Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 30 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR Engisprettur ógna uppskeru í Afríku ÞAÐ FÓR loks að rigna í Afríku í fyrra eftir margra ára þurrk. Rigningunni var fagnað og talið að versta hungursneyðin í heims- álfunni væri liðin hjá. Rigningin hófst á hagstæðum tíma og stóð nógu lengi til að iofa góðri uppskeru í fyrsta skipti í langan tima. En úrkomunni fylgdi raki sem vakti engisprettur af löngum dvala. Þær lágu lágt á meðan þurrkatimabilið stóð en ógna nú komuppskeru á mörg hundbruð þúsund hekturum og geta orðið að hinni verstu engisprettuplágu í sextíu ár ef stórátak verður ekki gert til að eyða skordýrunum. Eftirlitsmenn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, FAO, tóku eftir því fyrir tæpu ári að ein af plágun- um tfu sem getið er í Gamla testamenti vofír enn á ný yfír Afríku. Engisprettuplága gekk síðast yfír heimsálfuna árið 1928 og þá tók tíu ár að vinna bug á henni. 40 milljarðar engisprettna ollu síðan geigvænlegu tjóni í Sómalíu árið 1958 þegar þær átu allt ætilegt á tæplega þúsund ferkílómetra svæði á nokkrum klukkustundum. Engisprettutegundimar í Afríku era engin smáskorkvikindi sem leikur er að ráða við. Þær era á lengd við vísifíngur og um 15 sm á breidd yfír vængina. Kvendýrin lifa í 120 daga og geta verpt 400 eggjum sem lirfur skríða úr á tveimur til fjórum vik- um. Þær fara um í stórum hópum og geta flogið viðstöðulaust í 12 tíma á 18 km hraða. Hver engi- spretta etur daglega jafn mikið og hún vegur. Skordýrin skilja ekki eftir stingandi strá þar sem þau setjast að snæðingi og eru kölluð „tennur vindsins" í Afríku. Enginn kann að meta þau nema hirðingjar eyðimerkurinnar, þeir steikja engisprettumar yfir eldi og þykja þær hið mesta lostæti. Plágan árið 1928 kom öllum að óvörum. Nýlenduveldin gerðu sitt til að koma í veg fyrir að slíkt ætti sér stað aftur. Skipulagt eft- irlit var haft með engisprettunum og gripið til varúðarráðstafana áður en fjölgun þeirra varð óvið- ráðanleg. Mikilvægi landbúnaðar hefur minnkað í Afríku síðan þjóð- imar fengu sjálfstæði. Eftirlit með engisprettum hefur verið látið sitja á hakanum með þeim afleið- ingum að talsmenn FAO óttast nú að plágan geti orðið óviðráðan- leg og jafnvel breiðst út yfir 20% af landi á jörðunni. Engisprettum er best eytt með skordýraeitri sem úðað er úr lofti. Það er dýrt og fæst Afríkulönd era fær um að vinna bug á plág- unni án erlendrar aðstoðar. í áætlunum alþjóðlegra hjálpar- stofnana er reiknað með að veita 18 milljónir dollara, 738 millj. ísl. kr., næstu tvö árin í baráttu gegn engisprettum. En ríkisstjóm Suð- ur-Afríku hefur þegar varið sjö milljón dollurum, 287 millj. ísl. kr., af eigin fé í baráttuna innan eigin landamæra en hefur orðið lítið ágengt. Engisprettumar hafa þegar valdið tjóni í Suður-Afríku, Bots- wana, Angóla, Zambíu og Zimbabwe í suðurhluta Afríku og í Gambíu, Malí, Búrkína Fasó, Chad, Súdan og í miðhluta Eþíópíu. Skipulagsleysi og skortur á samstarfí hefur háð aðgerðum gegn engisprettunum og talsmað- ur FAO segir að hætt sé við að þær dreifíst yfír rúma milljón hektara ef baráttan verður ekki hert og meiru fé veitt til hennar. Ein milljón hektara gefa af sér 400.000 tonn í komuppskera. Hungursneyð vofír því enn yfír Afríku nema það takist með sam- eiginiegu átaki Afríkuþjóðanna Engíspretta af þeirri tegund sem um ræðir i greininni. sjálfra og annarra að létta voða- plágunni af heimsálfunni. íbúar hennar þurfa enn á aðstoð að halda þótt það hafí farið að rigna — rigningarinnar vegna að þessu sinni. Áttunda plágan: engispretturnar „Þá rétti Móse út staf sinn yfir Egyptaland, og Jahve lét austanvind blása inn yfír landið allan þann dag og alla nottina; en með morgninum kom austanvindurinn með engisprettumar. Engisprett- umar komu yfir allt Egypta- land og mesti aragrúi af þeim kom niður í öllum hér- uðum landsins; hafði aldrei áður verið slíkur urmull af engisprettum og mun ekki hér eftir verða. Þær huldu allt landið, svo að hvergi sá til jarðar, og þær átu allt gras jarðarinnar og allan ávöxt trjánna, sem