Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 41 Ingveldur Ragna, föðursystir mín, er látin. Nú morgnar ekki lengur í heimi dægurskila. Nóttin hefur lagst yfir þjáðan líkama, losað hann úr helsi sínu og veitt honum hvíld. Kveðju- stundin er í lok sumars, einmitt þegar degi er tekið að halla og gróð- ur fer að búa sig undir vetrarsvefn. Það má segja að ka.ll Ingveldar komi á táknrænum árstíma; hún slæst í för með sumrinu. Líf hennar hefur leitað upphafs síns, til skapar- ans sem gaf henni það. Huggun er á sorgarstundu að minnast þess að grundvöllur kristinnar trúar byggist á upprisu Jesú, sigri hans yfir dauð- anum. Hann sýndi okkur fram á að lífinu lyki ekki við líkamsdauð- ann, það væri eilíft. Ingveldur hefur því aðeins lagt upp í för á undan okkur hinum. I fáum orðum er erfitt að draga upp mynd af þeirri persónu sem Ingveldur hafði að geyma. Ættingj- ar og vinir þekktu hana hver á sinn hátt. Sumir lögðu sig fram um að kynnast henni náið en aðrir ekki. Þannig er það í mannlegum sam- skiptum; fólk kynnist misjafnlega vel. Fyrir mér var Ingveldur hæ- versk og geðug — og stundum dálítið sérlunduð. Hún var myndar- leg ásýndum og það var reisn yfir henni. Þegar dauðinn ber að dymm leita minningar fram í huga þeirra sem eftir standa. Eistu minningabrot mín eru tengd æskudögunum. Það þótti alltaf tíðindum sæta heima á Hellissandi þegar þau Ingveldur og Þorbjörn, maður hennar, komu í heimsókn til að vitja æskustöðv- anna og hitta skyldmennin. Þá áttu þau heima á Akranesi en þar bjuggu þau allan sinn búskap. Gaman var að spjalla við þessa aufúsugesti sem maður sá sjaldan en heyrði mikið talað um. Þau voru einstaklega samhent í einu og öllu og það fór ekki framhjá neinum að miklir kærleikar voru með þeim. Við börnin fórum ekki varhluta af því sem þau höfðu að gefa. Þau gáfu sér aíltaf góðan tíma til að ræða við okkur, sýna okkur sam- kennd og uppörva. Og ekki dró úr vináttunni þegar Þorbjörn bauð okkur krökkunum í ökuferð um þorpið og stundum lengra. Sjálfum varð þeim Ingveldi engra barna auðið. Eg var átta ára þegar Inga og Bjössi, eins og þau voru alltaf köll- uð, buðu mér að dveljast hjá sér hluta úr sumri á Akranesi. Það var í fyrsta sinn sem strákur með lítið hjarta dvaldist fjarri ljölskyldu sinni. Svo vel tókst til að því var ekki tekið með glöðum hug að fara frá Akranesi aftur. Fyrir fimm áium missti Inga hann Bjössa sinn, — tryggasta ást- vininn. Hann hné niður örendur, eins og klippt hefði verið á streng. Allt í einu stóð hún ein eftir. Upp frá þeirri stundu þurfti líf hennar að taka nýja stefnu. Nú var enginn Bjössi til að halla sér að og deila lífinu með. Hún seldi húsið sem þau höfðu byggt sér og fluttist til Hafn- arijarðar og bjó þar síðustu æviárin í nágrenni við Kristínu, eina eftirlif- andi systkini sitt, og fjölskyldu Minningarorð: Ingveldur Edvards- dóttirfrá Hellissandi Hjólreiða- dagur í Mos- fellssveit JC Mosfellssveit gengst fyrir hjólreiðadegi laugardaginn 30. ágúst í samvinnu við lögregluna. Tilgangurinn er að