Morgunblaðið - 14.08.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 14.08.1986, Síða 28
MORGUNBÍADH), FIMMTUDXGÚR 14. ÁGÚST 1986 28 AKUREYRI Félagarnir Agnar Þór Sveinsson frá Siglufirði (t.v.) og Ellert Rúnarsson frá Siglufirði. Astirningar eru ósigrandi Þegar við litum við á Ástjörn daginn eftir af- mælið og vonuðumst til að rólegra yrði og meira næði til að spjalla við strákana, reyndist svo ekki. Mikill spenningur var vegna þess að þeir voru að leggja af stað i keppnisferð i fótbolta, nánar tiltek- ið á pollamót i Lundi. Þeir Agnar þór Sveinsson ** frá Siglufirði og Ellert Rúnarsson úr Keflavik gáfu sér þó tíma til að spjalla við okkur. Þeir sögðu að mjög gaman hefði verið í afmælinu og kökumar hefðu verið góðar, en slíkar kræsingar vu ekki á borðum á hverjum degi. Þeir sgðu það æðislegt að vera á Ástjöm. Þar spiluðu þeir fótbolta færu á bátum um tjömina og margt fleira væri til gamans gert. Þeir sögðust báðir vera á öðru ári á Ástjöm og ætluðu örugglega að koma aftur. Agnar Þór og Ellert eru í a- og b-liði Astjamar og voru nokkuð vissir um að a-liðið ynni. “Við unnum síðasta mót og ætlum að vinna aftur," sögðu þeir. Síðustu fréttir herma að Ástimingar hafi unnið mó- tið. A-lið þeirra sigraði, en þeir sendu alls þijú lið. Á fyrra mótinu unnu þeir fyrsta gullið í íþróttum í sögu heimilisins og þótti það vel við hæfi á afmælisárinu. Nú var ekki keppt um gull, heldur aðeins hvort Atim- ingar væru ósigrandi eða ekki. Bogi Pétursson, forstöðumaður, sagði að iþróttaiðk- anin skipaði stóran sess í starfínu og samvinna við heimamenn væri mjög góð. Meðal annars tæki Ástjöm þátt í launagreiðslum til íþróttaþjálfara og kæmi hann fyrir vikið tvívegis í viku að Astjörn til að leiðbeina drengjunum. Af því væri mikill hagur. Auk þess hefðu hestar verið teknir á ieigu tvívegis í sumar og hefði drengjunum líkað það mjög vel. Full þörf á að bygging íbúða hefjist að nýju - segir Pétur Jósefsson um fasteignamarkaðinn á Akureyri „EFTIRSPURN eftir húsnæði hér hefur verið mikil og nú skortir eign- ir til sölu af millistærð og minni íbúðir, enda hefur nánast ekkert verið byggt á Akureyri síðan 1982. Leigumarkaðurinn er ennfremur mjög þröngur og því orðin full þörf á því að íbúðarbyggingar hefjist hér að nýju. Stjórn verkamannabústaða hefur reyndar verið að byggja, en óvíst er hve lengi því verður haldið áfram, þar sem þeim er hagstæð- ara að kaupa íbúðir á frjálsum markaði. Verð fasteigna hefur af þessum y0’ sökum heldur þokazt upp á við og það liggur í loftinu að svo verði áfram, þó ekki megi búast við neinum stökkbreytingum," sagði Pétur Jósefsson hjá Fasteigna- og skipasölu Norðurlands, í samtali við Morgun- blaðið. Fasteignasalan var stofnauð árið 1979 og er rekin af þeim Pétri og Benedikt Oiafssyni, lögfræðingi. Pét- ur sagði, að á þessum tíma hefði enn ekki verið byijað að halla undan fæti, þó dregið hefði úr íbúðarbyggingum. Salan hefði enn verið lífleg og meðal annars hefðu þeir selt heilar bygging- ar fyrir byggingarfyrirtæki. Þá hefði verðbólga verið í fullum gangi og fólk orðið að fara varlega í kaupum og sölu. Hefði fasteign verið seld og önnur ekki keypt fyrr en til dæmis þremur mánuðum síðar, heði það þýtt tilfmnanlegt tjón. Annar vandi hefði verið við fasteignasöluna þá; sá að þegar selt hefði verið fyrir fólk, sem hefði verið að byggja eða