Morgunblaðið - 28.08.1986, Síða 55

Morgunblaðið - 28.08.1986, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 55 Geri mitt besta — segir íris Grönfeldt, spjótkastari Stuttgart, frá Ágúst Ásgeirssyni, bladamanni Morgunblaösins. „ÉG ÆTLA að reyna að gera mitt bezta en geri mér engar vonir um að komast í úrslitin," sagði íris Grönfeldt, spjótkastari, í samtali við Morgunblaðið. íris keppir f dag f spjóti á Evrópumeistara- mótinu í Stuttgart og er í seinni hópnum í forkeppninni. Meðal keppinauta hennar í þeim ríðli er heimsmethafinn Petra Felko frá Austur-Þýzkalandi, sem talin er sigurstranglegust. „Ég ætla að reyna að vera róleg og afslöppuð og vonandi öðlast ég reynslu, sem á eftir að koma sér vel seinna meir," sagði íris. • Helga Halldórsdóttir telur sig eiga möguleika á að komast í úrslit í 400 m grindahlaupi f dag. „Tel mig eiga möguleika á að komast í úrslit“ — segir Helga Halldórsdóttir sem keppir í dag Stuttgart. Frá Ágúst Ásgeirssyni, blaAamanni MorgunbiaAsins. „ÞETTA leggst ágætlega f mig, æfingar hafa gengið vel hjá mér að undanförnu og ef mér tekst vel upp þá tel ég mig eiga mögu- leika á að komast f milliriðla," sagði Helga Halldórsdóttir f sam- tali við Morgunblaðið. Helga keppir í dag í 400 metra grindahlaupi. Hún hleypur í þriðja og síðasta riðlinum og er á sjöttu braut. Fjórar konur komast áfram úr hverjum riðli og síðan þær, sem náð hafa fjórum bestu tímunum. Þrír hlauparar í riðli Helgu eru í sérflokki, Evrópumeistarinn 1982, Anna-Lisa Skoglund frá Svíþjóð, Ellen Fiedler frá Austur-Þýska- landi, sem verið hefur einn albezti grindahlauparinn undanfarið, og Marina Stepanova frá Sovétríkjun- um, sem er með næstbestan árangur keppenda. Aðrir keppinautar Helgu eru með mjög svipaðan árangur og hún fyrir mótið, svo úrslitin ráðast líklega af því hvernig þeir eru í dag, hver heldur áfram. „Ég ætla að reyna að gera mitt bezta og það getur allt skeð. Ég hef verið að koma til að undan- förnu eftir dauft sumar framan af,“ sagði Helga. Helga heldur beint til náms í Öruggur sigur Tafelmeyer Stungart. Frá Ágústi Ásgairssyni, blaAamanni MorgunblaAsins: „ÞETTA er sigurkastið," sagði Einar Vilhjálmsson þegar hann fylgdist með úrslitakeppninni í spjótkasti f gærkvöldi og risakast Vestur-Þjóðverjans Klaus Tafel- meyer f annarri umferð lenti út við 85 metra strikið f kastgeiran- um. Kastið mældist 84,76 metrar, sem er næstbesta afrek ársins og bezti árangur Evrópubúa. „Ég er ánægður með að Tafel- FORSALA á úrslitaleik Fram og ÍA f mjólkurbikarnum- bikarkeppni KSÍ hefst f dag og verður alla daga fram að leik. Sem kunnugt er, fer úrslita- leikurinn fram á Laugardals- velli og hefst á sunnudaginn klukkan 14. Til að foröast biðr- aðir skömmu fyrir leik, byrjar forsalan í dag í Austurstræti í Reykjavík og í versluninni Óðni, Akranesi. Mikil stemmning fylgir ávallt úrslitaleiknum í bikarkeppninni og gera forrráðamenn Fram og ÍA ráð fyrir að milli 5 og 7 þúsund áhorfendur komi á leikinn á sunnudaginn. meyer skyldi sigra. Hann á þetta skilið, hefur verið mjög óheppinn alltof oft. Austantjaldsmennirnir voru ekki upp á meira en þeir náðu í kvöld," sagði Einar. Áberandi var hversu úthaldslitlir Rússarnir og Austur-Þjóðverjarnir voru og eins og þjálfun þeirra miðist við að gera bezt í fyrstu tveimur köstun- um. Þegar þeir svo kláruðu þau ekki nógu vel gekk ekkert upp hjá þeim. Sigurkast Tafelmeyers var mjög fullkomiö, aðhlaupið og úrtkastið smullu vel saman og hann náði að lyfta spjótinu mjög vel í úkasts- skrefinu og losa sig við það í hæstu mögulegri hæð. Sveif það í háum og glæsilegum boga út yfir leik- vanginn og þegar þaö stakst í jörðina af fítonskrafti ætlaði leik- vangurinn að rifna, slíkur var fögnuður áhorfenda. Finninn Jyrki Blom, eini Norður- landabúinn af 12 sem komust í úrslit, stóð sig mjög vel, varð fjórði og kastaði í fyrsta sinn yfir 80 metra (80,48). Úrsiftin: 1. Klaus Tafelmeyer, V-Þýskalandi 84,76 Detlef Mihel A-Þýskalandi 81,90 Wiktor Jewsjukow, Sovótr., 81.80 Jyrki Blom, Finnlandi, 80,48 5. Heino Puuste, Sovétr., 80,34 6. Wolfram Gambke, V-Þýskal., 79,88 7. Sejad Krdzalic, Júgóslavíu 79,50 8. Michael Hill, Bretlandi, 77,34 Sovéski meistarinn Marek Kal- eta (82,00 í ár) féll úr leik eftir