Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUR 28. ÁUÚST 1986 53 • Sebastian Coe keppir f 800 m hlaupi f dag. Hann er Ifklegur til afreka og segist vera f góðri æfingu. „Yrði svekktur ef ég færi heim án verðlauna" - segir Sebastian Coe sem keppir í800 m hlaupi ídag Stuttgart, frá Ágústi Asgeirssyni, bladamanni Morgunbladsins: „ÉG HEF allt að vinna og engu að tapa og yrði svekktur ef ég STUTTGART 1986 Tvöfaldur austur-þýskur sigur f kúluvarpi kvenna Stuttgart, frá Ágúmti Ásgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðmins. HORÐ keppni var háð um verð- laun í kúluvarpi kvenna, en í næstsfðustu umferð tryggði Ines Muller, Austur-Þýskalandi, sér tvöfaldan sigur og hafði verð- launasæti af vestur-þýzku stúlk- unni Claudiu Losch, sem naut góðs stuðnings heimamanna. Gullverðlaunin fóru einnig til Austur-Þýskalands f Aþenu 1982 er lliana Slupianek vann með betri árangri en nú náðist. Kúluvarpið var mjög spennandi og sentimetrastríðið mikið. Breytt- ist innbyrðis röð keppenda margsinnis, en Heidi Krieger náði þó sigurkastinu í fyrstu umferð. Gamla kempan Helena Fibing- erova, sem er 37 ára, má muna sinn fífil fegri. Hún hefur margsinn- is staðið á verðlaunapalli, en varð nú 10. með 18,48 metra. Hún hafði kastað 20,80 skömmu fyrir mótið. Þá veldur frammistaöa Nataliu Lissowskaja frá Sovétríkjunum vonbrigöum. Hún var með beztan árangur kependa, 21,70 metra, í sumar, en varð 9. með 18,95 metra. Úrslitin: Heidi Krieger, A-Þýskal. 21,10 Ines Múller, A-Þýskal. 20,81 Natalia Achrimenko, Sovót. 20,68 Claudia Losch, V-Þýskal. 20,54 Heike Hartwig, A-Þýskal. 20,14 Nunu Abaschidse, Sovét. 19,99 Iris Plotzitzka, V-Þýskal. 19,26 Mihaela Loghin, Rúmeníu 19,15 Maraþon kvenna: Rosa Mota með mikla yfirburði Stuttgart, frá Ágústi Ásgeirssyni, bladamanni Morgunblaðsins. Golfmót UM NÆSTU helgi verða nokkur golfmót eins og venjulega um helgar. Á Höfn f Hornarfirði verður opið haustmót þar sem leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Flugleiðir veita 25% afslátt af flugi á staðinn og hægt verður að fá gistingu í tveggja manna herbergi fyr- ir 900 krónur á Hótel Höfn og er morgunverður inni f þvf verði. Góð aukaverðlaun verða og má nefna kút fullan af marineraðri síld og humar- öskju auk frímiða ef menn ná að fara holu í höggi. Hjá Keili fer fram opið mót sem þeir kalla „Old Charm" og er þar keppt í karla- og kvennaflokki. Leikfyrirkomulag er 7/s Staþleford-punktar og hægt er að skrá sig í síma 53360. Á sama stað verður drengjamót á laugardaginn og er það fyrir 16 ára og yngri. Ræst verður út frá klukkan 9 árdegis. Nesklúbbur verður með opið öldungamót á laugardag- inn og verður ræst út frá klukkan 9 árdegis og leiknar verða 18 holur. PORTUGALSKA stúlkan Rosa Mota hafði mikla yfirburði í mara- þonhlaupi kvenna. Hún tók forystu strax við rásmarkið og héit henni alia leið. Önnur varð ítalska stúlkan Laura Fogli, en þær Mota urðu einnig fyrstar í mark fyrir fjórum árum. Fyrstu 20 kílómetrana fékk Mota keppni frá hollensku stúlk- unni Carla Beurskens, en hún varð að stoppa nokkrum sinnum eftir það og skjótast inn á náðhús með- fram hlaupaleiðinni og féll á síðustu kílómetrunum niður í 7. sæti. Mota og Fogli hafa verið í fremstu röð maraþonkvenna um langt árabil og eiga þriöja besta árangur frá upphafi í greininni. Áhorfendur fögnuðu Mota vel og innilega er hún hljóp inn á leik- vanginn eftir rúmra 42 km hlaup, en hún birtist nákvæmlega á því augnabliki sem Einar Vilhjálmsson tók síöasta kast sitt í forkeppni spjótkastsins. Rosa Mota setti nýtt meistaramótsmet, bætti ár- angur sinn frá í Aþenu um tæpar 8 mínútur. Keppt var öðru sinni í maraþonhlaupi á Evrópumeistara- mótinu. Alls hóf 31 kona keppni en 8 luku henni ekki, m.a. dönsk stúlka sem lengi var framarlega. Heimsmethafinn Ingrid Krist- iansen