Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 Meistaramót Þýskalands í Falkenhorst: V erðlaunagripirn- ir koma af himn- um ofan í mótslok Á MORGUN, föstudag, hefst meistaramót Þýskalands í hestaíþróttum en það er sem kunnugt er haldið á Falkenhorst hjá Herbert Ólasyni sem rekur þar alhliða hestamiðstöð. Þegar rætt var við Herbert var alit í fullum gangi við undirbúning mótsins og sagði hann að um fjörutíu manns væru þarna að störfum síðustu dagana fyrir mótið. Alls munu níu Islendingar taka þátt í keppni og sýningum mótsins og má þar nefna, auk Herberts, þá Aðalstein Aðalsteinsson, Jón Stein- björnsson, Þórð Jónsson, Sigvalda Ægisson og Sigurbjöm Bárðarson sem nú fyrir skömmu fór út með nokkra kunna keppnishesta. Má þar nefna þá Gorm frá Hjálmsstöðum sem var meðal tíu efstu A-flokks- gæðinga á landsmótinu, Litla-Jarp, sem sigraði í skeiði á sama móti, og Gára frá Bæ en Sigurbjöm hef- ur þrisvar orðið íslandsmeistari í fjórgangi á honum. Auk keppni í hinum hefðbundnu íþróttagreinum verður kynbótasýning í tengslum við mótið og mun Þorkeil Bjamason verða yfirdómari. Sagði Herbert að þeir Islending- ar, sem þama yrðu í eldlínunni, legðu mikla áherslu á að ná góðum árangri með íslensk fædd kynbóta- hross á sýningunni því slíkt hefði mikið auglýsingagildi fyrir ræktun- ina á íslandi. Sagði hann að þeir á Falkenhost-væru með nokkrar af- burðagóðar hryssur sem þeir teldu að geti náð langt. Einnig eru þeir með stóðhestinn Cirkus frá Húsavík sem hann sagði í feikna góðu formi. Herbert fullyrti að þetta mót væri það sterkasta, sem haldið hafi verið í þýskalandi fram til þessa, og nefndi hann sérstaklega skeiðið í því sambandi. Sagði hann að aldr- ei hefðu jafnmargir góðir vekringar verið samankomnir á einum stað á meginlandinu. Skeiðbrautin í Falk- enhorst hefur verið talin sú besta í Þýskalandi og taldi Herbert að búast mætti við góðum árangri en keppt verður í 150 og 250 metra skeiði. Þá má geta þess að í skeið- keppninni verða notaðir rásbásar sem Walter Schmitz, kunnur keppn- ismaður í Þýskalandi, lét smíða fyrir sig hjá Blikk og stál þegar hann var hér á landi fyrr í sumar. Meðal keppenda verða allir sterk- ustu keppnismenn Þýskalands eins og geta má nærri og verða þeir ýmist með reynda og þekkta hesta eða lítt þekkt Ieynivopn. Til staðar eru tveir 200 metra vellir sem má breyta í einn 400 metra völl og verður hann notaður sem slíkur þegar kynbótahrossin verða sýnd. Nú mun búið að leggja parket á reiðhöllina, sem er 800 fermetrar, og verður þar veitingasala auk þess sem menn geta fylgst með því sem gerist á mótinu á stórum sjónvarps- skjá sem er 3 metrar í þvermál. Þá hefur þýska sjónvarpið boðað komu sína en Herbert sagði það ekki ljóst hvort unnt yrði að sjón- varpa beint eins og til stóð. í Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigurbjöm Bárðarson fór með nokkra kunna keppnishesta til Þýska- lands fyrir skömmu og meðal þeirra er Gári frá Bæ sem hann kemur til með að keppa á. tengslum við mótið verður íslands- kynning en hún hófst í gær. Sjálft mótið hefst svo á föstudagsmorgun með dómum kynbótahrossa og verður ekki annað á dagskrá þann daginn. Á laugardag klukkan 8 hefst svo forkeppni í tölti, fjórgangi og fimmgangi auk þess sem keppt verður í gæðingaskeiði. Á sunnudag fyrir hádegi verður keppt í kapp- reeiðaskeiðinu og frjálsri hlýðni- keppni og eftir hádegið fara fram úrslit í öllum greinum fullorðinna og unglinga. Mótinu lýkur seinni- partinn á sunnudag og sagði Herbert að ekki hefði tekist að fá Hófí til að afhenda verðlaunin en þess í stað munu fallhlífarstökkvar- ar svífa af himnum ofan með helstu verðlaunagripina. Þá sagðist Herbert búast við miklum fjölda íslendinga sem ýmist byggju þar ytra eða væru á ferð þarna á þessum tíma. Einnig gat hann þess að íslenskir kokkar myndu sjá um matreiðsluna og væru þeir kunnir meðal hestamanna á Islandi en þeir eru Gunnar í Foss- nesti á Selfossi og Sigvaldi Ægisson sem einnig mun sýna hross á kyn- bótasýningunni. Jón Ingi Baldurs- son mun taka að sér starf yfírþjóns. Vandað blað hefur verið gefið út í stærðinni A4 og er það jafnframt mótsskrá. Athugasemd vegna umfjöll- unar um Is- landsmótið í hestaíþróttum Ragnar Tómasson hafði sam- band við umsjónarmann „Hesta“ vegna umfjöllunar undirritaðs um Islandsmót í hestaíþróttum en þar var þess getið að dómarar hefðu mætt illa á laugardeginum og hefði það bitnað á unglingunum þar sem þeir voru látnir bíða þar til dómararnir mættu. Ragnar sem var yfirdómari mótsins sagði ástæðuna fyrir þessum forföllum dómara vera þá að á síðustu stundu hafi móts- stjómin ákveðið að hefja dagskrá laugardagsins klukkustund fyrr en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir og hafi hann frétt þetta nán- ast fyrir tilviljun. Þá hafi ekki náðst í alla dómara mótsins og þeir því ekki mætt fyrr en klukk- an tíu í góðri trú að þá myndi mótið hefjast eins og þeim hafði verið tilkynnt. Um þetta var ekki getið á sjálfu mótinu en foreldrar nokkurra bama sem vom þátttakendur tjáðu undirrituðum þetta þegar verðlaun vom afhent í mótslok og var þá einn af forráðamönnum mótsins viðstaddur en gerði hins- vegar enga athugasemd við þetta. Þá má geta þess að merking áðurnefndrar greinar féll niður en hún átti að vera merkt undirrituð- um. Valdimar Kristinsson VIÐ KYNNUM NÝJA BLÁA BORÐANN Annað eins smjörlíki hefur þú aldrei bragðað. Stórkostlegt til steikingar - bragðgott á brauðið. Við hlökkum til ao heyra þitt álit. Esmjörlíki hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.