Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 | - ' ” ■ ' “• •'i ■ :: .•* * »*H ‘ •. „_ ... ... u>,—• • Formula 1-kappakstur: Prost kyndir upp í heimsmeistarakeppninni FRAKKINN Alain Prost hefur heldur betur sett hita í heims- meistarakeppnina í Formula 1-kappakstri. Hann sigraði fyrir stuttu austurríska kappaksturinn á McLaren á meðan helstu keppi- nautar hans um titilinn, Nelson Piquet, Ayrton Senna og Nigel Mansell, féllu allir úr keppni vegna bilana. Þessir fjórir öku- menn geta allir hlotið titil ökumanna, þegar aðeins fjórar keppnir af sextán eru eftir. Mans- ell hefur forystu með 55 stig, Prost kemur næstur með 53, síðan Senna með 48 og Piquet 47. Fyrir sigur í hverri keppni fá ökumenn 9 stig, annað sæti 6, þriðja 4, síðan 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Á því má sjá að stiga- keppnin gefur öllum ofantöldum • Handhafi Morgunblaðsbikarsins 1986 slær út f opna Mazda- mótinu f golfi á Eskifjarðarvelli. Eskifjörður: Opna Mazda-mótið og Morgunblaðsbikarinn Opna Mazda-mótið f golfi var haldið á Byggðarholtsvelli Golf- klúbbs Eskifjarðar dagana 23. og 24. ágúst sl. Þátttaka var mjög góð og sóttu mótið kylfingar hvaðanæva af landinu. Ekki spilltu fyrir þátttöku hin glæsilegu aukaverðlaun, sem voru ný Mazda 323-bifreið, sem eins og önnur verðlaun á mótinu voru gefin af Mazda-umboðinu, Bíla- borg hf. Aukaverðlaunin átti að veita fyrir að fara holu í höggi á 5. braut vallarins, og var jafnan mikill fjöldi áhorfenda við 5. flöt sem fylgdust með tilraunum kylf- inganna til að hreppa Mazda- bílinn. Þrátt fyrir góðar tilraunir þátttakenda varð þó ekkert úr að bifreiðin hefði eigendaskipti móts- dagana, þar sem engum tókst að fara holu í höggi, en sá sem næst því komst var 45 cm frá holunni. Veður var gott mótsdagana, ef undan er skilin svartaþoka á sunnudagsmorgun, sem riðlaði nokkuð rástímum þann dag, og varð til þess, að keppni var ekki lokið fyrr en kl. 21.30 á sunnudags- kvöld og mátti ekki tæpara standa að mótinu lyki meðan enn var sæmilega ratljóst. Jafnframt Mazda-mótinu fór fram klúbbakeppni Golfklúbbs Eskifjarðar og Golfklúbbsins Hafn- ar, Hornafirði, þar sem GE sigraði. Annars urðu helstu úrslit í sem hér segir: Karlar án forgjafar: Sigurður Sigurðsson, GS Gylfi Garðarsson, GV Björgvin Þorsteinsson, GR Karlar með forgjöf: Óskar Garðarsson, GE Jónas Guðmundsson, GR Bjartur Finnsson, GHH Konur án forgjafar: Inga Magnúsdóttir, GA Agnes Sigurþórsdóttir, GE Erla Charlesdóttir, GE mótinu 148 h. 149 h. 156 h. 137 138 138 187 187 205 Konur með forgjöf: Agnes Sigurþórsdóttir, GE 127 h. Erla Charlesdóttir, GE 145 h. Inga Magnúsdóttir, GA 159 h. Helgina áður en Mazda-mótið var haldið, þ.e. dagana 16. og 17. ágúst, fóru fram úrslit í holukeppni Golfklúbbs Eskifjarðar um Morg- unblaðsbikarinn. Keppni þar var jöfn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu holu, er Bogi Bogason sigraði Óskar Garðars- son og lauk þeirri keppni því með 1-0-sigri Boga. Sparisjóðsmótið: Helgi Hólm vann FYRIR nokkru síðan fór fram sparisjóðsmót