Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 ísrael: Sovésk sendi- nefnd kemur ekki Tel Aviv, AP. SOVÉTRÍKIN hafa ákveðið að sendinefnd fari ekki til Jerúsal- em vegna kröfu ísraela um að sendinefnd frá þeim fái að fara til Moskvu, að því er embættismaður í ísrael sagði í gær. í viðræðum ríkjanna í Helsinki í íyrri viku, þar sem ræddir voru möguleikar á að endurnýja stjóm- málasamband á milli ríkjanna, sögðu Sovétmenn að þeir hefðu áhuga á að sendinefnd frá þeim færi til Israel í október til þess að athuga eignir Sovétmanna þar, en þær eru metnar á 100 milljón dali, og til þess að hitta um 200 sovéska ríkisborgara sem þar búa. Skýrsla bandaríska utanríkisráðimeytisins Contra-skæruliðar í eiturlyfjasmygli Washington, AP. HÓPAR uppreisnarmanna í Nicaragua og stuðningsmanna þeirra hafa stundað eiturlyfjaviðskipti, að því er fram kem- ur í skýrslu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, sem send hefur verið til þingsins. í skýrslunni er hins vegar tekið fram að sannanir skorti fyrir því að höfuðsamtök skæru- liða, sem Bandaríkjamenn styðja, eigi þarna aðild að eða að leiðtogum skæruliða sé kunnugt um eiturlyfjaviðskiptin. í skýrslunni segir að fyrirliggj- umbíu til þess að smygla kókaíni Bandaríska flugmóðurskipið Nimitz. Norskir hvalveiðimenn hyggjast stöðva Nimitz andi sönnunargögn bendi til þess að takmarkaður hópur eigi hlut að máli. Þeir tengist skæruliðum með ýmsum hætti eða hafi samúð með málstað þeirra. Nefnt er dæmi um háttsettan félaga í skæruliðahreyf- ingu Edens Pastora Sandino, sem seint á árinu 1984, samþykkti að hjálpa eiturlyfjasmyglurum í Kól- Kínversk tónlist: Hávær og hættuleg heyrninni Peking, AP. KÍNVERSK óperutónlist, sem byggist mikið á alis kyns málmgjöllum, er að gera tón- listarmennina heyrnarlausa. Sagði Xinhua-fréttastofan kínverska frá þessu um helg- ina. Aðeins þrír tónlistarmenn af 77, sem athugaðir voru í borg- inni Changchun, reyndust hafa nokkum veginn eðlilega heym en hinir voru allir heymarskert- ir. í skýrslu heilbrigðiseftirlitsins kemur fram að kínversk ópem- tónlist sé oft háværari en vestrænt rokk. til Bandaríkjanna. Notaði hann fé, sem honum áskotnaðist með þessu móti, til hergagnakaupa. I desember í vetur var frá því skýrt í fréttum að skæruliðar, sem hafa aðsetur á Costa Riea, smyg- luðu kókaíni til þess að fjármagna baráttu sína við stjómvöld í Nie- aragua. Vitnað var í leyniþjónustu- skýrslur og fleiri dæmi nefnd. Talsmaður utanríkisráðuneytisins, Charles Redman, bar þá þessar fregnir til baka og sagði að ráðu- neytið teldi þessar fregnir ekki á rökum reistar. Osló, AP. NORSKIR hvalveiðimenn hyggjast grípa til mótmælaað- gerða á Vesturfirði í Noregi gegn bandaríska flugmóður- skipinu „Nimitz“, sem í þessari viku á að taka þátt í miklum heræfingum á vegum NATO. Talið er að 20—30 norsk skip eigi eftir að standa að þessum mótmælaaðgerðum. Markmiðið með mótmælaaðgerð- unum er að láta í ljós óánægju Norðmanna með aðgerðir banda- rískra stjómvalda. Telja hvalveiði- menn í Norður-Noregi, að það hafi verið Bandarílqamenn, sem neytt hafi norsku stjórnina til að stöðva hvalveiðar í hagnaðarskyni. „Það er mjög herská stemmning, sem ríkir á meðal hvalveiðimann- anna,“ var í gær haft eftir Steinari Bastesen, formanni félags hval- veiðimanna í Norðurlandsfylki. Bastesen vildi ekki skýra frá hve umfangsmiklar mótmælaaðgerðim- ar yrðu, en hann taldi þó ekki ólíklegt að 20—30 hvalveiðiskip myndu taka sér stöðu hlið við hlið þvert yfir fjörðinn og stöðva „Nim- itz“, sem er afar stórt flugmóður- skip. „Við viljum láta í ljós óánægju okkar með að bandaríska stjómin lætur umhverfisverndarsamtök neyða sig til þess að grípa til ráð- stafana gegn litlu iandi eins og Noregi. Bandaríkin vilja gjarnan koma fram sem stóri bróðir og heimslögregla. Þau ættu því ekki að láta umhverfísverndarmenn og háskólamenn úr röðum borgarbúa, sem ekki hafa hugmynd um hvem- ig það er að búa á Noregsströndum, ráða gerðum sínum. Þar að auki vitum við að Banda- ríkjamenn drepa sjálfir 250.000 höfrunga árlega, en við eigum að hætta, þrátt fyrir það að við deyðum aðeins 630. Eg skil ekki röksemd- imar fyrir þessu," sagði Bastesen. Morðið á Olof Palme: Athygli lögreglunnar bein- ist að Kúrdum og nýnazistum Stokkhólmi, frá fréttaritara Morgunbladsins, Erik Liden og