Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 15 Félagar úr Lionsklúbbnum Þór afhcnda sniásjána. Lionsklúbburinn Þór: Af henti Landspít- alanum smásjá að gjöf Lionsklúbbiirinn Þór i Reykjavík færði nýverið Land- spítalanum sinásjá að gjöf. Smásjáin er sérstaklega gerð til athugana á lifandi vefjum og lif- andi frumum og verður notuð við atliuganir á ræktuðum æðafrum- um, bæði æðaþelsfrumum og slótt- um vöðvafrumum í rannsóknar- verkefni, sem miðar að því að varpa ljósi á prostagladinframleiðslu þess- ara fruma. Þær rannsóknirtengjast ýmsum gnmdvallarspurningum, sem snerta orsakir og meingerð æðakölkunar. (Fréttatilkyiiniiig) áður en umtalsverðar lækkanir urðu á olíu. Ekkert bendir því til annars en að áframhaldandi aukning verði á ferðum erlendra manna til Is- lands, svo og ferðum okkar sjálfra um eigið land. En í allri viðleitni okkar til að ná til okkar gulli ferða- mannsins skulum við þó ávallt hafa í huga að við eigum önnur og meiri verðmæti sem ekki má spilla. Þessi verðmæti eru hreint og ómengað ísland sem okkur ber að varðveita í hvívetna. Það eru forréttindi að vera íslendingur í dag. Að lokum vil ég þakka forráða- mönnum Fjórðungssambands Vestfírðinga fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að koma á fund ykkar til að fjalla um íslensk ferðamál. Ég vona að ykkur megi takast að verða sem mest og best samstiga við uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Höfundur er ferðamáJastjórí. Patreksfj örður: Kaupa 200 tonna bát frá Portúgal Hraðfrystihús Patreksfjarð- ar hf. hefur fest kaup á rúmlega 200 tonna línu- og rækjuveiðabát í Portúgal fyrir 70 milljónir króna. „Ég tel mig hafa gert mjög góð kaup“ sagði Jens Valdimars- son framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Patreksíjarðar í samtali við Morgunblaðið. Skipið var sjósett í janúar 1985 og hef- ur undanfarna mánuði verið á rækjuveiðum frá Ginea-Bissau í Afriku. Skipið er væntanlegt til landsins í lok október eftir að endurbætur hafa farið fram á því svo það henti íslenskum aðstæð- um. Verður það búið til línuveiða, styrkt til siglinga í ís, öryggis- búnaður aðlagaður íslenskum kröfum og íbúðir bættar. Aðalvél skipsins er 1200 hestöfl og sigl- ingatæki fullkomin. í staðinn lætur útgerðin 20 ára gamalt skip, Þrym BA 7, sem var úrelt. Ekki má flytja inn skip nema annað sé tekið úr notkun í staðinn. Nýja skipið má aðeins vera 10% eða 20 tonnum stærra en það gamla. Þrymur verður að vera farinn af skipaskrá 1. októ- ber, en ekki er fullljóst hvort hann verður seldur í brotajárn eða til Portúgals. Fiskveiðasjóður lánar 60% af kaupverði nýja skipsins, en 40% er fjármagnað af útgerðinni. Að sögn Jens var ráðist í kaup- in þar sem menn stóðu frammi fyrir því að Þrymur þurfti að fara-í 20 ára flokkunarviðgerð, sem hefði kostað 25 til 30 milljón- ir. Því hefði fremur verið ráðist í að kaupa nýtt skip. Þá sagði hann að það hefði nánast verið tilviljun hvemig þeir hafí náð í þetta skip í Portúgal en þeir leit- að fyrir sér um skip frá því um áramót. Nýja skipið á að fara á línu- veiðar þegar það kemur til landsins, en nokkuð er eftir af kvóta Þryms, auk þess sem helm- ingur línuafla er utan kvóta frá nóvember til febrúar. Hráefnis- skortur hefur verið hjá Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar í sumar vegna þess að togari fyrirtækis- ins hefur verið í 12 ára flokkunar- viðgerð. Sagði Jens að það hafí valdið erfiðleikum í rekstri, en reksturinn hafi gengið mjög vel fyrstu fímm mánuði ársins. Már Elísson hjá Fiskveiðasjóði sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki lægju margar umsóknir um kaup á skipum fyrir hjá