Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. AGUST 1986 Rúmenía: Stokkað upp í stíóminni Búkarest, Rúmeníu, AP. NICOLAE Ceausescu, Rúmeniu- forseti, hefur gert ýmsar breyt- ingar á rikisstjórninni, m.a. skipt um utanríkisráðherra og við- skipta- og fjármálaráðherra. Sagði málgagn rúmenska komm- únistaflokksins, Scinteia, frá þessu í gær. Engar skýringar hafa verið gefn- ar á þessum breytingum en þær koma í kjölfar nokkurrar gagnrýni æðstu ráðamanna á að ekki skuli hafa tekist að standa við áætlanir um utanríkisviðskipti þjóðarinnar. Ceausescu hefur heitið því, að allar erlendar skuldir, sem taldar eru nema fimm milljörðum dollara, verði greiddar fyrir 1990 og af þeim sökum hafa útflutningsatvinnuveg- irnir forgang í efnahagslífinu. Nýr utanríkisráðherrra í Rúm- eníu er Ioan Totu og tók hann við af Uie Vaduva. Japan: Metframleiðsla á bílum Tókýó, AP. BÍLAFRAMLEIÐSLA í Japan varð meiri í júlí sl. en nokkru sinni áður á einum mánuði og varð hún þá 3,7% meiri en í sama mánuði í fyrra. Alls voru fram- leiddir 1.147.428 bílar í júlí, en áður höfðu verið framleiddir 1.143.584 bílar í einum mánuði. Var það í oktober 1985. Eftir- spurn eftir bifreiðum heima fyrir jókst um 3,2%, en eftir- spurn eftir japönskum bilum erlendis dróst saman um 5%. Er hækkandi gengi jensins kennt um minnkandi eftirspurn erlend- Erich Honecker í ræðustól. Peking, AP. ERICH Honecker, forseti Aust- ur-Þýskalands, fer í opinbera heimsókn til Kína i lok október. Skýrði kinverska utanríkisráðu- neytið frá þessu í gær. Honecker verður fyrstur þjóð- höfðingja í Austur-Evrópu, að Rúmeníu undanskilinni, til að koma til Kína frá því hugmyndafræðileg- ur klofningur varð með Kínverjum og Sovétmönnum árið 1960. Haft er eftir heimildum að Honecker hafl hug á að taka að nýju upp stjómmálasamband við Kínverja. Honecker fer til Kína í boði kommúnistaflokksins þar snemma í september verður þar á ferð fyrsti aðstoðarforsætisráðherra Tékkó- slóvakíu, Rudolf Rochicek. Kínveij- ar hafa að undanfömu sýnt þess ýmis merki, að þeir hafi áhuga á Símamynd/AP Hermenn sandinistastjórnarinnar í átökum við skæruliða. Undir húsveggnum hefur kona leitað skjóls fyrir skothríðinni. Contra-skæruliða _ vantar æfinsrabúðir E1 Salvador, Honduras, AP. ' * EMBÆTTISMENN í þremur Mið-Ameríkuríkjum, sem Banda- ríkjamenn höfðu nefnt sem líkleg æfingarsvæði fyrir skæruliða er berjast í Nicaragua, hafa sagt að engar æfinga- búðir verði leyfðar í ríkjum þeirra. Varaforseti E1 Salvador, Castillo Claramount, sagði á mánudag, að ríkisstjóm landsins myndi alls ekki leyfa contra-skæruliðum að hafa aðsetur í E1 Salvador. í síðustu viku höfðu svipuð viðhorf komið fram hjá stjórnvöldum í Honduras og Panama. Contra-skæruliðar, sem beijast gegn marxistastjóminni í Nicaragua, fá á þessu ári 100 millj- ónir dollara í aðstoð frá Bandaríkja- mönnum og er þar innifalin hernaðaraðstoð upp á 70 milljónir dollara. Bandaríkjamenn munu þjálfa skæmliðana og hafa verið að leita eftir heppilegum stað fyrir æfmgabúðir því mun dýrara er hafa búðirnar í Bandaríkjunum en í Mið- Ameríku. Heimildir herma að á undan- förnum árum hafi contra-skærulið- ar verið þjálfaðir í löndunum þremur en stjórnir landanna og yfir- völd í Bandaríkjunum hafa neitað slíku. William Walker, aðstoðarutan- ríkisráðherra Mið-Ameríkumála, kom til Honduras á mánudag til