Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 7
MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚÐAGUR '26'. ÁGÚSf 'Í986 7 FÍB með skyndiathugfun á gæð- um bensíns hjá olíufélögunum Sýni send til greiningar í Hollandi FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, gekkst í gær fyrir töku sýnishorna af því bílabensíni, sem olíufélögin hafa upp á að bjóða. Sýnishornin verða í dag send til Rotterdam til ef nagreiningar. A einni bensínstöð hjá hvetju félagi voru tekin þrjú fimm lítra sýni bæði af venjulegu bensíni og ofurbensíni. Bensíninu var dælt í eins lítra brúsa, sem löggiltir eru til sýnatöku og viðurkenndir af Alþjóðaflugmálastofnuninni til flutnings í lofti og þeir síðan inn- siglaðir með innsigli FÍB. Samtals 30 brúsar af bensíni eru teknir á hverri bensínstöð, 15 af hvorri tegund bensíns, 10 brús- ar eru sendir til Hollands, viðkom- andi olíufélag fær 10 og FÍB heldur eftir 10 brúsum. Ef niður- staða efnagreiningarinnar í Hol- landi er önnur en viðkomandi olíufélag telur eðlilegt eru þau sýni, sem olíufélagið fékk, send til greiningar. Ef önnur niðurstaða fæst úr þeirri greiningu en úr hinni fýrstu, er þriðja sýnið, sem FIB hélt eftir sent til greiningar. Er þá niðurstaða þess sýnis endanleg. Niðurstaða úr þessari sýnatöku ætti að liggja fýrir eftir viku og gefur FÍB út fréttatilkynningu um niðurstöðu rannsóknanna eftir að Listamenn við sumarnám í Bandaríkjunum Listamennirnir Þuríður Dan og Ólöf Einarsdóttir hafa í sumar verið við nám í Haystack-handíðaskólanum á Deer Isle í Maine i Bandaríkjunum. Þær hlutu báðar styrki úr sjóði Pamelu Sand- ers Brement tij námsins, en styrkurinn er árlega veittur tveimur listamönnum. í sumarskólanum tóku Þuríður og Ólöf m.a. þátt í námskeiðum í vefnaði og efnishönnun. Hér sjást þær ásamt Pamelu Sanders Brement, sem nýlega var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu. hafa kynnt þær olíufélögunum, en þó aldrei fýrr en niðurstaða þriðja sýnisins liggur fýrir ef um ágrein- ing er að ræða. Það var í fyrrahaust, sem FÍB og olíufélögin gerðu samning um hlutlaust gæðaeftirlit FÍB með bílabensíni, en tildrög þess samn- ings voru þau, að FIB hafði um langt bil borist kvartanir frá bif- reiðaeigendum, sem efuðust um gæði bensínsins, einkum þó að oktantala þess væri of lág. Sá aðili, sem rannsakar sýnis- homin, er Saybolt Rotterdam, sem er stærsta rannsóknarstofa á þessu sviði í Evrópu. Rannsóknar- og sýnatökukostnaður er borinn af olíufélögunum og er þeim sam- kvæmt samningnum heimilt að auglýsa að þau séu þátttakandi í gæðaeftirlitinu. Tæknisýning- unni lýkur um helgina TÆKNISÝNINGU Reykjavík- urborgar í Borgarleikhúsinu lýkur sunnudaginn 31. ágúst næstkomandi klukkan 22:00. Hún verður þá tekin niður fyr- ir fullt og allt. A sýninguni eru meðal annars tvö stærstu líkön á landinu og er annað af Sundahöfn og hitt af Suð-Vesturlandi, stærsti foss sem til er innanhúss og talandi vél- menni. Bamagæsla og leikbáta- höfn fýrir yngstu gestina er í kjallaranum. Einnig gefst gestum kostur á að skoða nýbyggingu Borgarleik- hússins. Síðastliðið þriðjudagskvöld höfðu um 30.000 gestir komið á sýninguna. Morgunbladið/Ámi Sæberg Hér er verið að innsigla brúsa með sýnishorni af 93 oktana bensíni úr dælu bensínstöðvar Skeljungs á Vesturlandsvegi. Borgarráð: Byggingarkostnaður ráð- húss 175—200 milljónir A borgarráðsfundi, sem haldinn var 26. ágúst, svaraði Davíð Oddsson borgarstjóri fyrirspurn frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um kostnað vegna Borgarleikhússins og kostnað við byggingu vænt- anlegs ráðhúss. I svari borgarstjóra vegna kostn- aðar við byggingu Borgarleikhússins kom fram að frá upphafi næmi hann um 380 milljónum króna, á fram- reiknuðu verði. Hann sagði að unnið væri að endurskoðun áætlunar um að ljúka við bygginguna og að áætl- aður kostnaður við það verk væri um 300 milljónir króna. Varðandi fyrirspum um kostnað við byggingu „hóflegs" ráðhúss, sagði Davíð að ekki væri fjarri lagi að áætla þann kostnað á bilinu 175 milljónir til 200 milljónir króna. Gott verð á svínakjöti Reykt svínalæri, frí úrb. 290 kr. kg Reyktir svínabógar, frí úrb. 285 kr. kg. Svínahamborgahryggir490 kr. kg. Nýir svínahryggir 430 kr. kg. Svínakótilettur 490 kr. kg. Svínahakk 286 kr. kg. Svínafillet 420 kr. kg. Svínalundir 666 kr. kg. Nýr svínabógur 247 kr. kg. Nýtt svínalæri 245 kr. kg. Svínarif 178 kr. kg. Svínarifjar 195 kr. kg. Svínasíða ný 235 kr. kg. Baconbitar 245 kr. kg. Bacon sneiðar 255 kr. kg. Frábært kjöt á grillið Skrokkar k,235-/3 MÝTT EOA REYKT heildsöluverð a 01,11 SVÍNAKJÖT AUÐVITAÐ Ö KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2, Sfmi 686511.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.