veita börnum á aldrinum 7 til 14 ára tækifæri til að sýna færni sina á reiðhjólum en einnig er þess vænst að fullorðn- ir dragi fram hjólhesta sína í tilefni dagsins. Dagskráin hefst við bamaskólann klukkan 13.00 en þá koma bömin með hjólin til skoðunar og skrá sig í keppnina. Aðeins verður hægt að keppa á þeim hjólum sem standast skoðun. Keppnin sjálf hefst klukkan 14.00. Keppt verður í tveimur grein- um, hjólaralli og hjólreiðaleikni. Veitt verða þrenn verðlaun í hvorri grein en allir þátttakendur fá veifur í viður- kenningarskyni. Eftir keppnina klukkan 16.00 verð- ur hjólað í fylgd lögreglunnar um sveitina og vill JC Mosfellssveit hvetja foreldra til að vera með. Ferðinni lýk- ur í bamaskólanum þar sem verðlaun verða afhent og boðið upp á veitingar. (Fréttatilkynning) Sign'ðar Olivei-sdóttur sem var" henni stoð og stytta í veikindunum. Án þessara vina sinna hefði Inga aldrei getað haldið heimili ein. Þær systurnar vom mjög samrýndar, hittust nær daglega og styttu hvor annarri stundir. Við fráfall Ingu hefur því Kristín misst mikið en huggun er þó að hún á tengdadótt- ur og barnalxirn í næsta nágrenni sem hafa reynst henni vel — að ógleymdri ijölskyldu Sigríðar. Eftir að heilsu Ingu hrakaði vemlega og hún komst ekki lengur ferða sinna. sá Sigríður um öll innkaup fyrir hana, jafnframt því að aka henni til læknis þegar þess þurfti með og fylgjast með henni á spítala. Mikið og fómfúst starf hefur hún og hennar fólk lagt á sig. Nokkmm sinnum kom ég til Ingu eftir að hún settist að í Hafnar- firði. Alltaf mætti manni sama vinsamlega viðmótið og fyrmm. Það vom bornar fram veitingar og spurt frétta af nánustu ættingjum. Hún hafði mikinn áhuga á að fylgj- ast með hvernig fólkinu okkar vegnaði en minntist aldrei á sín eigin veikindi að fyrra bragði. En nú verða heimsóknirnar ekki fleiri. Þessi mæta kona verður bor- in til moldar í Akranesskirkjugarði í dag og mun þar hvíla við hlið þess vinar sem hún unni mest. Ekki hefði ég trúað því sumarið 1981, nokkmm vikum áður en Bjössi dó, þegar ég dvaldist hjá þeim hjónum uppi á Skaga að ég ætti eftir að fylgja þeim báðum til grafar á þessum stutta tíma sem j liðinn er síðan. En lífið er hverfult og maður verður að kyngja stað- reyndum. Allar samvemstundir, sem ætt- ingjar og vinir áttu með þeim Ingu og Bjössa, verða verðmætar í end- urminningunni. Eftir lifa einungis bjartar minningar um manneskjur sem bámst ekki á í lífi sínu og höfðu gott eitt að gefa öðmm. Það em eftirsóttir og göfugir verðleik- ar. Þess vegna þótti öllum vænt um þau og þess vegna vom þau virt. Guð blessi minningu þeirra. Eðvarð Ingólfsson Fædd 21. marz 1920 Dáin 20. ágúst 1986 I dag fer fram ftá Akraneskirkju útför Ingveldar Edvardsdóttur frá Hellissandi, en hún andaðist í Borg- arspítalanum 20. ágúst sl. eftir langvarandi veikindi. Ingveldur fæddist á Hellissandi 21. marz 1920. Forcldrar hennar vom hjónin Edvard Einarsson, verkstjóri og fiskimatsmaður, sem fæddiist í Fagurey á Breiðafirði og Stefanía Kristjánsdóttir, en hún var fædd