Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 Sovétríkin: Aukinnar fjölbreytni er þörf í viðskiptum SOVÉSKIR embættismenn staðfestu sl. föstudag að stjórn- völd þar í landi hefðu átt viðræður við Kínverja, Vestur- veldin og OPEC, samtök olíu- framleiðsluríkja, í því skyni að gera efnahagsleg samskipti Sovétríkjanna við umheiminn fjölbreyttari. Ivan D. Ivanov, sem nýlega var skipaður yfirmaður viðskipta við önnur ríki, sagði á blaðamanna- fundi, að stjómvöld í Moskvu hefðu að undanfömu fylgst með umbótum í efnahagslífi Kína og athugað möguleika á samstarfi við vestræn fyrirtæki. Hann stað- festi einnig að Sovétríkin hefðu farið fram á að fá að hafa áheym- arfulltrúa á fundi ríkja sem standa að samkomulagi um tolla og við- skipti, GATT-samkomulaginu, er þau hittast í næsta mánuði. Ivanov sagði að Sovétríkin vildu verða fullgildir meðlimir að GATT-samkomulaginu, sem ætl- að er að draga úr viðskiptahöml- um. Gennadi I. Gerasimov Gennady I. Gerasimov, tals- maður utanríkisráðuneytisins, sagði á sama blaðamannafundi, að Sovétríkin hefðu ákveðið að minnka olíuútflutning til Vestur- landa um 100.000 tunnur á dag næstu tvo mánuði. Væri þetta gert að beiðni íranskra stjómvalda og ætti að stuðla að stöðugra verði á olíu. Gerasimov sagðist ekki vita hversu hátt hlutfall þetta væri af olíuútflutningi Sovét- manna né hvort tekjumissir yrði verulegur. Hann sagði að Sovét- menn vildu á þennan hátt styðja tilraun OPEC-ríkjanna til þess að draga úr offramboði á olíu á heimsmarkaði. Gholamreza Aqazadeh, olíumálaráðherra Iran, sem er eitt OPEC-ríkjanna, kom til Moskvu í síðustu viku og er talið að hann hafi ítrekað tilmæli írana um samdrátt í olíufram- leiðslu til þess að reyna að hækka verðið. Ivanov og Gerasimov vildu ekki fara nánar út í hvers eðlis væntan- leg viðskiptaáform væru. Ivanov sagði, að í júní hefði verið ákveð- ið að setja á stofn sérstaka nefnd til að kanna möguleg verkefni og hefði sú ákvörðun verið tekin eft- ir viðræður við menn úr viðskipt- alífi Bandaríkjanna, Vestur- Evrópu og Japan. Á fundinum var spurt hvort Sovétmenn hygðust gerast aðilar að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og neitaði Ivanov því. Sagði hann það m.a. ólíklegt þar sem sjóðurinn notaði Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil. Byggt ^ grein eftir Carol J. Will- iams, fréttaritara AP í Moskvu. t Frakkland: Pólskur togari strandar Brest, Frakklandi, AP. SEINT á mánudagskvöld strand- aði pólskur togari á Ermarsundi en þá var ofsaveður á þeim slóð- um. Frönskum björgunarsveitum og hjálparskipum tókst að bjarga áhöfninni frá borði. Engin slys urðu á mönnum. Togarinn „Sopot“ frá Gdansk sendi út neyðarkall um klukkan 18.30 á mánudag. Skipið hafði þá strandað 15 mílur suðvestur af Ouessant-eyju sem tilheyrir Frakklandi. Vindhraðinn var þá um 70 kílómetrar á klukkustund og ölduhæð sjö til átta metrar. Um klukkan 3 um nóttina luku björgunarsveitir við að dæla sjó upp úr skipinu og var það talið siglingarhæft. Áhöfnin var flutt til Frakklands að undanskildum skipskokknum, sem fór um borð í póiskan togara, sem tók þátt í björguninni. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 10 skýjað Amsterdam 13 18 skýjað Aþena 22 35 heiðskfrt Barcelona 24 skýjað Berlín 10 20 skýjað Brússel vantar Chicago 19 30 heiðskirt Dublin 11 15 skýjað Feneyjar 23 rigning Frankfurt 14 23 rigning Genf 11 23 skýjað Helsinki 10 16 heiðskírt Hong Kong 27 33 heiðskírt ierúsalem 17 28 heiðskirt Kaupmannah. 6 16 skýjað LasPaimas vantar Lissabon 20 25 skýjað London 10 16 skýjað Los Angeles 20 34 skýjað Lúxemborg 12 skýjað Malaga vantar Mallorca 28 skýjað Miami 24 31 skýjað Montreal 10 24 skýjað Moskva 9 15 skýjað NewYork 17 26 skýjað Osló 8 16 skýjað París 13 17 skýjað Peking 18 29 heiðskírt Reykjavík 12 lóttskýjað Rfódeianeiro 18 27 skýjað Rómaborg 14 30 heiðskirt Stokkhólmur 8 14 skýjað Sydney 10 20 heiðskfrt Tókýó 25 33 heiðskírt Vinarborg 11 20 skýjað Þórshöfn 10 skýjað Ný verðskrá fyrir sjónvarpsaug/ýsingar tekur giidi 1. september n.k. Fram tii þessa hefur eitt aug/ýsingaverð gi/t fýrir a/ia aug/ýsingatíma sjónvarpsins, en framvegis verða verðfiokkar mismunandi, eins og veriðhefurum iangtárabii í hijóðvarpinu. A/is verða verðfiokkarnir sex. Þar af miðast fjórir fýrstu fiokkarnir við aug/ýsingatíma í venjuiegri dagskrá. Tveirdýrustu fiokkarnir munu tengjast sérstökum viðburðum ídagskrá og reynt verður að tiikynna um þá með góðum fyrirvara. í hverjum verðfiokki er ákveðið grunnverð og síðan sekúnduverð. Fiokkarnir miðast við áœt/aðan fjöida áhorfenda að einstökum dagskráriiðum. Með þessum hœtti verða aiiar sekúndur jafn dýrar í hverjum fiokki, en fram tii þessa hafa þœr verið misdýrar. Þeir sem óska nánari upp/ýsinga um þefta nýja fyrirkomuiag, eru vinsam/egast beðnir að hafa samband við aug/ýsingadei/d sjónvarpsins, sfmi 38800. rifv RÍKiSÚTVARÞiÐ ÚTVARP ALLRA LANDS- MANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.