Morgunblaðið - 28.08.1986, Side 4

Morgunblaðið - 28.08.1986, Side 4
MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 Mikill smáþorskur í f iskaf la: Sjöveiði- svæði lokuð Þriggja ára árgangur talinn mjög sterkur MIKILL smáþorskur hefur verið í fiskafla að undanförnu og hefur sjö veiðisvæðum nú verið lokað af þeim sökum. Eru það tvö drag- nótasvæði fyrir Vestfjörðum og- fimm svæði fyrir norðan og austan land sem eru lokuð fyrir togveiðum. Hér er um að ræða svokallaðar skyndilokanir, sem standa yfir í viku hver. Eru þetta óvenju margar skyndilokanir í einu, en alls hafa orðið 49 lokanir á þessu ári sem er með meira móti. Þriggja ára árgangur af þorski er mjög áberandi í aflanum og að mati fiskifræðinga er það staðfesting á að sá árgang- ur sé mjög sterkur. Að sögn Ölafs Karvels Pálsson- ar, fiskifræðings, stafa fyrrgreindar lokanir af því að smáþorskur, eink- um þriggja ára árgangur, hefur verið mjög áberandi í aflanurv, en viðmiðunin er sú að ef meira en 20% af fiski er undir 55 sm er við- komandi svæði lokað. Ólafur Karvel sagði að þetta mikla magn af þriggja ára árgangi væri staðfest- ing á niðurstöðum rannsókna fiski- fræðinga frá því í vor, að þessi árgangur væri mjög sterkur. Aðspurður sagði Ólafur Karvel að ekki lægi neitt fyrir um hvaða áhrif þetta hefði á þorskkvóta á næsta ári, enda margt annað en stærð þessa þriggja ára árgangs, sem hefði áhrif á ákvörðun þar að lútandi. Ólafur Karvel sagði að minna væri vitað um stærð yngri árganga, en þó talið að þeir væru í meðallagi. Útvarpsmálið: Verjandi krafðist sýknunar að fullu VERJANDI tíumenninganna, sem ákærðir eru í útvarpsmálinu, Páll Arnór Pálsson, krafðist i málflutningi i Sakadómi Reykjavíkur að skjólstæðingar hans yrðu sýknaðir að fullu. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær krafðist Jónatan Sveinsson, saksóknari, þess að tíu- Norræna húsið: Dagskrá um lífríki í TENGSLUM við ráðstefnuna um lífríki Þingvallavatns verður flutt dagskrá í Norræna húsinu fyrir al- menning fimmtuaginn 28. ágúst kl. 20.30, þar sem lífríki Þingvallavatns og Mývatns verða gerð skil með sérstakri áherslu á silung og fuglalíf. Pétur Jónasson flytur inngangs- orð, en síðan fjallar Karl Gunnarsson líffræðingur um tilhugalíf og hrygn- ingaratferli silungsins og sýnir litskyggnur og stutta kvikmynd með erindi sínu. Að loknu kaffihléi verða sýndar tvær kvikmyndir. menningamir yrðu sakfelldir og þeim refsað samkvæmt 176. grein almennra hegningarlaga, þar sem m.a. segir að ef maður veldur með ólögmætum verknaði verulegri truflun á opinberum póst-, síma-, eða útvarpsrekstri, þá varði það varðhaldi eða fangelsi allt að þrem- ur árum, eða sektum. Páll Amór Pálsson lagði á það áherslu i málflutningi sínum að þessu ákvæði hefði aldrei verið beitt í svipuðum málum. Það hafí verið tekið fram í greinargerð með fmm- varpi til laga þessara á sínum tíma að ákvæðið næði til ólögmætra verkfalla, en það eigi ekki við í þessu máli. Tíumenningamir hafí lagt niður vinnu í fullum rétti, þar eð þeim hafí ekki verið greidd laun með lögboðnum hætti. Páll gagnrýndi meðferð máls þessa, t.d. að ákæra hafi birst í dagblöðum áður en tíumenningun- um hafí borist hún. Þá sagði Páll að menntamálaráðuneytið hafi lagt blessun sína yfir ákæmna, en hafí ekki gefið rökstudda umsögn, eins og því er skylt. Krafðist Páll þess að lokum að tíumenningamir yrðu sýknaðir að fullu. Heimilið ’86: Gullpeningnr fyrir bestu uppfinningnna SÝNINGIN Heimilið 86 opnar í Laugardaghöll í dag, fimmtu- dag, klukkan 18:00. Að þessu sinni munu 138 