Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR -28. ÁGÚST. 1986 =#= ÚTVARP / SJÓNVARP Að gleymast Brátt hafa þeir útvarpsmenn lokið ferð sinni um hringveg- inn á útvarpsbílnum góða. Ég veit til þess að ferð þeirra hefir kostað mikla vinnu og umstang og stund- um var uppskeran dágóð en þó brá nú við að stæði í mönnum, ef svo má að orði komast. Annars held ég að þátturinn Á hringveginum hafí markað ákveðin tímamót hjá ríkis- fjölmiðlunum í þá veru að hann gaf landsbyggðafólki færi á að mæta í beina útsendingu og flutti þar með í vissum skilningi eina af voldug- ustu ríkisstofnunum landsins út fyrir borgarmörk Reykjavíkur. Hér má vissulega ekki gleyma hinu mikla starfi útibúsins á Akur- eyri, Ingu Rósu á Egilsstöðum og fleiri útvarpsmanna en mér virðist að ríkisútvarpið verði að stefna að því í framtíðinni að ná til allra lands- ins bama með hljóðnemann. Er ég raunar þeirrar skoðunar að í dag uni fólk ekki langdvölum víðsfjarri kastljósi Qölmiðlanna, að nútímamanninum finnist hann ekki þátttakandi í lífsbröltinu nema hann geti við og við sagt fregnir af sjálf- um sér og því sem er að gerast í hans nánasta umhverfi. Og við skul- um líka gá að því að þau pláss sem aldrei heyrist frá geta hreinlega gleymst þannig að íbúunum finnst máski að þeir tilheyri ekki lengur samfélaginu, slíkur er máttur fjöl- miðlanna. Og þá ber okkur að hafa hugfast að til slíkra „eyðibyggða" kann að verða erfitt að lokka sér- hæfða starfskrafta á borð við kennara og hjúkrunarfólk. Slíkt fólk er gjaman sótt til Stór-Reykjavíkur og mér er til efs að það vilji fara til staða sem hvergi er getið á landakorti Qölmiðlanna. Og hvað um hina breyttu atvinnu- skipan? Áður fyrr áttu landsbyggðar- menn allt sitt undir því að ná eyrum þingmanna og ráðherra svo þeir mættu til dæmis kaupa skuttogara. Nú em breyttir tímar þannig að laxastíur blasa við í fjörðum og bændur breyta hlöðum í lítil hótel. Er ekki sagt að fjármagnið leiti helst til þeirra er láta hæst í fjöl- miðlunum? Þingmennimir og ráðherramir vita sem er að þau pláss er sjást ekki á iandakorti fjöl- miðlanna eru nánast ekki til í augum heimsins og því liggur ekki eins mikið á að bæta þar vegi og byggja brýr í eiginlegum og óeigin- legum skilningi. Ef hinsvegar íbúum plássins hefír lánast að lokka til sín í bæjarstjórastól liðugan fjöl- miðlaskúm þá verður skyndilega einangrun þess öllum landslýð ljós og ráðherrarnir og þingmennimir sem eiga allt sitt undir því að líta vel út í kastljósi fjölmiðlanna, flýta sér að malbika vegarspottana inní plássið og styrkja brýmar. Þetta skyldu menn hafa í huga er þeir leita að bæjar- og sveitarstjórum. Hlutverk þessara ágætu manna er ekki lengur það að sitja lon og don á biðstofum ráðamannanna „fyrir sunnan" að biðja um eitt stykki skuttogara heldur að mæta í sjón- varpssal að lýsa kostum plássins í þeirri von að peningamennimir eygi þar tækifærin og menntafólkið fái áhuga á að setjast að í plássinu. Að lokum vil ég þakka þeim hringvegsmönnum samfylgdina um hinar dreifðu byggðir landsins. Þeir færðu mér heim sanninn um að mannlífíð er ekki hótinu merkilegra hér suður í Reykjavík en til dæmis í Borgamesi, þar sem þeir félagar tylltu niður tá síðastliðinn þriðjudag eða hvaða úra- og skartgripaversl- un í Reykjavík getur státað af harmónikkuhljómsveit skipaðri yfír- kennara, skólastjóra, organleikara, rakara að ógleymdum klukku- smiðnum og svo þegar tónleikunum er að ljúka vindur sparisjóðsstjórinn sér innúr dyrunum og syngur gleðivísur? Ólafur M. Jóhannesson Hús