Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 25
Chernobyl MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 25 Fá 25.000 krabbamein? Miinchen, Vínarborg, Haag, AP. Um 25.000 manns gætu látist úr krabbameini á næstu 70 árum í þeim hluta Sovétríkjanna er tilheyrir Evrópu, vegna afleiðinga kjarnorkuslyssins við Chernobyl. Þetta kom fram á ráðstefnu Alþjóðakjamorkumálastofnunarinnar, sem hald- in er í Vínarborg um þessar mundir. Eistneskir heimavarnar- liðsmenn, er sendir vom til hreinsunarstarfa til Chernobyl, börðust við lögreglu er dvöl þeirra þar var framlengd. Morris Rosen, yfírmaður þeirrar deildar Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar er fæst við öryggismál, sagði á fundinum í Vínarborg, þar sem fjallað er um það hvern lærdóm Eistneska blaðið, Noorte Haal, birti nýlega grein í 6 hlutum, þar sem sagði að heimavamarliðsmönn- unum hefði verið safnað saman í flýti og þeir sendir til Úkraínu til að taka þátt í hreinsun eftir slysið. Sama hefði gerst á ýmsum öðrum svæðum er Sovétmenn ráða nú yfir. Nokkrir mannanna hefðu orðið fyr- ir geislavirkni og sumir veikst vegna slæms aðbúnaðar. Er þeim var tjáð í júní að þeir yrðu að halda áfram störfum í sex mánuði í stað tveggja, fóru þeir í verkfall og lentu í átökum við lögreglu. Eistneska blaðið sagði, að öll mótspyrna hafi fljótlega verið barin niður, en tók fram að sögusagnir þær er gengið hefðu í Eistlandi um átökin hefðu verið stórlega orðum auknar. FIDE: Campomanes aftur f orseti? London, AP. Florencio Campomanes lýsti því yfir í gær, að hann myndi gefa kost á sér sem forseti Alþjóðaskáksam- bandsins, annað kjörtímabil. Áður hafði Brasilíumaður- inn Lincoin Lucena tilkynnt framboð. Kosningarnar fara fram á fundi sambandsins í Dubai í nóvember. Campomanes gaf yfirlýsingu sína út í sendiráði Filippseyja í London. Garri Kasparov, núverandi heims- meistari, sem sakað hefur Campomanes um að draga taum Anatolys Kaqjov, hefur lýst yfir stuðningi við Lucena. 10 vestur-evrópsk skáksam- bönd og hið bandaríska hafa gert slíkt hið sama. megi draga af slysinu í Chernobyl, að menn yrðu að vega og meta kosti og galla notkunar kjarnorku. Hann sagði að talan um 25.000 ný krabbameinstilfelli í Sovétríkjunum vegna Chernobyl-slyssins, er byggð er á útreikningum Sovétmanna, væri aðeins tilgáta og framleiðsla orku eftir öðrum leiðum hefði einn- ig áhættu í för með sér. Rosen sagðist t.d. hafa séð tölur í Banda- ríkjunum þar sem því væri haldið fram að vinnsla raforku úr kolum myndi á 70 ára tímabili leiða til aukningar krabbameinstilfella um eina milljón. Hollenska ríkisstjórnin hefur far- ið þess á leit við Alþjóðakjarnorku- málastofnunina að sérfræðingar á hennar vegum kanni öryggi kjam- orkuveranna tveggja í landinu. Engin óhöpp hafa orðið þar og er búist við að stjórnin geri þetta til að minnka áhyggjur almennings vegna veranna. Jackson í Zimbabwe AP/Símamynd Bandaríski baráttumaðurinn fyrir mann- réttindum Jesse Jackson er nú í Harare í Zimbabwe, þar sem ráðstefna hlutlausra ríkja stendur nú yfir. Hann ræddi lengi í gær við Robert Mugabe, forseta ZimbabVe, sem er með honum á myndinni. Jackson sagði fréttamönnum að sex leiðtogar Afr- íkuríkja undirbyggju fund með Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, þar sem leitað yrði leiða til þess að koma í veg fyr- ir blóðbað í Suður-Afríku. Sagði hann að tími væri til þess kominn að bandarísk stjórnvöld siitu sambandi við stjórn hvíta minnihlutans í Pretóríu og treystu tengslin við „svörtu Afríku“. Filippseyjar: 12 manna fjölskylda myrt Zamboangaborg, Filippseyjum, AP. Uppreisnarmenn kommúnista felldu 11 hermenn og almenna borgara í fyrirsát í gær og óþekktir vopnaðir menn myrtu 12 manna fjölskyldu i Zambo- angaborg á eyjunni Mindanao, að sögn her- og lögregluyfir- valda. Um það bil eitt hundrað upp- reisnarmenn gerðu áiás á hermenn- ina í þorpinu Ludiong um 175 kílómetra norðaustur af Zambo- angaborg. Átta hermenn særðust í árásinni. Samningaviðræður við uppreisnarmenn um að leggja niður vopn hefjast að nýju í næstu viku, en þær hafa legið niðri undanfarnar vikur. Fyrrum leiðtogi aðskilnaðar- hreyfingar múslima, Villamin Laurente Aga, var myrtur í hinu tilvikinu ásamt konu sinni, sex börnum og fjórum öðrum ættingjum á meðan þau sváfu. Sjö ára gömul dóttir Aga var sú eina sem lifði árásina af alvarlega særð. Nýja áfangakerfið sem við tókum upp um áramótin auð- veldar nemendum að meta framfarir við tungumálanámið. Áfangarnir eru fjórir: bvriendur. lærlingar, sveinar og meistarar. Námskeiðin sem nú fara i hönd eru í a) og c) llokkum allra áfanganna. Ef þú veist lítið um raunveru- lega kunnáttu þína í tungu- málinu leysa stöðuprófin úr þeim vanda. Strax i fyrsta tíma bjóðum við uppá stöðupróf fýrir þá sem vilja. Góð málakunnátta er Islend- ingum alger nauðsyn — en hvem- ig náum við bestum árangri? Fyrst er að hugsa málið, síðan hringja til Mímis. Múnir hefúr um langt árabil sérhæft sig í vönduðu tungumálanámi og kappkostað að tryggja nemandanum bestu fáanlegu kunnáttu á sem skemmstum túna. Áratuga reynsla og ánægðir nem- endur eru besta auglýsingin. Kennt er tvisvar í viku. tvær klukkustundir í senn. Öll námsgögn eru innifalin í nám- skeiðsgjaldi og við bjóðum uppá veitingar í ffímínútum. Öllum d) námskeiðunum lýkur með prófi í april og þá útskrifúm við (yrstu lærlingana, sveinana og meistarana! ENSKA ÞÝSKA FRANSKA SPÆNSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA fyrir útlendinga 1. september til 20. október Viltu læra önnur tungumál en þau sem hér eru nefnd? Láttu það ekki aftra þér frá því að gripa til símans - hringdu til okkar og berðu fram óskir þínar. Við reynum að koma til móts við alia. 10% afsláttur gildir fý'rir hjón. systkini. öryrkja, ellilífeyrisþega og félagsmenn Stjórnunar- félagsins. Munið: starfs- menntunarsjóðir rtkisins og Reykjavikurborgar taka þátt i að greiða námskeiðsgjöld sinna félagsmanna á námskeiðum Mimis. Allar frekari upplýsingar og innritun í síma 10004/21655/11109 d> MAIASKÓL! RITARASKÓl.l ímir ANANAUSTUM 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.