Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 44 Lesley Homby var aðeins 15 ára þegar hún varð heims- fræg sem tákn heillar tískustefnu. Andlit hennar, stór, himinblá aug- un og þunglyndislegur en um leið saklaus svipurinn vöktu athygli almennings. Hún auglýsti ilm- vötn, föt, krem og kvikmyndir og boðaði gerbyltingu á fegurðar- skyni fólks, fatnaði, lífsviðhorfum og jafnvel líkamsvexti. Það þekktu hana allir — ekki sem Lesley, heldur sem Twiggy, grind- horuðu gyðjuna. En hvert var upphafið á frægð hennar og frama? Hann heitir Justin de Ville- neuve, maðurinn sem fyrstur kom auga á hana, þar sem hún vann á laugardögum á hárgreiðslu- stofu. Hún vakti strax athygli hans fyrir sérkennilegt útlit og viðkvæmnislegt viðmót. Hann var 10 árum eldri en hún, algjör glaumgosi, ef ekki hreinn og klár glæpamaður. Hann hafði verið dyravörður f nektarklúbbi, stolið skartgripum af fínum frúm og fleira í þeim dúr, þar til hann kynntist stúlkutetrinu á hár- greiðslustofunni. „Hún var alveg hreint gullfalleg," segir hann. „Þegar við fórum út að borða saman, þá fann ég hvemig fólk horfði á hana fullt aðdáunar — hún var svo sérkennileg í útliti, brothætt að sjá, bamaleg og blíð. Það eina sem stakk í stúf við útlit- ið var röddin, hún var skræk og skerandi, minnti eiginlega helst á mávakvak," bætir hann við. Allt til þessa dags hefúr samband þeirra Justin og Twiggy verið æði þokukennt. Þau hafa bæði verið þögul sem gröfín, þegar persónu- legar spumingar eru fyrir þau lagðar. Vom þau elskendur? Sam- starfsmenn? — Eða bara góðir vinir? Hingað til hefur hvomgt þeirra gefíð nokkrar upplýsingar þar að lútandi, en nú, 20 ámm síðar, hefur Justin De Villeneuve fallist á að tala um þetta mál, svipta hulunni af leyndardómnum. „Jú, víst vomm við elskendur," viðurkennir hann. „Og það sem meira er, ég var — og er kannski enn — ofboðslega ástfanginn af henni. Eiginlega skil ég ekki enn hvemig mér tókst að hrifsa hana svona burt frá fjölskyldunni. Ég var náttúrulega afskaplega elsku- legur, setti á svið heilu leikritin, þar ég fór með hlutverk hins sanna sjentilmanns — og það var nóg, eða svona næstum því. Það féllu allir fjölskyldumeðlimimir í gildmna, kunnu ofsalega vel við mig og treystu mér fyllilega fyrir fímmtán ára gömlu baminu — nema pabbi hennar. Hann var meiri mannþekkjari en svo. En barátta hans við að halda í dóttur- ina var vonlaus. Ég var búinn að koma mér svo notalega í mjúkinn hjá móðurinni. Karlinn var of skynsamur — sjálfur myndi ég aldrei leyfa dóttur minni að fara út með manni eins og mér,“ segir hann og hlær hátt. „Eiginlega fínnst mér allt þetta ævintýri vera leikrit frá upphafí til enda," segir „Þegar hún giftist Michael Whitney, missti ég bæði ástkonu mína og minn besta vin. Það var mikið áfall.“ hann. „Ég man t.d. að þegar við vomm að ferðast, þá hringdi ég alltaf til fjölmiðlanna sjálfur, þótt- ist vera einhver annar og lumaði því að þeim að Twiggy yrði á flug- vellinum á tilteknum tímum. Síðan þegar við komum á staðinn var allt krökkt af ljósmyndumm, ég gekk á undan og gargaði: Engar myndir. — Og það var nóg til þess að daginn eftir vom öll blöðin með myndir af Twiggy á forsíðu. Þetta var svo hlægilega auðvelt. Peningamir streymdu inn og við kepptumst við að eyða þeim — lifðum æði hátt. Við áttum t.a.m. 12 Rolls Royce, fyrir utan svo alla hina bílana." En öll ævintýrin enda — og þetta var engin undantekning. Þegar þau Twiggy slitu samvistir var Justin orðinn úrillur, feitur og frekur karl. „Ég var orðinn árásargjam og mjög alvörugefínn maður — satt best að segja ógeðs- legur bæði að utan og innan. Svo þar var kannski ekkert skrítið þó vesalings Twiggy gæfíst Ioks upp á mér. Hún kynntist Michael Whitney við tökur á myndinni „W“ — og hann heiilaði hana alveg upp úr skónum. Twiggy er mjög heið- arleg og hreinskiptin — það má hún eiga — svo hún kom rakleið- is til mín er hún áttaði sig á því að hún var orðin ástfangin af Whitney — og sleit sambandinu. Ég veit að hún var mér trú og ‘ öll þessi 10 ár, sem er vfst meira en sagt verður um mig. Ég er bara þannig gerður að ég verð alltaf að eiga mér eitt- hvert viðhald — og þá skiptir engu „Við gættum þess að sjást sem allra mest,“ segir de Villeneuve. „Hvar sem eitthvað var að gerast — þar vorum við.“ „Twiggy er og verður stóra ástin í lífi mínu,“ segir fyrrum um boðsmaður hennar og unnusti, Justin de Villeneuve. Twiggy var í hinum ýmsu gervum. Sem Clara Bow, Greta Garbo, Rita Hayworth og Marilyn Monroe. „Það mun aldrei nokk- ur fyrirsæta feta i fótspor hennar,“ fullyrðir de ViIIeneuve. Twiggy eins og hún lítur út í dag, tuttugu árum eftir að hún kynntist Justin de Villeneuve. hversu ástfanginn ég er. Fyrir mér verður Twiggy alltaf stóra ástin í Iffí mínu, en ég geri mér þó fulla grein fyrir því að hún var allt of góð fyrir mig. Ég á ekki svona hollustu skilið. Hún er alveg sérstök. Stærsta áfallið í lífí mínu var þegar hún yfírgaf mig. Þá missti ég ekki aðeins ástkonu mína heldur einnig minn besta vin. Og það versta við þetta allt saman var að ég átti þetta skil- ið,“ segir hinn 47 ára Justin de Villeneuve. Maðurinn á bak við velgengni Twiggy, Justin de Villeneuve
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.