Bernörðu Alba ^■HB í kvöld verður C)f\00 flutt á rás eitt leikritið Hús Bemörðu Alba eftir Fed- erico García Lorca. Hann er eitt af stórbrotnustu skáldum Spánveija á þess- ari öld og er harmleikurinn um Bemörðu Alba og dæt- ur hennar talið meðal bestu verka hans. Verkið er að þessu sinni flutt í tilefni þess að fímmtíu ár em lið- in frá því að fasistar myrtu Lorca í upphafí spænsku borgarastyrjaldarinnar. Leikurinn fer fram á heimili Bemörðu Alba sem er nýorðin ekkja eftir margra ára ástlaust hjóna- band. Hún á fímm ógiftar dætur sem hún kúgar af Söngleikir á Broadway ■■^H Fjórði þátturinn n03 af fímmtán um söngleiki sem ganga á Broadway um þessar mundir er á dagskrá rásar eitt í dag. Nú ætlar Ámi Blandon, umsjónarmaður þáttanna, að ljúka við að kynna söng- leikinn „The Mystery of Edwin Drood" sem byggð- ur er á síðustu sögu Charles Dickens. Honum tókst reyndar ekki að ljúka við hana. Söngleikur þessi fékk Tony-verðlaunin í ár. Að viku liðinni verður nýjasti söngleikur Bobs Fosse, „Big Deal“, tekinn fyrir. I honum er leikin tón- list frá þriðja og fjórða áratugnum. ótrúlegri harðýðgi. Þegar einni þeirra býðst gott gjaf- orð bijótast tilfínningar hinna undan okinu og fyrr en varir logar heimili Bem- örðu Alba af ástríðum og hatri. Einar Bragi þýddi leik- ritið en María Kristjándótt- ir leikstýrir. Með hlutverk Bemörðu Alba fer Krist- björg Kjeld en aðrir leik- endur eru: Herdís Þorvaldsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Ragn- heiður Steindórsdóttir, María Sigurðardóttir, Guðrún Gísladóttir, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Sigríður Hagalín, Sigurveig Jóns- dóttir, Anna Kristín Amgrímsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Margrét Helga Jóhanns- dóttir og Guðlaug María Bjamadóttir. Tæknimaður er Friðrik Stefánsson. Áður en flutningur hefst flytur Jón Viðar Jónsson leiklistarstjóri formálsorð um höfundinn og verk hans. I dagsins önn ■■■■ í þættinum í 1 0 30 dagsins önn á 0*~ rás eitt í dag verður rætt við hjónin Ás- laugu Jensdóttur og Vald- imar Kristinsson að Núpi í Dýrafírði. Þátturinn fjallar að þessu sinni um efri árin og er ætlunin að bregða upp mynd af því hvemig er að eldast í sveit og spurt hvaða þjónustu sveitasam- félag getur veitt öldruðum. Umsjón Finnbogi Her- mannsson. Sænskar vísnaperlur ■■■■ í þættinum um 00 20 perlur sænskrar vísnagerðar í umsjá Adolfs H.E. Peter- sen á rás eitt í kvöld verða einkum kynntir þeir Carl Michael Bellman og Evert Taube. Um það bil ein öld leið á milli þess að Bellman dó og Taube fæddist, sem var árið 1890. Sá fyrmefndi var við hirð Svíakonungs og spilaði fyrir hann. Þó fjölluðu kvæði hans oftar en ekki um almúgann og ekki síst fyllirafta og róna Stokk- hólmsborgar. Evert Taube flæktist hins vegar víða um heim og orti um það sem fyrir bar. Án efa kannast margir við einhveijar vísna þeirra, hver kannast til dæmis ekki við Gamla Nóa eftir Bellman? Tónlistarkrossgátan .< UTVARP I FIMMTUDAGUR 28. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Hús 60 feðra" eftir Meindert Dejong. Guðrún Jónsdóttir byrjar lestur þýð- ingar sinnar. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úrforustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Söngleikir á Broadway 1986. Fjórði þáttur: „The Mystery of Edwin Drood". Síðari hluti. Árni Blandon kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.301 dagsins önn — Efri árin. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. 