Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 Hótel Bifröst: Starf smönnunum sem gengu út boðið í ferð til Hollands „Hörmum þau málalok sem urðu í samskiptum við starfsfólk á Bifröst,“ segir Helgi Jóhanns- son, forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar Rekstraraðili Hótels Bifrastar, Samvinnuferðir-Landsýn, hefur boðið þeim starfsmönnum hótels- ins, sem sögðu upp starfi fyrr í sumar vegna ágreinings við yfir- boðara sína, í vikuferð til Hol- lands. Að sögn Helga Jóhanns- sonar, forstjóra, harmar stjóm ferðaskrifstofunnar að deilumar á Bifröst skuli hafa endað á þennan hátt. „Með þessu boði viljum við sýna fram á að okkur þykir leitt hvernig fór og er ekki sama um starfsfólkið. Við von- umst til að þar með sé ágreining- urinn úr sögunni," sagði Helgi. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu sögðu allir starfsmenn Hótels Bifrastar, ellefu að tölu, upp störfum sínum 24. júlí eftir deilur við yfirmenn sína. Björg Einars- dóttir, trúnaðarmaður, sagði ástæðuna vera að samskipti og samvinna við stjómendur hefðu ekki gengið eins og skyldi. Að liðn- um uppsagnarfresti gengu starfs- mennirnir út, en þá hafði nýtt fólk verið ráðið í þeirra störf. í síðustu viku skrifaði Helgi síðan bréfíð þar sem segir orðrétt: „Skrifstofa Sam- vinnuferða-Landsýnar hf. harmar þau málalok sem urðu í samskiptum við starfsfólk á Bifröst . . . Við ítrekum sérstaklega að atburður þessi mun ekki hafa áhrif á ráðning- Morgunblaðið/Júlíus Bandarísk freigáta í Sundahöfn Bandaríska freigátan USS Doyle kom til landsins síðastliðinn miðvikudagsmorgun í vináttuheimsókn. Hún verður hér þang- að til á laugardag. USS Doyle er fylgdarskip flugmóðurskipa og er ætlað að veija þau gegn kafbátum, flugvélum og öðrum skipum. Freigátan hefur 185 manna áhöfn og er 3.500 lestir að stærð. Hún verður til sýnis almenningi í Sundahöfn föstu- daginn 29. ágúst á milli klukkan 13.00 og 16.00. Fjárreiður S VK til rannsóknar Rannsóknarlögreglu ríkisins barst síðasta föstudag beiðni frá bæjarráði Kópavogs um rann- sókn á tilteknum atriðum er varða fjárreiður Strætisvagna Kópavogs. Mun vera um meintan fjárdrátt starfsmanns SVK að ræða. Þórir Oddsson, settur rannsókn- arlögreglustjóri, saði að rannsókn væri ekki enn hafín. Beiðnin hefði borist, en jafnframt verið tekið fram að frekari gögn myndu berast rann- sóknarlögreglunni. Það hefði ekki gerst enn og á meðan yrði ekkert aðhafst. ar starfsfólks á okkar Bifröst í framtíðinni.* vegum a Í framhaldi af bréfí ferðaskrif- stofunnar sendi starfsfólkið Morgunblaðinu orðsendingu þar sem segir: „Ljóst er að í bréfínu felst afsökunarbeiðni og sjónarmið okkar eru viðurkennd. Með vísan til þessa teljum við þessu máli lokið af okkar hálfu." Þegar blaðamaður bar þetta undir Helga Jóhannsson sagði hann bréfið skýra sig sjálft. Upp hefðu komið samskiptavanda- mál, sem varð að finna lausn á. Hvort lokaniðurstaða málsins hafi verið rétt verði ekki lagður dómur á hér. A.m.k. hefðu Samvinnuferð- ir-Landsýn kosið farsælli lausn. Því hafí þessi sáttaleið verið reynd. Kirkjutónlistarnám- skeið í Skálholti Sig’urður Pálsson vígslubiskup heiðurs- gestur á Bach-tónleikunum annað kvöld 27. ágúst til 7. september standa yfir námskeið fyrir einsöngvara, organista og kórfólk í Skáiholti á vegum söngmálastjóra þjóðkirkj- unnar. Fyrsti þátturinn er hefðbundið org- anistanámskeið; í söng, söngstjórn og hljóðfæraleik. U.