i golfi og var það leikið á Húsatóftavelli við Grindavík og Hólmsvelli í Leiru. Það var Helgi Hólm, formaður Sambands íslenskra bankamanna, sem sigraði í keppninni án forgjaf- ar en hann lék á 159 höggum. Þorsteinn Geirharðsson varð ann- ar á 160 og Sigurður Albertsson þriðji á 161 höggi. Með forgjöf sigr- aði Júlíus Steinþórsson á 139 höggum en allir eru þessir menn í GS. Getrauna- spá MBL. Sunday Mirror Sunday People Sunday Express Sunday Telegraph (0 25 c 3 O» o 2 SAMTALS 1 X 2 Coventry - Everton 2 2 2 2 2 0 0 5 Liverpool — Arsenal 1 1 1 1 1 5 0 0 Luton — Newcastle 1 1 1 1 1 5 0 0 Man. Utd. — Charlton 1 1 1 1 1 5 0 0 Norwich — Southampton 1 X 1 X 1 3 2 0 Nott’m Forest — Watford 1 X 1 1 1 4 1 0 Oxford — West Ham 2 2 2 X 2 0 1 4 Sheff. Wed. - Chelsea X 1 1 1 2 3 1 1 Tottenham — Man. City 1 1 i 1 1 6 0 0 Wimbledon — Leicester X X 1 X 1 2 3 0 Portsmouth — Ipswich - - - - 1 1 0 0 Opið öldungamót var einnig haldið hjá GS fyrir skömmu og þar sigraði Jakob Eyfjörð úr GG í yngri flokki á 85 höggum en Sveinbjörn Jónsson, GK, í yngri flokki með forgjöf. Gísli Sigurðsson, GK, varð hlutskarpastur í keppninni í eldri flokki án forgjafar en þar vann hann Jóhann R. Benediktsson í bráðabana en báðir léku þeir á 77 höggum. Ástþór Valgeirsson úr GS vann í keppni með forgjöf á 65 höggum. ökumönnum góða möguleika. Lán- ið lék ekki við Williams-liðið um þessa helgi, eftir fjóra sigra í röð biluðu bæöi bílar Mansell og Piqu- et um miðja keppni. Vélin fór í einum, drifið í hinum. Hafði Mans- ell forystu í skamma stund áður en drifið bilaði. Áður hafði nýjasta stjarnan í Formula 1-kappakstri haft forystu, það var heimamaður- inn Gerhard Berger á Benetton BMW. Hann tapaði forystunni þeg- ar rafkerfi bílsins bilaði og endaði í sjöunda sæti. Prost lenti í vandræðum undir lokin eftir að hafa náð öryggri for- ystu, en kom samt hring á undan Michele Alboreto á Ferrari í enda- mark. Alboreto skilaði sér loks í verðlaunasæti og félagi hans Stef- an Johansson lenti í því þriðja. Bilanir hafa plagað Ferrari-liðið allt keppnistímabilið og virtist vera að rætast úr hjá þeim. „Ég átti í vand- ræðum með vélina í lokin," sagði sigurvegarinn Prost. „Var farinn að halda að ég kæmist ekki í mark. Það tókst og nú stefni ég á titilinn. Fyrir keppni var ég ekki svo viss með sjálfan mig, en nú er rétta formið komið." Aðeins 60.000 áhorfendur fylgdust með keppninni, venjulega er talan þreföld, en skipuleggjend- ur keppninnar töldu ástæðuna fyrir mannfæðinni vera þá að Niki Lauda lýsti keppninni beint í sjón- varpi. Lauda er Austurríkismaður og feikilega vinsæll. Hann kvað landa sinn Berger með réttu hafa átt sigur skilinn og kvaðst ekki hissa ef hann skipti um keppnislið á næsta ári, færi til stóru liðanna McLaren eða Ferrari. Lokastadan í Austurríki: 1. Alain Prost, McLaren Porsche 1.21.22.5 klst. 2. Michele Alboreto, Ferrari hring á eftir 3. Stefan Johansson, Ferrari 2 hringjum á eftir 4. Alan Jones, Lola Ford 2 hringjum á eftir 5. Patrick Tambay, Lola Ford 2 hringjum á eftir 6. Christian Danner, Arrows BMW 3 hringjum á eftir 7. Gerhard Berger, Benetton BMW 3 hringjum á eftir Staðan í heimsmeistarakeppni ökumanna: stig 1. Nigel Mansell, Bretlandi 55 2. Alain Prost, Frakklandi 53 3. Ayrton Senna, Brasilíu 48 4. Nelson Piquet, Brasilíu 47 5. Keke Rosberg, Finnlandi 19 6.