Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 56
m ^ _——— CgTn353 ■ tfgundafeffe SEGÐU RTÍARHÓLL ÞEGAR ÞÚ EERÐ ÚTAÐ BORÐA SÍMI18833------- FIMMTUDAGUR 28. AGUST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Á kajökum kringum Island á 86 dögum TVEIR bandariskir ævintýra- menn koma í dag til hafnar í Reykjavík og ljúka þar með 86 daga hringferð í kringum ísland á kajökum. Mennimir tveir, Harry House og John Bauman, lögðu upp frá Reykjavík 4. júní og reru vestur og norður fyrir land. Þeir hafa allan tímann verið í sambandi við SVFÍ. Slík kajakferð kringum landið hefur ekki áður verið farin. Treg loðnuveiði: .Fituinni- hald 15% LOÐNUVEIÐI á Vestfjarðamið- um var fremur treg síðasta sólarhringinn, en á hádegi í gær höfðu tveir bátar tilkynnt afla, Óm KE með 400 tonn og Esk- firðingur SU 550 tonn. Sam- kvæmt fitumælingu úr tveimur fyrstu bátunum, sem lönduðu á Boiungarvík, var fituinnihald ioðnunnar rúmlega 15%. Vart hefur orðið við mikla loðnu á miðunum út af Vestíjörðum að undanfömu, en ilia heftir gengið að veiða hana vegna mikilla strauma. Þrímastra seglskip í heimsókn Gork Fock, þrimastra æfingaskip vestur-þýska flotans, leggst að bryggju í Reykjavíkurhöfn klukkan 10 í dag. Skipið verður hér til mánudags. Það er opið almenningi á laugardaginn á milli klukkan 14.30 og 16.30. Gork Fock var sjósett árið 1958 og hefur síðan siglt um 400.000 sjómílur og heimsótt rúmlega 200 hafnir. Þýska skutan á siglingu a Sundunum síðdegis í gær. MorgunDiaðio/btnilla Einar Sigurðsson útvarpsstjóri og fréttamennirnir Ami Snævarr og Karl Garðarsson í hljóðstofu Bylgjunnar. Bylgjan fer af stað í dag ÁRLA morguns áformaði einkaútvarpsstöðin Bylgjan að hefja útsendingar á tónlist, fréttum og öðra efni á FM 98,9 og mun framvegis hafa á boðstólum samfellda dagskrá frá morgni til kvölds alla daga vikunnar og fram á nótt um helgar. Bylgjan er fyrsta einkaútvarpsstöðin, sem tekur til starfa eftir að Al- þingi afnam einkarétt Ríkisútvarpsins á útvarpsrekstri á síðasta ári. Sendingar Bylgjunnar munu fyrst um sinn aðeins heyrast á Faxaflóasvæðinu, en áformað er að stækka sendingarsvæðið síðar. Uppistaðan í dagskránni verður dægurtónlist, en margs konar annað efni verður einnig flutt s.s. leikrit, viðtöl, gamanmál og spumingaþættir. Mikil áhersla verður lögð á fréttir og verða þær lesnar á klukkutíma fresti, en aðalfréttatímar verða kiukkan 12 og 18. Þá verður þáttur með fréttatengdu efni á hveiju kvöldi milli kl. 23 og miðnættis. Það er Islenska útvarpsfélagið, sem rekur Bylgjuna, en útvarps- stjóri er Einar Sigurðsson. Auk hans eru þar níu fastir starfs- menn og milli 10 og 20 ’.ausráðnir dagskrárgerðarmenn. Aðsetur útvarpsins er á Snorrabraut 54, þar sem Osta- og smjörsalan var áður til húsa. Sjá nánar um nýju út- varpsstöðina á miðopnu. Skreiðarsendingin til Nígeríu: Greiðsla fyrir fraktina komin Samið var um sölu skreiðarinnar í nígerískri mynt GREIÐSLA fynr flutningskostnað þeirra 61 þusund pakka af skreið, sem eru á leið til Nígeríu á vegum íslensku umboðssölunnar h.f., hefur nú borist i gegnum fyrirtæki í London, sem hefur milligöngu um sölu skreiðarinnar til Nígeríu. Flutningskostnaðurinn nemur 14—16 milljónum króna, að sögn Árna Bjarnasonar hjá Islensku um- boðssölunni. Enn hefur ekki borist greiðsla eða greiðslutrygging fyrir sjálfa skreið- ina, sem yfir 100 íslenskir framleið- endur eiga. „Það hefur tekið eitthvað lengri tíma en við áttum von á,“ sagði Ami, „en við teljum engan vafa á að greiðsla eða trygging ber- ist — að öðrum kosti væru þeir varla að borga á milli 350 og 400 þúsund dollara í frakt.“ Skreiðin var send sjóleiðis til Nígeríu 13. ágúst sl. og er gert ráð fyrir að leiguskipið Horsham verði komið inn í nígeríska landhelgi á laugardag eða sunnudag. Frá og með næsta mánudegi, 1. september, verður lokað fyrir allan skreiðarinn- flutning til landsins. Ekki verður skipað upp úr Horsham fyrr en greiðsla eða greiðslutrygging hefur borist til íslensku umboðssölunnar, hf., að því er Ami sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins. Hann sagði að samið hefði verið um söluna í nígerískri mynt, nairum, en greiðsla til framleiðendanna hér heima myndi berast í bandarískum dollurum. „Það er auðvelt að skipta nairum á alþjóðlegum gjaldeyris- markaði og þessari aðferð er engin hætta samfara, því miðað var við gengi nígerísku myntarinnar á „fijálsum markaði, þar sem gengi dollarans er fimmfalt á við hið skráða gengi nígeríska seðlabank- ans,“ sagði Arni Bjamason. Tryggingamiðstöðin kaupir Reykvíska endurtryggingu Tryggingamiðstöðin hf. hefur eignast 51% í Reykvískri endur- tryggingu í framhaldi af hluta- fjáraukningu í RE. Trygginga- miðstöðin festi þar kaup á öílu viðbótar hlutafénu að undan- gengnu samkomulagi miili stjórna beggja félaganna. Reykvísk end- urtrygging verður eftir sem áður rekið sem sjálfstætt fyrirtæki en í frétt frá félögunum kemur fram að það sem af er árinu sé veltu- aukning „reykvískrar" orðin 40%. Á framhaldsaðalfundi Reykvískr- ar endurtryggingar sl. þriðjudag var Gísli Ólafsson, forstjóri Trygginga- miðstöðvarinnar, kjörinn stjórnar- formaður en Gísli Örn Lárusson verður áfram framkvæmdastjóri fé- lagsins auk þess að eiga sæti í stjóminni. Tryggingamiðstöðin er annað til þriðja stærsta tryggingafélag lands- ins ef miðað er við frumtryggingar ásamt Brunabót en á eftir Sam- vinnutryggingum. Reykvísk endur- tiygging er hins vegar í hópi smærri félaganna og er þetta í annað skipti á nokkrum mánuðum sem stórt tryggingafélag eignast meirihluta í smærra félagi, því að ekki alls fyrir löngu tók Sjóvátryggingarfélagið yfir Hagtryggingu. Sjá Bl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.