stækka við sig, hefði það dregið í lengstu lög að selja og þannig náð að koma hinu upp. Á þeim tíma hefði einnig verið gefinn góður afsláttur fyrir mikla útborgun og menn hefðu ekki verið ginnkeyptir fyrir því að selja með miklum eftirstciðvum, enda hefðu þær verið óverðtryggðar. Eftir árið 1978 hefði lítið verið byggt á Brekkunni og við sölu íbúða og húsa í Glerár- hverfi hefði þeirrar hugsunar gætt „ hjá kaupendum, að verið væri að senda þá út í óbyggðir, er þeim voru boðnar íbúðir þar ytra. „Verðmunur á íbúðum á Akureyri og í Reykjavík hefur alltaf verið nokk- uð misjafn," sagði Pétur, „en að jafnaði má segja að fasteignir hafí verið 40 til 50% dýrari í Reykjavík en hér. Hluti af þessum verðmun „ stafar af því, að lóðir hér voru og eru ódýrari en syðra og sum bygging- arfyrirtæki, eins og Smári til dæmis, lögðu áherzlu á ódýrar byggingar og lágan kostnað með notkun nýtízku tækni. Hitt er líka staðreynd að Akur- eyri hefur verið láglaunasvæði miðað við Reykjavík, en nú eru að aukast aðeins tækifæri til vellaunaðrar vinnu með tilkomu útgerðar Oddeyrar hf. og hins nýja skips Samheija hf. Fasteignasala hér var lífleg á árun- um 1979 til 1981, en úr því fór að halla undan fæti og á árunum 1981 til 1985 fann maður mest fyrir lægð- inni héma, enda virtist þá vera fólksflótti úr bænum. Seinni hluta ársins 1984 var til dæmis miklu meira af íbúðum auglýst til leigu en eftir- spum nam og það gekk hreinlega illa að fá leigjendur og fyrirframborg- un var fátíð. Á þessum tíma gekk það ekki upp að selja húsnæði hér til að fjármagna kaup syðra og því leigðu menn fremur. Á þessu tíma- bili var útborgun í íbúðum 70 til 75% og erfíðlega gekk að selja með því móti. Um haustið 1983 fóru fast- eignnsalæ- á Akureyri því að lækka útborgunarhlutfallið og árið 1984 var það orðið algengast að útborgun væri 60% og eftirstöðvar verðtryggð- ar til 6 til 8 ára. Á síðasta ári fór sala lítilla íbúða að verða lífleg og þær hreinlega hurfu af markaðnum. Á þessu ári hafa stærri eignir farið að hreyfast og einbýlishús, en segja má að þau hafi verið seld á „gamla verðinu", það er á um 70% af verði hliðstæðra íbúða í Reykjavík. Nú er sem sagt töluverð eftirspurn eftir stærri eignum og eignum í milli- stærð, en dregið hefur úr eftirspurn- inni eftir litlu íbúðunum, meðfram vegna þess, að hinar nýju lánareglur liggja enn ekki Ijósar fyrir. Þetta nýja lánakerfi, sem gefur möguleika á láni allt að 70% af verði fasteigna, kallar á ákveðnar breyt- ingar. Með því hlýtur áhugi seljenda á því að lána eftirstöðvar í einhveijum mæli að minnka. Veð þeirra hlýtur að verða á eftir veði Húsnæðisstofn- unar. Því hefur það aftur í för með sér að kaupendur, sérstaklega smærri íbúða, þurfa að fjármagna megnið af þessum 30%, sem eftir standa, sjálfír með öðrum hætti en áður, það er með veði í íbúðinni, þar sem svig- rúm til veðsetningar skerðist að sama skapi og hlutur Húsnæðisstofnunar vex. Því hlýtur að verða að breyta viðmiðun veðhæfni frá brunabóta- mati til raunverulegs endursöluverðs til að auka þar svigrúm til lántöku. Annars verður útborgunarhlutfall jafnhátt og áður og jafnvel hærra. Ég hefði ekkert á móti því að við byggjum við svipað húsnæðislána- kerfi og nágrannaþjóðirnar, en tel að langt sé í land að það náist vegna gífurlegs kostnaðar við það í upphafi. Ég tel að það skipti ekki