þess að ræða við stjómvöld þar og leiðtoga skæruliða frá Nicaragua, að því er sagt var í Tegucigalpa. Bandaríkin og Lúxemborg: Undirrita loft- ferðasamning Honecker sækir Kínverja heim auknum samskiptum við kommún- istaríkin í Austur-Evrópu, ekki síst við Ungveija og Júgóslava, sem reynt hafa að losa efnahagslífið úr greipum miðstýringarinnar. STJÓRNVÖLD í Lúxemborg og Bandaríkjunum undirrituðu fyr- ir skömmu tvíhliða loftferða- samning milli ríkjanna. Hafa þau ekki áður gert slíkan samning með sér. Ekki er þó gert ráð fyrir að flugfélög í löndunum taki á næstunni upp áætlunar- flug þeirra i milli. Embættismaður í bandaríska sendiráðinu í Lúxemborg kvaðst ekki vita til að bandarísk flugfélög hefðu áhuga á áætlunarflugi milli landanna og talsmaður Luxair svar- aði því sama til fyrir hönd síns félags. Islenska flugfélagið Flug- leiðir annast nú farþegaflug milli Lúxemborgar og íjögurra borga í Bandaríkjunum með viðkomu á ís- landi. Cargolux, flutningaflugfélag sem aðsetur hefur í Lúxemborg, flýgur óreglulega til fímm banda- rískra borga og gera forsvarsmenn þess sér vonir um að loftferðasamn- ingurinn áðurnefndi muni gréiða því götuna fyrir frekari flutningum. „Þessi samningur var meira en tímabær," sagði Sten Grotenfelt, forseti Cargolux. Samkomulagið mun reyndar ekki gagnast Cargo- lux strax en forráðamenn félagsins vona að það muni síðar verða látið ná til þess og komi þá til með að styrkja stöðuna gagnvart banda- rískum keppinautum. Lúxemborg var eina ríkið innan Evrópubandalagsins og Nato sem ekki hafði gert loftferðasamning við Bandaríkin. Bíður hann nú sam- þykkis þjóðþingsins. (Úr Wall Street Joumal) Evrópubandalagið: Japönum refsað vegna undirboða Brlissel, AP. Framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins tilkynnti á mánu- dag að lagður yrði tollur til bráðabirgða á ljósritunarvélar sem fluttar væru inn til ríkja bandalagsins frá Japan. Tollurinn sem tekur gildi á mið- vikudag verður 15,8% á vélar framleiddar af níu iapönskum fyrir- tækjum, vörur þriggja annarra fyrirtækja sleppa með lægri toll. Akveðið var að leggja tollinn á eft- ir að sérstök könnun á vegum framkvæmdanefndarinnar hafði leitt í ljós, að japönsku vélamar voru boðnar til sölu í ríkjum Evr- ópubandalagsins á mun lægra verði en í Japan. Ljósritunarvélar eru seldar fyrir um eina billjón dollara árlega í þessum ríkjum. Framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins getur lagt á toll til bráðabirgða í tilfellum sem þessum í 4 til 6 mánuði, en ef tollurinn á að gilda í lengri tíma verður ráð- herranefnd bandalagsins að samþykkja hann. 16ára flótta- maður Munchen, AP. SEXTÁN úra gömlum Austur- Þjóðveija tókst síðasta laugar- dag að lauma sér framhjá landamæravörðum yfir til Vest- ur-Þýskalands, að sögn lög- reglu í Bæjaralandi. Stuttu síðar flúði annar Austur-Þjóð- verji yfir landamæri Tékkóslóv- akíu og Vestur-Þýskalands.Nöfn mann- anna voru ekki gefin upp þar sem óttast er að stjórnvöld þar eystra refsi ættingjum mann- anna á einhvem hátt. Á föstudag ók 46 ára Vestur- Þjóðveiji dráttarvél yflr til Tékkó- slóvakíu. Landamæraverðir handtóku manninn er hann var kominn 4 kílómetra inn í landið. Að sögn lögreglu var maðurinn kófdrukkinn. Honum var skilað í hendur lögreglunnar í Bæjaralandi 5 stundum síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.