Morgunblaðið - 28.08.1986, Síða 53

Morgunblaðið - 28.08.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUR 28. ÁUÚST 1986 53 • Sebastian Coe keppir f 800 m hlaupi f dag. Hann er Ifklegur til afreka og segist vera f góðri æfingu. „Yrði svekktur ef ég færi heim án verðlauna" - segir Sebastian Coe sem keppir í800 m hlaupi ídag Stuttgart, frá Ágústi Asgeirssyni, bladamanni Morgunbladsins: „ÉG HEF allt að vinna og engu að tapa og yrði svekktur ef ég STUTTGART 1986 Tvöfaldur austur-þýskur sigur f kúluvarpi kvenna Stuttgart, frá Ágúmti Ásgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðmins. HORÐ keppni var háð um verð- laun í kúluvarpi kvenna, en í næstsfðustu umferð tryggði Ines Muller, Austur-Þýskalandi, sér tvöfaldan sigur og hafði verð- launasæti af vestur-þýzku stúlk- unni Claudiu Losch, sem naut góðs stuðnings heimamanna. Gullverðlaunin fóru einnig til Austur-Þýskalands f Aþenu 1982 er lliana Slupianek vann með betri árangri en nú náðist. Kúluvarpið var mjög spennandi og sentimetrastríðið mikið. Breytt- ist innbyrðis röð keppenda margsinnis, en Heidi Krieger náði þó sigurkastinu í fyrstu umferð. Gamla kempan Helena Fibing- erova, sem er 37 ára, má muna sinn fífil fegri. Hún hefur margsinn- is staðið á verðlaunapalli, en varð nú 10. með 18,48 metra. Hún hafði kastað 20,80 skömmu fyrir mótið. Þá veldur frammistaöa Nataliu Lissowskaja frá Sovétríkjunum vonbrigöum. Hún var með beztan árangur kependa, 21,70 metra, í sumar, en varð 9. með 18,95 metra. Úrslitin: Heidi Krieger, A-Þýskal. 21,10 Ines Múller, A-Þýskal. 20,81 Natalia Achrimenko, Sovót. 20,68 Claudia Losch, V-Þýskal. 20,54 Heike Hartwig, A-Þýskal. 20,14 Nunu Abaschidse, Sovét. 19,99 Iris Plotzitzka, V-Þýskal. 19,26 Mihaela Loghin, Rúmeníu 19,15 Maraþon kvenna: Rosa Mota með mikla yfirburði Stuttgart, frá Ágústi Ásgeirssyni, bladamanni Morgunblaðsins. Golfmót UM NÆSTU helgi verða nokkur golfmót eins og venjulega um helgar. Á Höfn f Hornarfirði verður opið haustmót þar sem leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Flugleiðir veita 25% afslátt af flugi á staðinn og hægt verður að fá gistingu í tveggja manna herbergi fyr- ir 900 krónur á Hótel Höfn og er morgunverður inni f þvf verði. Góð aukaverðlaun verða og má nefna kút fullan af marineraðri síld og humar- öskju auk frímiða ef menn ná að fara holu í höggi. Hjá Keili fer fram opið mót sem þeir kalla „Old Charm" og er þar keppt í karla- og kvennaflokki. Leikfyrirkomulag er 7/s Staþleford-punktar og hægt er að skrá sig í síma 53360. Á sama stað verður drengjamót á laugardaginn og er það fyrir 16 ára og yngri. Ræst verður út frá klukkan 9 árdegis. Nesklúbbur verður með opið öldungamót á laugardag- inn og verður ræst út frá klukkan 9 árdegis og leiknar verða 18 holur. PORTUGALSKA stúlkan Rosa Mota hafði mikla yfirburði í mara- þonhlaupi kvenna. Hún tók forystu strax við rásmarkið og héit henni alia leið. Önnur varð ítalska stúlkan Laura Fogli, en þær Mota urðu einnig fyrstar í mark fyrir fjórum árum. Fyrstu 20 kílómetrana fékk Mota keppni frá hollensku stúlk- unni Carla Beurskens, en hún varð að stoppa nokkrum sinnum eftir það og skjótast inn á náðhús með- fram hlaupaleiðinni og féll á síðustu kílómetrunum niður í 7. sæti. Mota og Fogli hafa verið í fremstu röð maraþonkvenna um langt árabil og eiga þriöja besta árangur frá upphafi í greininni. Áhorfendur fögnuðu Mota vel og innilega er hún hljóp inn á leik- vanginn eftir rúmra 42 km hlaup, en hún birtist nákvæmlega á því augnabliki sem Einar Vilhjálmsson tók síöasta kast sitt í forkeppni spjótkastsins. Rosa Mota setti nýtt meistaramótsmet, bætti ár- angur sinn frá í Aþenu um tæpar 8 mínútur. Keppt var öðru sinni í maraþonhlaupi á Evrópumeistara- mótinu. Alls hóf 31 kona keppni en 8 luku henni ekki, m.a. dönsk stúlka sem lengi var