Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 15 Béttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Sagt er; Vinnan forðar okkur frá þivnnur; leiðindum, löstum og fátækt. — gullkom — Ef fylgt verður rétti dagsins í dag — þá bætið hungri við list- ann. Það getur verið ágætt að hvíla liðið á hvalkjötinu með málsverði úr hökkuðu kálfakjöti. Einhver verður að styðja við bakið á bændum á þessu „hvalaári"! Kjötið er fitulaust, létt i maga, ódýrt og ágætt örlítið bragð- bætt. Hér er uppskrift: Kálfakótilettur með rjómasósu og kartöflu gratín fyrir 4—6 .600 gr hakkað kálfakjöt, V2 bolli brauðmylsna, Vs tsk. mulið rósmarín, V6 tsk. tarragon, 1 tsk. salt, malaður pipar og brauðmylsna, 2 msk. smjörlíki, V2 bolli kaffitjómi, V4 bolli mjólk, 2 ten. kjúklingakraftur. Það má fá gott kálfakjöt í versl- unum (Vogar). Gætið þess að kjötið sé vel hakkað og ekki mikið af tægjum í því. 2. Blandið vel saman kálfakjöti, brauðmylsnu, rósmarín, tarragon, salti og pipar. Hnoðið úr kjötdeiginu 6—7 sívalninga og fletjið úr og mótið í góðar kótilettur 2 sm þykk- ar. 2. Hitið helminginn af feitinni á pönnu, veltið kótilettunum upp úr brauðmylsnu og steikið í feitinni 5 mín. á hvorri hlið. Kótilettumar eru teknar af pönnunni, og þeim haldið heitum. 3. Það sem eftir er af feitinni er sett á pönnuna og feitin hituð þar til hún hefur fengið brúnan lit. Þvf næst er ijóma, mjólk og kjúklinga- krafti bætt úr í, nota má mjólk eingöngu. Suðan er látin koma upp og pannan hrist á meðan sósan er að jafnast. 4. Sósan er sett yfir kótilettumar, í gegnum sigti ef þarf og þær síðan bomar fram með Kartöflu-gratín Útbúið það fyrst og bakið á með- an kótiletturnar eru matreiddar. 500 gr þéttar kartöflur, V2 bolli kaffujómi eða ijómi, V2 bolli mjólk, 100 gr smjör eða smjörlíki, salt og múskat. 1. Kartöflurnar eru afhýddar og sneiddar niður örþunnt. 2. Notið grunnt fremur breitt eld- fast mót. Bræðið Va af smjörinu í mótinu, raðið síðan kartöflusneið- unum í mótið, í 2—3 lög. Salti og múskati er stráð yfir hvert lag svo og flísar af smjöri. 3. Að síðustu er vökvanum hellt yfir kartöflumar og því sem eftir er af smjörinu og kartöflu-gratínið bakað við 180—200oC í 30—45 mín. Bökunartími fer eftir gerð kart- aflanna. Þær nýju þurfa skemmri bökunartíma. Þessi kartöfluréttur er mjög góður með bæði kjötréttum og fiskréttum. Verð á hráefni: 600 gr hakkað kálfahakk kr. 114,00 kaffiijómi kr. 37,80 500 gr kartöflur kr. 37,00 kr. 188,80 bílasýningu Glóbus að Lágmúla 5, sem hefst í dag og stendur til sunnudags, verða sýndir glæsilegir fulltrúar Citroén, i árgerð 1987, sem hver um sig sameinar franskt hugvit, tæknifullkomnun, formfegurð og kraft. BÍLASÝNING Citroén AXEL frá kr. 236.000.- Stóri rúmgóði smábíllinn sem ís- lenskir ökumenn hafa tekið opnum örmum. Axel hefur góða aksturseig- inleika og er sterkbyggðari en stærð- in gefur til kynna. Fínn fyrir þá sem kunna gott að meta. Sýningin stendur frá kl. 9 til kl. 22 í dag og á morgun og á milli 13 og 18 laugardag og sunnudag. Það er tilvalið að koma við í Lágmúlanum því harmonikkuleikari verður á staðnum og spilar franska tónlist og við bjóðum öllum upp á kaffi og meðlæti. - Verið velkomin. Verð miðast við gengi 01.08. 1986. Globuse LÁGMÚLA 5 SÍMI 681555 GOTT FÓLK / SiA Citroén BX frá kr. 478.000.- Meðalstóri glæsivagninn - afburða- vel hannaður, aflmikill, sparneytinn, framhjóladrifinn, mjúkur og þægi- legur. Við verðum með 5 BX-a í sýningarsalnum. Citroén CX frá kr. 850.000.- Flaggskip Citroén flotans og glæsi- legur eftir því. Dúnmjúkur eins og bræður hans, öruggur, fallegur og húsbóndahollur. Innifalið í verði er ryðvörn, skráning, skattur, stútfullur bensíntankur og hlífðarpanna undir vél. m CITROÉN ER ALLTAF Á UNDAN SINNI SAMTÍÐ ARGERÐ ER KOMINN TIL LANDSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.