Noregi var ekki meðal keppenda þar sem hún einbeitir sér að 10 km hlaupinu. Dregur það óneitanlega úr sigri Mota. Röð efstu keppenda varð: Rosa Mota Portúgal 2.28:38 Laura Fogli ítaliu 2.32:52 J. Chramenkowa Sovétríkjunum 2.34:18 Sinikka Keskitalo Finnlandi 2.34:31 Jocelyne Villeton Frakklandi 2.35:17 Bente Moe Noregi 2.35:34 Carla Beruskens Hollandi 2.39:05 Paola Moro ítaliu 2.39:19 færi heim án verðlauna,11 sagði Sebastian Coe á fundi með blaða- mönnum en nú stefnir í mikið einvígi þeirra Steve Cram í 800 metra hlaupinu á Evrópumeist- aramótinu í dag. Coe er heimsmethafi í 800 metr- um en hefur aldrei sigrað í grein- inni á stórmóti. Á Evrópumótinu í Prag 1978 varð hann þriðji á eftir Austur-Þjóðverjanum Olaf Beyer, sem sigraði fremur óvænt, og landa sínum Steve Ovett. Coe var þá nýbúinn að setja heimsmet. Fyrir fjórum árum í Aþenu hrjáði lasleiki Coe og þótt hann hefði margra metra forystu þegar 100 metrar voru í mark entust honum ekki kraftar og öllum á óvart sigr- aði algjörlega óþekktur Vestur- Þjóðverji. Fór Coe heim með silfur og var lagður inn á sjúkrahús. Vegna heilsuleysis varð Coe að hætta keppni á samveldisleikunum fyrir mánuði. „Ég er hins vegar stálhress núna og tilbúinn í slag- inn,“ sagði hann og það var greinilegt í undanrásum og milli- riðlunum í gær og fyrradag að það þarf afburðamann til að sigra Coe. Sá hlaupari, sem verður Coe erfiðastur, er landi hans Steve Cram, sem er Evrópu- og heims- meistari í 1500 metrum. Cram er með bezta árangur keppenda í ár og riðlakeppnin virtist honum afar auðveld. Hann er mjög góður endasprettsmaöur og þeir Coe eru einu keppendurnir í úrslitunum, sem talizt geta afburða hlauparar. Oft hafa úrslit þó orðið óvænt í 800 metrunum og gera Vestur- Þjóðverjar sér vonir um að Peter Braun, Evrópumeistarinn innan- húss, eða Matthias Assmann, sem' er frá Stuttgart, veröi senuþjófar. Morgunblaöiö/Einar Falur • ión Grótar Hafsteinsson var sigursæll á mótinu. Hann sigraði í 60 m, 200 m og 400 m hlaupi og varð annar í langstökki. Islandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum UM HELGINA fór fram á iþrótta- vellinum í Kópavogi íslandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum. Keppendur á mótinu voru 80 tals- ins frá 6 aðildarfélögum ÍF og komu þeir úr röðum þroskaheftra og hreyfihamlaðra. í flokki hreyfi- hamiaðra var keppt f sitjandi og standandi flokkum, en í flokki þroskaheftra var keppendum skipt i þrjá flokka eftir fyrri árangri, þannig að í 1. flokki voru þeir sem sýnt höfðu bestan árangur en í 3. flokki voru þeir sem lakast höfðu staðið sig. Bestum árangri í einstökum greinum náðu eftirtaldir: Þroskaheftir: Konur: 60 m hlaup: Lilja Pétursdóttir Ösp, 10,08 200 m hlaup: Lilja Pétursdóttir Ösp, 35,30 400 m hlaup: Sigrún H. Hrafnsdóttir Ösp, 1.34,5 Langstökk: Bára B. Erlingsdóttir Ösp, 3,54 Hástökk: Sigrún H. Hrafnsdóttir Ösp, 1,30 Kúluvarp: Rós M. Benediktsdóttir Björk, 6,47 Boltakast: Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, 30,14 Boðhlaup 6x60 m: SveitAspar 1.11,23 Karlar: 60 m hlaup: Jón G. Hafsteinsson Ösp 9,07 200 m hlaup: Jón G. Hafsteinsson Ösp, 27,0 400 m hlaup: Jón G. Hafsteinsson Ösp, 1.03,1 Langstökk: Aöalsteinn Friðjónsson Eik, 4,37 Hástökk: Aðalsteinn Friöjónsson Eik, 1,35 Kúluvarp: Jósef ólafsson Ösp, 10,47 Boltakast: Halldór Bj. Pálmason Gáska, 36,40 Boðhlaup 6x60 m: Sveit Aspar 1.08,2 Hreyfihamlaðir 100 m hlaup karla: Haukur Gunnarsson ÍFR, 13,1 200 m hlaup karla: Haukur Gunnarsson ÍFR, 26,45 400 m hlaup karla: Haukur Gunnarsson ÍFR, 1.03,6 Kúluvarp karla, sitjandi flokkur Reynir Kristófersson ÍFR, 6,83 Kringlukast karla, sitjandi flokkur Reynir Kristófersson IFR, 20,12 Spjótkast karla, sitjandi flokkur ReynirKristóferssonÍFR, 15,14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.