aðilar sýna í 76 sýningardeildum. Fjöllista- flokkur mun sýna iistir sínar og fyrirtæki bjóða gestum upp á ýmis sértilboð. A sýningunni er að auki sérsýning „Hugvit ’86“ þar sem íslenskir hugvits- menn sýna uppfinningar sínar. Á myndinni má sjá Þorleif Þór Jónsson, framkvæmdastjóra Hugvits ’86, með gullpening þann sem Hugverkastofnun Sameinuðu þjóðanna veitir þeim íslenska hugvitsmanni sem, að mati sérstakrar dóm- nefndar, á bestu hugmyndina á sýningunni. Afmælið: Kostnaður nálægt áætlun — segir Davíð Oddsson „ÉG HELD það sé alveg ljóst að kostnaður vegna 200 ára afmælis borgarinnar verður mjög nálægt þeim áætlunum sem gerðar voru og menn al- mennt samþykktu,” sagði Davíð Oddsson borgarstjóri en á borgarráðsfundi sl. þriðjudag var lögð fram fyrir- spurn, sem verður svarað síðar, varðandi kostnað við afmælið. Samþykkt var að veita um 20 milljónum króna úr borgarsjóði vegna afmælisins og tæknistofnanir borgarinnar og Landsvirkjun leggja til 20 milljónir í tæknisýninguna í Borgarleikhúsinu. Innifalinn í þeirri upphæð er kostnaður vegna fræðslumynda sem sýndar eru í sjónvarpinu um stofnanir borgar- innar en eftir er að draga frá aðgangseyri að sýningunni. „Þetta er sama liðið, sem er óánægt yfir að allt gengur vel og er að reyna að fínna eitthvað að,“ sagði Davíð. „Afmælisárið er ekki einu sinni liðið en afmælishaldið verður allt gert upp þegar því er lokið. Það er bara þetta fólk sem getur ekki á heilu sér tekið ef ekki er allt í böli.“ Borgarráð: Minnihlutinn vansæll yf- ir vel heppnuðu afmæli — segir Davíð Oddsson, borgarstjóri „MÉR finnst þetta vera ósköp kjánaleg bókun sem ekki á heima í borgarráði,” sagði Davíð Oddsson borgarstjóri en minnihluta- flokkarnir létu bóka sameiginlega fyrirspurn á fundi borgarráðs sl. þriðjudag, vegna kvikmyndarinnar Reykjavík — Reykjavík, eftir Hrafn Gunnlaugsson. borgarstjómar kunnugt um að Sjálfstæðisflokkurinn hafí á sama tíma látið vinna fyrir sig heimildar- mynd og er hugsanlegt að myndir hafi víxlast. Ef ekki, er þá ekki ástæða til að láta gera heimildar- mynd um líf fólksins í borginni?" „I öðru lagi hef ég það á tilfinn- ingunni að þetta fólk sé að einhveiju leyti vansælt yfír því að afmælis- haldið hefur allt tekist framar vonum og það brýst svona út. Það er ekkert við því að segja, það er viss hópur manna sem aldrei getur sætt sig við að hlutir gangi þokka- lega,“ sagði Davíð. í fyrirspum minnihlutaflokkanna um kvikmyndina Reykjavík — Reykjavík, segir: „Reykjavíkurborg hefur á undanförnum ámm lagt fram 10 milljónir króna til gerðar heimildarmyndar um líf fólks í borginni. Nú nýverið var fmmsýnd mynd undir nafninu Reykjavík — Reykjavík og látið að því liggja að hér væri á ferðinni fyrrnefnd heim- ildarmynd. Sá herfilegi gmnur hefur hinsvegar læðst að okkur, að einhver mistök hafí átt sér stað og að ekki hafí verið fmmsýnd rétt mynd. Því er spurt, er meirihluta „Veríð þið sýnilegir“ — segir Helgi Pétursson, blaðafulltrúi SÍS, í áminningartón við alþingismenn Framsóknarflokksins í grein í Sýn „VERIÐ þið sýnilegir,” skorar Helgi Pétursson, blaðafulltrúi Sambands íslenskra samvinnu- félaga og fyrrum ritsljóri NT og Tímans, á alþingismenn Framsóknarflokksins í grein í ágústhefti Sýnar, þjóðmálarits Sambands ungra framsóknar- manna. I greininni leitar Helgi skýringa á því hvers vegna Framsóknarflokkurinn á undir högg að sækja — hvers vegna „andstæðingum flokksins hefur tekist að snúa einu mesta fram- faratímabili í sögu þjóðarinnar upp í andhverfu sína og kalla það Framsóknaráratuginn, með neikvæðum formerkjum”. Skýring Helga er: Forystu- menn flokksins, með Steingrím Hermannsson forsætisráð- herra í broddi fylkingar, eru latir við að skýra mál sín og skoðanir á opinberum vett- vangi. Helgi spyr: „Hvaða ávinning hefur framsóknar- og samvinnu- stefna haft af setu helstu ráða- manna flokksins í embættum ráðherra?