Morgunblaðið - 14.08.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 14.08.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 4'k 3 Vigur-Breiður smíðaður upp Reykjanesi. FYRIR nokkru fór fram mikil viðgerð á sennilega elsta skipi landsins sem enn er í notkun, þ.e. áttæringnum Vigur-Breið. Ekki er vitað með vissu hvenær Breiður er smiðaður, en að öll- um líkindum mun hann vera fast að 200 ára gamall. í Vigur hefur hann verið „heimilisfast- ur“ samkvæmt öruggum heimildum frá 1829. Var hann þá notaður sem vertíðarskip frá Bolungarvík og vafalaust fyrir þann tíma gerður út til hákarlaveiða á Ströndum norð- ur, þaðan sem hann er að líkindum ættaður. Margar og miklar viðgerðir hafa farið fram á Breið. Síðustu viðgerð fyrir utan þá sem hér greinir frá annaðist Jakob Falsson frá Kvíum árið 1965. Var þá sett- ur nýr kjölur í skipið og gerðar margvíslegar endurbætur aðrar. Viðgerð sú sem framkvæmd var í vetur er þó vafalítið sú gagn- gerasta sem Breiður hefur fengið. Svo að segja öll bönd voru end- umýjuð og bunkastokkar, allar þóftur settar nýjar og hástokkar að mestu leyti. Nýtt afturstefni úr eik og byrðingur að miklum hluta endumýjaður. I fyrsta sinni í sögu Vigur-Breiðs var eik nú notuð í miklum mæli til viðgerðar- innar. Þessar miklu endurbætur á þessu merkilega og fagra skipi annaðist hagleiksmaðurinn Guð- finnur Jakobsson skipasmiður frá Reykjafirði á Ströndum af sinni alkunnu snilld og vandvirkni. Sagði hann að greinilega hefðu vissir hlutar skipsins verið komnir vemlega til ára sinna því víða hefðu verið trénaglar sem hrein- lega molnuðu sundur við minnsta átak. Þrátt fyrir það hefur Breið- ur staðið sig með ágætum og verið hin mesta happafleyta, en hann er nú eingöngu notaður til fjárflutninga til og frá eynni vor og haust. Vigur-Breiður á leið úr viðgerðinni heim í „sætið“ sitt á sjávarkambinum framan við bæinn í Vig- ur. Myllan, sem einnig er einstök í sinni röð, er í baksýn. Hinir nýju bændur í Vigur, Salvar og Björn Baldurssynir taka því við Breið í óaðfinnanlegu ástandi af fráfarandi bændum þeim Baldri og Bimi Bjarnason- um. Er enginn vafi á því að þeir bræður munu sýna hinu aldna skipi þann sóma er því ber. Björg Heimsmeistara- * í Þröstur vann Gil í gær ÞRÖSTUR Þórhallsson vann I gær Gil frá Ástralíu á heims- meistaramóti unglinga í skák í Gausdal í Noregi. Þröstur hefur nú 5 ‘/2 vinning eftir níu umferðir. Efstur á mótinu er Hellers frá Svíþjóð og hefur hann 7 vinninga. I öðm sæti er Zuniga frá Perú með 6V2 vinning og betri stöðu í biðskák. í 3.-6. sæti em jafnir þeir Bareev, Sovétríkjunum, Anand, Indlandi, Klinger, Aust- um'ki og Dimitrov frá Búlgaríu. Þeir hafa allir 6V2 vinning. „Borgin okkar“ — nýtt verk eftir Skúla Halldórsson „BORGIN okkar“ heitir nýtt verk eftir Skúla Halldórsson tónskáld sem hann tileinkar Reykjavíkurborg vegna 200 ára afmælis hennar. Verkið er samið fyrir sin- fóníuhljómsveit og karlakór og er í þremur þáttum. í lokakafl- anum syngur karlakór ljóð Matthíasar Johannessen, Hörpuslátt, sem er fyrsta ljóðið í fyrstu ljóðabók hans. Ljóðið er um borgina okkar. Verkið „Borgin okkar“ verður flutt seinna á afmælisárinu, líklega á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur í Laugardalshöll í nóvember. Nýr breskur sendiherra HENNAR hátign, Elísabet II Englandsdrottning, hefur skipað M.F. Chapman til að vera sendi- herra á Islandi, að því er segir í fréttatilkynningu frá breska sendiráðinu í Reykjavík. Ekki var getið um hvenær Chapman tekur við embætti hér. Chapman sendiherra tekur við af Richard Thomas, sem tekur við öðm starfí í bresku utanríkisþjón- ustunni, segir í tilkynningu sendi- ráðsins. Samskonar tilkynning verður gefin út í London í dag. mót unglinga skák: nokkur heilræði um steikingu á teini Þú færð allar tegundir af góðu kjöti á grillið, vínar- og medisterpylsumar okkar vinsælu, kol, grilloltu, ótal tegundir af kryddi, grænmeti og öðru meðlæti sem þarf til að útbúa girnilega grillveislu. Heilræði um steikingu á teini Allt kjöt, fisk, brauð og grænmeti má glóða á teini, en það er ekki sama hvemig það er gert. Best er að smyrja teininn vel áður en þrætt er á hann. Grænmetið er gott að skera f aðeins stærri bita en kjötið svo það verði ekki ofsteikt þegar kjötið er tilbúið. Teinamat á Ifka alltaf að pensla áður en hann er settur á grillið - annars ofþomar hann og skorpnar. Best er að nota grillolfu eða kryddlög. Lögurinn gerir matinn meyran og bragögóðan, og hann er tilvalið að nota sem sósu á eftir. Varast ber að stinga f kjötið á teininum - þá lekur gómsætur safinn úr, og ekki er ráðlegt að strá salti á kjötið fyrr en eftir að steikingu er lokið. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS GOTT FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.