framarlega. Heimsmethafinn Ingrid Krist- iansen Noregi var ekki meðal keppenda þar sem hún einbeitir sér að 10 km hlaupinu. Dregur það óneitanlega úr sigri Mota. Röð efstu keppenda varð: Rosa Mota Portúgal 2.28:38 Laura Fogli ítaliu 2.32:52 J. Chramenkowa Sovétríkjunum 2.34:18 Sinikka Keskitalo Finnlandi 2.34:31 Jocelyne Villeton Frakklandi 2.35:17 Bente Moe Noregi 2.35:34 Carla Beruskens Hollandi 2.39:05 Paola Moro ítaliu 2.39:19 færi heim án verðlauna,11 sagði Sebastian Coe á fundi með blaða- mönnum en nú stefnir í mikið einvígi þeirra Steve Cram í 800 metra hlaupinu á Evrópumeist- aramótinu í dag. Coe er heimsmethafi í 800 metr- um en hefur aldrei sigrað í grein- inni á stórmóti. Á Evrópumótinu í Prag 1978 varð hann þriðji á eftir Austur-Þjóðverjanum Olaf Beyer, sem sigraði fremur óvænt, og landa sínum Steve Ovett. Coe var þá nýbúinn að setja heimsmet. Fyrir fjórum árum í Aþenu hrjáði lasleiki Coe og þótt hann hefði margra metra forystu þegar 100 metrar voru í mark entust honum ekki kraftar og öllum á óvart sigr- aði algjörlega óþekktur Vestur- Þjóðverji. Fór Coe heim með silfur og var lagður inn á sjúkrahús. Vegna heilsuleysis varð Coe að hætta keppni á samveldisleikunum fyrir mánuði. „Ég er hins vegar stálhress núna og tilbúinn í slag- inn,“ sagði hann og það var greinilegt í undanrásum og milli- riðlunum í gær og fyrradag að það þarf afburðamann til að sigra Coe. Sá hlaupari, sem verður Coe erfiðastur, er landi hans Steve Cram, sem er Evrópu- og heims- meistari í 1500 metrum. Cram er með bezta árangur keppenda í ár og riðlakeppnin virtist honum afar auðveld. Hann er mjög góður endasprettsmaöur og þeir Coe eru einu keppendurnir í úrslitunum, sem talizt geta afburða hlauparar. Oft hafa úrslit þó orðið óvænt í 800 metrunum og gera Vestur- Þjóðverjar sér vonir um að Peter Braun, Evrópumeistarinn innan- húss, eða Matthias Assmann, sem' er frá Stuttgart, veröi senuþjófar. Morgunblaöiö/Einar Falur • ión Grótar Hafsteinsson var sigursæll á mótinu. Hann sigraði í 60 m, 200 m og 400 m hlaupi og varð annar í langstökki. Islandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum UM HELGINA fór fram á iþrótta- vellinum í Kópavogi íslandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum. Keppendur á mótinu voru 80 tals- ins frá 6 aðildarfélögum ÍF og komu þeir úr röðum þroskaheftra og hreyfihamlaðra. í flokki hreyfi- hamiaðra var keppt f sitjandi og standandi flokkum, en í flokki þroskaheftra var keppendum skipt i þrjá flokka eftir fyrri árangri, þannig að í 1. flokki voru þeir sem sýnt höfðu bestan árangur en í 3. flokki voru þeir sem lakast höfðu staðið sig. Bestum árangri í einstökum greinum náðu eftirtaldir: Þroskaheftir: Konur: 60 m hlaup: Lilja Pétursdóttir Ösp, 10,08 200 m hlaup: Lilja Pétursdóttir Ösp, 35,30 400 m hlaup: Sigrún H. Hrafnsdóttir Ösp, 1.34,5 Langstökk: Bára B. Erlingsdóttir Ösp, 3,54 Hástökk: Sigrún H. Hrafnsdóttir Ösp, 1,30 Kúluvarp: Rós M. Benediktsdóttir Björk, 6,47 Boltakast: Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, 30,14 Boðhlaup 6x60 m: SveitAspar 1.11,23 Karlar: 60 m hlaup: Jón G. Hafsteinsson Ösp 9,07 200 m hlaup: Jón G. Hafsteinsson Ösp, 27,0 400 m hlaup: Jón G. Hafsteinsson Ösp, 1.03,1 Langstökk: Aöalsteinn Friðjónsson Eik, 4,37 Hástökk: Aðalsteinn Friöjónsson Eik, 1,35 Kúluvarp: Jósef ólafsson Ösp, 10,47 Boltakast: Halldór Bj. Pálmason Gáska, 36,40 Boðhlaup 6x60 m: Sveit Aspar 1.08,2 Hreyfihamlaðir 100 m hlaup karla: Haukur Gunnarsson ÍFR, 13,1 200 m hlaup karla: Haukur Gunnarsson ÍFR, 26,45 400 m hlaup karla: Haukur Gunnarsson ÍFR, 1.03,6 Kúluvarp karla, sitjandi flokkur Reynir Kristófersson ÍFR, 6,83 Kringlukast karla, sitjandi flokkur Reynir Kristófersson IFR, 20,12 Spjótkast karla, sitjandi flokkur ReynirKristóferssonÍFR, 15,14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.