14.00 Miðdegissagan: „Mahatma Gandhi og læri- sveinar hans“ eftir Ved Mehta. Haukur Sigurösson byrjar lestur þýðingar sinnar. 14.30 í lagasmiöju. Burts Bacharach. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Vest- urland. Umsión: Ævar Kjartansson, Asþór Ragn- arsson og Stefán Jökulsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Strengjakvartettar Sjostakovitsj. Strengjakvart- ett nr. 2 i A-dúr op. 68. Borodin-kvartettinn leikur. Umsjón: Sigurður Einars- son. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Vernharður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 I loftinu. Guðlaug María Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Hús Bernörðu Alba" eftir Frederico Garcia Lorca. Þýðandi: Einar Bragi Sigurösson. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Leik- endur: Kristbjörg Kjeld, Herdís Þorvaldsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Maria Sigurðardóttir, Guðr- ún Gisladóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Briet Héðins- dóttir, Sigríöur Hagalín, Sigurveig Jónsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Þór- unn Magnea Magnúsdóttir, Margrét Helga Jóhanns- dóttir og Guðlaug María Bjarnadóttir. Félagar úr Há- skólakórnum syngja. Jón Viðar Jónsson flytur for- málsorð. (Endurtekið nk. þriðjudagskvöld kl. 22.20). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Sænskar vísnaperlur. Adolf H.E. Petersen kynnir sænsk visnaskáld. 23.00 Á slóöum Jóhanns Sebastians Bach. Þáttaröð eftir Hermann Börner frá austur-þýska útvarpinu. Fimmti þáttur. Jórunn Viðar þýðir og flytur. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 28. ágúst 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tómasson- ar, Gunnlaugs Helgasonar og Kolbrúnar Halldórsdótt- ur. Guðriður Haraldsdóttir sér um barnaefni kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Andrá Stjómandi: Ragnheiður Daviðsdóttir. SJÓNVARP 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Marianna Friöjónsdóttir. 19.25 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Babies) Sjötti þáttur Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Unglingarnir í frumskóg- inum. FOSTUDAGUR 29. ágúst Umsjónarmaöur Jón Gúst- afsson. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jónasson. 21.15 Bergerac — Fimmti þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur í tíu þáttum. Aðal- hlutverk John Nettles. ■ Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.05 Seinni fréttir 22.10 Siösumarást (Summer and Smoke) Bandarisk bíómynd frá árinu 1961, byggð á leikriti eftir Tennessee Williams. Leik- stjóri Peter Glenville. Aðalhlutverk: Geraldine Page og Laurence Harvey Sagan gerist snemma á öld inni í smábæ i Suöurríkjun um. Þar segir frá prests- dóttur nokkurri sem ekki þykir líkleg til þess aö ganga í hjónaband og þykir því tíöindum sæta er hún fær ofurást á illa þokkuðum manni þar í bæ. Þýðandi Jón O. Edwald. 00.10 Dagskrárlok 15.00 Sólarmegin Þáttur um soul- og fönktón- list í umsjá Tómasar Gunnarssonar. (Frá Akur- eyri). 16.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guð- mundsdóttir. 17.00 Gullöldin Guömundur Ingi Kristjáns- son kynnir lög frá sjöunda áratugnum. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Um náttmál Helgi Már Barðason sér um þáttinn. 22.00 Rökkurtönar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Heitar krásir úr köldu striði „Napur gjóstur næddi um menn og dýr. - Ár almyrkv- ans." Fjórði þáttur. Umsjón- armenn: Magnús Þór Jónsson og Trausti Jóns- son. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.