þrjár umferðir með 77,16 metra. Einnig féll Geradl Weiss, Austur-Þýska- landi, úr leik (með 76,24) og Bretinn David Ottley (77,16), vann til verölauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Bandaríkjunum að loknu Evrópu- meistaramótinu. Hún kvaðst mundu ætla að halda æfingum og keppni áfram af krafti við þær góðu aðstæður, sem hún býr við í skóla sínum í San Francisco í Kaliforníu. Helga setti íslandsmet í grinda- hlaupinu í sumar, 57,61 sek., og er árangur hennar mjög svipaður rúmlega helmings keppendanna hér. íris varð fyrst íslenzkra kvenna til að kasta spjóti yfir 50 metra og hefur margbætt metið á undan- förnum árum, nú síðast í vor er hún kastaði 59,12 metra. í kvöld keppir íris m.a. við norsku stúlkuna Trinu Solberg, sem sigraði í spjótkati í Evrópubik- arkeppninni í Laugardal ífyrrasum- ar, en hún er talin eiga möguleika á verðlaunum hér í Stuttgart. Á morgun heldur íris héðan til Bandaríkjanna til að Ijúka námi, sem hún hefur stundað undanfarin fjögur ár við Alabama-háskólann í Tuscaloosa. Útskrifast hún í des- ember og kemur þá heim til íslands, en hyggur síðan á æfinga- ferð til Bandaríkjanna í marzlok. „Ég ætla að byrja keppnistíma- bilið mun seinna á næsta ári. í fjögur ár hef ég byrjað keppnir í marz og er útilokaö að halda sér í góöri æfingu í allt að sex mán- uði. Þegar ég kom heim breytti ég æfingunum með tilliti til Evrópu- mótsins, æföi undir miklu álagi í sex vikur. Ég varð síðan fyrir því óhappi að meiða mig á fyrsta mótinu, sem var í byrjun júlí, sem setti stórt strik í undirbúninginn fyrir keppnina hér. En ég er á góðri leið aftur og vonast til að verða sem næst mínu bezta," sagði íris. Forest vann NOTT’M Forest vann í gær nýliða Charlton f 1. deildinni ensku með fjórum mörkum gegn engu. Þriðji titill Göhr Frá Ágústi Ásgeirssyni blsAamanni Morgun blaAsins ( Stuttgart. „ÉG er auðvitað í sjöunda himni að þriðji Evrópumeistara- titilinn í 100 metra hlaupinu skuli vera í höfn en verð að viðurkenna að mér leið ekki of vel eftir að hafa þjófstartað," sagði austur- þýska hlaupadrottningin Mariies Göhr við blaðamann Morgun- blaðsins eftir sigur sinn f gær- kvöldi, en hún hljóp á 10,91. „Ég náði ekki allt of góðu við- bragði í hlaupinu en eftir 30 metra náði ég mér mjög vel á strik og það réði úrslitum. Það jók ánægjuna að setja meistaramóts- met," sagði hin iágvaxna og Ijúfmælta afrekskona. Árangur hennar í úrslitahlaupinu er sá besti í ár. Hollenska stúlkan Nelli Coo- man, sem fædd er í Surenam, og búlgarska stúlkan Anelia Nunewa, náðu einna bestu viðbragði kepp- enda og settu báðar landsmet. Allar verðlaunastúlkurnar eru áberandi lágvaxnar en með ótrú- lega skreftíðni, einkum og sér í lagi þó Göhr. Eftir hlaupið sagðist Cooman, sem er Evrópoumeistari innan- húss, ætla að fagna árangrinum með því að fá sér fyrst „Margrét- arpizzu" en skella sér síðan á dansleik. Pétursmálið: Frestað ,,VALUR lagði fram gögn i málinu, IA bað um frest til mánudags til að skila greinagerð og var orðið við þeirri ósk“ sagði Jósef H. Þorgeirsson, formaður dóms- stóls ÍA í samtali við Morgun- blaðið í gær varðandi kæru Vals gegn ÍA fyrir að láta Pétur Póturs- son leika. Það verður því enn nokkur bið, þar til botn fæst í þetta leiðinda- mál. Knattspyrna: Níu nýliðar íU-21 liðinu FYRSTI leikur fslenzka iandsliðs- ins, undir 21 árs, í Evrópukeppn- inni 1986-1988 fer fram f Kemi f Finnlandi fimmtudaginn 4. sept- ember nk. og hefst kl. 18.00. Guðni Kjartansson þjálfari liðs- ins hefur valið eftirtalda leikmenn til þátttöku í leiknum. Á eftir nöfn- unum er landsleikjafjöldi meö U-21 árs liðinu. Hermann Haraldsson, Nœstved, 0 Þorsteinn Gunnarsson, ÍBV, 0 Andri Marteinsson, Víkingi, 3 Æ spirax /sarco gufustjórntæki gufugildrur í ' : ólafur Þóröarson, ÍA. 5 Júlíus T ryggvason, Þór, 2 Hlynur Birgisson, Þór, 0 Siguróli Kristjánsson, Þór, 2 Þorvaldur örlygsson, KA, 0 Ólafur Kristjánsson, FH, 0 Krístján Gíslason, FH, 0 Jón Þórir Jónsson, UBK, 0 Guömundur Guðmundsson, UBK, 0 Guöni Bergsson, Val, 5 Loftur Ólafsson, KR, 6 Gauti Laxdal, Fram, 0 Jón Sveinsson, Fram, 2 Guðni Bergsson og Loftur Ól- afsson eru elstu leikmenn þessa hóps. ÖJÓNusTA pgVNS^ PekK'nG n FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.