-8. Jaques Laffite, Frakklandi 14 6.-8. René Arnou, Frakkland 14 9. Stefan Johansson, Svíþjóð 13 10. Michele Alboreto, Ítalíu 12 Staðan í keppni framleiðenda: 8tig 1. Williams Honda 102 2. McLaren Porsche TAG 72 3. Lotus Renault 50 4. Ligier Renault 28 5. Ferrari 26 • Vinningshafar á Hitachi-mótinu. Karl vann Hitachi LAUGARDAGINN 16. ágúst fór fram á Svarfhólsvelli „Hitachi open“ golfmótið. Þátttaka var mjög góð, og veðrið eins og best varð á kosið, logn, sólskin og hiti. Úrslit urðu sem hér segir: Án forgjafar: Högg Karl Ó. Karlsson, GR 72 Kjartan Aðalbjörnsson, GHR 73 Guðbjörn Ólafsson, GK 74 Með forgjöf: Kjartan Jónsson, GR 60 Högni Gunnlaugsson, GS 61 Friðrik Andrésson, GR 62 Fyrir að fara holu í höggi á fjórðu braut var 22“ litsjónvarpstæki í boði, en engum tókst það. Óskar Pálsson GHR var næstur holu 2,85 m qg fékk rakvél að launum. Á sjöundu braut var mynd- bandstæki fyrir að fara holu í höggi. Ekki gekk það út en Sigurð- ur R. Óttarson, GOS var næstur holu 3,87 m og fékk sambyggt útvarp og segulband. Norðuriandsmótið í golfi: Axel og Jónfna unnu Akureyri. AXEL Reynisson, Golfklúbbi Húsavíkur, sigraði f meistara- flokki karla á Norðurlandsmótinu í golfi sem fór fram á Jaðarsvelli um helgina. Jónína Pálsdóttir, Golfklúbbi Akureyrar, sigraði í meistaraflokki kvenna og í ungl- ingaflokki sigraði Sigurbjörn Þorgeirsson, GA, með miklum yfirburðum. Mótið hófst á laugardag og lauk á sunnudag. Keppendur voru 81 í karla-, kvenna- og unglingaflokki og var veður mjög gott báða móts- dagana. Keppni í karlaflokknum var ákaf- lega spennandi á laugardeginum. Ólafur Gylfason hafði að honum loknum þriggja högga forystu á Axel — hafði leikið á 75 höggum. Axel náði sér mjög vel á strik síðari daginn og sigraöi nokkuð örugg- lega, lék á 153 höggum. í öðru sæti varð Þórhallur Pálsson, GA, á 158 höggum og Sverrir Þorvalds- son varð þriðji á 159. Sverrir tryggði sér 3. sætið með því að sigra Ólaf Gylfason í bráðabana. Með forgjöf sigraði Ragnar Her- mannson GA á 136 höggum og jafnir í 2.-3. sæti urðu Gestur Sæmundsson GÓ og Axel Reynis- son GA á 137 höggum. Jónína Pálsdóttir sigraði mjög örugglega í kvennaflokki á 178 höggum. Andrea Ásgrímsdóttir GA varð önnur á 200 höggum og Rósa Pálsdóttir, GA, þriðja á 203 höggum. Með forgjöf sigraði Andrea á 146 höggum, Jonína varð önnur á 148 og þriðja varð Árný Lilja Árna- dóttir GA á 150. Sigurbjörn Þorgeirsson lék á 157 höggum í unglingaflokknum. Annar varð Eggert Eggertsson, GA, á 172 og þriðji Jón Baldvin Árnason GA á 173. Með forgjöf sigraði Sigurbjörn einnig — á 125 höggum, Matthías Sigvaldason, GÓ, varð annar, lék á 139 höggum og þriðji varð Jón Baldvin Árnason, GA, á 143 höggum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.