þ.b. 50 organistar taka þátt í námskeiðinu. I tengslum við námskeiðið kemur út bók með 60 sálmalögum í lækkaðri tóntegund til safnaðarsöngs. Föstudaginn 29. ágúst verða svo Bach-tónleikar í Sel- fosskirkju, sem hefjast kl. 20.30. A-Barðastrandarsýsla: Ahugi á sameiningu allra hreppa í einn Midhúsum, Reykhólasveit. ■MLb Reykhólasveit. MIKILL áhugi er meðal hrepps- nefndarmanna í Austur-Barða- strandarsýslu á því að hrepparnir fimm í sýslunni sam- einist í eitt sveitarfélag. Þetta kom fram á fundi þriggja hreppsnefnda, sem haldinn var í Bjarkarlundi í gær, miðvikudag. Á fundinn mættu hreppsnefndir úr þremur hreppum, Geiradals-, Reykhóla- og Gufudalshreppum, auk fulltrúa frá Múlahreppi, en ekki náðist til oddvita Flateyjar- hrepps. Einnig voru þar Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra, og Þórhildur Líndal, deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu. Á fundinum var samþykkt að hreppsnefndirnar skyldu kanna hug manna í hverri sveit fyrir sig til sameiningar hreppanna. Komi í ljós að fyrir því sé almennur vilji skulu nefndirnar kjósa tvo menn hver í nefnd, sem ræði grundvöll samein- ingarinnar. Allir, sem til máls tóku á fundinum, voru hlynntir samein- ingunni. í þessum fimm hreppum sýslunn- ar búa rúmiega 400 manns. Nýleg lög um sveitarfélög gera ráð fyrir að hreppar, sem hafa undir 50 íbú- um, sameinist öðru sveitarfélagi. Af þeim sökum þurfa Flateyjar- og Gufúdalshreppir að sameinast öðr- um hreppum og Múlahreppur verður lagður niður sem sérstakt sveitarfélag, enda þar ekkert fólk með fasta búsetu. Fundarstjóri var Stefán Skarp- héðinsson sýslumaður og ritari Jóhann G. Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Pjórðungssambands Vestfirðinga. — Sveinn. Heiðursgestir verða frú Stefanía Gissurardóttir og sr. Sigurður Páls- son vígslubiskup. Laugardaginn 30. ágúst kemur kirkjukór Akraness í heimsókn og flytur verk eftir Haydn kl. 17 í Skál- holtsdómkirkju, undir stjóm Jóns Ólafs Sigurðssonar. Um kvöldið kl. 20.30 verður svo skemmtun í Ara- tungu, þar sem þátttakendur í námskeiðinu sjá um skemmtiatriðin. Fyrsta þætti námskeiðsins lýkur svo með messu í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 31. ágúst. Sr. Bjöm Jónsson predikar, en sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjónar fyrir altari. Annar þáttur námskeiðsins hefst 1. september og bætast þá einsöngv- arar í hópinn með organistunum. Þegar hafa 16 einsöngvarar skráð sig, og gefst þeim tækifæri til að koma fram í Skálholtsdómkirkju. Kórþáttur námskeiðsins hefst svo 5. september, og hafa þegar skráð sig til þátttöku 180 kórfélagar úr öllum sýslum landsins. Að kvöldi 5. sept- ember syngur Kristinn Sigmundsson fyrir þátttakendur við undirleik Jón- asar Ingimundarsonar. Að kvöldi laugardags 6. september verður svo aftur samkoma í Aratungu. Námskeiðinu lýkur svo með messu í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 7. september, þar sem sóknarpresturinn sr. Guðmundur Óli Ólafsson predikar. Að öllum líkindum munu yfír 200 manns syngja við messuna. Alls munu 9 kennarar annast tilsögnina á námskeiðinu. Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar stjórn- ar námskeiðinu. Kasparov fer með vinn- ing í nestið til Leningrad Skák Margeir Pétursson TÓLFTU einvígisskák þeirra Kasparovs og Karpovs lauk með jafntefli í London í gærkvöldi. Einvígið er nú hálfnað, það verður tekið vikufrí, en þrettánda skákin síðan tefld í Leningrad í Sovétríkj- unum annaðhvort miðvikudaginn þriðja september eða föstudaginn fímmta september. Það mun enn ekki ákveðið hvom daginn verður byijað. Kasparov fer með mikil- vægan vinning í forskot heim til Sowétríkjanna. Hann leiðir nú einvígið, 6 V2—5'/2. Til þess að endurheimta heimsmeistaratitil- inn þarf Karpov að vinna seinni helminginn 7—5, því ef úrslit verða 12—12 heldur Kasparov titlinum. Skákmeisturunum var báðum fagnað mikið þegar þeir settust að tafli við upphaf tólftu skákar- innar. Þetta var lokaskák þeirra í aðalveizlusal Park Lane—hótels- ins og margar skáka þeirra þar hafa verið æsispennandi og ógléymanlegar. Ellefta skákin var t.d. afskaplega tilþrifamikil; þar var fórnað á báða bóga og með ólíkindum að henni skyldi lykta með jafntefli. Tólfta skákin í gærkvöldi olli áhorfendum því miklum vonbrigðum, hún Qaraði smám saman út í jafntefli í 34 leikjum eftir að meistararnir höfðu skipt jafnt og þétt upp á liði. Kasparov, sem hafði hvítt, tefldi greinilega upp á öryggið, rétt eins og í tíundu skákinni. Hann fékk örlítið betri stöðu upp úr byrjuninni, en eftir drottninga- uppskipti í 21. leik gerði hann engar raunhæfar vinningstilraun- ir. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. d4 - d5 2. c4 - e6 3. Rc3 - Be7 4. Rf3 - Rf6 5. Bg5 - h6 6. Bxf6 - Bxf6 7. e3 - 0-0 8. Hcl Þessu rólega afbrigði beitti Kasparov einnig í tíundu ská- kinni. Það hentar vel þegar tefla á til vinnings án þess að taka áhættu. c6 9. Bd3 - Rd7 10. 0-0 - dxc4 11. Bxc4 — c5!? Þetta mun vera nýr leikur í stöðunni. Í tíundu skákinni var leikið 11. - e5 12. h3 - exd4 13. exd4 — c5. 12. De2 — a6 13. Hfdl — cxd4 14. Rxd4 - De7 15. Re4 - Be5 Karpov er sárt um biskupapa- rið. Nú hótar hann 16. — Bxh2+ 17. Kxh2 — biw : * 18. Kgl Dxe4 16. Rf3 - Bb8 17. Dd2 Hvítur stendur nokkru betur að vígi, því Kaipov hefur ekki tekist að koma öllum mönnum sínum í leikinn og ljúka liðskipan sinni. 17. - b5 18. Be2 - Rf6 19. Rxf6+ 19. Rc5 var skarpari leikur, en Kasparov hefur talið sig eygja leið til að komast út í hagstæðara endatafl. 19. - Dxf6 20. Dd4 - Bb7 21. Dxf6 - gxf6 22. b3 Þessi leikur ber ekki vott um mikinn metnað. 22. Hd7!? var hvassara, þó svartur ætti að halda sínu eftir 22. — Bd5 23. Rd4 — Be5! 24. Rc6 - Bxb2 25. Re7+ - Kg7 26. Hc2 Ba3! 27. Rxd5 exd5. 22. —f5 23. g3 Annar hægfara leikur, en 23. Hd7 mátti nú svara með 23. — Bc8 24. Hd2 - f4! 25. e4 - Bb7. Nú heldur Karpov jafntefli án telj- andi erfíðleika með því að skipta upp í endatafl með mislitum bisk- upum. Bxf3 24. Bxf3 - Ha7 25. Hc6 - Kg7 26. Be2 - Be5 27. h3 - Bf6 28. Hdd6 - Hfa8 29. Kg2 - Be7 30. Hd2 - b4 31. g4 - fxg4 32. hxg4 - a5 33. f4 - Hd8 34. Hxd8 og hér bauð Ka- sparov jafntefli sem Karpov að sjálfsögðu þáði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.