Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 39 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Hœfileikar Undirritaður er oft spurður þeirrar spumingar hvaða hæfileika megi sjá í ákveðnu stjömukorti. „Getur þú séð hvaða hæfileika ég hef?“ og oft er bætt við, „ef ég þá hef einhveija“. Það síðast talda má oft rekja til hógværðar en einnig iðulega til óhóflegs lítillætis. Allir menn hafa ein- hvetja hæfileika. Það er ekki spuming um hvort hæfileikar eru fyrir hendi heldur hveijir þeir eru og hvemig má nýta þá. ViÖhorf Það sem stendur okkur aðal- lega fyrir þrifum í sambandi við þroskun hæfileika er eink- um tvennt. í báðum tilvikum tengist það viðhorfi okkar. í fyrsta lagi hef ég orðið var við fyrirfram neikvæðni í garð eigin hæfíleika og í öðm lagi það viðhorf að hæfileikar eigi að blómstra með okkur áreynslulítið. NeikvœÖni Neikvæðnin birtist aðallega í því að þegar viðkomandi er sagt að hann hafi ákveðna hæfileika neitar hann því án þess að láta á það reyna. „Nei, ég hef ekki listræna hæfileika, ég gat ekkert í teikningu í bamaskóla,“ og fram í huga hans skjótast minningar frá bemskuárun- um. Sigurjón teiknikennari hrósar myndum Guðmundar en lítur ekki á myndir hans. Það að listir hafa með margt annað að gera en teikningu og það að hægt er að læra að teikna er ekki hugleitt. Rangt uppeldi í alltof mörgum tilvikum lát- um við óverðskuldaða minni- máttarkennd vama því að við tökumst á við og eflum hæfi- leika okkar. Vegna óþolin- mæði yfir þeim tíma sem tekur bamið að hnýta skó- reimamar þrífur foreldrið í það og öskrar: „Svona láttu mig gera þetta, þú getur aldr- ei gert neitt rétt,“ og í sálarlíf bamsins greipist hvorki fyrsta né síðasta myndin af ófullkomleika þess. Uppgjör Slík atvik sem þessi leiða til þess að við glötum trúnni á hæfileika okkar. Við þurfum að hafa það skýrt í huga okk- ar að öll höfum við hæfileika en þurfum kannski að losa okkur við gamla minnimátt- arkennd. Ef við horfum til baka og rifjum upp þau atvik sem hafa leitt til bælingar og reynum að skilja hvað lá að baki getum við losað okkur við mörg vandamál. Foreldrar ættu að athuga ábyrgð sína í þessu sambandi. Böm em viðkvæm og því þarf að forð- ast að btjóta sjálfstraust þeirra niður. Slíkt hefnir sín síðar á ævi bamsins. Mozart Við getum kallað síðara við- horfið Mozart-meinlokuna. Hún er sú að margir hafa lesið sögur af undrabömum og telja hæfileika koma áreynslulaust til okkar. Því miður er ekki svo. Við getum sagt að fyrst komi til upplag. í öðru lagi, og það er mikil- vægt, þarf að koma til vilji. Við þurfum að vilja þroska hæfileika okkar og vera reiðubúin að vinna. Flestir sem ná Iangt á sínu sviði segja að vinna sé númer eitt, tvö og þijú. Ef við breytum viðhorfí okkar öriítið, vör- umst að vera fyrirfram neikvæð gagnvart eigin hæfi- leikum og lítum á hæfileika sem þátt sem þarf að vinna með, getur margt breyst til betri vegar og við orðið auð- ugri, bæði sem einstaklingar og sem þjóð. X-9 'O - JEN - E& ffí SW e/ö&W 'Ftfí A& pö ffír \ J/-P J}T7i/Af//Kfí W/VÁ tofíKiefí//- -EfJptí NöMsr/iff /ArTc/£/f/C/SV0//A AMt4. ///j/va/ ÓOA/ ///</} /?jP rlghts reierved. M- £k/Œfír7Át. aþ\ o&TW/s---s/íótA &fí//Msr/s> /t/£/r ' F/w-------- //£> /foA/M &£fí GRETTIR /i-z*> ("DUANDl VIQTIp, UPPÁ HVE|2J(J-( VERF>U(? VUKPIE> NÆST r5 DÝRAGLENS FERDINAND SMÁFÓLK Afsakaðu, kennari... mér Sjáðu. Ég drúpi höfði f seig bara blundur á brá, ég skömm_____ biðst afsökunar. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Bandarísku heimsmeistaramir,' Martel, Stansby, Ross og Pend- er, duttu út úr Grand National- keppninni í sumar þegar þeir töpuðu með 18 punktum fyrir sveit frá New York undir forystu - Allan Stauber. Spilið hér að neð- an bendir til að sigur Stauber og félaga hafi ekki verið hrein heppni. Suður gefúr; enginn á hættu. Norður ♦ KG94 ¥Á4 ♦ G85 ♦ D1093 Vestur ♦ 852 ♦ 1082 ♦ ÁK1062 ♦ KG Austur ♦ D107 ♦ G95 ♦ 97 ♦ 87652 Suður ♦ Á63 ♦ KD763 ♦ D43 ♦ Á4 Vestur Norður Austur Suður - — 1 hjarta Pass 1 spadi Pass ' 1 grand Pass Pass 3grönd Pass Pass Stauber hélt á spilum vesturs og valdi að spila út tígultvisti. Stauber og félagi hans nota 11-regluna gegn grandi, það er að segja, spila út fjórða hæsta. Stauber sá hins vegar gilda ástæðu til að bregða út af regl- unni í þessu tilfelli, þar eð hann hélt á meirihluta þeirra punkta sem vömin gat átt. í slíkum til- fellum gerir yfirleitt lítið til þótt makker sé blekktur. Hins vegar vildi Stauber læða inn þeirri hugmynd hjá sagnhafa að út- spilsliturinn væri ekki sérlega^. ógnandi, í þeirri von að hann^ reyndi að sækja laufið. Blekkingin heppnaðist full- komlega. Suður fékk fyrsta slaginn á tíguldrottninguna og spilaði strax litlu laufi. Hann taldi ástæðulaust að veðja ein- göngu á einn hest, þar eð útspilið benti til að vömin mætti fá slag á lauf. En það kom honum óþægilega á óvart þegar Stauber fór upp með laufkóng og tók fjóra tígulslagi. Það var svo salt í sárið þegar hann sá að hjartað féll 3-3. SKÁK * Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Brussel í vor, sem fyrirtækið SWIFT hélt, kom þessi staða upp i skák stórmeistaranna Eugenio Torre, Filippseyjum, sem hafði hvítt og átti leik, og John Van der Wiel, Hollandi. 38. Hxf6! (Vinnur mjög mikil- vægt peð, því ef svartur þiggur hróksfómina verður hann fljót- lega mát eftir 39. Dc3+. Svartur reyndi:) — Rxc4, 39. Dc3! — Dxd5, 40. Hd6+ - Kh7, 41. Hxd5 — Hxd5 og svartur gafst upp eftir 42. He8 — g5, 43. Dh8+ — Kg6, 44. Dg8+. Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistari, sigraði með yfir- burðum á mótinu, hlaut 9 v. af 11 mögulegum, en Korchnoi varð næstur með 7 v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.