björnsson. (Áð- ur útvarpaö í april 1981.) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 14.00 Andrá Stjórnandi: Ragnheiður Daví- ðsdóttir. 15.00 Sólarmegin Þáttur um soul- og fönktónlist í umsjá Tómasar Gunnars- sonar. (Frá Akureyri.) 16.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guð- mundsdóttir. 17.00 Gullöldin Jónatan Garðarsson kynir lög frá sjöunda áratugnum. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Leopold Sveinsson kynnir tiu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Um náttmál Árni Þórarinsson sér um þátt- inn. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Heitar krásir úr köldu stríði „Napur gjóstur næddi um menn og dýr. — Ár almyrkv- ans." Umsjónarmenn: Magnús Þór Jónsson og Trausti Jónsson. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr- ir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.