haglið hafði eftir skilið, svo að í öllu Egyptalandi varð ekkert grænt eftir, hvorki á tijánum né á jurtum merkurinnar." (II Mósebók 10.) Sem kunnugt er hafa þurrkar í Afriku verið gífurlegir á undanfömum árum. Nú þegar loks sér fyrir endann á þeim, tekur önnur plága við. Sykurmolarnir era ný hljómsveit sem lætur til sín taka í fyrsta sinn í Roxzy á fimmtudagskvöldið. F.v.: Einar Öra Benediktsson, Sig- tryggur Baldursson, Björk Guðmundsdóttir, Einar Melax, Friðrik Erlingsson, Þór Eldon og Bragi Ólafsson. Sykurmolar og Skuggar spila í Roxzy Hljómsveitirnar Sykurmolarn- ir og Langi Zeli & Skuggarnir munu frumflytja áður óheyrðar tónsmíðar á tónleikahátíð i skemmtistaðnum Roxy að kvöldi fimmtudagsins 28. ágúst og hefj- ast tónleikarnir kl. 22.00. Sykurmolamir era ný hljómsveit, skipuð þeim Sigtryggi Baldurssyni, Björk Guðmundsdóttur, Einari Erni Benediktssyni, Einari Melax, sem öll vora áður í hljómsveitinni Kukli; Braga Ólafssyni og Friðrik Erlings- syni, áður í Purrk Pillnikk, og Þór Eldon. Langi Zeli & Skuggamir eiga rætur að rekja til hljómsveitar- innar Oxsmá. Gömul bresk herflugvél Vogum. GÖMUL bresk herflugvél hafði viðkomu á Kefjavíkurflugvelli sl. miðvikudag. Flugvélin er af gerðinni Sheckleton AEW-2 og var í æfingaflugi er hún kom hingað. Flugvélin er búin 4 2450 hestafla Rolls Roys-hreyflum og er hver þeirra með 2 skrúfur. Vænghaf vélarinnar er 120 fet og lengd hennar er 92 fet. Flugþol vélarinnar í gæsluflugi er 10 tímar. EG Jes Frederik Jessen - Minning Kveðja frá Reykjalundi Einn af okkar elstu og traustustu samstarfsmönnum, Jes Jessen, er látinn og dagleg viðvera þessa góða manns hér á Reykjalundi í hartnær 30 ár er á enda. Starfsferill hans hér er fagur vitnisburður um ein- staka trúmennsku og samvisku- semi, enda var honum vöxtur og viðgangur þessa staðar heilagt mál. Jes hóf störfí plastiðnaðardeild- um á Reykjalundi 1. nóvember 1956 og stóð sína „plikt" þar til daginn fyrir ferðina löngu. Aldrei of seinn í vinnu, aldrei of snemma heim, aldrei undanskot frá þeim skyldum sem á hann vora lagðar af vinnu- veitanda eða samfélagi. Eftir næstum 20 ára vinnuvökur á öllum tímum sólarhrings tók hann við starfí í plaststeypudeild og þá var Jes maðurinn, sem slökkti á vélunum á kvöldin og læsti húsum. í verkstjórn hans á þessum tíma var aldrei fólgin fyrirskipun til sam- verkamanna því látæði hans allt var með þeim hætti að menn hrifust með og orð vora óþörf. Sá eigin- leiki hans að gera ávallt meiri kröfur til sjálfs sín en annarra létti honum samstarfið við öryrkja, sem hér dvöldu í atvinnulegri endur- hæfíngu. Auk hins fasta starfs greip Jes í sitt gamla fag, garðyrkjuna, og naut Reykjalundur hæfni hans og smekkvísi á því sviði. Þau störf mun hann aldrei hafa fært til reiknings og ósjaldan lagði hann til sumar- blómin í beðin. Þegar kallað var eftir reikningi bandaði hann frá sér hendinni og sagði „det var sá lidt“. Jes var Dani og hélt borgararétti sínum þar alla tíð og var stoltur af. Hann var virkur í félögum Dana á íslandi, tíðum stjórnarmaður eða formaður bæði í Dannebrog og Dansk Selskab og útnefndur heið- ursfélagi í þeim báðum auk þess sem hann hlaut viðurkenningu drottningar sinnar með orðuveit- ingu fyrir vel unnin störf. Að loknum starfsdegi hans hér á Reykjalundi getum við að vísu engar orður veitt en við munum geyma minninguna um hann sem einstakan öðling og prúðmenni. Við vinnufélagar hans vottum Kristianne og sonum þeirra innilega samúð okkar. Megi hann hvíla í friði. Björn Ástmundsson Jes Frederik Jessen, Borg í Mos- fellssveit, lést í Landakotsspítala hinn 22. ágúst síðastliðinn eftir skammvinn veikindi. Útför hans verður gerð frá Lágafellskirkju kl. 2 í dag. Jes Frederik fæddist hinn 30. desember 1910 í Abkær í Dan- mörku, yngstur þriggja bama. Faðir hans var virtur liðsforingi í danska hernum, en dó þegar Jes var aðeins 6 ára að aldri. Móðirin fékk því það erfíða hlut- skipti að ala upp bömin 3 og veita þeim haldgóða menntun. Það tókst henni með ágætum og þegar Jes kom til íslands í fyrsta sinn árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.