AP. LEITIN að morðingja Olofs Palme hefur nú tekið alveg nýja stefnu. Sænska lögreglan fylgist nú dag og nótt með hópi 8—12 Kúrda og sá ótti er ríkjandi, að ný morð og hryðjuverk kunni að vera í uppsiglingu. Samkvæmt frásögn sænskra blaða eru tveir virkir sænskir nýnazistar í hópi þeim sem vitað er um að fylgdist með ferðum Olofs Palme jafnt á daginn sem að kvöld- lagi um langt skeið, áður en hann var myrtur. Sú umfangsmikla leit að morðingjanum, sem átt hefur sér stað í sex mánuði, hefur orðið til þess að beina athygli lögreglunnar nú að þessum tveimur mönnum, sem sagðir eru standa í tengslum við öfgasamtök Kúrda. Lögreglan telur sig að svo komnu ekki geta bent með vissu á meintan morðingja Palmes á meðal þessara manna. Því verður leitinni ákaft haldið áfram næstu mánuði í von um, að fullnægjandi sönnun finnist fyrir því, hver það var sem skaut Bandarískt flugmóðurskíp undan ströndum Líbýu Washincrtíin. Ixtndon. Frankfurt. AP. ^ Washington, London, Frankfurt, AP. BANDARÍSK sljórnvöld hafa ákveðið að flugmóðurskipið Forrestal verði í eftirliti undan ströndum Líbýu á næstunni. Er þessi ákvörðun tekin til þess að sýna Moammar Gadhafi, leiðtoga Líbýu, að Bandaríkjamenn séu tilbúnir til þess að endurtaka árás á Líbýu ef þarlend stjórn- völd láta ekki af stuðningi við hryðjuverkamenn. Forrestal heldur þegar á vettvang og því Alnæmi í Afríku: Berst veiran með skordýrum? parís MOSKÍTÓFLUGUR og ýmis önnur skordýr í Afríku hafa reynzt hafa í sér alnæmisveir- una, en engin sönnun hefur komið fram um að þau geti sýkt fólk af henni. Var þetta haft eftir dr. Jean-Claude Chermann, yfirmanni Pasteur- stofnunarinnar í París í fyrra- dag. Samkvæmt frásögn dr. Cher- manns höfðu öll þau 50 skordýr frá Zaire, sem hann rannsakaði, í sér alnæmisveiru, en af þeim skordýrum frá Mið-Afríkulýðveld- inu, sem hann rannsakaði, reyndust aðeins moskítóflugur og blóðmaurar bera veiruna í sér. Tilvist veirunnar í þessum skor- dýrum „skýtur frekari stoðum undir þá hugmynd, að veiran geti borizt með þeim,“ sagði Cher- mann. Chermann tók það hins vegar fram að engin sönnun væri þó enn fram komin fyrir því að veiran gæti borizt í fólk með þessum skordýrum. Chermann kvaðst hafa rann- sakað fjölda skordýra í París og frá svæðinu umhverfis, en engin merki . alnæmisveirunnar hefðu fundizt í þeim. hefur heimsókn í höfnina í Haifa í Israel verið aflýst. Bandaríski hershöfðinginn Bem- ard Rogers, yfírmaður Evrópuhers Atlantshafsbandalagsins, segir í viðtali við tímaritið Stern, sem birt var í gær, að ef það sannaðist á Sýrlendinga að þeir stæðu að baki hryðjuverkum gæti það ieitt tij þess að árás yrði gerð á landið. í við- talinu segist hann einnig styðja að kjamaoddum í Vestur-Þýskalandi verði fækkað um helming. Breskir ráðamenn biðja þess nú í hljóði að Bandaríkjamenn fari ekki fram á það aftur að fá afnot af breskum flugvöllum til þess að gera árás á Líbýu, að því er breska dagblaðið The Daily Telegraph hermdi í gær. Talsmenn Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, neita að láta hafa nokkuð eftir sér um vangaveltur í þessa Palme 28. febrúar si. Lögreglan telur margt benda til að pólitískir öfgamenn hafi staðið að baki morðinu á Palme, en að þessir menn standi þó ekki í beinum tengslum við innanlandsstjórnmál í Svíþjóð. Það er álit lögreglunnar að morðinginn dveljist nú ekki leng- ur í Svíþjóð. Engu að síður er áformað að herða leitina að honum enn á næstu vikum og að fjölga enn í liði þeirra lögreglumanna, sem vinna að málinu, en í sumar hafa þeir verið 145. Ef það kemur á daginn að morð- inginn sé úr hópi Kúrda eða standi í tengslum við þá eru líkur taldar á að Kúrdum verði vísað hópum saman burt frá Svíþjóð. Gengi gjaldmiðla Lundúnum, AP. LITLAR breytingar urðu á gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldtniðlum í gær samanborið við gengp hans á þriðjudag. Breska pundið kostaði 1,4840 dali, en kostaði á þriðjudag 1,4880. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var sem hér segir. Dalur kostaði 2,0460 vestur-þýsk mörk, (2,0480), 1,6507 svissneska franka, (1,6507), 6,7075 franska franka, (6,7050), 2,3115 hollensk gyllini, (2,3115), 1.413,75 ítalskar lírur, (1.410,375), 1,3962 kanadíska dali, (1,39475) 155,25 japöhsk yen, (153,94).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.