Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 191. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 28. AGUST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kamerún: Læknishjálp o g matur berast til nauðstaddra Yaounde, Kamerún, AP. MATUR OG læknishjálp bárust í gær þeim er fluttir höfðu verið frá hinu afskekkta hættusvæði í Norðvestur-Kamerún, eftir að eiturgufur urðu um 1600 manns að bana. Vísindamenn kanna nú orsakir slyssins. Sérstök nefnd hefur fengið það hlutverk að stjóma hjálparstarfínu sem hingað til hefur hvílt á hemum í Kamerún. Hersveitir fluttu um 3.000 manns burt af hættusvæðinu, en þær hafa átt í erfiðleikum því fólk hefur viljað snúa aftur til heim- kynna sinna. Stjómvöld hafa sent út viðvömn um að drykkjarvatn geti verið mengað og hefur hreint vatn verið sent til svæðisins, en þörf er á mun meira magni. Vatnið Nios, sem eiturgufumar stigu upp úr, var fagurblátt að lit en er nú rauðbrúnt og hafa verið tekin sýni úr því, sem síðan verða rannsök- uð. Flytja á lík nokkurra þeirra er létust í slysinu til höfuðborgarinnar Yaounde til krufningar. Stór hluti Kamerún er á eldfjalla- svæði og segja yfírvöld að athuga þurfí hvað teljast megi hættusvæði og reynt verði að fá fólk til að flytj- ast burt þaðan. Samgöngur em erfiðar við land- svæðið þar sem slysið varð og komst ísraelsk hjálparsveit sem lagði af stað þangað frá höfuðborginni á mánudag ekki á ákvörðunarstað fyrr en í gær. Gasleki í Svíþjóð Kaupmannahöfn, Ritzau. EITURGAS lagðist yfir hluta af bænum Sandvik skammt frá GSvle norður af Stokkhólmi eftir slys í málmverksmiðju í gærkvöldi. Íbúum var skipað að halda sig inn- an dyra, en engan virtist hafa sakað og dreifðist gasið fljótt fyrir vindum. Við mælingar reyndist nítriðgasið í andrúmslofti langt undir hættumörk- um. Umferð lesta var bönnuð um bæinn af ótta við að neistaflug ylli spreng- ingu. JSSðí -'r": Dauðir nautgripir liggja eins og hráviði á jörðinni eftir að eiturgasskýið hafði farið sem logi um akur. Vopnabúr sprakk í Kabúl: Eldsúlumar risu í 300 metra hæð AP/Símamynd Þjóðvarðliðar særast í sprengingu Sprengja sprakk á þjóðvegi skammt frá Bilbao á Spáni í þá mund sem jeppa var ekið hjá. A myndinni má sjá hvernig jeppinn var útleikinn eftir sprenginguna. Tveir þjóðvarðliðar voru í bifreiðinni og særðust báðir. Lögreglan hefur aðskilnaðarhreyfíngu Baska grunaða um að standa að baki verknaðinum. Islamabad, Pakistan, AP. STÓR skotfærageymsla sprakk í loft upp í Kabúl, höfuð- borg Afganistans, á þriðjudagskvöld. Miklar sprengingar sigldu í kjölfarið og stóðu þær yfir í fimm klst., að því er haft er eftir vestrænum sljórnarerindrekum. Svo virðist sem mikið mannfall hafí orðið í sprengingunum og telja erindrekarnir að skæruliðar eða andófsmenn innan kommúnista- stjómarinnar standi að baki henni. Stjómin segir að sprengingin hafi orðið fyrir handvömm hermanna. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu að skotfærageymsla 8. deild- ar afganska hersins hefði spmngið í loft upp og seint í gær hefði enn ekki tekist að hemja eldana. Þeir sögðu að eldsúlur hefðu ris- ið 300 m til himins eftir eina sprenginguna. Svepplaga reykský mynduðust yfír borginni þegar sprengingamar breiddust út til loft- varnastöðva og eldflaugar spmngu í loft upp. Stjómarerindrekarnir, sem yfír- leitt em traustir heimildarmenn um Suður-Afríka: Mestu óeirðir síðan neyðarlög voru sett Jóhannesarborg', AP. LOGREGLA skaut tólf svertingja til bana og að minnsta kosti sjötíu manns særðust í óeirðum í Soweto aðfaranótt gærdagsins, að því er segir í yfirlýsingu stjórnar Suður-Afríku. Andstæðingar aðskilnaðarstefnu stjórnar hvíta minnihlutans í Suð- ur-Afríku halda því fram að tuttugu menn hafí beðið bana í óeirðunum og hundrað særst. Þetta em mestu átök í landinu síðan neyðarástandi var lýst yfír fyrir tíu vikum. Mestu átökin vom í borginni White City fyrir utan Jóhannesar- borg og skaut lögregla af handahófi á reiðan múginn, segja sjónarvott- ar. í White City, sem er hluti af Soweto, búa um 1,5 milljónir manna við mikla fátækt. íbúar þar sögðu að óeirðirnar hefðu hafist vegna þess að óttast var að reka ætti fólk, sem ekki gæti borgað leigu, úr húsum sínum. Stjórnin hóf nýlega herferð gegn fólki, sem ekki er þess umkomið að borga leigu. Bæði íbúar og lögregla sögðu að ungmenni hefðu varpað gijóti og eldsprengjum að lögregiu og menn hefðu hlaupið milli húsa og hvatt fólk til að vera með. atburði í Afganistan, höfðu eftir sjónarvotti að hann hefði séð nokkra menn falla. Stjómin segir að ekkert manntjón hafí orðið. Vopnabúrið er í þéttbyggðu hverfí í Kabúl og því líklegt að margir hafí fallið, segja erindrekamir. Sjónarvottar sáu sjúkrabíla aka geyst til svæðisins og frá og fjöldi slökkviliðsbfla var kvaddur út. Miklir bardagar em nú milli skæmliða annars vegar og afg- anskra og sovékskra hermanna hins vegar skammt frá landamæmm Afganistans að Iran. Skæmliðar kváðust í gær hafa skotið niður fímm flugvélar. Bæði skæmliðar og afganska stjómin hafa greint frá átökunum undanfama daga í vesturhluta landsins. Fulltrúar skæmliða í Pakistan segja að þeir hafí fengið fregnir af miklum bardögum milli mörg þús- und manna. Uganda lokar landamærum að Súdan: Tvær milljónir gætu soltið í hel Kampala, Khartoum, Róm, AP. INNANRÍKISRÁÐHERRA Uganda, Kiiza Besigye, stað- festi í gær að stjórn landsins hefði lokað landamærunum að Súdan vegna þess að stjórnin í Khartoum styddi skæru- liða, sem berðust gegn stjórn Uganda. Stjóm Súdan hefur neitað þess- um ásökunum og kveðst Sidahmed El-Hussein, innanríkisráðherra, vilja góð samskipti við Uganda. Björgunarmenn segja að nú sé eng- in leið að koma vistum til bág- staddra í suðurhluta Súdan vegna þess að landamærin em lokuð. Skæmliðar ráða yfir þessum hluta Súdan og var eina leiðin þangað um landamærin að Uganda. James Ingham, talsmaður hjálp- arstofnunar sem flytur mat til hungraðra og bágstaddra, sagði að tvær milljónir manna gætu soltið í hel í suðurhluta Súdan vegna lang- varandi þurrka ef ekkert yrði aðhafst til að opna aftur landa- mæri Uganda og Súdan. Hann sagði að 18.000 tonn af mat væm geymd við landamærin og ökumenn tvö hundmð flutninga- bifreiða biðu þess að geta ekið vistunum til Súdan. Til að bæta á hörmungar íbúa í Suður-Súdan er nú hafinn engi- sprettufaraldur þar. Hin opinbera fréttastofa landsins, SUNA, greindi frá því að engisprettufaraldurinn hefði breiðst út frá Eþíópíu í síðustu viku og væri kominn um 5 km inn í landið. Mörg ríki í Afríku hafa undan- farið átt við engisprettufaraldur að stríða. Sjá einnig grein á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.