sjóðn- um. Það væru aðallega smærri skip sem væru keypt. Sjóðurinn lánar nú 60% af kaupverði skipa sem ekki era eldri en 4 ára, er- lendis frá, en 65% af verði skipa sem era smíðuð innanlands. Séð yfir Hornvík nýtingu þess áhrærir er það skoðun mín að fyrst og fremst eigi að skipu- leggja gönguferðir um þessar slóðir, svo og ferðir á hestum á vissum stöðum. r Uppbygging ferðamála á Vest- fjörðum á að verulegu leyti að miðast við rekstur skoðunarferða á reglubundnum grundvelli, bæði stuttra ferða og lengri, frá flugvöll- um á svæðinu eða þeim stöðum sem flugvellir eru í næsta nágrenni við. Vitaskuld verður einnig að bjóða upp á reglubundnar ferðir frá öðr- um landshlutum, og þá fyrst og fremst Reykjavík, þar sem Vest- firðir eru e.t.v. viðkomustaður ; lengri ferð. í þessu tilliti má ekki gleyma því að ekki hefja allir ferða- menn ferð sína í höfuðborginni og á það sérstaklega við um innlenda ferðamenn. Eins og fyrr segir er bygging tjaldsvæða aðkallandi, en einnig ber að leggja mikla áherslu á að skipuleggja gistingu í heima- húsum og á sveitabýlum. Tvær myndarlegar gistimiðstöðvar þarf að reisa, í Vatnsfírði og á Isafirði, eða líklega þó fremur í nágrenni við ísafjörð, í líkingu við þjónustu- miðstöðina í Skaftafelli. Einnig mætti hugsa sér minni miðstöðvar á öðrum stöðum. Síðast en ekki síst verður að bæta samgöngur bæði í lofti og á láði eins og frek- ast er kostur. Stærsta atvinnu- grein Vestfjarða Varðandi uppbyggingu og skipu- lag aukinnar ferðaþjónustu í Vestfjarðakjördæmi ráðlegg ég ykkur eindregið að hefjast nú þegar handa við að gera almenna úttekt á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru, án tillits til hvort vilji sé í dag fyrir frekari framkvæmdum að þeirri úttekt lokinni, enda gætu nið- urstöður slíkrar frumkönnunar orðið þær að ekki væri fjárhagsleg- ur grundvöllur né áhugi af öðrum orsökum á frekari aðgerðum. Ég er þó sannfærður um að þið komist að gagnstæðri niðurstöðu, miðað við að langtímasjónarmið séu höfð í huga. Að slíkri könnun lokinni er tiltölulega auðvelt að gera sér grein fyrir á hvaða sviðum þurfi sérstak- lega úr að bæta og í framhaldi af því kemur að ákvarðanatöku varð- andi hvar, hvernig og hvenær skuli síðan að verkum staðið. Vitaskuld kostar slík undirbúningsvinna nokkuð fjármagn, svo og að sjálf- sögðu þær framkvæmdir sem hugsanlega verður ákveðið að ráð- ast í, en fyrsta skrefíð ætti ekki að verða Fjórðungssamandi Vest- fj'arða ofviða fjárhagslega. Það skal sannarlega ekki standa á mér að veita þau ráð og leiðbeiningar, sem ég hefi vit og kunnáttu til, í þessu máli. En hver verður framþróun íslenskrar ferðaþjónustu á næstu árum? Má búast við áframhaldandi aukningu í líkingu við það sem ver- ið hefur undanfarin ár? Um þetta getur vitaskuld enginn lifandi mað- ur sagt neitt með vissu, enda geta margvíslegir atburðir, sem ekki lúta okkar stjórn, orsakað stöðnun, minnkun eða jafnvél algjört hrun. í þessu tilliti er ferðaþjónustan þó ekki í einu frábrugðin öðrum at- vinnuvegum okkar Islendinga, eins og við höfum alltof mörg dæmi um frá liðnum árum. Vinnutími íbúa jarðarinnar mun halda áfram að styttast og tekjur munu vaxa. Hvort tveggja kallar á aukin ferðalög. Staðreyndin er sú að atvinnugreinin ferðaþjónusta er í dag stærsti at- vinnuvegur veraldarinnar hvað veltu áhrærir, en var í öðru sæti Salix kojurnar frá Viöju eru sterkar, stílhreinar og rúma jafnt unga sem aldna. Henta jafnt heima sem í sumarbústaðnum. Fáanlegar í hvítu og beyki. HÚSGAGNAVERSLUNIN VIÐJA Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 Þar sem góðu kaupin gerast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.