megin- máli að fólk endilega eigi sínar íbúðir, skuldlausar eða ekki, heldur að bú- seta sé tryggð og greiðslubyrði fari ekki úr hófí fram. Fólk notar yfirleitt ekki þá peninga, sem það á í hús- næði, til neins annars en hugsanlega að skipta um húsnæði. Þessir pening- ar eru því fastir og skila í raun mjög litlu notagildi. Við höfum búið við afskaplega vanþróað og erfitt hús- næðislánakerfi, sem hefur valdið fólki ómældum óþægindum og áhyggjum. Bozt væri að hægt væri að breyta því, hvemig sem það verður gert,“ sagði Pétur Jósefsson. Drengjaheimilið á Ástjörn 40 ára: 400 manns í veglegri veislu undir berum himni ÁSTIRNINGAR héldu upp á 40 ára afmæli drengjaheimilisins á Ástjörn í Kelduhverfi siðastliðinn laugardag, en heimilið er rekið af Sjónarhæðarsöfnuðinum á Akureyri. í sumar dvelja um 80 dreng- ir á Ástjörn og á laugardag voru um 400 manns í afmælisveislu þar undir berum himni í góðu veðri. Drengjaheimilið hefur vaxið og dafnað frá upphafi undir handleiðslu Guðs, segir Bogi Pétursson, en hann hefur verið forstöðumaður þess síðustu 27 sumrin og aldr- ei þegið laun fynr starf sitt. Drengjaheimilið á Ástjöm var stofnað af framtakssömum Eng- lendingi sem hafði þá köllun að þjóna Guði á þann hátt að boða íslenskum börnum kristna trú. Hann hét Arthur Gook og var bú- settur á Akureyri í mörg ár. Arthur kom að máli við landeiganda til að fala staðinn, sem er rétt austan Ásbyrgis, sagði landeigandinn: „Mörgum hef ég neitað, en bömun- um get ég ekki neitað." I upphafí var búið í einum göml- um hermannabragga en nú standa við Ástjöm nokkur reisuleg hús. Ifyrsta sumarið dvöldu aðeins fímm drengir í eina viku á Ástjöm, en þetta sumar eru 80 drengir þar um tveggja mánaða skeið. Morgunblaðsmenn heimsóttu Ástjörn á afmælisdaginn og greini- lega var þar mikið um að vera. Eftirvænting og gleði skinu úr hveiju andliti, jafnt ungu sem eldra, enda hafði dagsins verið beðið með óþreyju og ósk allra um gott veður hafði ræst. Drengimir voru svo spenntir að daglegir leikir sátu á hakanum fyrir umferðarstjórn og upplýsingum fyrir gestkomandi. Bogi Pétursson, forstöðumaður, gaf sér tíma til að spjalla við okkur eftir að hann hafði boðið gestum að veglegu veitingaborði, og skorið afmælistertuna. „Ég hef aldrei þeg- ið laun við vinnu mína hér, meðal annars vegna þess að skemmtilegra er að vinna verk sem maður fær ekki borgað fyrir. Starfíð sjálft hef- ur gefíð mér svo margt að það eru bestu launin,“ sagði Bogi. „I sumar eru hjá okkur 80 drengir á aldrinum 6 til 12 ára, og aðsókn er gífurleg. Enn höfum við ekki fengið þijá ættliði hingað en mikið er um ann- an ættlið. Staðurinn er stórkostleg- ur og starfíð í heild hefur orðið vinsælt. Guð hefur blessað þetta starf eins og sést á vexti þess á 40 árum. Það sem er lítið getur i Morffunblaðið/HG Veiðum þennan eftirár VEIÐIMENNSKAN er vissulega flestum í blóð borin, báðum kynjum og öllum aldursflokkum. Hún Helga litla var á vöru- bryggjunni á Akureyri um daginn ásamt fleiri ungmennum og renndi fyrir fisk með fagmannlegum handtökum. Aflinn reynd- ist að vísu ekki mikill og fiskarnir flestir af smærra taginu. Þessi fékk því frelsið aftur eins og reyndar megnið af aflanum og höfðu börnin á orði að rétt væri að koma ári seinna og veiða tittina, þegar þeir væru orðnir stærri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.