“ Og svarar síðar: „Mér er til efs, að Steingrímur Her- mannsson hafi nýtt sér stöðu forsætisráðherra nægilega vel, stefnu flokksins til framdráttar." Og nokkru síðar: “Ég er svo sem viss um að Steingrímur vinnur heill að þessu, en því miður hafa andstæðingar okkar notfært sér þá einlægni sem ríkir í fari hans.“ Og síðar: „Nokkrir blaðamanna- fundir hafa verið haldnir, en þá alltaf af einhveiju sérstöku tilefni og alltaf er einhver ráðherra sjálf- stæðismanna viðstaddur. Oftast Þorsteinn.” Helgi segist sakna þess að sjá forystumenn flokksins svara brennandi þjóðmálaspumingum og „auglýsir" eftir skoðun þeirra á nokkrum þeirra. Meðal annars: Hvaða skoðun hefur formaður framsóknarflokksins á hugmynd- um um samruna flokka á vinstri kantinum? Hver er afstaða for- mannsins til Bandaríkjanna í ljósi Rainbow- og hvalamálsins? Og hvaða skýringu hefur Steingrímur á minnkandi fylgi flokksins á höf- uðborgarsvæðinu? í niðurlagi greinar sinnar segir Helgi: „Nú má Steingrímur ekki halda að hann sé að verða eftirbátur einhverra stórkostlegra ritsnill- inga úr röðum þingmanna og ráðherra framsóknarflokksins. Öllu, sem hér hefur verið beint til Steingríms, mætti eins beina til flestra þingmanna og ráðherra flokksins. Hér er tekið ofan fyrir mönnum eins og Jóni Kristjáns- syni, Haraldi Olafssyni og Páli Péturssyni, sem þó reyna að klóra í bakkann og skrifa greinar af og til. Hinir geta allir tekið efni grein- arinnar til sín. Hvenær hafa menn séð grein eða heyrt erindi eftir Davíð Aðal- steinsson? Hafa menn lesið ítar- legar útskýringar um landbúnað- armál eftir Jón Helgason? Þar er hart sótt að mönnum, en fátt til andsvara. Stefán Guðmundsson hefur án efa frá miklu að segja og er ekki skoðanalaus — langt í frá. Vinsælasti stjómmálamaður- inn í dag á íslandi og þótt víðar væri leitað,.Halldór Ásgrímsson — það sakaði nú ekki greinarstúfur um hvalamál — um framtíðarskip- an sjávarútvegs, skipan fiskeldis- mála o.s.frv." „Verið þið sýnilegir," ákallar Helgi framsóknarmenn í lokin. Skeiðarár- hlaupið fer hægt af stað LÍTIL breyting hafði orðið á vatnsmagni í Skeiðará í gær- kvöld frá deginum áður að undanskildu því, að vatnið var orðið dökkt, eins og þeg- ar hlaup er í ánni. Undan- farna tíu daga eða svo hefur jökulfýla borist frá Skeiðará og er nú talið víst, að hlaup sé I aðsigi. „Þetta fer hægt af stað og því þykir mér líklegt að hlaupið verði rólegt," sagði Ragnar Stefánsson, bóndi í Hæðum í Skaftafelli í Ör- æfasveit, þegar blm. Morgunblaðs- ins ræddi við hann í gærkvöld. „Mér sýnist að vatnið í ánni sé nú eins og á sumardegi og vöxtur í henni hefur verið hægur undan- farinn sólarhring. Það hefur verið að dökkna í henni undanfarna daga og í dag var það sýnu dekkst." Skeiðará hljóp síðast úr Grímsvötnum um jólaleytið 1983. Það þótti lítið hlaup og var lengi að síga af stað. Stærsta hlaup síðustu áratuga varð 1954 en stærstu hlaup, sem Ragnar Stef- ánsson minnist, urðu 1934 og 1938. „í síðara hlaupinu var sam- fellt vatn héðan úr brekkunni í Skaftafelli og fimm kílómetra vest- ur á sandinn," sagði hann í gærkvöld. „Síðan þá hafa hlaupin verið minni og tíðari og vatnið að mestu verið í farvegi Skeiðarár.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.