í Miðhúsum á Vatnsleysu- strönd, en var uppalin í Bjarneyjum og Fagurey. Þau hjón áttu átta börn og var Ingveldur sjötta í röð- inni. Elst var Ingibjörg, sem dó rúmlega tvítug. Næst er Kristín, sem búsett er í Hafnarfirði og er hún nú ein eftirlifandi þeirra systk- ina. Næst Kristínu var Lovísa, sem var húsmóðir bæði í Reykjavík og á Akranesi, þá Einar, sem lést á 1. aldursári, síðan kom Tryggvi, sem var vömbifreiðastjóri á Helliss- andi, þá Ingveldur, sem hér er minnst, síðan Steinþór sjómaður, dmkknaði ungur og loks Ingólfur, sem einnig var sjómaður og búsett- ur á Hellissandi. Edvard faðir Ingveldar var áður kvæntur Hlíf Felixdóttur, en missti hana frá tveimur bömum, Klöm, sem dó ung, og Felix, sem lengi bjó á Akranesi. Ingveldur ólst upp í foreldrahús- um á Hellissandi, en fór þegar sem unglingur til Reykjavíkur til að vinna fyrir sér svo sem þá var títt um flesta jafnaldra hennar. Átti hún síðan heima í Reykjavík í nokkur ár. Ingveldur kvæntist sveitunga sínum, Þorbirni Guðmundssyni frá Hellissandi, og stofnuðu þau sitt heimili á Akranesi í kringum 1950. Bjuggu þau þar síðan allan sinn búskap. Þorbjörn kynntist sjó- mennskunni þegar í bemsku, eins og flestir ungir menn á Hellissandi á þeim tíma. Faðii- hans var sjómað- ur og sjálfur sótti Þorbjöm sjóinn alla tíð. Hann var sérstakur dugn- aðarmaður til verka og því ávallt í góðu skipsrúmi. Þorbjörn varð bráðkvaddur 30. september 1981. Hann var að halda á veiðar frá Akranesi með skipinu Sigurfara, þar sem hann var háseti, er hann hné niður við skipshlið og var örend- ur. Andlát Þorbjörns varð Ingveldi mikið áfall. Hún hafði þá þegar kennt þess sjúkdóms, sem varð henni að alduitila. Hún flutti skömmu síðar til Hafnarfjarðar, þar sem hún átti síðan heima til dauða- dags. Ingveldur var kona fríð sýnum, tápmikil og glaðvær í framgöngu. Hún bjó yfir góðri kímnigáfu og var auðfúsugestur í vinahópi. Þau Þorbjörn voru mjög samhent um alla hluti. Bæði voru þau einstak- lega gestrisin og ti-yggir vinir vina sinna. Artarsemi við skyldmenni og vini var þeim í blóð borin. Á heim- ili þeirra ríkti í senn hlýja og rausn og þangað var gott að koma. Þeim varð ekki barna auðið en vom bæði einstaklega bai-ngóð. Þess nutu börn og barnabörn systkina þeirra beggja í ríkum mæli. Þau vom tíðir gestir á heimili þeirra Ingu og Bjössa og einstaka þeirra dvaldist þar í lengri tíma. Síðustu árin átti Ingveldur við mikla vanheilsu að stríða. Hún varð tíðum að dvelja í sjúkrahúsum í Iengri eða skemmri tíma. Þegar af henni bráði reyndi hún að taka gleði sína á ný og sjá fremur þær hliðar lífsins, sem vekja mönnum bros, heldur en hinar, sem dmngi og dapurleiki fylgir. Hún héit í lífsvon- ina til hinstu stundar og þrátt fyrir allt kom andlát hennar ástvinum hennar á óvait. Eg og kona mín og börnin okkar þökkum að leiðarlokum Ingu alla hennar tiyggð og artarsemi og biðj- um guð að blessa minningu hennar. Árni Grétar Finnsson TJöfðar til X-Lfólks í öllum starfsgremum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.